Þjóðviljinn - 31.08.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.08.1961, Blaðsíða 3
e o J?að cr flestum kunnugt að ,, fámcnnur hópur mikilhæíra og frægra leikenda hefur kynnt valda kaf!a úr sögum stór- skáldsins Halldórs Kiljans Laxness víða um land á þessu sumri og alstaðar verið vel fagnað, enda ekki meiri menn- ingarauki að öðrum sýningum; ég .sá leikinn á laugardags- kvöldið var. einn í hópi þakk- ’látra og hrifinna gesta. Af óviðráðanlegum orsökum eiga allt of fáir Reykvíkingar þess kost að njóta hinnar ágætu jsJ^romtTO8r. og fáguðu þjóð- legu listar og að því ærinn .*kaði; síð'asta sýningin er í kvöld. Viðfangsefnið sjálít, það er skáldskap Halldórs Kiljans Laxness ætla ég ekki að ræða, enda óþarft með öllu, ®n óhætt mun að fuiiyrða að ekki verði lífi Jiðinna kynslóða betur kynnzt á einni kvöldstund, ör- birgð og niðurlægingu íslenzkr- ar. vþ.jóðar, óbugandi þreki og þrá eftir birtu og betra heimi — héí ét 'allt iðandi af lífi, stórbrctnar eða fágætiega skopiegar . söguhetjur á hverju leiti, leiftursnjöll orðsvör, mergjuð kimni. Vitna má í þá örstuttu gagnorðu grein sem skóldið ritaði í leikskrá fs- landskhikkunnar forðum og Lárus Pálsson flytur svo ágæta vel á bessu Kiljanskvöldi; „Má vera að oss hitaveitufólki og rafmaghsljósa veitist erfitt að setja oss fyrir sjónir mannlíf sem býr í torfi, samlitt grund- inni, fólk sem lifir bg trúir hjá grútartýru bakvið hélaðan skiá. Þó er betta mannlífið sjálft. heitt og ríkt; og eilíft; og stjörnurnar skína ofan af festingunni. Skálholt; kona gengur að hitta mann á næt- urþelú þegar enginn veit. Nú fer að vora um Breiðafjörð. En o.far rökum og sögnum, veridi og gólga, ofar kóngsins jámi og arbeið og likþráum andiitum Jóns Hreggviðssonar á Rein; jó ofar beðmáluná brúðar og dýrustu eiðum næt- urinnar rikir eitt lögmál: skyldan við ísland; við sög- upa, alda Qg óborna, við hið eilífa líf landsins“. Það var Lórus Pálsson sem „Setti íslandsklukkuna á svið ..'forðurrr'og haíði óvæntan og 'SXT'- Leiksffóri: Lázus Pálsson annálsverðan sigur, og enn hefur samvinna skáldsins og leikstjórans borið g'óðan ávöxt: þessi leikræna bókmennta- kynning' er lifandi Q§ sterk og í rauninni furðugóð heild þótt um samhengislítil eða sundurlaus brot sé að ræða — það eru snilld skóldsins og list- ræn einbeitni og næmur skiln- ingur leikendanna sem binda saman hin möreu og óliku atriði; og þar má glöggt kenna fágað handbragð Lárusar Páls- sonar. hugkvæmni og innsæi. Leiktjöld eru að sjálfsögðu engin. en allmikið vandað til búninga og misháum pöllum haganlega komið fyrir á svið- inu. Kvöldið greinist í þrjá hluta og er sá fyrsti og lengsti vígður Paradísarheimt, síðustu skáldsögu Laxness og þeirri sem einna minnsta hrifningu hefur vakið hinna meiri verka hans að því ætla má. Sum atriðin urðu ekki svipmikil né stór í sniðum. satt er það, en telja má víst að margir leik- gfesta taki Paradísarheimt út úr skápnum að sýningu lok- inni og lesi hina umdeildu sogu að nýju. Næst eru „kynntir tveir heiðursmenn og ein kqna“, skringilegar og skoplegar persónur í bezta lagi, enda löngu þjóðfrægar, Pétur Þríhross, kaupmaður Guðmundsen og Todda trunta, og vöktu öll ósvikinn hlátur og fögnuð í salnum. Loks eru flutt fóein atriði úr íslands- kjukkunni og er eitt þeirra ekki i leikgerð hinnar stór- brotnu söeu — Við Breiða- fjörð, kyrrstæð og hljóðlát svipmynd. en þrungin annar- legri dýpt og heitri ástríðu, skírri fegurð. Allir ganga leikendurnir að verki með sönnum áhuga listamannsins og auðsærri hrifningu af viðfangsefnum sínum, hjá þeim er ekkert hik eða hálfvelgju að finna. Leik- endurnir eru fáir en hlutverk- in svo mörg að fjögur eða fimni falla í hlut hvers og eiris og láta þeim misjafnlega Vel eins og eðlilegt er; en allir vinna afrek sem vert er að geyma í minnum. Eigi sízt er Lárus Pálsson forkunnlegur sem Steinar bóndi í Hlíðum, gervi, látbragð og orðsvör eins og ég mynd-i helzt kjósa. Manni þykir þegar í stað vænt um þennan góðlátlega göfuga al- múgamann, hlýtt og órætt bros hans og sanna hæversku; hæst nær túlkun leikarans er Stein- ar flytur kónginum hið sér- kennilega ávarp á Þingvelli og gefur honum það sem hann á dýrast i eigu sinni; þau fáu einlægu orð hljóta að rata til hjartans. Presturinn í Paradís- arheimt er ef til viU helzti fáránlegur. og ekki virðist Lár- us til þess kjörinn að lýsa Jóni Hreggviðssyni. hörku hans og óbilandi þreki; en leikur hans er látlaus, áhrifamikill og raunsær og ærinn kraftur í til- svörum. Það er óblandin á- nægja að k.vnnast því að nýju er Jón Marteinsson sýnir nafna sínum Kaupinhöfn og sviptir óþyrmilega grímunni af dönskum stórhöfðingjum og arðráni þeirra á Islandi, en bezt afrek Haralds Björnsson- ar á þessu kvöldi er þó Þjóð- rekur biskup, heilsteypt mann- lýsing og magni þrungin. Ekk- ert atriði Paradísarheimtar snerti mig meira en meitluð frásögn hins marghrjáða trú- boða af eyðimerkurgöngu Mormóna, og þau orð ílytur Haraldur af djúpum innileik og dramatískum þrótti. Björn á Leirum verður sýnu svip- minni í meðförum hans; en þó að ég hafi hugsað mér Guð- mundsen kaupmann nokkuð öðruvísi útlits en Haraldur sýnir hann 'er veru'e" skemmt- un að hinni einstæðu ræðu fyrir minni Garðárs Ilólm. bar er hver setning gædd safaríkri k'mni. Rúrik Haraldsson kann líka að slá á marga strengi. en sniöllust og fyndnust persónu- sköpun hans er Pétur Þr hross og auðséð að leikaranum er það hrein nautn að fá að bregða sér í bráðsnjallt gervi hins margíræga skálks og ram. íslenzka atvinnurekanda. Sér- staklega l.iós og lifandi er 'brennandi áhugi Péturs á flug- listinni: ..Vængjum vildi ég berast kalli minn“ — okkur blóðlangar til að kynnast betur þessum kostulega náunga. Unnustinn í Paradísarheimt er mjög kátbroslegur sveitadurg- ur í meðíörum Rúriks og and- stæðingur Þjóðreks biskup á Þingvelli af sama toga; í ann- an stað tekst honum ekki að gera verulega mikið úr Bene- diktsen sýslumanni. Arnas Arnæus er miög gervilegur maður og viðfeldinn í höndum hins fjölhæfa leikara og flest vel um hann, en skortir suma þá eiginleika sem hinn mikla vísindamann eiga að prýða. Helga Valtýsdóttir er eina leikkonan í hópnum og á að sjálfsögðu mörgum og vanda- sömum skyldum að gegna, en bregst hvergi; skopleg hlutverk og alvöruþrungin virðast láta jafnvel hinni gáfuðti listakonu. Formálsorðin flytur hún með myndugleik, skilningi og reisn, og vlðkunna ræðu Toddu truntu á samkomu Hersins á Óseyri af mjög hressilegri kimni og „himneskum krafti og' jarðneskum“ eins og segir i sögunni. Hún lýsir hiqni um- komulausu óhamingjusömu dóttur Steinars í Hlíðum af mikilli nærfærni og rikum skilningi, og er hugþekk og innileg Snæfríður á fundi þeirra Arnasar Arnæusar, í orðum hennar býr Ijúfsár tregi. Kona Arnæusar, flagðið með krúnginn, minnir nokkuð á Regínu Þórðardóttur forðum, en leikurinn markviss og ör- uggur á alla lund. Ég þakka lofsvert framtak hinna snjöllu leikenda og ágæta skemmtun. Á. Hj. Tímarit Máls og menningar, 3. hefti þessa árgangs, er komið út, fjölbreytt að efri. j Af efni heftisins má nefna aðra grein Hannesar Sigfússon- ar um sögu vestrænnar íhiutun- ar í Kína. Dómsmálaráðherrann sefur neínist- sjónleikur í tveim atriðum eftir Erling E. Hall- dórsson, Hermann Pálsson ritar ereinina Ari fróði og forsaga I íslendinga og Sverrir Kristjáns- : son Tvö rit um sjálfstæðisbar- áttu íslendinga á lí). öld. Þá er | birfur útdráttur úr grein sem : þýdd er úr frönsku tímariti um | vestur-þýzkt réttarfar og nazista, j Ijóð eru eftir Jón frá Pálmholti og Pétur Má. Umsagnir um bækur rita Baldur Ragnarsson, Helgi J. Halloórsson og Jón úr Vör. Fyrsta útsala L H. Mullers f fjörutíu ór í dag hefst útsala hjá Verzhui L. H. Mullcr í Austurstræti 17. Er það fyrsta útsala verzlunar- innar í 40 ár. Af þvi tilefni bauð cigándinn, I.cifur Muller, blaða- mönnum að skoða útsöluvörurn- ar í gær. ,.Við erum að vísu ekki með frá síðustu 3 til 5 órum seldar á neinar 40 ára gamlar vörur“, sagði Leifur, ,,en hér eru vörur gömlu verði og með afslætti". Vörur þær sem verzlunin sel- ur á útsöluverði eru aðallega karlmanna- og drengjafatnaöur. Má þar t.d. nefna karlmanna- frakka úr poplíni, tweed, mohoie og ull frá 495—600 kr. og margaf tegundir af drengja- og barna- úlpum frá 99 kr. Sérstaka at- hygli vöktu úlpur úr leðurlíkingu á drengi sex til níu ára á kr. 285 og aðrar úr nylon-styrktu nankin á tólf,- til fjórtán ára á 158 kr. Það má nefna sport- og bíl- stjórablússur á 398 kr., ódýrar buxúr, sportskyrtur. nærfatnað, skíðablússuy á kvenfólk og niol- skinnsbuxur á drengi sex til fimmtán ára. Sann- orður ritstjóri Á laugardaginn var birtist í Staksteinum Morgunblaðs- ins , mynd af Fúrtsévu menntamálaráðherra Sovét- ríkjanna, og i texta sem •myndinni fylgdi var m.a. komizt svó að oíði; „í ræðu sem Fúrtséva, menntamála- ráðherra Sovétríkjanna, hélt hér heima á íslandi í sumar komst hún m.a. þannig að orði, að ef styrjöld brytist út milli stórveldanna, þá gæti engin þjóð verið örugg, engin þjóð þyrfti að búast við þv; að sér yrði þyrmt, ef til stórátaka drægi. Þá væri i raun og veru ekkert til sem héti hlutleysi. Þessi ummæli hins valdamikla Sovétleiðtoga eru hrein og bein. í þeim felst fyrst og fremst þetta: Allt tal um hlutleysi og skjól af því er gersamlega út í bláinn. Á þvi er ekkert mark tákandi.“ Og síðan heldur blaðið áfram; „Þetta ætti að vera nytsöm lexia fyrir hina nytsömu sakleysingja hér á landi, sem þafa látið komm- únista ginna sig og gabba til þess að skrifa upp á Mo.skvu- víxilinn‘‘ o.s.frv. o.s.frv. Fúrtséva menntamálaráð- herra hefur aldrei sagt neitt líkt þv; sem Morgunblaðið hefur eftir henni. Ritstjóri Morgunblaðsins spurði hana sjálfur 7. júní s.l. hvort hún teldi að sprengju yrði varpað á ísland ef styrjöld skylli á, eins og íslenzkir kommúnist- ar væru alltaf að hóta, og daginn eftir skýrði Morgun- blaðið á þessa leið frá svari hennar: „Hún kvað það imdir íslendingum sjálfum komið. Ef þcir tækju ekki þátt í stríðinu kœmi ekki til slíks, en ef rússneskt landsvæði yrði fyrir árásum frá íslandi, mundu þær verða eridur- goldnar. Þetta ætti við um öll rílti heims.“ Á hálfum þriðja mánuði hefur Morgunblaðinu þannig tekizt að gerfalsa sína eigin tilvitnun og snúa merkingu hennar algerlega við. Stak- steina skrifar Sigurður Bjarnason, sá sem sagði í Reykjavíkurútvarpinu fyrir nokkrum dögum að Mqrgun- blaðið segði aldrei vísvitandi ósatt. — Austri. Einrmtudagur 31. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN (3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.