Þjóðviljinn - 04.10.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.10.1961, Blaðsíða 10
j Það var orðið nokkuð langt j riðan þeir félagar Benni } byrjandi, Lárus lengrakomni, } Gulli gullfiskur og óheppni sérfræðingurinn höfðu tekið slag saman. Þeir voru allir í sólskinsskapi, því að þetta var fyrsta spilið og þeir því ekki þyrjaðir að rífast. Sér- fræðingurinn og Lárus voru saman. Lárus gaf fyrsta spil- ið, sem var eftirfarandi: S: A-K-G H: 7-5-3 T: 9-7-6-3 L: A-K-8 Lárus Benni S: G-8-7-4 H: A-D-10-6 T: D-5-2 L: G-6 Gulli S: D-10-3-2 H: K-G-9-8-4 T: G-10-8 L: 5 sérfræðingurinn S: 9-5 H: 2 T: A-K-4 L: D-10-9-7-4-3-2 Lalli var ekki alveg klár á því hvernig hann ætti að opna hugsun ákvað hann að opna á spilin og eftir nokkra um- á einum tígli og bíða átekta: Norður 1 tígull 3 lauf pass austur pass pass pass suður 21auf 5 lauf vestur pass pass Benni spilaði út spaða'fjark- anum og Lalli lagði upp spilin og sagði afsakandi: „Ég hefði kannski átt að hnykkja því sjötta á“. „Guð hjálpi þér“, sagði sérfræðingurinn, ég veit ekki einu sinni hvort ég vinn fimm“. Hann bætti ekki við, að ef spilaáætlun hans stæðist, þá mundi hann sennilega vinna sex. Hann lét lágt úr borði og Gulli fékk slaginn á drottninguna. Eins og sagnhafi hafði búizt við kom tígull til baka. Hann drap með kón.gnum, tók trompin og tíg- ulás. Nú voru tveir hæstu í spaða teknir, tígli kastað heima og tígli spilað og trompað. Nú var tígullinn frír og hjartatvisturinn var gefinn niður í síðasta tígulinn og sex unnir. „Ég vissi það, ég vissi það“, hrópaði Lárus, „ég vissi að það var slemma". „Vertu rólegur Lárus“, sagði sérfræðingurinn hlæjandi. „Tólfti slagurinn byggðist á tvennu. í fyrsta lagi má ekki koma hjarta í öðrum slag og í öðru lagi vinnst slemfnan ekki nema tígullinn falli. Möguleikarnir á því að vinna þessa slemmu eru því um fimm á móti einum“. Hiutvsrk verkalýð$S£mtekan!a£ AMaraímæli séra .Bjarna "rc ... Þorsteinssonar tónskáMs Hinn 14. október n.k. verða liðin 100 ár frá fæðingu sr. Bjarna Þorsteinssonar, tón- fikálds og verður þess minnzt með hátíðahöldum í Siglufirði ■og í ríkisútvarpinu. Siglfirðingar hafa eðlilega mikinn áhuga á því að heiðra minningu sr. Bjarna, enda hefur •enginn maður komið þar meira við sögu og varpað meira ljósi yfir Siglufjörð með verkum sín- um og starfi en hann. í tilefni af afmælinu verður nýtt og vandað pípuorgel keypt handa Siglufjarðarkirkju og mun sóknarnefndin annast all- ar framkvæmdir í því sam- bandi. Þá verður sett upp stunda- klukka í turn kirkjunnar með klukkuspil, sem leikur síðustu hendingarnar úr laginu „Kirkju- hvoll" eftir sr. Bjarna og á klukkuspil þetta að hljóma yfir hæinn kl. 6 á hverju kvöldi. Það verður ekki annað sagt ■en þetta sé mjög smekklegur og “táknrænn minnisvarði um prestinn og tónskáldið. Þó að bæjarstjórn Siglufjarðar hafi lorystu í þessu máli, þá er það eindregin ósk forráðamanna málsins þar á staðnum, að sem ílestir Siglfirðingar, sem búsett- ir eru utan Siglufjarðar, vel- ■unnarar bæjarins og aðdáendur tónskáldsins, ættu þess kost að leggja eitthvað af mörkum til ■þessa táknræna mínnisvarða og heiðra þannig minningu hins merka manns og sýna um leið hug sinn til Siglufjarðar. Við undirritaðir mpnum fús- lega veita viðtöku. • fframlögum manna í þessu skýni og einnig munu Reykjavikurblöðin taka á móti slíkum gjöfum. Við treystum þvd, að Siglfirð- ingar, sem farnir eru úr átthög- unum vilji styðja þetta mál og senda þannig kveðju sína til Siglufjarðar á þessum merku tímamótum. Óskar J. Þorláksson dómk.prestur Jón Kjartansson, forstjóri Björn Dúason, sveitarstj. Framhald af 4. síðu. ónir manna ýmist algerlega atvinnulausir eða á skertum vinnutíma, sérstaklega kemur þetta ástand niður á þeim sem orðnir eru 35 ára og eldri. I Kanada eru yfir 700 þúsund atvinnuleysingjar, í ítalíu er há'f önnur milljón stöðugra at- vinnuleysingja. í Japan eru milljónir atvinnulausir með öllu eða á skertum vinnutíma. Heilar atvinnugreinar víða um lönd, svo sem kolavinnsla og bifreiðaframleiðsla eru í örri afturför. í þeim löndum þar sem iðn- aðurinn er háþróaðastur skap- ar siálfvirkni verksmiðjanna verkalýðnum ný og aukin vandræði því hundruð þús- unda missa vinnu að fullu og öllu af þeim sökum, besar vélin leysir manninn af hólmi. f löndum sósíalismans er sjálfvirknin aftur á móti blessun fyrir verkamanninn. leysir hann frá erfiði og skap- ar honum aukin skilyrði til velmegunar. Til að tryggja völd sín yfir verkamanninum beita auð- hringarnir áhrifum sínum á ríkisvaldið til ,að takmarka verkfallsréttinn og draga úr ýmsum öðrum hefðbundnum rétti verkalýðsfélaganna. •c*éttarfriður í orði — lífskjaraskerðing á borði Verkalýður sem enn lifir undir nýlenduokinu lifir þó við enn bágbornari kjör, hann skortir flest þau réttindi er stéttarbræður þans hafa áunn- ið sér með áratuga baráttu. Þetta misræmi sem er í kjör- um verkalýðsins í hinum ýmsu hltdum heims, er vátn á myllu auðhringanna, sem nota það til að aukg gróða sinn. Formælendur auðvaldsskipu- lagsins og stuðningsmenn þeirra innan verkalýðshreyf- inearinnar gera sitt ýtrasta til að leiða verkalýðinn af braut virkrar stéttabaráttu og fá hann ti? að Sastta sig yið ár3f- rán auðvaldsins. Allskonar blekkingar eru fundnar upp í því skyni, svo sem „samvinna vinnu og auðmagns“, almenn- ingshlutafé'ög o.fl. o.fl. Alls- konar áróðri er beitt til að koma verkalýðsfélögunum nið- ur á stig „gulra“ verkalýðsfé- laga. Hinn róttæki verkalýður er í sókn AUar þessar tilraunir koma þó fyrir ekki, eins og ljóst verður af þeirri voldugu verk- fallsöldu sem hefir gengið yf- ir heiminn á síðastliðnum ár- Sýnum samúð vora í verki öllum er í fersku minni, er vélbáturinn Helgi frá Horna- firði fórst nýlega, á heimleið frá Englandi. Á honum voru 9 menn. Aðeins tveir björguð- ust, en sjö drukknuðu. Allt vaskir menn og á bezta aldri. Fjórir þeirra voru tengdir nánum fjölskylduböndum. All- ir skilja eftir sig fleiri eða færri harmþrungna ástvini. Þar á meðal ellefu börn, sem flest eru á unga aldri og öll nú orðin föðurlaus. Aldraðir foreldrar hafa og misst fyrir- vinnu sína. Víst er að þjóðin öll harmar þennan mikla mannskaða, en samúð vora í garð þeirra, sem um sárast hafa að binda, get- um vér einna helzt vottað með því að efna til nokkurs fjár- styrks þeim til handa, sem mest þurfa þess með. Vér vit- um að margir muni einmitt á þennan veg vilja votta syrgj- endnnum hlýhug einn og hlut- tekningu. Dagblöðin í Reykja- vík og vér undirritaðir sókn- arprestar munu veita gjöfum manna viðtöku. Gunnar Árnason. Skarphéðinn Pétursson. Sváfnir Sveinbjarnarson. um. Harðrétti auðvaldsins hef- ir knúið verkalýðinn til vold- ugra átaka og afhjúpað kenn- inguna um stéttasamvinnu miskunnarlaust. Þessi átök stéttanna hafa farið vaxandi um allan auðvaldsheiminn. Þau eru merkileg vegna þeirrar miklu stéttvisi og stéttarþroska verkalýðsins, sem ekki hefir skelfzt ofbeldisaðgerðir auð- valdsins. vegna þeirrar eining- ar er bau hafa sýnt og vaxandi alþjóðlegrar samstöðu og sam- úðar. Mikilvægir sigrar hafa unn- izt í þessum átökum, launa- kröfum hefir fengizt framgengt og ýms mikilvæg réttindi hafa áunnizt. en grundvöllur skap- azt til nýrra sigra. í þessum átökum hafa konurnar gert sig æ meira gildandi og einnig hin- ir ungu verkamenn og verða verkalýðsfélögin að láta mál- efni þeirra meira til sín taka. Einnig hafa opinberir starfs- menn. verzlunarfólk og skrif- stofufólk verið þátttakendur í þessum átökum í ríkari mæli en áður. Þessi staðreynd leagur verkalýðsfélögunum þá skyldu á herðar að aðstoða þessar stéttir með þv: að hjálpa þeim til að skipuleggia samtök sín og miðla þeim af reynslu sinni. verið hœ: Framhald af 3. síðu. skíta sig út, svo að minn maður varð nógu góður. —■ Þú hefur starfað eitthvað fyrir málstað þinn og skoðanir? — Ég hef nokkrum sinnum gengið um bæinn til undir- skriftasöínunar, t. d. vegna 30. marz dómanna. Einnig vegna landhelgismálsins og gegn her- náminu. En’ það er nú bara skylda okkar við þjóðarhag. Við- tökur. betra ■ fólksins í bænum hafa verið þungar, þar sem þeir hafa stim.plað þctta sem stuðn- íng við kommana. En fólkið sjálft hefur reynzt okkur hið þezta, og á ég von á að svo verði áfram. Einnig höfum við séð um dreifingu blaðsins í hálft þriðja ár. LOSIJM OKKUR VIÐ „VIÐREISNINA4< — Segðu mér svo að lokum hvert álit þitt er á „viðreisn- arstjórninni“. — Á þá er varla orðum eyð- andi, enda sjá þeir sjálfir um að auglýsa sín þokkalegu vinnu- brögð. Hver maður ætti að sjá sóma sinn í því að láta þá ekki sitja framar við völd. Þér finnst kannski nokkuð djúpt tekið í árinni, en þeim hæfa sterkari1 lýsingarorð en rétt sé að setja á prent. Mér finnst nú að fólk ætti að hugsa betur um sín samtök og gera þau sterkari. Því fyrr sem við rekum þennan ófögnuð af höndum okkar, því betra. Og með þessu lauk samtalinu, en ég fékk einu sinni ennþá í bollann. Þakkaði síðan hús- freyju fyrir góðar veitingar og viðtalið og bauð góða nótt. S. B. Frá Keldym Framhald af 7. síöu með ræktunartilraununum eru geymd í allt að mánuð eftir að sýking hefur íarið fram, en mótefnatilraunirnar taka skemmri tíma, yiku til hálfan mánuð. Síðán er svo ' aðl sjálf- sögðu mikið starf að vinna úr niðurstöðum tilraunanna. Með þessu spjalli urh veiru- sjúkdóma og veirurannsóknir lýkur greinunum frá heim- sókninni í TUraunastöðina að Keldum. Er það von blaðsins, að lesendur hafi haft nokkra ánægju af og séu einhverju fróðari en áður um þá merki- legu starfsemi, sem þar er unn- in, en fæstir munu hafa haft nokkra hugmynd um í hverju væri fclgin eða hver nvtsemd væri að. Blaðið vill að lokum færa starfsfólkinu á Keldum, sérstaklega forstöðumanninum Páli A. Pálssyni yfirdýralækni, Halldóri Grímssyni efnafræð- ingi, Guðmundi Gíslasyni lækni og Margréti Guðnadóttur lækni, beztu þakkir fyrir lipra fyrir- greiðslu og þolinmæði sýnda við að svara ófróðlegum spurn- ingum fréttamannsins. S.V.F. Evrépuksppni Framhald af 9. síðu. 4:2, sem sannarlega var ekki búizt við. I öðru lagi fyrir hina miklu yfirburði þeirra heima í Eng- landi eða 8:1. Segja fréttaritar- ar að Bretarnir hafi „keyrt niður“ alla mótspyrnu Pólverj- anna á fyrstu mínútunum og síðan -skorað að vild. Norskt bláð ræðir þetta m. a. og held- ur því fram að ef svona knatt- spyrnu eigi að leika-í framtíð- inni verði Norðmenn að taka upp harðari og fastari leik og þá um leið verði dómarar að temja sér líka túlkun á knatt- spyrnulögunum. Lœknar fjarverandi Alma Þórarinsson frá 12. sept. til 15. okt. (Tómas Jónsson). Arni Bjömsson um óákv. tíma. (Stefán Bogason). Axel Blöndal til 12. október (Ölafur Jóhannsson). Eggert Steinþórsson óákv. tima (Kristinn Björnsson). Esra Pétursson óákv. tíma. (HaJldór Arinbjarnar). Eyþór Gunnarsson frá 17. sept. í 2-3 vikur (Victor Gestsson). Gísll ólafsson óákv. tíma. (Stefán Bogason). Guðjón Guðnason til 10. okt. (Jón Hannesson). Jón Hdaltalín Gunn’augsson verður í/arverandi frá 1/10— 31/10. Staðg.: Stefán Bogason. Hjaltl Þórarinsson frá 12. sept til 15. okt. (Ólafur Jónsson). Kjartan R. Guðmundsson frá 21. sept. til 31. marz 1962. — (Samlagssjúklingar ólafur Jó- hannsson, taugasjúkdómar Gunnar Guðmundsson) Kristjana Helgad.. til 30. sept (Ragnar Arinbjarnar). Ólafur Geirsson fram í miðjan nóivember. Sigurður S. Magnússon óákv t. (Tryggvi Þorsteinsson). Víkingur Amórsson óákv. tíma. (Ólafur Jónsson). VSDXltMrt/ÍMHuf&t é 0) ~ ÞJÓÐVILJINN. — Miðvikudagur 4. október 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.