Þjóðviljinn - 10.10.1961, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 10.10.1961, Qupperneq 9
R vann Fram eftir danleik •Nú fer serm að liða að loka- úrsliíum Bikarkeppninnar, og með sigri KR gegn Fram á sunnudaginn eru KR-ingar komnir í úrslit. Um liinn aðil- a.nn veit maður ekki fyrr en á summidaginn kemur, en Þ'i Ieika Keflvíkingar og Akurnes- ingar um það hvort þeirra leiki úrslitaleikinn við KR. Það fór eins og margan grunaði, að KR-ingum myndi ganga erfiðlega með Framar- ana, og það kom á daginn, því framlengja þurfti leikinn svo úrslit fengjust. Fyrri hálfleikur leið án þess að liðunum tækist að setja mark, en nálægt þvi voru þau. því þakverðir þeggja liðanna þjörguðu á marklínu, Sigurður Einarsson fyrir Fram og Bjarni Felixson fyrir KR. Annars var fyrri hálfleikurinn jafnasti hluti leiksins, en hvorugu lið- inu tókst að ná tökum á miðj- unni. Marktækifærin voru sára- fá, því hvorugt liðið lék nógu vel saman og sendingar voru oft mjög ónákvæmar. Þetta lag- aðist þegar á leikinn leið, þó öllu meira hjá KR-ingum, sem tóku leikinn smátt og smátt í sínar hendur. í síðari hálfleik lá meira á Fram, og undir lokin var press- an allmikil á mark þeirra, en KR-ingar nýttu tækifærin oft- ast illa. Þrátt fyrir sókn KR-inga voru það Framarar sem settu fyrsta markið. Markið kom þannig að V. úth., nýiiðinn Ragnar Óskarsson, fékk send- ingu fram völlinn og lék með knöttinn innfyfir vítateiginn og spyrnti þaðan í mai’k með föstu skoti. 1:0. Nú heyrðust raddir um það í stúkunni því Framararnir legðust ekki í vörn og björguðu því sem bjargað yrði, því vissulega var til mik- ils að vinna. En þeir reyndu að halda áfram sókninni, sann- færðir um að sóknin væri bezta vörnin. En það fór á ann- an veg, því nú urðu KR-ingar enn ákveðnari og tóku leikinn algjörlega í sínar hendur og leið ekki á löngu, þar til þeir voru búnir að jafna. Markið setti Gunnar Felixson eftir að hann var búinn að leika á . vai-narmann Fram. Hann skaD- aði sér gott skotfæri inn í víta- teignum og spyrnti góðu skoti í horn marksins 1:1. Ekki voru fleiri mörk skor- uð í leiknum og lauk honum þvi með jafntefli. en það er engin lausn á leikjum Bikar- keppninnar bví annar aðilinn verður að fara með sigur af hólmi. Var bví framlengt 2x15 mín. á mark. Er nokkrar mín. voru hðnar af framlengingunni, skeði ó- hannið fyrir Framarana: Geir markvörður var búinn að verja knöttinn og gekk með hann frá markinu, án þess að kasta hon- um niður við fjóröa hvert skref, og var því dæmd á hann óbein aukaspyrna. örn Stein- sen framkvæmdi spyrnuna og sendi til Gunnars Felixsonar sem spyrnti á markið, Geir varði, en hélt ekki knettinum og fór hann afíur til Gunnars sem spyrnti. með föstu skoti í mark 2:1. Þetta 'vafc sigurmark KR-inga og var sigur þeirrá fyllilega verðskuldaður. • / Liðin. Flestir leikmenn KR-liðsins léku undir getu. en ef einhvern ætti að lofa þá er það Gunnar Guðmannsson, sem á köflurn sýndi óvenju kröftugan leik og jákvæðan. T eikmenn Fram áttu heldur ekki góðan leik, en mesta at- hyg’i vakti ungur piltur, Ragn- ar Ó-.-karsson, er kom inná fyr- ir Rúnar Guðmannsson, sem lék sem v. úth., en varð að yf- irgefa leikvöllinn vegna meiðsla. Raanar setti eina mark Fram í leiknum og var auk þess mjög duglegur og leikinn. Þegar Raanar setti markið. sat Egill sem stiarfur í stúkunni, og heyrðist hann kalla síðar í leiknum: „nassiöi pattann," „passaði pattann". Dómari var Grétar Norðfjörð og dæmdi hann vel. . H. • í undirbúningskeppninni undir HM í knattspyrnu, sem fer fram í Chile, sigraði Sví- þjóð Belgíu 2:0. Belgirnir áttu mun meira í leiknum, en Sví- arnir skoruðu mörkin. Yngve Brodd gerði bæði mörkin og markmaðurinn Zamora átti mjög góðan leik. Svíar hafa nú mikla möguleika á að komast í lokakeppnina— þeir leika við Sviss í lok mánað- arins. Evrópuliðunum er skipt í 10 riðla. Ungverjar eru þeg- ar komnir í lokakeppniná og Spánn og Júgóslavía eiga eft- ir að keppa við Marokkó og S-Kóreu til að komast í loka- keppnina. Einnig- er búizt við að Frakkar og V-Þjóðverjar verði sigurvegarar í sínum riðlum en óvíst þykir um aðra riðla. í S-Ameríku eru Argentína, Uruguay o.g Col- ombia sigurvegarar í sínum riðlum, en Paraguay og Mexi- kó eiga eftir að leika til úr- slita. Brasilía og Chile fara und- irbúningslaust í lokakeppn- ina. sem heimsmeistarar og gestgjafar. • Þýzkaland vann nýlega Tékkóslóvakíu í frjálsum íþróttum 122—90 og Finnar unnu Júgóslava 129—81. Finnarnir unnu 17 greinar af 20. • Varsjá 8/10 — V-Þýzka- land sigraði í dag Pólland í landskeppni • i knattspyrnu 2:0. • Á íþróttamóti í Palermo Italíu á laugardag hljóp Foik Póllandi 100 m á 10.1, en þessi árangur verður ekki við- urkcnndur, þar sem meðvind- ur vax of mikiil. Ottolina ftalíu hljóp á 10.3. Svara, ítal- íu setti nýtt Iandsmet í 110 m grhl. á 14.0 og Cristin setti ítalskt met í sleggjukasti 61.96. • Vín 8/10 — Austurríki sigraði í dag Ungverjaland í Iandskeppni í knattspyrnu 2:1 (1:0 í hálfieik). • Um helgina kepptu Ðan- mörk og Svíþjóð í tennis, og sigruðu Svíar, 4:1. ® Olympíska nefndin í Arg- entínu hcfur ákveðið að sækja um réttinn til að lialda sum- arolympíuleikina 1968. Ríkis- st.iórn Argentínu hefur gefið loforð um að veita stuðning sinn. • Um helgina var haldið frjálsíþróttamóti í Vesterás, og þar setti Per Owe Trollsás nýtt sænskt og norrænt met í 200 m grhl. á 23.7. Finninn Rintamaki átti fyrra metið 23.8. 1 300 m hlaupi setti Ove Jonsson sænskt met 33.3. • Vestur-Þýzkaland og Ung- verjaland háðu landskeppni í frjálsum íþróttum um helgina og sigruðu þeir fyrrnefndu 119.5 á móti 92.5. Nagy kast- aði kúlu 18.81. Urbach Þ setti nýtt met 18.08. Hering Þ vann spjótkast 80.84. • Pólland si.eraði Italíu í landskenpni í frjálsum íþrótt- um með 127 stigum gegn 80. Sosgornik P kastaði kúlunni 18.58 og Cavalli 1 sigraði í þrístökki 16.17. • Dublin 8/10 — Tékkóslóv- akía si.craði írland á sunnu- dag í undirbúningskennni fyr- ir HM 3:1 (1:1 í hálfleik). — Leikurinn fcr fram í Dublin að viðstöddum 30 þúsund á- horfendum. • Búkarest 810 — Rúmenía sigraði í dag Tyrkland 4:0 í landskeppni í knaítspyrnu. Noreeur á að leika við Tyrk- land 29. þ.m. • Bo’grad 8/19 — Júgósiavía sigraði í dag S-Kóreu í und- irbúningskeppni fyrir HM 5:1. Ragnar Óskarsson Fram var skeinuhættur í leiknum. (Ljm. Bj. B.j.) Hressingarleikfími kvenna Fyrir forgöngu Kvennanefnd- ar ÍSÍ munu nokkrir aðilar efna í haust og vetur til sérstakra leikfimitíma fyrir konur. Á und- anförnum árum hefur slík starfsemi verið fastur þáttur í vetrarstarfi nokkurra íþróttafé- laganna, en aðsókn hefur verið meiri en hægt hefur verið að sinna. Með aukinni vélvæðingu og fjölgun bifreiða er orðið nauð- synlegt fyrir manninn að auka þrek sitt með æfingum, göngu- ferðum og fjallgöngum. Mæling- ar sýna að svo er, og er það orðið áhyggjuefni víða um lönd hvert stefnir í þessu efni, jafnt með unga sem gamla. Þess má geta, að nú er rekin öflug her- ferð í Svíþjóð fyrir auknum þrekæfingum fyrir allan al- almenning.’ - Þessi starfsemi er ætluð til þess að veita konum, sem hafa margar rniklar innisetur og litla hreyfingu, tækifæri til þes-s að leita hresslngar og hreyfingar í hentugum æfingum undir stjórn íþróttakennara. Vetrinum verður skipt í 2 námskeið, og lýkur því fyrra um miðjan desember, og verður náinskeiðsgjald fvrir haust- tímabilið kr. 200,00. I hverjum flokki verða um 30 konur. Laugarnesskólinn: Þar kennir' Ástbjörg Gunnarsdóttir og verða æfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 8.30. Aldurs- takmark 25—40 ára. Miöbæjarskólinn: Á mánu- dögum og fimmtudögum verða þar 3 flokkar, á vegum Iþrótta-- félags kvenna verða tveir fl., yngri flokkur kl. 8.00 undir- stjórn Sæunnar Magnúsdóttur,. og eldri flokkur kl. 8.45 undir- stjórn Margrétar Bjarnadóttur. Á vegum KR verður einn fl. í Miðbæjarskólanum undir- stjórn Gunnvarar Bjöi’nsdóttur. Verður hann á mánudögum ogri fimmtudögum kl. 9.30. Allir þessir flokkar byrjuðti' í gær. eSIi og í Vest- Reykjavíkur- og íslandsmeist- ararnir í 2. flokki Þróttar kepptu í Vestmannaeyjum um helgina í boði heimamanna þar. Fyrri leikurinn á laugar- dag’ varð jafntefli 0:0, en þann síðari á sunnudag sigraði Þróttur með 5 mörkum gegn engu. ÍA vann Fram B Á sunnudag kepptu Akranes og: Fram B í bikarkeppninni. Leik- urinn fór fram á Akranesi og. sigruðu heimamenn 3:0. ■ „ 1 Lúxemburg vann í óvænt Portúgal í ! kuattspyrui 4:2 ■ * ■ : Þau óvæntu tíðindi gerðust • á sunnudag, að Lúxemburg ; sigraði stórvcldið Portúgal í • knattspyrnu 4:2. Þetta var j undirbúningsleikur fyrir HM í • Chile. England er efst í þess- ! um riðli með 5 stig, síðan j Portúgal með 3 og Lúxemburg ■ 2. Sjá nánar um heimsmeist- j arakeppnina í „Sitt af hverjit • utan úr heimi“. ri: Frimann Helgason Þriðjudagur 10. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (Q 01:3 $3l2to H)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.