Þjóðviljinn - 19.09.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.09.1961, Blaðsíða 6
JÓÐViLJINN átseiandi: Öameinlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn. — Rltstjórar: HaKnufi Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Quðmundsson. — PréttarltstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir láagnús8on. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Ekólavörðust. 19, »1 rcl 17-500 (ð iínur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja ÞJóðviljans h.f. Fagnaðarefni Þess vegna.ber að fagna þvf, að Bandaríkxn naunu svara ógnunum þeirra með þvx ,að hefja kjarnorkutilraunir sín- ar að nýju innan skamms. •; fTmmæli þau sem birt eru hér fyrir ofan voru nið- urlagsorðin í einni forustugrein Morgunblaðsins fyrir helgi, og þau lýsa betur en nokkuð annað hræsni blaðsins þegar það þóttist í nokkra daga vera andvígt tilraunum með kjarnorkuvopn og kvað upp yfir þeim þyngstu siðferðilega dóma. Nú er sá yfirdrepsskapur rokinn út í veður og vind, og svo gersamlega hafa rit- stjórarnir varpað af sér sauðargærunni að þeir tala ekki einu sinni um illa nauðsyn; tilraunir með kjarn- orkuvopn eru fagnaðarefni. Það eru jól á ritstjórn Morgunblaðsins. Og nú þekkja menn blaðið aftur; þannig hefur það alltaf skrifað um múgmorðstæki nútímans og hrakyrt alla þá sem hafa barizt fyrir afvopnun og friði hér á landi sem annarsstaðar. rLg þessi afstaða er ekki fundin upp í Morgunblaðs- höliinni; með henni er aðeins verið að bergmála skoðanir erlendra húsbænda, þótt þeir séu að vísu ögn varkárari í orðavali sínu flestir. Bandaríkin eru eina ríki heims sem hefur beitt kjarnorkusprengjum og myrt hundruð þúsunda varnarlausra manna í til- raunaskyni, og þann verknað hafa ritstjórar Morgun- blaðsins ævinlega talið fagnaðarefni. Bandaríkin héldu lengi vel að þau hefðu einkarétt á þessum vítisvélum og ætluðu að hagnýta þá aðstöðu til heimsyfirráða; þess vegna var öllum andstæðingum kjarnorkuvopna lýst sem handbendum Rússa. Síðan einokunin brást hafa Bandaríkin samt ímyndað sér að þau hefðu yf- irburði og því staðið gegn öllum tillögum um að banna kjarnorkuvopn og tilraunir með þau. Þegar Sovétrík- in hættu tilraununum einhliða 1958 og knúðu Banda- ríkin og Bretland til þess að fylgja fordæmi sínu með aðátoð almenningsálitsins og baráttu vísinda- manna víða um heim var gripið til þess bragðs að láta Frakka halda tilraununum áfram í þágu Atlanz- hafsbandalagsins, og enn fagnaði Morgunblaðið. Sov- étríkin hafa margsinnis lagt til að öll kjarnorkuvopn skyldu eyðilögð og tilraunir með þau bannaðar og boðið vesturveldunum sjálfdæmi um hvert það eftir- lit sem þau vildu með þvílíku banni, en öllum slíkum tillögum hefur verið hafnað. Það hefur verið ófrávíkj- anleg stefna Atlanzhafsbandalagsríkjanna, að ekki að- eins skyldu kjarnorkuvopn heimiluð heldur bæri að semja um frekari tilraunir með þau neðanjarðar og utan gufuhvolfsins. Og öllu þessu hefur Morgunblaðið fagnað alla tíð. pramleiðsla kjarnorkuvopna og tilraunir með þau munu halda áfram meðan annarhvor aðilinn ímyndar sér að hann hafi yfirburði og reynir að beita þeim yfirburðum í átökum á alþjóðavettvangi, eins og Bandaríkin hafa gert og gera enn. Það þarf tvo aðila til þess að unnt sé að semja. En almenningi er ljósara nú en nokkru sinni fyrr að stefna vígbúnað- arkapphlaups og valdstefnu hlýtur að leiða til ófarn- aðar og að aldrei hefur verið brýnna en nú að kveða niður þá ofstækismenn sem fagna múgmorðstækjum og tilraunum með þau. •— m. Tómasarhaga skagar húslóð og lokar götustæði Dunhaga með c Ut í götustæði AlfreS Gíslason: Hvernig stendur á því, að svo mikið er af lélegum, ófull- gerðum götum í Reykjavík sem raun ber vitni um, og hvers- vegna erum við svo langt að baki öðrum menningarþjóðum í þessu efni? Þegar leitað er svars við þessu, er ekki nema eðlilegt, að kastljósinu sé varpað á vald- hafa bæjarins, og þá kemur það fram, að þeir hafa ekki staðið vel í ístaðinu. Þeir hafa vanrækt þetta mikilsverða bæj- armálefni, gatnagerðina, árum og jafnvel árutugum saman, og hljóta menn að undrast tómlæti valdhaíanna og skeytingarleysi því meir sem málið er nánar athugað. Velviljaðir borgarar kunna nú að spyrja sem svo: Hafa ekki ráðamenn bæjarins verið að horfa í kostnaðinn og viljað hlífa bæiarbúum við dýrri gatna- gerð? Ég er hræddur um, að valdhafarnir hafi ekki einu sinni það sér til málsbóta, og er þó rétt að athuga það ör- lítið. Minna fyrir paningana A síðustu. 5 árum, 1956—1960, hefur verið varið til viðhalds gatna og nýrra gatna samtals 112 millj. króna eða að meðal- tali 22.4 millj. króna árlega. Þessi upphæð er 11.6% allra rekstrarútgjalda bæjarsjóðs á þessu tímabili. Ég skal taka fram, að í þessum pósti er kostnaður vegna gatnahreinsun- ar ekki talinn með, en sá kostn- aður nemur nokkrum milljón- um króna á ári. Spurning er, hvort þetta fjárframlag til gatnagerðar, 22.4 millj. króna á ári eða 11.6% allra útgjalda bæjarins, sé lágt miðað við það sem gerist hjá erlendum bæj- arfélögum, þar sem gatnagerð er í góðu lagi. Þeim spurningu væri fróðlegt að fá svarað. Ef marka má það eina, sem ég þekki til samanburðar og ég áðúr héf greint frá, þá er það á þá leið, að erlendis nemi all- ur gatnakostnaður 4—5% af ár- legum rekstrarútgjöldum, en ekki 11—12% eins og hér. Jafn- vel þótt munurinn væri yfirleitt eitthvað minni okkur í óhag, er grunur minn samt sá, að fram- lög okkar til gatnagerðar séu sízt minni en erlendis gerist,- aðeins fáum við sýnu minna fyrir peningana hér. Á þetta atriði vil ég leggja sérstaka áherzlu. Gatnagerð í Reykjavík hefur hingað til ver- ið dýr úr hófi fram, — Það hefur allt of lítið íengizt fyrir þær fjárhæðir, sem til hennar hafa runnið, og ástæðan er fyrst og fremst skortur á stjórn- semi og hagsýni í vinnubrögð- um. Ég skal nú finna þessum orðum mínum stað. ÚeSlilegf gafnakeríi Gatnakerfi Reykjavíkur er ó- eðlilega stórt. 1 árslok 1960 var samanlögð lengd gatna í bæn- um talin 164.4 km., en þá voru íbúarnir liðlega 72 þús:1 að tölu. Gatnakerfi áf 'þéssafi stærð gæti sem þézt nægt 100 þús. manna bæ, "'ef býggðin væri skynsamlega skipulpgð. Ég hef áður bent á það, að' gatnalengd- in er svipuð’'í Réykjavík og í Árósum, sem heíúf'yfir 100 þús. íbúa og ér :'pq 'ékkí' síðri um hollustuhætti og önnur skipu- lögð þægindi. tutos OC «8 m»tQ O Arið 1940..,. var, $apaanlögð lengd ga.tna, hór í. bæ 49 kni., en á naq^þx 10 áfmm hljóp gcysilegur ofvöxíur í gatna- kerfið, svo að undrum sætir. Á því tímabili lengdist gatna- kerfiö um hvorki meira né minna en '82 kin, • Qg Var-eorðið samtals 13í fem’. í lbli!'"þess. Þessi gegndadausa .aukning, sem bæjarbúar enn þá ’súpa seyðið af, orsakaðist fyrst og fremst af gáleysislegri og óhag- kvæm.ri skipul.agningu nýrra byggðarhverfa. Byggðinni var af mesta handahófi drepið á dreif um holt og hæöir og .ekk- ert tillit tekið til þess, að langar götur og illa nýttar eru kostnaðarsamar í þyggingu og viðhaldi, , Ef . sjálfsögð hagsýni hefði rá.ðið þessi árin, , væri gat.nakerfið nú tugum kilómetra styttra en það er.. Þá væri einnig minna um malargöturn- ar o.g flei.ri götur. malbikaðar. Skinulagning; þæiarins ræður bannig • ekki litlu ura alla gatnagerð, ..........; ■ . Var þessi gífurlega lenging go.tnakerfi.sj;nS' i á -áratugnum 1940—1950.; ekki’: óhjákvæmileg vegna-.rfjíijgunar í. bænum? Nei, — þyí ,íer ú.iarri. 3>aðxaýnir bezt satnanbwður-,við áratuginn & — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 19. september 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.