Þjóðviljinn - 19.09.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.09.1961, Blaðsíða 7
II. hluti lllllllllll illu. næsta á eftir, Árin 1950—1960 lengist giitnakei'fið ekki nema um 33.4 krn. eða 48.6 km. minna en áratuginn á undan. Mannfjölgunin var svipuð báða þessa áratugi, 18 þús. manns fyrri áratuginn og rúm 16 þús. hinn síðári, svo að ekki rétt- lætir hún þennan geysilega mun. Skiþulagi baejárjns er áfátt í mörgu, eins og.útlit hans bend- ir. .ó.tvirætt, tjl. Éitt af því er óhæfileg gatnagerð, en það hef- ur aítur leitt til aukins gatna- gerðarkostnáðai; og þannig vald- ið töfum á, að" gotur yrðu full- 1 gerðar. Þó eru ágallar skipu- lagsins vissuíéga aðeins ein af mörgum ástæðúm til hörmung- arástands gátnanná í þcssum 52 km á____________ hálf ri öld Um síöustu áramót höfðu 52 km. gatna í Reykjavík feng- ið‘ malbikslitlág, og hefur það afrok 'tekið næfri hálfa öld, því að árið 1912 var fyrsti götuspottinn malbikaður. Það lætur nærri, • að 1 km. gatna hafi Verið málbikáður árlega að meðaltali síðan inalbikun hófst hér. Þetta1 eru áumleg afköst, þegar tekið er tillit til, hve samanlögð lengd gatna hefur aukizt stórlega á þessum fimm 1 áratugum. Við athugun kemur og annað í ljcs býsna alvar- legt o.g það er, að malbikunin eykst ekki með árunum, þrátt -íyrir fólksfjölgun, aukin fjárráð og tækniframfarir. Á 5 ára tímanum 1956-^1960 voru mal- bikaðar 5.3 km: gatna eða sem næst 1 km, á árí. en það er nákvæmlega sarha meðaltal og gildir um 50 ára tímabilið allt. Þetta er heldur ömurleg stað- x’eynd, og þó er sagan ekki ölj. Síðustu árin virðist hafa oi’ð- ið hreinn og beinn afturkipp- ur í malbikun gatna hér. Á kreppuárunum fyrir sti’íð, nán- ar til tekið á 5 ára tímabilinu 1936—1940, var lengd þeirra gatna, sem þá voru fullgerðar, 8 km. eða nærri 3 km. meiri en nú, 20 árum síðai'. Það er ekki glæsileg útkoma, að minna skuli malbikað nú síðustu árin en á kreppuárun- um fyrir strið, og munu þó f járframlög til gatna í heild ekki vera hlutfallslega rninni nú en þá. Skýringin á þessai'i öfugþróun liggur fyrst og fremst í vanhugsaðri lengingu malargatnanna. Hún vai'ð fáránlega mikil á áratugnum 1940—1950, og jafnvel síðustu árin er gert þrefalt meira af nýjum malargötum en malbik- uðum. Gerð malai'gatnanna er dýr og viðhald þeirra þó enn dýrara. Þær gleypa æ stærri hluta þeiri'a fjárhæða, sem í heild er varið til gatnagerðar, en hlutur malbikunai'innar minnkar að sarna skapi. Það er vert að gefa. því gaum í þessu sambandi, áö árið 1955 fer lægri upphæð að krónutölu til endanlegrar gatnagerðar en árið 1945 og er sarna að segja um flest árin þar á milli. Varð þó mikil verðbólga á þessum árum, eins og öllum er kunn- u.gt. Handahóf og vettlingatök Öhaghvæmt skipulag byggð- arinnar hefur orðið til að tor- velda eðlilega gátnagerð og gei-a hana dýrari, en það er margt annað, sem verkað hefur í sömu átt, og má raunar segja, að flest hafi hingað til lagzt á þá sveifina. Gatnagerðarmál vii'ðast alltaf háfa verið tekin vettlingatökum, enda illa að starfseminni búið af hálfu vald- hafanna. Hefur í því efni sem fleirum alltaf mikið verið lát- ið reka á reiðanum. Gagnger endurskoðun á kerfi gatnagerð- arinnar hefur aldi'ei farið fram, og hafi endui'bætur verið gerð- ar, virðast þær einna helzt til komnar fyi'ir hapþa- og glappa- aðferðina. Ég skal nú di'epa á nokkur ati'iði, sem óumdeilan- leg ei'u og sýna gjörla handa- hófið í vinnubi'ögðum á þessu sviði. Hlíðahverfið var undii'búið til byggingar á árunum 1943— 45. Engir fullnægjandi vinnu- uppdrættir af götum hverfisins voru gerðir þá og hafa raunar ekki vei'ið gei'ðir enn í dag Enginn veit, hver götuhæðin verður í þessu hverfi, sem þó er fu.llbyggt fyrir mörgum ár- um. Þannig er þetta í Hlíða- hverfinu og þannig er það í flestum öðrum hverfum bæjar- ins. Sú vanræksla, að koma ekki götum í rétta hæð um leið og þær eru fvi'st gei'ðar, veld- ur oft miklum óþægindum o<r miklum kostnaði bæði bæjar- félaginu og húseigendum. Þó var þetta t^lin sjálfsögð tilhögun að minnsta kosti allt til ársins 1952. Yfirvöld bæiarins kvört- uðu ekkiv bótt þet.ta sleifarlag kosti bæjarsjóð of fjár, en hús- eigendur kvarta, og loks va'' tek.in upp sú nýbreytni að koma götum í nýjum bæjai'- hverfum í rétta hæð strax, og eru verkfræðingar ekki í vafa um, að sú tilhögun eigi eftir að spai'a bæiarfélagi og hús- eigendum stórfé. Um þessa úYamhald á 10 síðu ÞJÖÐLEIKHÚSIÐ „Allir komu þeir aftur” eftir IKA LEVIN & MAC IIYMAN Leikstjóri: GUNNAR EYJÖLFSSON Bessi Bjarnason í hlutverki sínu. ÖJlu barnalegri skemmtun en hermannagletturnar bandarísku sem bera hið góðkunna íslenzka heiti ..Ailir komu beir aftur“ mun torvelt að finna. en Þjóð- leikhúsið áðui' reynzt ótrúlega íundvíst á litilmótlega gaman- leiki af vestrænum toga; og svo mikið einkamál eru hinar kátlegu svipmyndir úr æfinga- stöðvum ameríska flughersins að fremur ólíklegt má telja að leikr.itið hafi áður verið sýnt utan síns heimalands. „Allir komu þeir aftur“ er raunar ekki leikrit í venjulegum skiln- ingi, heldur sviðsgerð vinsæll- ar skemmtisögu eftir Mac Hy- man — sundurlaust safn skringiyrða og bro.slegra at- vika og atriðin ekki færri en 29 að tölu, sum reyndar aðeins kumpánlegt spjall aðal- hetjunnar við leikgesti. Þar er engin spenna og engin eft- irvænting í lofti. enda snýst leikurinn um það öðru frem- ur hvort tveir aulabárðar í flúghernum skuli fluttir í fót- gönguliðið eða ekki, og um það stendur öllum hjartanlega á sama. Söguþráðinn ætla ég ekki að reyna að rekja, en hins er sjálfsagt og skylt að geta að mesta hetjan í leiknum heitir Vílli Stockdale, sveitapiltur úr Georgíu, sauðheimskur og ó- læs að kalla, en afrenndur að afli, ódrepaixdi með ö'lu og kann ekki að hræðast; það er honum leikúr einn að g’eypa heilan viskípott á örskammri stundu og standa jafnréttur eftir, eða slá niður tylft ó- skammfeilinria nýliða án þess að depla auga. Hann er góð- menni hið mesta, en hjálpfýsi hans og frámunaleg trúgirni og einfeldni valda yfirmönnun- um tíðum og þungum áhyggj- um; bann fer öfugt að öllu eins og Sveinn Dúfa forðum, en sleppúr ósár og brosandi úr hverjum vanda. Ýmsir hafa kallað hann bandarískan Svejk, enda í sumu skyldur þeim ágæta dáta, en munurinn þó svo firnavíður að ekki ætti að nefna í sömu andránni. Sag- an um Svejk er eigi sízt vægðarlaus og beinskeytt deila og napurt og meinlegt háðum vitfirringu stríðsins og rangsleitni úrelts og rotins þjóðfélags, en „Allir kornu þeir aftur“ ekki annað en mein- laust og merglaust grín, og þannig alger andstaða hinnar ó- gleymanlegu sögu. Það má segja höfundunum til lofs að mannlýsingar þeirra eru flest- ar skemmtilegar og lifandi o.g einstök atvik og tilsvör í f.yrri hluta leiksins hlægileg eða brosleg, en svo ótrúlega barna- legur og afkáralegur er síðari hlutinn að vart virðist við ann- ■arra hæfi en stráka sem leika sév að tindátum. Leikhúsið ætti að taka upp síðdegissýn- ingar á gamanmálum þessum og auglýsa um leið: Fyrir börn innan fjórtán ára, eða: Full- orðnir sitji heima. og snúa sér síðan að mergjaðri og veiga- meiri verkefnum. Engu að síður var mikið hlegið og klappað í þéttskipuð- um salnum, sýningin vakti al- menna ánægju hinna prúðbúnu leikgesta, enda þeim til sóma sem að vinna. Leikstjóri er Gunnar Eyjólfsson og hefur auðsæilega haft ánæg.ju af verkefni sínu, starfað af sönn- um áhuga og atorku að flókinni sviðsetningu og tíðum hópsýn- ingum. Allt gengur hratt og greiðlega og hlé milli atriða öi'- stutt eða engin að kalla, en það skiptir meginmáli á þessum stað; og yfirbragð leiksins eins amerískt og heimtað verður með sanngirni. Konur eru engar í herbúðunum, en allir leikarar Þióðleikhússins á svið- inu og eiaa margir tvöföldum skyldum ag gegna; í hlutverk er skipað af glöggsýni. Hér standa kornungir leiknemar við hlið hinna reyndustu lista- manna, og veldur að sjálfsögðu nokkrum örðugleikum; full- komið samræmi og öryggi skortir í sumum atriðum eins og vænta má. Tæpast er unnt að segja að leiktjöldin séu með sérstökum glæsibrag, enda að því stefnt að gera allan búnað sviðsins eins einfaldan og fábreyttan og verða má; Lárus Ingólfsson hefur unnið margþætt starf sitt af dugnaði og mikilli hagsýni. Búningarn- ir gætu ekki verið betur við hæfi, enda fengnir að láni hjá flugliðinu á Vellinum; hæg eru heimatökin. Þýðing Bjarna Guðmundssonar er lipur og víða smellin, honum tekst furðuvel að sneiða hjá vara- sömum skerjum. Það virðist sjálfgefið að fela Bessa Bjarnasyni kostulegt hlutverk aðalhetjunnar, enda bregzt hann hvergi skyldu sinni. og þó hefði mátt ætla að Villi Stockdale yrði enn að- sópsmeiri og hlægilegri í hönd- um hins ágæta og vinsæla skopleikara. Bessi lýsir þessu stóra barni skemmtilega, blátt áfram og alveg ýkjulaust —• knár og vasklegur í sjón og raun, hjartagæzkan og gáfna, tregðan augl.iós og brosið og hláturinn innilegur og sannfær- andi, hnittilegur og skýr í máli og einstaklega .aðlaðandi piltur þrátt fyrir allt eins og hann á að vera. Heimskupör Villa bitna óþyrmilegast á hinum hálffimmtuga friðelska King liðþjálfa, en náunga þessum lýsir Róbert Arnfinnsson svo forkunnarvel að ber af öðru í leiknum; það er mergiuð og ísmeygilega raunsönn túlk- un hans sem framar öllu held- ur saman hinum fjölmörgu smáatriðum. Liðþjálfinn er sízt af öllu stórmenni né gáfnaljós, en dálítið útsjónarsamu.r og jafnvel slóttugur þegar svo ber undir, slysinn og óheppinn og ber alltaf lægr.a hlut að lok- um. Mannlýsing Róberts etr heilst.eypt og alhliða, útlit, svip- brigði. göngulag og' tungutak forkostulegt og meinfyndið og eins og ég myndi helzt kjósa; og hann er samur við sig frá því hann flytur ávarpið góða í upphafi og þar til hann dæmist ævilaneur félagi fjandvinar síns Villa Stockdale. Framhald á 11. síðu. Rúrik Haraldsson og Bessi Bjarnason. Þriðjudagur 19. september 1961 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.