Þjóðviljinn - 04.10.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.10.1961, Blaðsíða 3
Aaaaaa Aímælishappdrætti Þjóðviljans hefur hlotið góðar viðtökur um allt land, og margar hendur hafa orðið til að Ijá því lið. Enginn vafi leikur þó á því, að Húsvíkingar hafa gengið þar rösklegar að verki en aðrir. Það ei því ánægjulegt að geta birt hér viðtal við húsmóour á Húsavík, scm hefur sýnt afburða árangur í miðasölunni, þrátt fyrir erfiðar að- stæður og geysiharða samkeppni annarra sölumanna á Húsavík. Rœtt við ótta barna móður, sem selt hefur sjötiu happdrœttisblokkir betur fer orðnir nokkuð breytt- ir og bættir. — Hvað hafið þið annars eignazt mörg börn? — Við höfum eignazt þau 8. Ja, ég neita því ekki, að oft varð ég nú fegin að leggjast út ■af,- þá loksins ég komst í bólið. En þetta erum við nú aftur •að fá borgað núna, því að þ^u, eru mikið farin að létta undir með okkur sum þeirra. Mað- urinn sá t. d. um barnaskó'a bæiarins í nokkur ár, og þá voru hin eldri farin að hj'Uoa. okkur og munaði fljótt um það. Ég hiálpaði v’taskuld til við hirðingu á skólanum. því a,ð maðurinn hafði nóg ramt. — Hvernig er svo ástatt núna? — Maðurinn réðst í trilluút- gerð og rær á henni með elzta syninum. Ég fór aftur á móti að vinna í „hraðinu". Þar hef- ur oft verið ágæt vinna t. d. í sumar. Unnið er yfirleitt frá 7 á morgnana til 7, á kvöldin, og stundum til miðnættis. En það hefur nú minnkað í seinni tíð. — Með þessu hefur þú svo selt þessar 70 happdrættisblokk- ir eða fyrir 14 þúsund krónur. Að kvöldlagi um miðjan sept- ember gekk ég upp að Akra- koti, nýbyggðu húsi, þar sem þau búa hjónin Lára Sigurðar- dóttir og Sigurður Sigurðsson. Er ég kvaddi dyra og spurði eft- ir húsfreyju, var mér boðið inn í eldhús, þar sem hún var önn- um kafin við hakstur. Ég var vart seztur, þegár kaffið var komið á borðið. — Ertu nú k.ominn með blokkirnar strax aftur? Ejn það þýðir nú ekki néitt því að ég,, er ekki búin með1 þáer, sem ég fékk isíðast. Ekki kvað ég það hafa verið ætlunína (þótt ég hefði að vísu tekið nokkrar með svona til vonar. og vara) heldur væri til- gangurinn sá að fá hjá henni nckkur orð til birtingar í Þjóð- viljanum, þar sem hún væri . svo afkastamikn við sölu happ- drættismiðanna. —1 Nei, það kemur ekki til mála. Ég fer ekki að láta haía neina romsu eftir mér, þótt mér haíi tekizt að. koroa út nokkr- um miðum þennan takmarkaða tíma, sem ég hef til að selja. — Einhvern veginn hefur þér nú samt tekizt að lauma út þes-sum 70 happdrættisblokkum, og ekki er að vita nema þetta verði til þess að fleiri taki við sér. Þannig geturðu líka gert blaðinu okkar greiða. — Ja, illa gengur mér nú að neita þessu ágæta og eina mál- gagni okkar verkafólks, ef ver- ið gæti því til styrktar, þó að ég búist nú við að það komi að liÞu gagni. Auðvitað greio ég tækifærið, þegar betta lát var ,á orðið, íékk mér aftur í bollann og hóf síðan yfirheyrslu um hana sjálfa. Á Húsavík hefur verii selt hlutfallslega mest af happdrættismiðum fram til þessa. — Og hér birt- um við mynd þaðan. \ BÖRN OG HEILSU- LEYSI — Og hvernig hefur ykkur vegnað? — Fyrstu árin er varla hægt að segja að það l£áfí géngið vel og kom þar margt til. Blessuð börin komu hvert af öðru, og er ekki nema gott eitt um það að segja, ef við hefðum eliki jaínframt orðið fyrir barðinu á heilsuleysinu. Maðurinn minn hafði oftekið sig á unga aldri, og fór það smám saman að segja til sín. En illa gekk honum að sætta sig við það. Hann þrælaðist á sjónum eftir því sem hægt var og stundaði búskapinn með. Vinnudagurinn var þannig oft orðinn allsæmitegur, þótt ekki gengi hann heill til skógar. Og tekjurnar voru ekki að sama skapi. bjóða ungu kynslóðinni upp á slíkt? — Það vil ég ekkert um segja, en vona bara að til þess þurfi ekki að koma fyrir einn Hvernig telur þú gnandvöllinn vera fyrir söIm miðanna? — Hann er örugglega góður, eins og sjá má á árangrinum. Það hefði verið hægt að selja eða neinn. Og tímarnir eru sem mun meira, ef ég hefði haft Af velsæmisástæðum — Ég er fædd að Saurbæ £ Skeggjastaðahreppi 14. sept. 1918 og olli strax erfiðleikum í? mínu umhverfi með því að ljósmóðirin og fylgdarmaður voru næstum orðin úti í blind- byl. Þar dvaldi ég síðan að mestu til 1940, en þá giftist ég og flutti til Þórshafnar. Maðurinn minn stundaði aðallega sjóinn og ann- að, sem til féll, og ég annaðist m. a. sjúkraskýli þorpsins. Að þrem árum liðnum fiuttum við hingað til Húsavíkur og höf- um búið hér síðan. VANN LÍKA ÚTI — Gazt þú nokkuð létt undir með útivinnu meðan börnin voru í ómegð? — Það var alltof lítið. Þó reyndi ég að skreppa í skúrana til að beita og stokka, því að það var nú ekki um annað að ræða fyrir konur í minni stöðu. Fyrir kom líka, að ég lét færa mér bala heim til að stokka, ef ég átti ekki heimangengt. — Heldur þú, að það þýddi að Einn af forustumönnum verklýðssamtakanna hefur í sumar gert samninga um talsverðar kjarabætur fyrir þau félög sem hann hefur umboð fyrir. Þessi forustu- maður á einnig sæti í verð- lagpnefnd og þar hefur hann greitt atkvæði með því að hieypa ölíum kauphækkunum út í verðlagið, svo að kjara- bæturnar gufuðu upp. Á verklýðsráðstefnunni um helg- ina hélt þessi sami leiðtogi svo ræðu þar sem hann réðst sérstaklega harkalega á að- gerðirnar í verðlagsmálum; Lára Sigurðardóttir svolítið meiri tíma. Þetta hef ég aðallega selt í matar- og kaffitímum. Mér finnst alltof slælega gengið fram í sölunni einkurrv af konunum og yngra fclkinu. — Ég má líklega taka eitt- hvað af þessu til m.ín? — Þeir taki það, sem telja sig eiga. Nú fann ég að málin voru komin á óþægilegt stig fyrir mig, svo að ég sá mitt ráð vænst að venda yfir í aðra sálma svo að ég spurði. ÞEIR SYNDU KLÆRNAR — Hvað hefur þú að segja um pólitíkina, drakkstu þessa afstöðu þína inn með móður- mjólkinni? — Nei, ekki nú aldeilis. í átt- högum mínum heyrði ég lítið mi.nnzt á annað en frarosókn og sjálfstæðismenn. En mér gekk fremur illa að sjá muninn á þeim, svo að ég lét þá liggja milli hluta og kaus lengi vel ekkert í kcwningum. Síðar varð ýmislegt til að móta skoðun ^ f' mína, einkum fyrstu árin h». Við urðum vör við klærnar á þeim, þegar vinna., var lítil og verkamenn sátu' um það lit.la :sem var. Þótt maðurinn minn færi eins .og aörir á bryggjuna, þá Ikom hann oftast heim án vinnu. En hann hafði ákveðnari skoðanir á hlutunum en ég, og var löngum grunaður um að vera hlynntur kommunum, sem ýmsir töldu hálfgerða misindis- menn. Undantekning var svo afgreiðsla ko)a og sementsskipa, þá máttu hinir útvöldu ekki Framhald á 10. siðu. þær mættu verklýðsfélögin með engu móti þola. Verklýðsleiðtogi þessi heit- ir í höfuðið á þjóðhetju ís- lendinga. Væri ekki rétt af velsæmisástæðum að sett yrðu lög sem skylduðu fleiri en útlendinga til þess að skipta um nöfn? Nauðsyn ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur í sum- ar sent frá sér ein bráða- birgðalögin af öðrum og hvatirnar hafa ævinlega verið þær sömu. Hún hefur skert rétt alþýðusamtakanna til frjálsra verkfalla og samn- inga; hún hefur rænt Alþingi réttinum til gengisskráningar og velt yfir þjóðina nýrri óðaverðbólgu; hún hefur sett lög um nauðungarvinnu lækna. En rikisstjórnin hefur ekki gefið út einu bráða- birgðalögin sem hún hefði haft rétt og skyldu til þess að semja. Hún hefur ekki látið koma til framkvæmda neina hækkun til þess fólks sem á afkomu sína undir greiðslum Tryggingastofnunar ríkisins og býr mgxgf. við bágust kjör í þjóðfélaginu. Aldrað fólk, öryrkjar og einstæðar mæður verða enn að bera verðbólguna bótalaust með öllu, og beg'ar minnzt er á kjör þeirra svarar Alþýðu- blaðið kaldranalega að þetta fó’k geti beðið þarigáð til þing kemur saman. í stjómarskránni segir að bráðabirgðalög megi gefa út „þegar brýna nauðsyn ber til“. Hin ..brýna náuðsyn“ rík- isstjómarinnar er alltaf ill en aldrei góð. — Austri. 1 I Miðvikudagur 4. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.