Þjóðviljinn - 31.08.1961, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.08.1961, Blaðsíða 5
Vaxandi andúð Dana á Efnahagsbandalaginu D&nmörk hefur scm kunnugt cr sótt um upptöku í Efnahags- bandalag Evrópu, en mcð hverj- um deginum vex andstaða Dana gegn þátttöku í þessu pólitíska bandalagi. M.a. kcmur það fram í fjölda greina og lesendabréfa í biöðunum. Meðal þcirra, sem skrifað hafa um málið, er hinn kunni bóndi Jens Kirk úr Radi- kalaiiokknuiri, sem mjög hefur látið til sín taka. Hann skrifar grein í blaðið Information, og segir þar m.a.: „Allir aðilar virðast smám- saman hgfa orðið sammála um að dæma þátttöku Danmerkur í Efnahagsbandaláginu út frá hag- fræðilegum og pólitískum sjónar- miðum. Rómarsamningarnir eru klúðursleg tilraún til áætlunar- búslíapar, sem jafnvel „frjáls- lyndir" háskólabændur hafa fall- ið fyrir. Hans Rasmusen (vara- formaður sósíaldemókrataflokks- ins) og aðrir verkalýðsleiðtogar, sem halda sér við jörðina, hafa Toldo er stærsta borg heimsins Xokio hefur enn aukið forskot sitt í kapphlaupinu um titilinn „stærsta borg heims“, segir í yf- irlitsskýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. f Tokio er nú 8,161 milljón íbú- ar, en í New York 7,8 milljónir. Áberandi er hversu Tokio er í örum vexti, einkum vegna nýrra og fullkominna byggingaraðferða. í skýrslúnní kemur í ljós, að London er komin niður í 10. sæti meðal stórborga heimsins. Röðin lítur annare þannig út: 1. Tókio, 2. New York, 3. Shang- hai, 4. Moskva, 5. Bombay, 6. Peking, 7. Buenos Aires, 8. Sao Paulo, 9. Chicago, 10. London, 11. Tientsin, 12. Rió de Janeiro, 13. Kálkútta. I heiminum eru nú ekki færri en 73 borgir, sem hafa meira en eina milljón ibúa. Af þessum borgum éru 38 í Asíu, 17 í Evr- ópu, 6 í Norður-Ameríku, 3 í Afríku og tvær í Sovétríkjunum. þó látið í ljós áhyggjur vegna ákvæðis Rómarsamninganna um frjálsan flutning vinnuafls milli landa, en „leiðtogar" bændanna 'virðast ekki hafa neinar áhyggj- ur, eða þá þeir leyna þeim ræki- lega. Menn virðast nú reiðubún- ir að selja síðustu leifarnar af frelsi og ákvörðunarrétti, og fá í staðinn það sem þeir rang- lega halda að sé öryggi. Rómar- samningarnir gefa okkur enga tryggingu fyrir því að geta selt neitt meira heldur en við getum hvort sem er, vegna þess trausts sem við höfum áunnið okkur sem góðir viðskiptavinir. Það er raunar furðulegt að ekki skuli koma enn meiri mót- mæli fram vegna ákvæðanna um frjálsan flutning auðmagns milli landa innan Efnahagsbandalags- ins, og réttarins til að eiga land og fasteignir ótakmarkað í öðrum löndum. í Danmörku er skortur á fjármagni og banka- vextir eru meðal þeirra hæstu í heimi. Vestur-Þýzkaland hefur hinsvegar meira en nóg af fjár- magni og lága vexti. Ég held að menn ættu að hugsa alvarlega um þennan samanburð á að- stöðu, og lesa vandlega Rómar- samningana. Þegar við höfum gerzt aðilar að Rómarsamningunum, sem eru óuppsegjanlegir eins og kunnugt er, þá munu Vesturþjóðverjar ekki láta sér nægja að kaupa sér sumarbústaðalönd á strönd- um Danmerkur, eins og undan- farið. Þeir munu ekki aðeins byggja á fjörusandinum og setja upp skilti með orðinu „Besetzt“ (upptekið) á landsvæði sín. Þýzku fjármagni verður veitt inn í verksmiðjur, landbúnaðarfyrir- tæki, blaðaútgáfur, bókaforlög o. s.frv. o.s.frv. — Besetzt! Besetzt! Besetzt! — Og þetta geta Vest- urþjóðverjar gert með fullum rétti og án þess að við getum blakað við þeim, vegna þess að við erum aðilar að Efnahags- bandalaginu. Þetta hlýtur að leiða hug okk- ar að þjóðlegu lífi og menningu Dana. Erum við raunverulega svo fá- tækir og lítilmótlegir hér í „þessu litla, hlægilega landi“ að við sé- um neyddir til þess að gerast í blindni aðilar að Efnahagsbanda- laginu til þess að fá að borða og halda líftórunni. Maðurinn lifir ekki á kjöti einu saman, og það eru til æðri verðmæti í lífinu en hátt kjötverð. Ég held að það sé nú þörf fyr- ir nýja andspyrnuhreyfingu í Danmörku“. Frestur til að kæra til yfirskattanefndar Reykjavíkur, út af úr- skurðum skattstjórans í Reykjavík og niðurjöfnunar- nefndar Reykjavíkur á skatt- og útsvarskærum, kær- um út af iðgjöldum atvinnurekenda, tryggingariðgjöld- um og iðgjöldum til atvinnuleysistryggingarsjóðs renn- ur út þann 14. september n.k. Kærur skulu komnar í bréfakassa skattstofu Reykja- víkur í Alþýðuhúsinu fyrir kl. 24. þann 14. septem- ber n.k. YFIRSKATTANEFND REYKJAVÍKTJR. TSLKYNNING Nr. 15.1961. | Vérðlagsnefnd hefur ákveðið að gera eftirfarandi breytingaí á tilkynningu nr. 2/1960: 1. flokkur, matvörur og nýlenduvörur verði þannig: ! 1. Kaffi alls konar: í heildsölu ...................................... 5°/(> í smásölu ........................................ 15(>/o 2. Hveiti, rúgmjöl, haframjöl, sigtimjöl, kartöflumjöl, hrísmjöl, hrísgrjón, sagógrjón, sagómjöl, baunir, strá- sykur, molasykur, púðursykur, flórsykur og kandís- sykur: í heildsölu ..................................... 6%J I smásölu: a. Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum .. 21% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum ............... 26% Þegar smásöluverzlun selur þessar vörur sundurvegn- ar í eigin umbúðum má álagningin vera 28%, þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum, en 34%, þegar keypt er beint frá útlöndum. 3. Nýir ávextir: í heildsölu ..................................... 11% í smásölu: a. Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum .. 36% b. Þegar kej’pt er beint frá útlöndum .............. 43% Ef um er að ræða óvenjulegar skemmdir eða rýrnun, getur verðlagsstjóri heimilað aukaálagningu eftir því, sem hæfilegt þykir. 4. Niðursuðuvörur, íljótandi vörur í glösum, matvörur í pökkum og dósum ót. a., ávextir þurrkaðir, kex, suðusúkkulaði, svo og allar aðrar vörur matarkyns ót. a.: I heildsölu ..................................... 9% í smásölu: a. Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum .... 28% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum .............. 34% Þegar smásöluverzlun selur kex og þurrkaða ávexti \ sundurvegið í eigin umbúðum má álagningin vera 36%, þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum, en 43°,o, þegar keypt er beint frá útlöndum. 1 Flokkarnir „íþróttaáhöld, sportvörur og tæki“, og „skotvopfli og skotfæri", falli niður. Reykjavík, 31. ágúst 1961. VERÐLAGSSTJÖRINN. ) Fargjöld Strætis- % vagna Reykjavíkur ■ Frá og með 31. ágúst 1961 verða fargjöld með strætis- ■ vögnum hér í bænum svo sem hér segir: Fullorðnir: Einstök fargjöld .................. kr. 2.25 Farmiðaspjöld með 5 farmiðum..........— 10.00 ■ ' . Farmiðaspjöld með 30 farmiðum ......... — 50.00 Iíiírn innan 12 ára: Ejnstök fargjöld .................. kr. 1.00 ! ■ Fái’miðaspjöld með 12 farmiðum ...... — 10.00 Fargjöld á Lögbergsleið yerða óbreytt frá því, sem verið hefur. . ., JReykjavík, 31. ágúst 1961. ’ STRÆTISVAGNAR REYKJAVlKTIR. ?• .Ci-J MZS. -•••'■ »/• ,Ti Ö . 0í-3/ :: Í.05' • '> !" ■. ... . , . *♦♦* *♦♦- i é 0 '"í: * *♦♦**♦♦♦♦♦♦**♦' Æ. tnn nn ;*í* I gf lik. Karlmannaföf - Karlmannaföf Æ y íííftf a Stakir iakkar og buxur 4- & 'ísUF vJL '*♦♦***♦*-• Av& » . ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦í^" 'WejBT -Hn. (fffffffHR STÓRLÆKKAÐ VERÐ 'wagrjðk. ' (ffffHfHR H.F. Vesturgötu 17 — Laugaveg 39. Fimmtudagur 31. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.