Þjóðviljinn - 03.10.1961, Qupperneq 12
Ung
lézt
barsmíðar drukkins ma
Sveinn Sæmundsson, yfirlögregluþjónn, kvaddi frétta-
anenn á sinn fund í gær og skýrði frá því að ung kona,
Ásbjörg Haraldsdóttir, hefði látizt á sunnudagsmorgun
£tf völdum áverka er eiginmaður hennar Hubert Rósmann
Morthens veítti henni í ölæði aöfaranótt sunnudags.
Það er upphaf þessa máls,
sagði Sveinn. að í gaer (sunnu-
<Iag) kl. 13.30 var komið í slysa-
-varðstofuna með konu, Ásbjörgu
Haraldsdóttur. sem er fædd 30.
nóv. 1926. Hún var látin er kóm-
ið var í slysavarðstofuna. Með
lienni kom maáur hennar Hubert
.'.Rósmann Morthens (f. 26. febr.
1926) sjómaður til heimilis að
TLaugarnesvegi 118. Kom strax
íram að hann var á einhvern
Thátt valdur að áverkum á lík-
inu. Við tókum þetta strax til
•athugunar og við yfirheyrslu
lærðist Hubert ekki undan því
eð áverkarnir væru af hans
■völdum. Nánara sagði hann svo
frá, að hann hefði komið að
ilandi á laug'ardagskvöld með
"togaranum Neptúnusi, er var að
lcoma úr söluferð, oa hefði kona
sín komið að taka á móti hon-
um. Um borð drakk Ásbjörg
þjór, en Hubert bjór og vín.
TÞau fóru heim laust fyrir kl.
2 um nóttina. Héldu þau áfram
drykkju, og telur Hubert, að
jþau hafi verið orðin bæði all-
mikið drukkin er þau tóku að
Tcýta, sem var ekki óvenjulegt
þegar þau voru undir áhrifum,
og þar hafi komið fram . ágrein-
ingsefni. Hubert eru mjög óljós
öll tímatakmörk. en einhvern-
tíma seinnipart nætur eða und-
ir morgun virðist afbrýðisemi
hafa gagntekið hann og' eins og
hann orðar það sjálfur: hafi
hann alveg tryllzt og þá skeði
hörmungin.
í gær gat Hubert ekki greint
frá einstökum atriðum, sagði
Sveinn. og évíst hvort hann geti
það nokkurn t'ma. Áverkar á
líkinu voru ekki miklir að ut-
an, en áverkar innvortis því
meiri.
Hubert hélt áfram skýrslu
sinni: Ég vissi svo ekki af mér
um tíma, en það næsta sem ég
man eítir er bað að konan ligg-
ur á gólfinu í stofunni. Ég tók
hana upp og bar hana inni svefn-
herbergið og lagði hana í rúmið
og tel ég að hún hafi ekki ver-
ið dáin bá. Seinna, sennilega eft-
ir hádegi á sunnudag, þurrkar
Hubert af henni blóð og þá eru
allar líkur til að hún sé látin,
því þá gerir hann sér grein fyr-
ir hvað hafði skeð. Hubert hring-
ir þá til frænku konunnar og
kemur hún strax til hans. Síðan
er kallað í sjúkrabifreið ög kon-
an flutt á slysavarðstofuria, en
frænkan tók síðan börn þeirra
hjóna í sína vörzlu. Börnin eru
þrjú, 2ja, 6 og 7 ára, og sváfu
þau í svefnherberginu.
Fólk í næstu íbúðum heyrði
til þeirra hjóna (þau bjuggu í
3ja hæða sambýlishúsi) en hafð-
ist ekkert að, þar sem áður
hafði heyrzt hávaði úr þessari
íbúð.
Rannsóknarlögreglan athugaði
'búðina og var sýnt af þeirri
rannsókn að ekki höfðu orðið
þar mikil átök og Htið brotið
eða bramlað.
Réttarkrufning var fram-
kvæmd i gærmorgun, en ekki
lágu niðurstöður hennar fyrir
síðara hluta dags í gær.
Hubert situr í gæzluvarðhaldi.
Þriðjudagur 3. október 1961
26. árgangur — 245. tölublað
Ákvörðun um qagníræðaskólastjóra á
Selíossi vekur íurðu
Nýlega hefur Gyifi Þ. Gíslason
mcnntamálaráðherra skipað nýj-!
an skólastjóra við gagnfræða-
skólann á Selfossi, Árna Stefáns-
son, og hefur sú stöðuveiting
vakið mikla atli^gli á staðnum.
Sambandsstjórnarfundi Æsku-
lýðsfyikingarinnar, Siambands
ungra sósíalista, lauk s.l. sunnu-
dagskvöld í Kópavogi. Sam-
kvæmt nýjum skipulagsháttum
ÆF er sambandsstjórn nú skip-
uð fulltrúum úr kjördæmunum
auk framkvæmdanefndar, og
kemur sambandsstjórnin saman
annaðhvort ár.
Fundurinn hófst s.l. fimmtu-
dagskvöld i félagsheimilinu Þing-
hól í Kópavogi. Á fur.dinum var
fjallað um starf, skiþuiag og
stefnumál samtaka ungra sósíal-
ista og voru samþýkktar margar
ályktanir. Nánar verður skýrt
frá ály’ktunum oe starfi fundar-
ins á æskuiýðssíðu blaðsins á
næ'stunni. Á vegum fundarins
voru flutt tvö erindi: Hjalti
Kristgeirsson flutti erindi um
Efnahagsbandalag Evrópu og fyr-
irætlaniv ríkisstjórnarinnar um
að ánetja ísland þv', og Eggert
Þorbjarnarson flutti erindi um
iðnvæðingu íslands. Guðmundur
J. Guðmundsson, varaformaður
Dagsbrúnav. heimsótti fundinn
til að ræða verkalýðsmál. Þessi
fundur var ný.jung í stárfi
Æskulýðsfylkingarinnar og mjög
mikilvægur fyrir starf hennar.
Þrír kennarar sóttu um starfið:
Öli Þ. Guðbjartsson, Leifur Eyj-
ólfsson og Árni Stefánsson. Skóla-
nefndin mælti algerlega einrómá
með Óla Þ. Guðbjartssyni, en
menntamálaráðherra lét ákvörð-
un hennar sem vind um eyru
þjóta.
Þegar ráðherrann hefur hegðað
sér þannig áður, eins og í Kópa-
vogi sællar minningar, hefur
hann afsakað sig með því að
hann hefði tekið þann umsækj-
andann sem hafði lengstan starfs-
aldur. Ekki átti sú ,,regla“ held-
ur við á Selfossi. Óli Þ. Guð-
bjartsson hefur starfað við skól-
ann í nokkur ár og verið mjög ‘
vei látinn — en Árni Stefánsson
hefur aldrei starfað fyrr við
nokkurn skóla.
Fróðlegt væri að vita eftir
þetta hver er nýjasta regla Gylfa
Þ. Gíslasonar í sambandi við
stöðuveitingar. En ef til vill má
það verða til nokkurrar skýring-
ar að Árni Stefánsson er bróðir
Unnars þess, sem verið er að
reyna að gera að leiðtoga -Al-
þýðuflokksins í Suðurlandskjör-
dæmi!
veifflir van
Beirut 2 10 — Byltingarfor-
ingjarnir í Sýrlandi hafa gert
xáðstafanir til aö Sýrland veröi
viðurkennt sjálfstætt og aöskiliö
xíki. Frcttum deiluaöila um at-
hurðinn í Iandinu ber hinsvcgar
alls ckki saman.
Framhrldscðal-
fundur ÆFR
Framhaldsaðalfundur Æ. F. R.
verður haldinn fimmtudaginn 5.
október klukkan 9 e.h. — Á dag-
skrá eru þessi mál: a) Reikning-
ar sumarstjórnar. b) Eysteinn
TÞorvaldsson forseti Æ.F. skýrir
±rá sambandsstjórnarfundi Æ. F.
(sem haldinn var í Þinghól, fé-
lagsheimili Æ. F. K. dagana 28.
sept,—1. okt.) c) önnur mál.
Munið skikdag-
inn á morgun
Þriðji skiladagurinn fyrir
Reykjavík í Afmælishapp-
drætti Þjóðviljans verður á
xiorgun, miðvikudag 4. októ-
ier. Þá þurfa félagarnir að
skila verkefnum sínum í skrif-
stofuna og lyfta þannig undir
neð árangurinn fyrir sína
deild og happdrættið sjálft.
Skrifstofan, Þórsgötu 1, verð-
ur opin í dag til kl. 7 síðdegis
og á morgun frá kl. 10 árdegis
11 11 urn kvöldið.
Nasser forseti sagði í dag að
barizt væri í Damaskus og víðar
í Sýrlandi. Hinsvegar er haft eft-
ir ferðamönnum, sem komu frá
Damaskus til Beirut í dag, að
ekki sé barizt í borginni, en
bryndrekar séu á ferli um göt-
urnar. Ekki sé merkjanleg virk
andstaða gegn hinum nýju vald-
höfum, en ekki heldu.r nein hrifn-
ing hjá fólki yfir umskiptunum.
Abdel Hamid Sejaraj, sem var
varaforsetí Sameinaða arabalýð-
veldisins, hefur verið handtekinn
af byltingarmönnum í Sýrlandi.
Hann hélt til Damaskus frá Kairo
fyrir tveirri vikum.
Vilja í S.Þ.
Tilkynnt var í stöðvum Sam-
einuöu þjóðanna í New York í
dag, að Sýrland myndi sækja um
aðild að S.Þ. Fimm ríki hafa við-
urkennt hina nýju valdhafa í
Sýrlandi, Jórdanía, Tyrkland,
Guatemala, Iran og Formósa.
Hinsvegar hefu.r Makarfos erki-
biskup á Kýpur sent Nasser boð-
skap, þar sern hann lýsir yfir
hryggð vegna atburðanna í Sýr-
landi. Ríkisstjórn Túnis hefur
farið fram á að stjórnmálanefnd
Arababandalagsins verði kvödd
saman til að ræða ástandið í Sýr-
landi.
Stöðugt er verið að flytja brott
Egypta, sem verið hafa búsettir
í Sýrlandi, og komu 600 þeirra
í dag til Líbanon. AHs munu
vera um 27000 Egyptar í Sýrlandi
og eru hermenn þá ekki með
talðir.
Nasser forseti hélt ræðu í dag,
og sagði að svik byltingarforkólf-
Framhald á 5. síðu.
Við komu forsetahjónanna til Reykjavíkur í fyrramorgun. Frá vinstri: Dóra Þórhallsdóttir forseta-
frú, Bjarni Benediktsson forsætisráöherra, Friðjón Skarphéðinsson forseti Sameinaös þings og Ás-
geir Ásgeirsson forseti. Bak við forseta sést í forseta Hæstaréttar, Jónatan Halivarðsson.
Minnumst Kanadaferðar-
ínnar með mikilli ónœgju
-seg/r forseti islands vi3 heimkomuna
„Við minnumst þessarar feröar meö alveg sérstakri
ánægju“, sagöi forseti íslands, lierra Ásgeir Ásgeirsson,
er harrn ræddi viö fréttamenn um Kanadaförina í skrif-
stofu sinni í alþingishúsinu í gærmorgun.
Forsetahjónin komu til Reykja-
víkur frá Kanada á áttunda
tímanum á sunnudagsmorgun
ásamt fylgdarliði.. Farkosturinn
var flugvél Loftleiða, Snorri
Sturluson, og var lagt upp frá
Montreal í Kanada. Handhafar
forsetavalds, Bjarni Benedikts-
son forsætisráðherra, Friðjón
Skarphéðinsson forseti sameinaðs
þings og Jónatan Hallvarðssson
forseti Hæstaréttar, tóku á móti
forsetahjónunum á Reykjavíkur-
flugvelli.
Á fundi sínum með frétta-
mönnum í gærmorgun. gerði
forseti fyrst l'tillega grein fyr-
ir aðdraganda Kanadaheimsókn-
arinnar. Gat hann þess að Lest-
er Pearson, fyrrum utanrikisráð-
herra Kanada, heíði minnzt á
það við þau hión er hann heim-
sótti ísland fyrir fáum árum,
hvort þau myndu ekki þiggja
heimboð ríkisstjórnar hans.
Formlegt boð hefði borizt í
fyrra, meðan landhelgisdeilan
við Breta stóð sem hæst, og þvi
verið tekið. enda kvaðst forseti
alltaf hafa litið á það sem emb-
ættisskyldu að hitta fslendinga
er búsettir væru í Vesturheimi.
því að þar byggi hvorki meira
né rninna en fjórði hver maður
af íslenzku bergi brotinn, flestir
í Kanada.
Förin um íslendingabyggðirn-
ar í Kanada var að því leyti ein-
kennilegt ferðalag, sagði Ásgeir
forseti. að mér fannst sem ég væri
ekki erlendis,- íslenzku heyrði
maður talaða svo víða og jafn-
vel þótt yngra fólkið kynni ekki
íslenz.ku nem.a þá að mjög tak-
mörkuðu leyti. bá var allt við-
mót þess og yfirbragð býsna ís-
lenzkt. Við vorum meir undr-
andi yfir því hve íslenzkan Hfir
þrátt fyrir allt vestra, og þó
sérstaklega ættræknin, en hinu
sem gleymzt hefur.