Þjóðviljinn - 19.09.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.09.1961, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 19. september 1961 — 26. árgangur — 213. tölublað EVRÓPUFRÍMERKIN, sem gef- in voru út í gser, seldust öll upp á fáum tímum hér á Póststofunni í Reykjav:’- Sjá 2. síðu. DAG HAMMARSKJOLD FERST I FLUGSLYSI fjALISBURY 18/9 — Dag Ilammarskjöld íram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna íórst í morgun ásamt 12 öðrum mönnum þegar sænsk flugvél hrap- aði við Ndola í Norður-Rhodesíu. 1 . Hammarskjöld var að koma Ærg Leopoldville í Kaíanga til Níjola. og „þar ætlaði hann að raáða við Tshombe, valdsmann í I^atanga, unr bardagana í Kat- anga. Méðal þeirra sem fórust ásaririt Hámma'rskjöld voru Hen- rích Wiesehoff, aðalráðunautur Hammarskjöids um Afríkumál- efni, William Ranallo bandarísk- ur aðstoðarmaður hans og einn annar bandarískur ráðgjafi. Á- höfnin var fimm Sviar. Einn af þeim sem í flugvélinni voru kornst l.'ís af mikið slasaður. Það er bandarískur liðþjálfi úr liði S.Þ. i Kongó. Haro’d Julian að nafni. Hann er mjög hættulega slasaður. Skemmdarverk? Flugvéiin sprakk í tætlur eft- ir að hún hafði bókstaflega plægt frumskóginn á stóru svæði þar sem hún hrapaði um það bil 8 kilómetra frá Ndola. Brak flugvélarinnar var dreift yfir stórt svæði. Tveir af fjórum hreyflum ílugvélarinnar hafa enn ekki fundizt. Margt er ó- ven.iulegt við slys þetta, og hafa ýmsir haldið því fram að um skemmdarverk hljóti að vera að ræða. En ekki verður úr því skorið fyrr en eftir rannsókn. Sá eini sem lifði slysið af seg- ir að margar sprengngar hafi orðið í flugvólnni áður en hún hrapaði. Sprengingarnar urðu skömmu eftir að Hammarskjöld hai'ði gefið skipun um að flug- Framhald á 3. síðu. Þctta er sennilega síðasta myndin, seni tekin var af Hammarskjöld. Hún er tekin af honum og Adoula, forsætisráðhcrra Kongó, á flugvellinum í I.éopoldville fyrir fáum dögum. Nokkur œviatriði Hammarskjölds Dag Hammarskjöld var fæddur í Jönköping 29. júlí 1905. Hann tók embættispróf í lögfræði 1933 og varð síðar dósent í hagfræði j við Stokkhólmsháskóla. Áður en1 hann varð framkvæmdastjóri SÞ gegndi hann mörgum embættum í sænskum ráðuneytum. Hann var kosinn í Sænsku aka- demíuna 1954 í stað föður síns, Hjalmars Hammarskjölds sem eitt sinn var forsætisráðherra. Dag Hammarskjöld var . mikill bókmenntavinur, einkurn ljóða- unnandi. Hann hefur þýtt all- mikið af ljóðum, m.a. hin tor- skildu ljóð Nóbelshöfundarins í iyrra. Saint Joan-Parsos. Hammarskjöld var mjög elskur að útilífi. Hann var formaður í íélagi sænskra fjallgöngumanna í fimm ár og stjórnarmaður í Ferðafélagi Svíþjóðar. Hammarskjöld var gerður að framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna 1953 eftir að Trygve Lie, hætti störfum. — Á þess- um átta árum hefur Hamm- arskjcld farið í margar hnatt- ferðir á vegum SÞ í þeim tilgangi að draga úr úlfúð og ófriði. Hammárskjöld kom til Kongó á miðvikudag í fyrri viku til þess að ræða við ýmsa leiðtoga þar Framhald á 3. siðu. ÞEIR FÓRUST MEÐ HELGA Bjami Runólfsson 'Ólafur Runólfsson Þjóðviljinn hefur aflað sér upplýsinga um skipverjana 7, sem fórust með Helga SF 50 við Færeyjar sl. föstudag, en þeir voru: Bjarni Runólfsson, Sogavegi 116 Reykjavík, fertugur að aldri, kvæntur Rögnu Guð- mundsdóttur og eiga þau íjög- ur kornung börn, Bjarni hef- ur lengi verið stýrimaður á olíuskipinu Kyndli en fór þessa ferð með bróður sínum sem skipstjóri og leiö-sögu- maður. Ólafur Runólfsson, Höfn í Hornafirði, bróðir Bjarna, 28 ára að aldri, kvæntur Ingi- björgu Sigurjónsdóttur og eiga þau fjögur börn. Þeir bræður höfðu fest kaup á Helga og hefur Ölafur verið skipstjóri á bátnum. Olgeir Eyjólfsson, Höfn í Hornafirði, háseti, 32 ára að aldri, kvæntur Steinunni Runólfsdóttur, systur þeirra Bjarna og Ólafs, eiga þau 3 börn. Friöþjófur Trausti Valdi- marsson, Birkihvammi 20 Kópavogi, sonur Valdimars Runólfssonar bróður Bjarna og Ölafs, 22 ára að aldri, ó- kvæntur. Hann var háseti á ITelga. Einar Pálsson, Höfn í Horna- firði, vélstjóri, 28 ára að aldri, ókvæntur en lætur eftir sig aldraða foreldra. Björn Jóliannsson, Brunn- um i Suðursveit, stýrimaður, 25 ára að aldri, ókvæntur. Bragi Gunnarsson, Höfn í Ilornafirði, háseti, 19 ára að aldri, ókvæntur. Eins og sjá má af þessari upptalningu éru 6 þeirra sem fórust búsettir í Höfn eða ætt- aðir þaðan. Eiga margir um sárt að binda í þessu litla þorpi en þó engir eins og hin öldruðu hjón, Runólfur Bjarnason og Sigurborg Ágústsdóttir, og fjölskylda þeirra. Misstu þau hjónin þarna í einu tvo syni sína, sonarson og tengdason. Þau hjón höfðu áður misst einn son sinn, Valdimar, föður Friðþjófs Trausta, í sjóinn fyr- ir allmörgum árum. /1|I -i;. ■ : % Olgcir Eyjólfsson Friðþjófur Trausti Valdimarsson Eiiwr Pálsson Björn Jóhannssou Bragi Ounnarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.