Þjóðviljinn - 04.10.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.10.1961, Blaðsíða 4
HeilbrigSismál vinnusfaSanna: ÁVINNU Hvar er heilbrigSiseffirlitiS? í síBasta þætti hér í blaðinul um heilbrigðismál vinnustað-B anna var rætt um fatageymsl-fi ur og matstofur. Þar er á- standið slikt, að segja má að ( flest reki þar á reiðanum eftir- litslaust og fari eftir geðþótta þeirra, sem fyrirtækjunum stjórna. En þegar kemur að raestingu vinnustaðanna, frá- gangi á salernum og handlaug- um, sem verkafólki er ætlað, þá er ástandið sízt betra. Og eftirlit heilbrigðisyfirvaldanna þar. er sem á öðrum sviðum, með öllu vanrækt. í 47. og 48. grein Heilbrigð- issamþykktar Reykjavíkur seg- ir svo um þessi efni: 47. gr. Starfsfólk skal hafa greið- an aðgang að salernum og handlaugum, og ekki má aetla eitt salerni fyrir flciri en 20 manns. Þar sem að staðaldri vinna 5 konur eða fleiri, skal þeim ætlað sérstakt salerni, og fyrir hverjar 15 konur skal vera eitt salerri. Karhnönnum • skulu ætlaðar sérstakar þvagskálar, ef þeir eru fleiri en 10. 48. gr. Ræsting á vinnustöðvum innan húss skal fara fram daglega, utan vinnutíma, og skulu gólf þá jafnan þveg- in, þar sem því verður við komið, en ekki sópuð. Þegar verkafólk ber þessi ákvæði saman við framkvæmd þeirra, er ekki vafi á því að í Ijós kemur að v.'ða eru þau brotin og bað sumstaðar svo freklega, að ekki má láta það viðgangast stundinni lengur. Víða er aðgangur að salern- um ógreiður og hirðing slæm, auk þess sem ákvæðin þar um^ eru allsendis ófullnægjandi. Um ræstinguna er það að segja, að á fjölmörgum stöð- um er hún framkvæmd í vinnutíma að meira eða minna leyti. Ýmist eru gólfin sópuð eða þvegin. en langt er frá að um daglegan gólfþvott sé að ræða á fjölda vinnustaða. enda þótt ákvæðin um það séu ó- tvíræð. En hvar eru mennirnir frá heilbrigðiseftirlitinu, það er sama hvar er spurt, enginn hef- ur orðið þeirra var. Einungis þeir, sem eru í störfum fyrir vélaeftirlitið munu koma á vinnustaði einu sinni á ári. a. m.k. þá stærri, og gera þar sínar athugasemdir. Heilbrigðismál vinnustað- anna eru of veigamikil mál til þess verftplýðsfé.lögin geti Bréf úr Múlakamp i Mig langar til að ræða nokk- uð það sem fram við okkur kemur hér í Múlakampi. Það er nú grafið .ailt í kringum kofana, sem við búum í svo við erum í erfiðleikum með að komast að og frá heimilum okkar. Það er úthlutað lóðum -við íbúðir okkar og undir þeim og byggt fyrir gluggana svo rökkur er um bjartan dag. Það virðist svo sem bæjaryfir- völdin muni ekki eftir okkur nema þegar um gjöld er að -ræða eða kosningar. Það áettu þá líka allir að muna loforð- In, sem gefin voru, og hverpig þau eru haldin. Það ættu allir að muna. Langt er síðan jafn erfitt hefur verið að lifa og nú. All- ar leiðir eru farnar til að rýra kjör okkar verkamanna, en á sama tíma er þeim sem efnin hafa hlíft og hjálpað. Það sýna allar þær skrifstofu- og verk- smiðjubyggingar, sem leyfðar voru fyrir síðustu kosningar, «nda þótt þörfin hiafi ekki verið meiri en svo, að ekki hef- -ur þótt ástæða til að hraða því að þær kæmu til nota. í- þúðarbyggingar aftur á móti sitja sífellt á hakanum, ekki •sízt fyrir verkálýðinn, nema þá rétttrúuðu, *— þeir fá margt. Hvað lengi ætlum við verka- menn að ala þennan braskara- lýð, sem eyðir og spennir, á sama tíma og okkur er skip- að að spar.a sVo hinir geti eytt meiru. Fyrir þessu eigum við að vinna. Hvernig er það með verðlag- ið í landinu. Allt er sífellt að hækka. Hvað lengi getur það gengið? Ég get ekki betur séð en ríkisstjórnin hafi æst upp þá mestu verðbólgu og dýrtíð, sem við höfum þekkt og sleppi henni nú óðri á fólk- ið í landinu. Er ekki mál til komið fyrir stjórnina að stöðva þennan ófarnað með þvi að fara frá, eða vill hún meiri verkföll. Hafa ráðamenn ríkis og bæjar gleymt því, að það er hægt að þrengja svo kosti verkamanna, að þeir ráðist til enn alvarlegri átaka en hing- að til. Svo langar mig til að fá svarað eftirfarandi spurn- ingu: Þegar úthlutað er lóðum og íbúðarhús standa á lóðinni, sem úthlutað er, fer það verk þá fram án þess að skilyrði séu sett um útvegun húsnæð- is handa þeim, sem í húsinu búa. Eða er það án skilyrða, þannig að hinum nýja lóðar- hafa sé leyft að flæma fólk- ið út á götuna? Þessu óskast svarað fljótt af viðkomandi ráðamönnum. B. S. Múlakampi 18. þolað það, að þeim sé ekki meiri gaumur gefinn, og op- inberir aðilar svíkist um að rækja nauðsynlegt o.g lögboð- ið eftirlit. Það er augljóst mál að það hefur ekki litla þýð- ingu fyrir heilsu manna og velferð hvernig að þeim er búið á vinnustaðnum. Það er líka öndvert allri þróun heil- brigðismála hér á landi, hversu mjög hefur verið vanræktur þessi þáttur þeirra. St. I KAFFITIMANUM MITTIS- ÓLIN í kaffitímanum í gær var rætt um það loforð ríkis- stjórnarinnar að spara í opin- berum rekstri, eða eins og Ben. Gröndal orðar það, „að ríkisbáknið herði mittisólina“. Allir voru sammála um ,að engin ríkisstjórn hefði kom- izt fjær þvi að spara en sú sem nú situr, svo oíboðsleg hefði sóunin verið og yfir- lætið f veizluhöldunum s'ð- ustu mánuði. Þar kom tali manna, að komið yrði á fram- færi við Ben. Gröndal þeirri spurningu, ’ hvað mittismál- ið hefði verið á ríkisbákn- inu, þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum og hvað það væri í dag. Aftur á móti var það álit allra að til þess þyrfti beisnari bóg ep Bene- dikt að „herða mittisóiina á ríkisbákninu“ eftir öll þau kynstur sem það hefur sporð- rennt Síðustu mánuði. Já, og það jafnvel þótt viðspyrnan væri efnisþéttari en Alþýðu- flokkurinn er í dag. d. Glötuð réttindi ö „Það er leilt til þess að vita, , að ungá fólkið skilur þad ekki fyrr en það fer að þreyt- ast, hvernig með það cr farið — og meina ég þá sérstak- lega hinn óhóf'.ega vinru- tíma“. • Þessi orð eru sögð af manni, sem ég hitti nýlega. Hann er ekki fullra fimmtíu ára, en hefur unnið sem iðn- aðarmaður sl. 30 ár. • Við ræddum þetta sjónar- mið fram og aftur og vorum sammála um að algengt væri að æskumaðurinn gætti sér lítils hófs um vinru og skiln- ingur hans á því, hvað hann raunverulega ber úr býtum fyrir störf sín, eftir laqgan vinnudag, væri oft óljósari en hjá þeim, sem eldri eru. Vinnuþrek og lífsþróttur þeirra, sem ungir eru, slævði oft skilnirginn á því hvers þeir fara á mis með því að eyða blóma manndómsáranna í glórulaust strit, sem oftast skilur lítið eftir utan lúann, svo væri landsstjórnarmönn- um og skipulagi þeirra á þjóðfélaginu fyrir að þakka. ★ • Vissulega er það stað- reynd, sem við þurfum að gera okkur ljósa, að stór hluti æskunnar hefur ekki kynnzt sögu verkalýðshreyfingarinn- ar og skortir þar af leiðandi skilning á lærdómum hcnnar. • En þeir eldri geta ekki velt af sér þeirri ábyrgð, að uppeldisáhrif þeirra á hina vinnandi æsku hafa ekki bor- ið þanm árangur, sem nauð- synlegur var. Og þeir geta heldur ekki vikizt undan þeim sannleik, að sjálfir hafa þeir reynzt furðu sinnulaus- ir um sín hclgustu réttindi. Átakanlegust og alvarlegust af- leiðing þess speglast glöggt í því dæmi, að 40 ár eru liðin siðan fyrsta verkalýðsfélag á íslandi fékk viðurkennidan 8 stunda vinnudag. og það sem meira var, þá var hægt að lifa af honum án aukavinnu. enda var hún s,ialdgæf á þeim árum. í dag munu fæstir geta lifað af launum, sem þeir fá fyrir átta stunda vinnudag, og má oft sjá það í opinber- um skýrslum, að þar er niið- að við 8 tíma að viðbættum a.m.k. cinum tíma í auka- vinnu. Það segir svo aðra sögu, að hin mikla auka- vinna, sem víða er unnin, af- sannar allar kenningar um það, að atvinnureksturinn beri ekki hærra kaupgjald. • Þegar við berum ástand- ið hér saman við nágranna- löndin, sjáum við að íslenzka verkaiýðshreyfingin liefur hvað vinnutímann sniertir slakað á meginmálinu fyrir menningarskilyrðum stéttar- innar. • Nú þurfum við hinir eldri að taka okkur á. Við meg- um ekki í yfirlætistón kenna hinum ungu sögu samtak- anna og Iærdómana af henni enda er það mála sannast, að í dag er oft meiri vandi að vera stéttvís æskumaður, skilja sHungið samhengi hlut- anna, en nokkru sinni fyrr. Krossgötur eru ekki færri og villuljós glampa yfir fleiri leiðum en áður. • Það er nú verkefni verka- lýðsfélaganna, það er verk- efni hinna reyndari og það er verkefni skilningsbezta hluta æskunnar að valda straum- hvörfum í þessum málum. Það þarf ekki aðeins að end- urvekja það sem gleymzt hef- ur og rykfallið af lærdóm- um fyrri tíma, ekki aðeins að endurheimta sjálfsiigð og gamalunnin réttindi, heldur býður næstu ára hið stór- brotna verkefni að skapa nú- lifandi kynslóð menningar- skilyrði eins og þau mega bezt verða. Það gcrum við aðeins ineð því að hcimta í hlut albýðunnar valdið yfir atvirmutækjunum og tækni þróun þeirra. Með slíku stjórnarfari, sem nú ríkir, er óhugsandi að launastéttirnar nái því marki að fá unnið stuttan vinnudag, notið mik- illa fría, og þegar brauðstrit- inu sleppir þroskað hæfileika sína á þeim sviðum, sein þeir Iiggja. • Og það má íslenzka auð- stéttin vita að rómantík vinnugieðinnar er liðin hjá nema þar sem vinnan gefur svo mikið í aðra liönd, aí maðurinn geti notið andlegra verðmæta lífsins. St. BJÖRN BJARNASON: UPPKAST AÐ BARÁTTUSTEFNUSKRÁ VERKALÝÐSINS Hlutverk verkalýðssamtaksiuia í baráttuuni fyrir efnahagslegum og félðgslegura kröfum verkalýðsins, gegn crðráni auðvaldsins in Allur auður veraldarinnar er arður af vinnu verkamannsins. En í auðvaldsheiminum er það aðeins fámennur hópur auð- manna og auðfélaga er fleytir rjómann ,af striti verkamanns- ins, en úthlutar honum fátækt og allskonar harðrétti. Nú þegar auðvaldið tapar hverri nýlendu sinni af ann- arri og arðránsaðstöðu sinni þar, reynir það að bæta sér þann missi með enn frekari ránsaðferðum heimafyrir. Með nýum arðránsaðferðum re.ynir það að auka gróða sinn og i krafti valds síns yfir löggjaf- anum þrengir það kosti verka- fjölgandi sljrsatilfelli og geig- lýðshreyfingarinnar. Síðan á 4. vænlega aukningu atvinnusjúk- þingi Alþjóðasambandsins, dóma. Verkamer.nirnir slitna 1957, hefur dýrtíðin farið vax- langt um aldur fram og eru í andi í öllum auðvaldsríkjum mörgum tilfellum óvinnufærir og kaupgeta verkalýðsins farið á miðjum aldri og er þá fleygt minnkandj og er sumstaðar ýt í atvinnuleysið. Við þetta komin niður fyrir það er var bætist svo öryggisleysi, vegna fyrir strið. ófullnægjandi þjóðfélagstrygg- í kapphlaupi sínu eftir meiri inga. og meiri gróða beitir auðvald- ið allskonar ráðum til að auka Aukin vélnýting — framleiðni verkamannsins oft- meira atvinnuleysi ast af fullkomnu tillitsleysi í Bandarikjunum, ríkasta gagnvart heilsu hans. Þessar auðvaldsríki heims, eru 6 millj- aðferðir hafa í för með sér si- Framhald á 10. síðu '£) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 4. október 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.