Þjóðviljinn - 31.08.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.08.1961, Blaðsíða 1
'Ism kðsEar ssðusíu sMtrunum aí sidnu siimi ‘ Nýjasta hefndarráðstöfun ríkisstjórnarinnar e r sú að hún hefur lagt algerlega niður verðlags- cftirlit á fjölmörgum vöruflokkum, og er heildsöl um og smásölum nú í sjálfsvald sett hversu mikið þeir Ieggja á vörurnar; tekið hefur verið upp FR JÁLST OKTJR. Þetta hefur um hrngt skeið verij krafa Sjálfstæðisflokksins, en Aiþýðuflokkurinn hefur þótzt streitast á móti. Hefur Alþýðufiokk- urinn þannig verið svínbeygður rétt cinu sinni, e n ástandið innan flokksins má bezt marka af því að fulltrúi flokksins í verðlagsnefnd tók þann lto st að mæta ekki þegar málið var afgreitt í fyrradag! Auglýsing um vörur þær sem undanþegnar hafa verið verð- lagseftirliti er birt á öðrum stað í blaðinu. Þar er um að ræða íjölmargar nauðsynjavörur svo sem ýmsar matvörur, hreinlæt- isvörur, búsáhöld, byggingarvör- ur og síðast en ekki sízt kven- skó og allan tilbúinn fatnað — þar á meðal meira að segja vinnuföt! Ákvörðunin um að undanþiggja þessa vöruflokka verðlagseftirliti var af hálfu stjórnarliðsins rökstudd með því að þarna væri aðallega um „lúxusvörur" að ræða (!) enda munu Gylfi Þ. Gíslason og Gunnar Thoroddsen geta spar- að sér þann lúxus að ganga í vinnufötum. Niðurlæging Alþýðuflokksins Þessi ráðstöfun er að sjálf- sögðu upphafið að því að leggja verðlagseftirlitið algerlega nið- ur, eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur krafizt. Alþýðuflokkurinn hefur sem kunnugt er þótzt standa fast gegn þeirri kröfu og síðast í gær segir Alþýðublað- ið í leiðara: ..Reynslan af af- námi verðlagseftiriitsins hér á landi er því miður slik, að fara verður af mestu gát í þeim efn- um. Aðstæður eru vegna smæð- ar þjóðarinnar þær, að sam- keppni dugir á mörgum sviðum ekki til að halda verði niðri. og fólkið er orðið svo ruelað af tuttugu ára verðbólgu, að það sýnir sjálft of litla árvékni. Þess vegna kemur sízt af öllu til mála að þurrka út allt verð- lagseftirlit einmitt þegar rót er á verðlagsmálum í kiölfari geng- islækkunar.“ Ritstjóri Alþýðu- blaðsins hefur auðsjáanlega ekki haft huemynd um bað að Gylfi Þ. Gíslason verðlagsmálaráð- herra var búinn að svínbeygia sig fvrir íhaldinu í þessu máli sem öðrum. Svo mikla áherzlu lagði AI- þýðuflokkurinn á verðlags- eftirlitið að liann kaus lielztu forustumenn sína í verklýðs- hreyfingunni í verðlagsnefnd- ina til þess að fylgjast með því að ekki yrði slakað á neinu, Jón Sigurðsson sem aða'mann og Óskar Hall- grímsson til vara. Jón dvelst nú erlendis, en Óskar valdi þann kost að mæta alls ekki þegar ákvarðanirnar voru teknar. Hækkuð álagning Auk þess sem verðlagseftirlit ið er afnumið á hinum mikil- vægustu vöruflokkum er álagn- ing á vörum. sem enn eru háð- ar verðlagseftirliti, stórhækkuð. Þannig er heildsölum og smásöl- um nú heimilað að reikna á- lagningu sína af allri verðhækk- uninni sem hlýzt af gengis- breytingunni, en eftir gengis- lækkunina í fyrra fengu þeir aðeins að leggia á þriðjung hækkunarinnar. Þá hefur verið ákveðin aukahækkun á álagn- ingu af ýmsum vörum, þar á meðal niðursuðuvörum og sekkjavörum sem smásalar selja j sundurvegnar í eigin umbúð- um, og er auglýsng um það efni | einnig birt á öðrum stað í blað- inu. ££mw 16000 tonn síldarmjöls hafa selzt VERD • iMiniiiB War f.r i •ihUraiJaU. »a.Unc. 01 Bnf-1 ii kvUuuif, . ! •ihIs. Ifc»Uan*fa 1-yrV.l.nd. | • t unduiUrim. r—l »ú lt | of FlnnUixta Rrrtin»8 rr raeö .1,1 (y rtr mmi ; mjóii (ul ur 100 þúiund nur, »110 >IÍ| um .i dír <>f rr þvl rnn «kki | fcrr prúlrinmaf »i* «» inikM. | Luift bnrð. UTP ■ þ. x>lu ] Trkut hrfur «8 nl|> >8 und s.mninf.. »«m f«rð.r h«f» •nforntl 16 þúiund l«<l r • ( | v»rl«. __________________________ j Öfuft viS iOd»rraiöliS krf- I ur frnfiS mjóf rr(i£i«f» •« Rinsknkir , •«lj* »ild»rlýiiis og mun UlUlnUftll | lfynd,r ,Wkcrt hl!, veri8 Mll ÞEIR HEIMTA AFNÁM VERÐLAGSEFTIRLITS! 'Þannig leit forsíða Alþýðublaðsins út 27. júlí s.I. Þar ber blaðið það upp á andstæðinga sína í finim dálka fyrirsögn með stærsta letri að þeir vilji afnám verðlagseftirlits — en segir að Alþýðu- I ilokkurinn muni koma í veg fyrir allt slíkt! Hefndardýrtíð ríkisstjórnarinnar í dag koma til framkvæmda miklar verðhækkanir á ýmsum vörum og þjónustu auk þess sem verðlagi á fjölmörgum vöruteg- undum hefur nú verið sleppt al- gerlega lausu eins og frá er sagt á öðrum stað í blaðinu. 9 Nýr fiskur ' Verð á nýjum fiski hækkar mikið frá þvi sem áður var. Nýr þorskur slægður kostar nú kr. 2.80 kg., var áður kr. 2.20 kg. Hækkun kr. 0,00 eða 27,3fr. Nýr þorskur hausaður kostar nú kr. 3,50 kg., var áður kr. 2,70 kg.. Hækkun kr. 0,80 eða 29,6%. Ný ýsa slægð kostar nú kr. 4.00 kg\, var áður kr. 2,90 kg. Hækk- un kr. 1,10 eða 37,2%. Ný ýsa hausuð kostar nú kr. 5.00 kg., v'ai- ' áður kr. 3.60 kg.' Ilækkun kr. 1,40 eða 38,9%. Nýr fiskur flakaður án þunn- í ilda hækkar sem hér segir: Þorskur kostar nú kr. 7,50 kg„ var áður kr. 6,20 kg. Hækkun kr. 1.30 eða 21%. Ýsa kostar nú kr. 9,50 kg., var áður kr. 6.20 kg. Hækkun kr. 3,30 eða 53,2%. Fiskfars hækkar úr kr. 10,00 kg. i kr. 10,50. Hækkun kr. 0,50 eða 5%. 0 9 Smjiirlíki Frá og með deginum í dag hækkar smjörlíki í vcrði um kr. 0,90 kg. í smásölu eða úr kr. 15,00 í kr. 15,90. Smjörlíki var eins og menn munu minn- ast íyrsta erlenda vörutegund- in. er hækkaði í verði vegna gengislækkunarinnar í byrjun þessa" mánaðar, svq að það hækkar nú öðru sinni á tæpum j mánuði! 5. ágúst hækkaði það um kr. 1,20 kg. eða úr kr. 13,80 í kr. 15.00 kg. Samtals hefur það því liækkað um kr. 2>10 eða 15,2%. ® Strætisvagnafargjöld Fargjöld með strætisvögnum hér í Reykjavík hækka einnig í dag. Fargjald fullorðinna hækkar úr kr. 2,10 í kr. 2,25 eða um 15 aura. Hækkun riisk 7%. F.yrir 10 krónur geta menn eins og áður fengið 5 nr.ða en fyrir 50 krónur fá menn nú aðeins 30 miða í stað 34 áður. Fargjöid barna innan 12 ára hækka mun meira en fullorð- inna eða úr 75 aurum í 1 krónu. Hækkun 33%. Fyrir 10 krónur fást nú áðeins 12 barna- miðar í stað 16 áður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.