Þjóðviljinn - 04.10.1961, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.10.1961, Blaðsíða 2
; í dají er miðvikudajrur 4. októ- ; ber. Fianeiscus. Tungl í hásuðri kl. 8.32. Árdegisháflæði kl. 1.38. Síðdegisháflæði kl. 14.13. * r>. . : Næturvarzla vikuna 1.—7. október ; er í Heykjavíkurapóteki, simi : 11760.' | skipin : Skipjuieild S.Í.S. | Hvaséafell £ór i gær frá Ólafs- ; firði ..áleiðis til. Onega. Arnarfell ; kemur til Síettii) á morgun frá • Ostcndé. JökulfelJ lestar á Nor?- [ urlanfehöfnum. Dísarfell losár' á j Norðurlandshöfnhm. Litlafell [ kemu'r tfl Akureyrar í dag frá ; Reykj&vík. Helgafell er væntan- ; legt tii Rostock 5. þ.M. frá Len- ■ ingrad. Hamráfell fór 27. f.m. frá ■ Reykjavík áleiðis til Batumi. [ Tubal lestar á Norðurlandshöfn- : um. B ■ B ; Skipaútgerð ríkisins: ; Hekla fer frá Rv k á morgun ■ vestur um land í hringferð. Esja j fór frá Rvík í gær austur um : land i hringferð. Herjólfur fer | frá Rvík kl. 21 í kvöld til Eyja ; og Hornafjarðar. Þyrill er vænt- ; anlcgur til Rvíkur í dag. Skja'.d- ■ breið er á Vestfjörðum á suður- ■ leið. Herðubreið er á Austfjörð- [ um á norðurleið. Baldur fór frá [ Rv;k í gær til Rifshafnar, Gils- S fjarðar og Hvammsfjarðarhafna. ; Eimskipafclag lslands. ; Brúarfoss fer frá N.Y. 6 .þ.m. til ; Reykjavikur. Dettifoss fór frá R- vlk 29. f.m. til Rotterdam o J Hamborgar. Fjallfoss fór frá ; Antwerpen 2. þ.m. til Hull og R- ; víkur. Goðafoss fór frá N.Y. 29. ; f.m. til Reykjavíkur. Gullfoss fer ; frá Kaupmannahöfn 3. þ.m. til ■ Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss • fór frá Turku 2. þ.m. til Jakobs- [ stal Mantyluoto, Ventspils og E Leningrad. Reykjafoss fer frá ; Kaupmannahöfn 3. þ.m. til Is- ; lands. ’Selfoss fór frá Keflavík 30. ; f.m. til Dublin og þaðan tli N.Y ■ Tröllafoss kom til Cork 1. þ.m. [ Fer þaðan til Immingiham, Es- : bjerg og Hamborgar. Tungufoss ; fór frá Norðfirði í gær til Rott- [ erdam og Hamborgar. ; Hafskip. : Laxá lestar á Faxaflóahöfnum. flugið ; Loftleiðir. \ ; 1 dag er Þorfinnur karlsefni vænt- [ a.nlegur frá N.Y. kl. 6.30. Fer til : Glasgow og Amsterdam kl. 8.00. I Kemur til baka frá Amsterdam og ■ Glasgow kl. 24.00. Heldur áfram ; til N.Y. kl. 1.30. | félagslíf ; Baz.ar verður haldinn til styrkt- ; ar orlofssjóði húsmæðra í .Reykja- • vik þann 15. október nk. i Breið- : firðingabúð. Nefndin hvetur þátt- ; takendur til að skila munum til 5 eftirtalinna kvenna fyrir 12. þ.m.: ; Steinunnar Finnbogadóttur, Ljós- ; heimum, sími 33172. önnu Rist ■ Kvisthaga 17, s'mi 23966, Sigur- [ laugar Guðmundsdóttur Skóla- [ vörðustíg 12 sími 24739. : Bazarnefndin. ■ B B ; Frá Guðspekifélaginu. ■ Stúkan Baldur heldur fund í j kvöld klukkan 20.30. Efni: Innra ; starf félagsins. Framsögn hefur j Sigvaldi Hjálmarsson. Allir félag- • íir velkomnir. B ■ • Frá skrifstofu borgarlæknis: Farsóttir i Reykjavík vikuna [ 17.—23. sept. 1961 samkvæmt [ skýrslum 27 (32) starfandi lækna. : Hálsbólga 98 (90), Kvefsótt 90 ; (114), Iðrakvef 3l (42), Inflúenza ; 2 (2), Kveflungnabólga 4 (13), [ Rauðir hundar 2 (0), Ristiil 1 (0). . Vöru- ^happdrœtti / ■ • L# B • 12000 vinningar á ári 30 krónur miðinn Gariila bíó: SIÍÓLAÆSKA A GLAPSTIGUM (High school confidential) Segja má að myrid þessi ætti erindi til Reykjavíkur ef haldið væri á efni hennar af nokkurri alvöru. Hún fjallar um eiturlyfjaneyzlu unglinga í bandarískum gagnfræða- skóla. Það er. á allra vitorði að pillur eru étnar í stórum stíl i Reykjavík, og það aðrar en ópal og pez. Hversu mikil brögð eru að þessu er þó erf- itt að segja með vissu, því að pilluætur láta ekkert uppi fyrr en þær eru orðnar kleppsmatur. Enginn piliusali hefur enn verið gripinn hér svo vitað sé, enda kannski erfitt um vik, — Það fer lít- ið fyrir piliunum þar til bú- ið er að gieypa þær. Það má ef til vill segja að pillur séu eins og brjóstsykur miðað við morfín og heróín — en á mjó- um þvengjum læra hund- arnir að stela. Eitt er víst að sæju erlendir glæpahringar sér hag í að opna hér útibú,' stæði ekki á viðskiptavinun- um. í Bandaríkjunum vissi enginn neitt um eiturlyf fyrr en þau voru allt í einu orð- in þjóðarböl. Eins og fyrr seg- ir er hér ekki haldið á efni þessu af neinni alvöru. Eftir lögmálinu: kjaftshöggið leysir vandann, eru eiturbrasararnir barðir í klessu. að lokum — hinir hætta að éta eitur og allt fellur í ljúfa löð. Til skrauts eru þarna með börn eða vandræðabörn frægra leikara, þeir John Barrymore yngri og Char- les Chaplin yngri og hvorugur föðurbetrungúr. FuH-trúi girnd- arbransans er lostahýr að nafni Mamie van, Doren. Priestley var einu sihni að velta fyrir sér þepsu kven- Fylkingin: Framhaldsaðalfundur ÆFR verður haldinn í Félagsheimil- inu annað kvö’d, fimmtudag 5. október og hefst hann kl. 21.00. Dagskrá: 1. Reikningar sumar- stjórnari 2. Eysteinn Þorvaldsson, forseti ÆF, skýrir frá sambandsstjórnarfundi ÆF, sem haldinn var um síðustu helgi. 3. Önnur mál. Fylkingarfélagar! Greiðið fé- lagsgjöldin í skrifstofunni í Tjarnargötu 20 sem fyrst. Æ.F.R. ídeali Ameríkana serff3 þefr’ kalla pinup. Hann komst að þeirri niðurstöðu að þeir vildu að hún hefði brjóstin af mömmu og lendarnar af bezta félaganum — segjum svo að þeir séu ekki normal! Einn leikari tekur þátt1 í þessari „djammsessjón“ Russ Tamblyn sém’ margir muhu kannast við úr Sámsbæ. D.G. í Tjarnarbió: ’t , ÆVINTÝRI I ADEN (C’est arrivé á Adén) Leikarar: Dany Robin, Jacqu- es Dacqmine o.fl. Frönsk gantanmynd. Hlægi- leg .... jú, á köflum. —r— • Kvöldvaka Ferða- félaqsins annað kvöld Annað kvöld, fimmtudag 5. október, efnir Ferðafélag ís- lands til fyrstu kvöldvöku sinnar á þessu hausti. Ósvald-. ur Knudsen, málarameistari hefur enn einu sinni sýnt fé- laginu þann velvilja, að leyfa því að frumsýna kvikmynd, sem hann. héfur gert. Nefnist kvikmyndin Fjállaslóðir og lýsir ferðalögum um miðiands- öræfi íslands. Sýnir kvik- myndin m.a. alla dvalarstaði Fjalla-Eyvindar á öræfum, sem kunnir eru, en þeir eru margir. Hefur Ósvaldur lagt mikla vinnu í þessa kvik- .mynd óg er hún hin fróðleg- ’asta. Texta kvikmyndarinnar hefu.r Sigurður Þói'úlirissorv. jarðfræðingur gert. Með kvikmyndum sínum, sem eru nú orðnar ærið margar, hefur Ósvaldur Knud- sen unnið merk.ilegt menning- arstarf vfð erfiðar aðstæður. en þó merkilegt megi virðast er miklu meira gert til að létta undir með útlendum kvikmvndatökumönnum serh hingað koma, en þeim Islend- ingum, sem vinna að kvik- myndagerð. Ósvaldur hefur þó ekki látið þetta á sig fá og heldur áfram sínu nytsamlega kvikmyndastarfi í því skyni að bjarga frá gieymsku ýmsu af því markverðasta í okkar menningararfleifð. Almenning- ur hefur ætíð tekið kvikmynd- um hans vel og svo mun væntanlega verða um þá kvikmynd, sem nú verður frumsýnd. Myndin var tekin á sunnudaginn framan við húsakynni Ford- umboðsins þar sem bílasýningin var. Áhugi fyrir bílum vaknar snemma og hér sjást tveir ungir áhugamenn, strákur og stelpa, virða fyrir sér cinn sýningarbílinn. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Revían „Sunnan sex frumsýnd innan tíðar „Sunnan sex“ er nafn á $öngva- og gamanleik eða revíu, sem á að frumsýna í Sj álfstæðishúsinu um næstu mánaðamót. Leikstjóri verður Flosi Ólafsson. Fréttamenn rœddu við Flosa í gærdag og skýrði hann frá því að æfingar hefðu byrjað fyrir viku. Reví- an er í tveim þáttum og 6 atriðum. fyrri þátturinn ger- ist í Réykjávík, en sá síðari á einhverjum þjóðlegum stað. Revían snýst um þrjá skreið- arframleiðendur og vöru þeirra, sem er í dálitið erf- iðum gæðafiokki. Hingað til Reykjav.'kur kemur skreiðar- innkaupastjóri frá Afríku- landinu Skúanda Úrúndí og eitthvað kátlegt skeður í sambandi við þá heimsókn. Að sjálfsögðu verða þokkadís- ir á ferð um sviðið, þar á meðal þokkadís, sem hefur hafnað ótal kvikmyndatilboð- um. Eitthvað koma forráða- menn þjóðarinnar við sögu svo og minni spámenn og a.m.k. einn spíritisti. Aðalleikendur verða Karl Guðmundsson, Guðrún Step- hensen, Karl Sigurðsson og Baidur Hólmgeirsson. Leik- stjórinn mun einnig hafa smáhlutverk með höndum. Magnús Ingimarsson hefur samið tónverk að mestu Jeyti, og hljómsveit Sverris Garð- 'arssonar sér um flutning. Leiktjöld gerir Hafsteinn Austmann. Eins og fyrri daginn hefur enginn komið nálægt samn- ingu rev'unnar og er það orð- ið hvimleitt fyrirbæri. • Sæsímalagningin Póst- og símamálastjórnin hefur skýrt frá eftirfarandi. Vegna kaupdeilu við skip- verja á sæsímaskipunum brezku, mun lagning nýja sæ- símans til íslands tefjast eitt- hvað, en hún átti að hefjast þessa dagana. Áður hafði ver- ið gert ráð fyrir að nýi sæ- síminn yrði tekinn í notkun 1. desember næstkomandi, en nú er óvíst hvort svo getur orðið. Allir voru svo forviða þegar vopnaðir menn komu út úr reykjarmökknum að engum kom til hugar að veita viðnám. Fransiska fylgdist með atburðunum í gegnum glugga. Ætlaði þetta að takast? — Brown gekk hæðnis- lega á svip fram fyrir Þórð: „Rólegur skipstjóri. Þið skuluð ekki reyna að veita viðnám ....“ Miður sín af reiði stökk Þórður fram og lét höggin dynja á Brown. 2) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 4. október 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.