Þjóðviljinn - 11.10.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.10.1961, Blaðsíða 6
mm »■ ÞldÐVIIrJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — , Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50.00 á mán. - Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Fáni Færeyja T sambandi við hina ánægjulegu færeysku myndlist- * arsýningu hefur gerzt sá ósæmilegi atburður að gerðar voru tilraunir til þess að særa heilbrigða þjóð- erniskennd Færeyinga og virðingu þeirra fyrir fána sínum. Krafa íslenzkra stjórnarvalda um að danskur fáni blakti fyrir utan færeyska myndlistarsýningu gegn vilja Færeyinga hefur í senn vakið undrun og reiði; mönnum hefur skilizt það betur en nokkru sinni fyrr hversu fjarlægir stjórnarherrarnir eru orðn- ir heilbrigðum íslenzkum hugsunarhætti, þótt raun- ar hefði mátt gera ráð fyrir því að valdamennirnir kynnu sig ekki frekar gagnvart Færeyingum en rétt- indum sinnar eigin þjóðar. En allan almenning minn- ir þessi atburður á þá tíma þegar danskt vald og er- indrekar þess meinuðu íslendingum að sýna þann fána sem róttækustu sjálfstæðismenn landsins höfðu kosið sem fána íslands. F'ramkoma menntamálaráðherrans, Gylfa Þ. Gíslason- ar, sýnir að til eru menn á íslandi sem virðast svo gersneyddir íslenzkri sómatilfinningu að þeim finnst sjálfsagt að láta sjónarmið Stórdanans ráða: Á íslenzkri fánastöng úti fyrir færeyskri listsýningu 1 íslenzku listasafni skuli færeyskur fáni ekki mega sjást án þess að tækifærið sé gripið til að minna Fær- eyinga á, að þeim hefur ekki enn auðnazt að hrista af sér til fulls yfirdrottnun Dana. Sú afstaða íslenzks ráðherra mun um allt ísland vekja eindregnustu for- dæmingu og fyrirlitningu íslenzkra manna, og minna þá á hve lágt einmitt leiðtogar Alþýðuflokksins hafa stundum áður lotið dönskum stjórnmálamönnum. All íslenzka þjóðin fagnar auknum menningartengsl- ^ um Færeyinga og íslendinga. Og þeir íslenzkir menn munu vandfundnir sem ekki unna færeysku þjóðinni þess að koma fram sem fullvalda þjóð með eigin þjóðfána nú þegar, enda þótt enn kunni að líða nokkur stund þar til færeyska þjóðin leiðir sjálfstæð- isbaráttu sína til lykta svo enginn efist framar um rétt Færeyja sem' sjálfstæðs ríkis. Það má færeyska þjóðin vita, að þessa dagana er hlegið um allt ísland að ósigri ríkisstjórnarinnar í fánamálinu, og brölt ís- lenzka menntamálaráðherrans á snærum Stórdana í þessu fánamáli eru íslendingum einungis enn ein sönn- un um þróun, þess stjórnmálamanns. Alþýðuflokkurinn hindraði lögfestingu A lþýðublaðið treystir sér ekki til að bera það af Al- þýðuflokknum að það var sá flokkur sem á síðasta þingi kom í veg fyrir það áisumt Sjálfstœðisflokknum að það yrðu lög á íslandi að allir sjómenn skyldu fá 200 þúsund króna sérstaka líftryggingu auk dánar- bóta almannatrygginganna. Enda er þetta staðreynd sem ekki er hægt að neita. Og jafnóhönduglega ferst blaðinu að • sannfæra lesendur um forgöngu Alþýðu- flokksstjórnarinnar í Sjómannafélagi Reykjavíkur í þessu réttlætismáli sjómanna. Það er rétt, að þetta mál á ekki að vera flokksmál, en hitt er von að sjó- mönnum þyki það helvíti hart að Alþýðuflokkurinn skuli standa gegn slíkum málum þegar hægt er að logfesta slíkar hagsbætur til handa sjómannastéttinni og vandamönnum þeirra, en láta sér nægja gasprið eitt og röflið 1 Alþýðublaðinu. _______/___________ I■■■■■•■■■■■•■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■ Iðnvæðing Islands voiöur að vera ■ crm'nMann Effir EGGERT~mmimiMR80N Á fundi Æskulýðsfylkingar- innar 1. október sl. flutti Egg- ert Þorbjarnarson ítarlegt er- indi um iðnvæðingu ísiands. Fyrri hluti crindisins fer hér á eftir, síðari hlutinn verður birtur siðar. Land það, sem forsjónin hef- ur afhent okkur íslendingum, er dýrlegt land. Það er svo fagurt, svo tilkomumikið, að fár ’erlendur gestur fær Itað- izt það. Það er svo gott, að hér gætu ungar kynslóðir vaxið upp við -hin glæsileg- ustu skilyrði, nám og leiki, störf og gleði, öruggar um alla fram- tíð. Það er land hinna miklu möguleika íslenzku þjóðarinnar. Meír en þrjátíu kynslóðir ís- lendinga hafa byggt þetta land, oftast öðrum háðar, unz íslenzka þjóðin sótti fram til sjálfstæðis síns á 19. og 20. . öldinni, og sannaði óvéfengjanlega að hún var fullfær um að ráða og ríkja í sínu eigin landi. Oftar en einu sinni hefur þessi lífseiga þjóð staðið á krossgötum. Þannig var það, er íslend- ingar gerðu Gamla sáttmála við Noregskonung. Þannig var það, er á dagskrá var að flytja hina örlitlu þjóð til józku heiðanna. íslendingum var þá forðað frá því að yfirgefa land sitt og ættarleifð, og hverfa sem þjóð af yfirborði jarðar. En Gamli sáttmáli kostaði þá nær sjö alda undirokun. Hvað var það, sem var ís- lendingum svo hættulegt í Gamla sáttmála? Það var sú staðreynd, að ís- lendingar • seldu vald sitt út úr landinu, afhentu valdið yfir eigin málum, efnáhagslegum og stjórnarfarslegum til erlendra aðila. Gamli sáttmáli er ein áhrifa- ríkasta lexían úr allri sögu Is- landsbyggðar. Hann hei'ur setzt að í hugum okkar íslendinga sem einmitt það, sem íslenzka þjóðin mátti aldrei aftur gera: að afsala sér frumburðarréttinum, sjálfstæð- inu, valdinu yfir eigin málefn- um. Á krossgötum Nú stendur íslenzka þjóðin aftur á krossgötum sinnar til- veru. Eftir röskar sjö aldir er verið að leggja nýjan Gamla sáttmála fyrir þjóðina til undirskriftar. GÞessi nýji sáttmáli er nefndur aðild . Islands að Eínahags- bandalagi Evrópu. < Samkvæmt honum eigum við — hundrað og sjötíu þúsund manna þjóð .— áð selja veiga- mestu völd okkar eigin málefna • í hendur Þjóðverjum (Vestur-), Frökkum, Bretum, ltölum og Dönum. Þúsundir og tugþúsundir í- talskra, þýzkra, franskra og annarra útflytjenda eiga að geta flætt yfir þetta fámenna land. Auðhringar þessara tugmillj- óna þjóða eiga að fá hér rétt- indi til fjárfestingar og atvinnu- reksturs. Auðiindir okkar fagra lands eiga að liggja lausar fyrir gráð- ugum, fésterkum einokunar- hringum, sem láta stjórnast af öllu öðru en mannlegum til- finningum. Landhelgin okkar, fossaaflið, hveraorkan, hráefnin okkar — allt á þetta að vera opið er- lendum aðilum. > Eini raunverulegi munurinn á Gamla sáttmála og hinum nýja er sá að í stað Noregskonungs, sem persónugerfings hins er- lepda valds yfir okkur Islend- ingum, kæmi nú stjórn Efna- hagsbandalagsins, hin svokall- aða framkvæmdanefnd. Hinn nýi sáttmáli felur í sér lífshættu fyrir íslenzku þjóðina, ekki með því að flytja hana burt, ekki með því að beita hana vopnum, heldur með því að eyða henni í eigin landi með stórfelldum innflutningi er- lendra manna og með því að gera íslendinga að nýlenduþræl- um og landið að auðsuppsprettu nýlenduherranna. Ég er algjörlega sammála for- manni Sósíalistaflokksins, Einari Olgeirssyni, er hann sagði að innlimun Islands í Efnahags- bandalagið væri íslenzku þjóð- inni margfalt. hættulegra en hernámið með öllum sínum hættum. Það væri kaldhæðni örlag- anna, ef ísle.ndingar ■ færu nú að gerast nýlenduþjóð að nýju, þegar hver þjóðin eftir aðra er að kasta af sér oki nýlendu- þrældómsins. yið. Islendingar kunnum vel að meta söng.\ist Ita.la, franska kurteisi og þýzka nákvæmni og við reynum að taka vel á móti erlendum gestum, er heimsækja land. pkkar.- Við viljum læra allt jákvætt pg riýtitegt _a£ þessum sem öðr- urn þjóðum og viljum hafa við þær vinsamleg samskipti. En við Íslen'dingar viljum einir eiga heima í þessu iandi og ekki deila. því með neinum öðrum þ.ió.ðum. Við teijum. að . reynslan hafi þegar sýnt, að ís- lenzka. þjóðin ,sé. s.iálf fær um ' áð raða' fyrir sér. að hún þurfi ékki o.g rhe’gi ekki afhenija neitt vaid úr landi síny, Við viljum' að ísland sé fyrir ÍSlehöihga og .þá eina, hvort sem hér ræður. eitt eða annað þjóðskipuiág. Þær tilraunir,- sem nú ■ eru gerðar til þess að.óinnlima ífe- itréinráðörs og >álráðir í landinu, land í Efnahágsbandalagið er í ' stjórhi. . sjálfir. uppbyggingu at- rauninni árás imperíalismans, 'vinnulífsins, eigi sjálfir öll at- árás heimsyaldasinnanria á ís- vinnutæki og:'öli hráefni og land, á iíískýör íslenzks al- verði sjálíir óskoraðir húsbænd- mennings. Það eru gömlu ný- ui á sínu -eigin heimili. lenduveldin, .sem ..eru hér að • Þetta er.munurinn. Og þar er verki, þau eru að reyná að fáeræ; ekkertxí miili. íslendinga að • nýju * fangaföt a«* Það. skiptir ekki máli, hvort nýlenduáþjánar. Þvíaniður eiga niaðurinn er ■ ybrkamaður eða þessi nýlenduveLdiur.málsvara at.vinrrirrekandi, verzlunarmaður sína meðal ísienzku;-þýóðarinnr:r;..eða:,sjómaður, bóndi eða mennta ar. iuCí- rn maður. Það er-.ótrúlegt enilsatt, ’á'ð o-Et hanni. hugsar eins og ís- til skuli vtera -mcnn meðal oklc-. ar, sem leyfa.’sér. að bérjast fyr- ir því, að útlendingar;fái leyfi til þess að reisa verksmiðjur,: orkuver og :annan ;atvinnurekst- ur á landi okkár, að-.útlending- ar fái yfirráð yfir'íslenzkri jörð og íslenzku .yinnuafli.: Þessi framkoina er svo mikil goðgá, svo andstseð öilu þjóð- erni okkar Islendinga, sögu og lífsþörfum þjóðaninnar,: að þess Lehdingmy.u et -.hanri hefur ís- lenzkt’sjónarmið, þá kýs hann selnnigtosttnn, íslenzku stefn- unarsv Eéi;v: 5c. . Islenzka stefnan er sú, að iðn- iVséðing íslenzkrá- atvinnuvega verði áð vera verk íslendinga sjálfra og erigra annarra. Einsnog sakir standa nú, er . þessi steíná". lífsnauðsyn fyrir íslenzku þjóðina. - Hún er varnarráðstöfun ís- er engin \’on,-;að íslenzlca.1 þjóð-'-’- lcnzlcu þjóðurinnar gcgn fyrir- in myndi nokkru stnni íyrirgefa ■ þeim mönnum, er hleyptu er- lendu auðmagni inn j Landiö. Einstaka stórar þjóðir geta e.t.v. um stundarsakir. Leyft ein- hverjar undanþágur — óg mega þó áreiðanlega gæta sín. ætlunum um að færa hana aft- ur fófangabúning nýlenduþræl- dómsins. Og hún er framsækin stefna, sem getur leitt tiL bættra lifskjara, meirl menntunar og blómlegrii meririirigar í landinu. Hún er barátt-a fyrir sjálfstæði En okkar þjóð, ’svo fámenn ■ og tilveru íslenzku þjóðarinnar. sem hún er, og sem ræður yfir . Um þessa stefnu geta og eiga fjármagni, serri ; er... aðeins. brot allir ísleiidingar að sameinast, af fjármagni sumra erlendra auðhringa, — hún má ekki við • þvi — hvaö þá að gefa allt laUSt. í.k Félagar! ....... ... Ég hefi. fjölyrt um þessa hlið.. málsins végna. þess að hún er sú ,.iðnvæðing“., -sem njlendu- veldin eru að reyna ,að þvinga: upp á Islendinga rpeð , stórkost- lega auknu arðráhi. á .íslénzkri alþýðu og með því að gera Is- hvar í'stétt eða flokki sem þeir standa,- Þáð 'ér riáuðsyrilegt að reyna að sannfæra alla þá, sem kunna að vera ginnkeyptir fyrir innreið erlendra auðhringa í landið, um að það eitt sé íslenzkt og fram- sækið að íslendingar einir iðn- væði' sitt eigið land. Því verður ekki trúað fyrr en tekið v'erður á, að þeir verði margir; íslendingarnir, sem land að nýlenáu á nýjan: jeik. kjósa erlenda iðnvæðingu en Það er sú „iðnyæðing:“, sem ekki íslenzka. hluti af íslenzku; þprgarástétt-:. inni hefur a.ð lei^arjjósi. . .. Og hér komurh yið. að vatna- sk.ilunum mUÍi þeirr%;sem vilja erlenda iðnyæðingu- á, íslandi og á kostnað Islendinga og> hinna, sem vilja íslen^ka iðn- væðingu til ..hagsþpL.a . fyriy íá- lenzku þjóðina... , . Annarsvegar er. útlenda ,stefn- an, sú að innlima ísland í:Efna- hagsbandalágið, hleypa,- erlendu fjár.mágni og vinnuafli, .jnn í landið, ' afhenda erlendu . fjár- m.agni hráefni ' landsins . og ís- - lenzkt vinnuafi pg gerast undir- menn útléndinga , í landi E.gils, Snorra og Jóns. islenzk stefna Hinsvegar er ísleiizka fnan, sú að, .íslendingar iðijvæði,„sjálf- ir sitt, land,. sína,,, atyinnuvegi, að Islendingpy lært af, öðrum þjóðum,., þíggi Lán. frá þeim með aðgengilegum kjqr.um,. en verði < s.l. var búið að flytja vörur til RáS viðburðanna hefur þegar sett á'1 dagskrá spurninguna um iðnvíéðihgu IsLarids og það virð- : ist einsýnt, ■ að sú spurning verði eklci tekin a£ dagskrá. Það -er ekkl aðeins sú bráða hætta’ ' Efnahagsbandalagsins, sem rekur á eftir, heldur og öll-sú afturhaldssama o*g þjóð- hættú'éga stéfriá. sem núverandi rí’kisstjórn framfýlgir. Þáð ' ér' ’ömótmælanleg stað- reynd, áð þáð er stefna núver- andi ríkisstjörnar. að efla ný- léhdueinkennin, í efnahagslífi Isíéndinga, fyrst og fremst með því áð'flytjá'út irieira af óunn- um eða lítt unnum hráefnum. I anda þessarar stefnu er verið að brjýta niður viöskiptin við sós- íalistísku löndin, 'sem hafa ekki aðeins verið traustustu markað- ir okkar íslendinga, heldur sýnt í' verk.i vilja til þess að kaupa fúlluhnar vörur af íslendingum. Glöggt dæmi um síjórnarstefn- una er sú staðreynd, að í júlí Sovétríkjanna fyrir ca. 26 millj. króna á móti ca. 232 milljónum á sama tíma í fyrra. Spurningin um fuUvinnslu hráefna okkar Islendinga ér lykilspurning f sambandi við ís- lenzka iðnvæðingu. Hún varðar einmitt möguleika Islendinga til þess að lifa sem efnahagslega sjálfstæð, óháð þjóð. Og hún varðar mjög möguleika Islend- inga til þess að bæta lífskjör- in, tryggja atvinnuna, . efla menntun og menningu þjóðar- innar. Það er brýnt hagsmunamál íslenzku þjóðarinnar í bráð og lengd, að. það sjónarmið verði viðurkennt í orði sem á borði, að íslendingar eigi að fullvinna sem mest af hráefnum landsins til útflutnings og til eigin neyzlu. Það seo mestn máli skiptir Þetta er ákaflega víðtækt svið. Þar verður ekki alll gert í einu og það þarf að vanda vel til verks. En það sem skiptir mestu máli í þessu sambandi er það, að íslenzka þjóðin taki þessa stefnu og snúi sér af alvöru að framkvæmd hennar. 1 sambandi við þetta vil ég minnast á eftirtalin svið: 1. Framleiðsla matvæla, og þá fyrst og fremst fiskafurða til útflutnings. Þetta er fyrir okkúr íslend- inga grundvallaratriði, án þess að gildi neinna annarra nauð- synlegra atvinnugreina sé rýrt. íslenzka þjóðin er þannig staðsett, að hún hefur mögu- leika á að vera eitt af mestu matvælaforðabúrum heims á sviði fiskafurða. Hún þarf að setja sér það markmið, að Island verði há- þróað fiskiðnaðarland, þar sem tækni og vísindi skipi öndveg- issess. Til þess þarf að reisa — samkvæmt áætlun — stór og fullkomin fiskiðjuver með að- stöðu til alhliða nýtingar aflans og fullkomnum rannsóknar- og tilraunastofum. — Ennfremur minni iðjuver á öðrum stöðum, en með nútímatækni. Til þess þarf að binda endi á þá skaðræðisstefnu, sem nú rík- ir í landhelgismálunum, vernda fiskistofninn og efla hann með vísindalegri fiskirækt. Það verður að stefna mark- visst að því, að íslendingar full- vinni fiskafla sinn, að lagt verði inn á nýjar brautir í því skyni með aðstoð vísindanna og að íslendingar verði algjörlega samkeppnisfærir við fremstu fiskiðnaðarþjóðir heims. Það er misskilningur, sem lcomið hefur fram hjá Benedikt Gröndal í Alþýðublaðinu, að há- þróaður íslenzkur fiskiðnaður eigi aðeins erindi á matborð sósíalistísku landanna. Hann á erindi um allan heim. Islendingar þurfa ekki að vera f neinum vandræðum með markaði fyrir matvæli, svo mikil sem eftirspurnin er. En ef til vill á að skilja um- mæli ritstjórans þannig, að vestræn vinátta gömlu nýlendu- veldanna nái aðeins til hráefn- isins, en ekki til fullunninnar vöru Islendinga? 2. Islendingar, sem eiga um 800 þúsund fjár, þurfa að full- vinna sjálfir alla sína ull, í stað. þess að í'lytja megnið af henni út óunna. Með því er hægt að þrefalda til fjórfalda verðmæti hennar. Og um hana gildir hið sama og um íiskinn. Hún á er- indi um allan heim vegna gæða sinna. Og þó að Benedikt Grön- dal geti e.t.v. ekki selt allar iðnaðarvörur íslenzkra bænda til vestrænna vina sinna, held- ur aðeins ullina sem hráefni, þá geta íslendingar naumast þess vegna hætt við að skipuleggja háþróaðan ullariðnað í landi sínú. Og svö er' það ekki nægilegt að segja að „Alþýðublaðið hafi hvatt til gætni í sambandi við stórverksmiðjur erlendra að- ila.....“ íslendingum nægir ekki svona loðin afstaða. Það nægir hvorki meira né minna en afdráttarlaus andstaða Alþýðublaðsins gegn hverskyns stórverksmiðjurekstri og öðrum rekstri erlendra aðila á íslenzkri grund. Islendingar — ekki sízt Al- þýðuflokksmenn — bíða eftir slíkri yfirlýsingu í Alþýðublað- inu, í anda kjörorðs Jóns Bald- vinssonar: „Island fyrir Islend- inga“. Það er sagt, að Alþýðuflokks- foringjarnir leiti með logandi^ ljósi að máli til að sprengja ríkisstjórnina á, og séu ekki fundvísir. Hérna er málið. Islenzk iðnvæðing er meira að segja sterkasta málið, sem nokk- ur flokkur á íslandi getur nú haft, hvort sem hann yill fara úr eða í ríkisstjórn. 3. ísland á ekki aðeins fiskinn og ullina. Það ræður yfir margvíslegum öðrum hráefnum sem sum hver eru enn ekki fullrannsökuð. Áburðarverksmiðjan og se- mentsverksmiðjan er aðeins lít- il byrjun þess, sem koma þarf. Það þarf að hraða rannsókn- •*'- - .........- • 3 um á hráefnalindum íslands og áætlun' um hagnýtingu þeirra, um býggingu nýrra iðjuvera. ísland ræður einnig yfir mik- illi orlcu í vatnsöílum sínum og hitasvæðum. Þessa orku þarf að beizla i stórum stíl, ekki aðeins til þess að reka iðjuver til vinnslu eig- in hráefna, heldur einnig til þess að reka allan þann iðnað, stóran sem smáan, er vinnu.r úr innfluttum hráefnum, hvort sem um er að ræða fullkomnar skipasmíðastöðvar, fataverk- smiðjur, plastiðnað eða marg- víslegan annan iðnað. Og á sviði ræktunar ræður Is- land yfir miklum möguleikum, sem íslenzkir bændur og þjóðin í heild gætu hagnýttt sér í 'miklu ríkara mæli til. en hingað En við komum alltaf að sama atriðinu aftur. Hvort sem um er að ræða iðnvæðingu á sviði fiskiðnaðar, landbúnaðarafu.rða, vinnslu inn- lendra eða erlendra hráefna eða ' i beizlun orkunnar — þa er markalínan hin sama: íslenzk eða erlend iðnvæðing, sjálfstætt efnahagslíf eða ný- lendustig. Niðurstaðan verður einnig alltaf hin sama: Iðnvæðing Islands verður að vera verk íslenzku þjóðarinnar sjálfrar. HOFÐABORG 10/10 — Eld- gos varð á einni Tristan de Curtha í Suður-Atlanzhafi, miðja vegu milli Afríku og Suður-Ameríku, og varð að flytja alla íbúa, 260 að tölu, þaðan til Næturgalaeyjar sem er þar skammt frá. Mun eng- an mann hafa sakað. Eldfjall- ið hafði verið talið útkuln- að. • • HIN ÞELDOKKA VENUS Wieland Wagner heitir einn af þekktustu leikstjórum í Þýzkalandi. Hann er einn af sonarsonum tónskáldsins fræga, Richard V/agners, og stjórnar hinu kunna leikhúsi í Bayer- uth, þar sem tónskáldið stofn- aði óperu sína árið 1876. Á hverju sumri fara þar fram hátíðasýningar á verkum Rich- ards Wagners og vekja þær mikla athygli listvina um alla Evrópu. Hátíðaleikarnir í ár tókust vel, en þó varð framkoma nokkurra manna í sambandi við þá til þess að setja blett á hátíðina. Eitt aðalhlutverkið var í höndum bráðsnjallrar negrasöngkonu, og þetta varð til þess að gamlir og nýir naz- istar með aríakompiex hófu leiðinlegar árásir á leikstjór- ann. Allir vita að amríkanism- inn hefur átt greiðari aðgang að Vestur-Þýzkalandi en nokkru öðru landi, og hin fas- istísku öfl í Vestur-Þýzkalandi hafa tekið kynþáttamisréttis- stefnunni gegn negrum í Bandaríkjunum fegins hendi. Þetta notuðu þeir til að hefja bréfaárásir í stórum stíl á Wieland Wagner, og hótuðu honum og leikhúsinu illu ef hann léti ekki af fyrirætlun- um sínum. Wieland Wagner valdi negra-| söngkonuna Grace Bumbry frá suðurríkjum Bandaríkjanna (á myndinni ásamt rithandasafn- ara) til þess að syngja hlut-| verk Venusar í nýrri sviðsetn- ingu á ,,Tannhauser“. Brum- by er aðeins 24 ára en hefur þegar getið sér frægðarorð fyrir frábæra* söngrödd. Biaðafulltrúi leikhússins í istísku árásir. Hann gaf út þá yfirlýsingu að söngkonan klædd í gullinn búnað frá 5 • hvirfli til ilja, og að andlit'"' hennar yrði einnig smurt gyllt- uni lit. Þannig var ekki reynt v ^ að slá niður hinar ósvífnu árás-' ''v' ir á negrasöngkonuna, heldur var leitazt við að róa fasistan. > með því að þylcjast ætla að breiða yfir einhvem ósóma. ■ Sum þýzk blöð telja þetta mik- inn hnekki fyrir vesturþýzka : ieiklistarstarfsemi. Ungfrú Grace Burnbry kom sá og sigraði. Hún vann hjörtu áheyrenda um leið og hún birt ist á sviðinu. Og fasistarnir með aríakomplexinn höfðu að- eins orðið sjálfum sér til skammar og sett heiður lands síns í hættu. jg) —• ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur II. októbef i991 Miðvlkudagur 11. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN— (S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.