Þjóðviljinn - 04.10.1961, Blaðsíða 5
Menntamenn irá tuttugu löndum í austri 01
vestn
Krefjast á fundi 's London samninga um Berlin og þýzka vandamáíiS, 1
harma jbað að aftur hafa verið teknar upp tilraunir með kjarnavopn
LONDON — Á alþjóðaráðstefnu menntamanna sem
haldin var nýlega í London og þar sem rnættir voru
fulltrúar frá tuttugu löndum í austri og vestri var sam-
þykkt ályktun þar sem skorað er. á stórveldin að taka
upp samninga um Berlín og þýzka vandamálið. Jafn-
framt er harmað að tilraunir með kjarnavopn skuli hafa
verið teknar upp aftur.
líkindum leiða tii kjarnorku-
stríðs um heim allan“.
f>ví ættu Bandaríkin, Bret-
land, Frakkland og Sovétríkin
þegar í stað að hefja samninga-
viðræður um Berlin og þýzka
vandamálið i heild.
Meðal þeirra mörgu víðkunnu
menntamanna sem sátu fundinn
voru þeir Ilja Ehrenburg og Al-
exarider . Korneitsjúk frá Sovét-
ríkjunum, báðir miklir áhrifa-
menn þar í landi, John Collins
kanúki, Chorley lávarður og.pró-
fessor J. D. Bernal frá Bretlandi.
■og nóbelsverðlaunahafinn Linus
Pauling. frá Bandaríkjunum.
Ályktun fundarins
Að fundinum loknum var birt
ályktun sem allir fundarmenn
höfðu komið sér saman um. Þar
segir m,a.:
„Hervald getur ekki leyst nein
vandamál, heldur ekki Berlínar-
málið sem nú stofnar friðnum í
hættu. Sérhver staðbundin vopna-
viðskipti í Evrópu myndu uð
Geislsverkun éx
á tveimur stöðum
í Norður-Svíþjóð
STOKKHÓLMI 1/10 — Það er
enn of snemmt að segja nokk-
uð ákveðið um hve mikið geisla-
verkun muni vaxa í Svíþjóð
vegna tilraunasprenginga Sovét-
ríkjanna í september. Það er þó
sennilegt að hún verði ekki mjög
frábrugðin því sem hún var
haustið 1958. Síðan 12. september
hefur ekki mælzt verulega aukin
geislaverkun í nema tveimur at-
hugunastöðvum í Norður-Sví-
þjóð af samtals 25 slíkum í land-
inu. Mesta gammageislun mæld-
ist 17. september og nam hún
3 milljónum röntgena á klukku-
stund, eða rúmlega 30 prósent af
eðlilegri geislaverkun.
Linus Pauling
Samþykkja ætti sjálfstæði V,-
Berlínar og tryggja frjálsa um-
ferð til hennar og stórveldin öll
að skuldbinda sig til að halda
slíkt samkomulag.
Þýzku landamærin
„Sextán árum eftir lok síðari
heimsstyrjaldarinnar,“ segir enn
i ályktuninni, „er nauðsynlegt að
viðurkenna þá staðreynd að til
eru tvö þýzk ríki, Þýzka sam-
bandslýðveldið og Þýzka alþýðu-
lýðveldið“.
Það 'ætti að viðurkenna nú-
verandi landamæri þýzku ríkj-
anna sem cndanlcg mörk
Þýzkalands og stórveldin að
skuldbinda sig til að sjá um
að þau verði ekki skert.
Sameining þýzku ríkjanna „er
mál þeirra sjálfra og ætti
ekki að ógna öryggi Evrópu“.
Stöðva ber þegar í stað frek-
ari hervæðingu í þýzku^ ríkjun-
um og draga úr vopnabúnaði
þeirra. Engin kjarnavopn ættu
að ver.a í löndum þeirra, né
heldur hermenn sem þjálfaðir
hafa verið til að .fara meðl
slík vopn.
í ályktuninni er skorað á all-
ar ríkisstjórnir að lýsa yfir að
þær aðhyllist algera afvopnun
og að þær fallist á eftirlit með
því að afvopnunin sé fram-
kvæmd.
Gegn kjarnasprengingum
Þá er mælzt til þess að við-
ræður um afvopnun hefjist þeg-
ar í stað á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna að viðstöddum fulltrú-
um kínverska alþýðulýðveldis-
ins og að komið verði á fót al-
þjóðastofnun til að fylgjast með
því að öll ríki hlíti ákyæðum
gerðs samkomulags um afvopn-
un. Þá segir í ályktuninni:
„Við liörmum að tilraunir með
kjarnavopn hafa aftur verið
teknar upp. Og við fordæmum
Tíðínda von
BRtlSSEL 2/10 — Hersveitir
stjórnar Kongó í Leopoldville
nálgast nú landamæri Katanga-
fylkis norðanverð.
Hernaðaryfirvöld i Elisabeth-
ville tilkynna að 10 flutningabíl-
ar með um 200 kongólska her-
menn hafi þegar farið yfir landa-
mærin til Katanga, en ekki hafi
borizt fréttir um bardaga.
Yfirvöld Sameinuðu þjóðanna
settu Tshombe, ráðamanni í Kat-
anga þau úrslitaskilyrði í dag, að
láta alla erlenda leiguhermenn
sína hverfa þegar í stað úr landi,
ella yrðu SÞ að sjá til þess að
það yrði gert, þar sem dvöl þess-
ara hermanna væri ógnun við
vopnahléð í Katanga.
Iija Ehrenburg
hvers konar s’íkar tilraunir,
bæði í andrúmsloftinu, neðan-
jarðar og neðansjávar og úti í
geimnum“.
Slíkar tilraunir, segir í álykt-
uninni, eru bæði til að herða
vígbúnaðarkapphlaupið, einnig
stofna þær heilbrigði mannkyns-
ins í hættu.
Ráðstefnan skoraði á allar rík-
isstjórnir sem nú Iáta gera til-
raunir með kjarnavopn eða und-
irbúa slíkar tilraunir að hætta
þegar í stað við þær. byrja ekki
á þeim aftur, og koma sér sam-
an um varanlegt bann við þeim
undir eftirliti, annaðhvort með
sérsamningi eða sem þætti i
samkomulagi um allsherjar af-
vopnun.
Kjarnasprenging
WASHINGTON 2/10 — Banda-
ríska kjarnorkumálanefndin til-
kynnir að Sovétmenn hafi nú
sprengt 16. kjamorkusprenging-
úna síðan sprengingar voru hafn-
ar að nýju 1. september.
Sprengjan var sprengd í lofti í
grennd við Novaja Semlja í Mið-
Asíu.
D. Bernal
Fulltrúarnir á þessari ráð-
stefnu leggja til að boðað verði
til annarrar stærri og fjölsóttari
um þetta sarna mál og er ætlun-
in að þangað verði boðið fulltrú-
um hinna margvíslegustu sam-
taka í ýmsum löndum.
Berlín undir
alþjéðastjórn
NE.W YORK 3/10 — Fulltrúi
Kanada hjá Sameinuðu þjóðun-
um lagði til í dag, að Berlín öll
yrði sett undir alþjóðlega stjórn,
skipulagða af S.Þ., Taldi Kanada-
fulltrúinn að þetta kynni að vera
lausn á Þýzkalandsmájunum.
Howard Green, utanríkisráð-
herra Kanada, setti tillöguna
fram.
Green sagði að þetta væri til-
raun sem gæti stuðlað að því að
fjórveldin sæju sig tilneydd að
semja um deiluna. Sameinuðu
þjóðirnar yrðu að hafa eftirlits-
fulltrúa sína í borginni.
í ræðu sinni sagði Green einn-
ig að allsherjarþingið yrði að
finna leiðir til að þvinga kjarn-
orkuveldin til að hætta tilraun-
um með atómvopn.
Ljðsmyndsr villa sýn
vjy.v ....
Þessar tvær myndir fengum við sendar frá kínversku fréttastofunni HSIN-
IIIJA. Fljótt á litið virtist okkur að sú efri væri af malarbyngum en hin
tekin einhvers staðar uppi á jöklum. En við nánari athugun kom í ljós að
malarbyngirnir eru reyndar jarðhnetur sem eru aðalútflutningsvaran í Sene-
gal og myndin þaðan. Senegaiar framleiða 900.000 tonn af jarðhnetum á
ári og af því flytja þeir út rúm 80%. Hin myndin er frá Takla Makan eyði-
mörkinni í norðvcsturhluta Kína og sýnir kínverska vísindamenn sem eru
að rannska jarðveginn og leita að vatni.
r
Miðvikudagur 4. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (5