Þjóðviljinn - 11.10.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.10.1961, Blaðsíða 3
Það 'hefur nú komið í ljós að ríkisstjórn íslands ein átti allt frumkvæði að fána- hneykslinu 1 sambandi við færeysku myndlistarsýning- una. Það var rangt sem Þjóðviljinn sagði í gær að frumkvæðið hefði komið frá danska sendiherranum, og biöst blaðið afsökunar á þeirri missögn og þeim á- lyktunum sem af henni voru dregnar. Það varu íslenzk stjórnarvöld sem að fyrrabragði fengu þá : furðulega hugmynd að krefjast þess að færeyskir myndlistar- menn sýndu list sína hér undir dönskum fóna! Það voru íslenzk stjórnarvöld sem sneru sér til danska sendiherrans og spurðu livort hann vildi samþykkja ad færeyski fáninn yrði hafður nppi með þeim danska. Það voru ís- lenzk stjórnarvöld sem bönnuðu s.l. sunnudag að nokkur fáni skyldi hafður uppi L, sambandi i: við færeysku myndlisiarsýning- una, vegna þess að þau gátu ekki sætt sig við þá ákvörðun - menntamálaráðs að aðeins skyldu hafðir uppi færeyskur og íslenzk- : ur . fáni. Og það voru í-slenzk stjórnarvöld sem ákváðu að ís- lenzki fáninn skyldi ekki hafður uppi, eftir að þau guggnuðu á að banna þann færeyska. Ríkis- ; stjórnin hefur ekki einu sinni þá 'í diplómatísku afsökun að hún hafi orðið að taka tillit til danska ' sendiráðsins hér og óska þess; ] það hefur semsé lcomið í ljós að íslenzkir ráðherrar eru meiri | Stórdanir gagnvart Færeyingum I en stofnanir danska ríkisins, enda er alkunnugt að Færeyingar hafa notað fána sinn víða um lönd á undanförnum árum án þess að nokkrar athugasemdir hafi ver- ið við það gerðar — nema hér! Þjóðvilianum bai’st í gær yf- irlýsing frá menntamálaráðuneyt- inu um fánamálið og þar er frá- sögnin um þessa máiavexli stað- fest. Mesinmál yfirlýsingarinnar er svohljóðandi: „Fimmtudaginn. 5. október, kom framkvæmdastjóri Mennta- máiaráðs. Gils puðmundsson, á fund ráðuneytisstjóra mennta- málaráðuneytisins, Birgis Thorla- cius, og ræddi við hann um, hvaða tilhögun skyldi hafa á notkun fána við opnun sýningar- innar. Taldi ráðuneytisstjórinn eðlilegast, að þrír fánar yrðu hafðir uppi við opnun sýningar- innar, íslenzki. danski og fær- ey-ski fáninn. Voru þeir fyrir sitt ieyti sammála um þá tilhögun og að rétt væri að ræða- hana við hlutaðeisandi aðila. Skýrði ráðu- neytisstjórinn menntamólaráð- herra, Gytfa Þ. Gíslasyni, frá bessu samdægurs. Hafði ráðherr- ann ekkert við þessa tilhögun að athuga, en bað um. að danska sendiráðinu yrði skýrt frá því fyrir fram, að tilhögunin yrði þessi. Ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins skýrði sendiherra Dana, Bjarne W. Paulson, frá því, j hvernig ætlunin væri að haga notkun fána við opnun sýningar- | innar, og hafði hann ekkert v'ið | það að athuga. Þegar menntamátaráðherra, sem Menntamálaráð hafði beðið að opna sýninguna, að viðstödd- um forseta íslands, korn til sýn- ingarinnar laust fyrir kl. 5. blöktu tveir íslenzkir fánar og einn færeyskur við hún. Þegar ráðherrá spurði formann og framkvæmdastjóra Menntamála- ráðs, hvers vegna sú tilhögun væri ekki á höfð, sem um hefði verið rætt milli ráðuneytisstjór- ans og framkvæmdastjórans, kom í liós. að af hálfu Menntamála- ráðs hafði málið ekki verið rætt við færeysku listamennina fyrr en sama dag og sýninguna átti að opna, en þeir hafi þá skýrt frá því, að þeir mundu neita að vera viðstaddir og jafnvel taka niður myndir sínar, ef danski fán- inn væri notaður. Ráðherrann lét í ljós óánægju yfir því, að fá ekki um þetta vandamál að vita fyrr en á síðustu stundu og taldi sér nauðsynlegt að skýra ríkis- stjórninni frá móiinu. Þar eð hann hefði ákveðið ferð í Borgar- fjörð með Jörgen Jörgensen. fyrr- verandi menntamálaráðherra Dana. á sunnudag, gat hann ekki háð t'l ráðherranna fyrr en á mánudagsmorsun og taldi því ’’étt. að ekkert vrði flaggað við bióðminiasafnshúsið á sunnudag. eða þangað til tóm hefði gefizt tU bess að ræða betta deilumál. Fvrir hádesi á mánudag skýrði menntamálaráðherra .samráðherr- um sfnum frá málavöxtum, og varð það eioróma álit ráðherr- anna. að úr'hvf að ágreiningur væri um bá tiihögun. sem unn- hafleea hpfðþverið rætt um væri hennilegast, að færeyski fáninn einn væri notaður. Var hann bví drevinn að hún við Þjóð- miniasafnið í gær. Sendiherra Dana á íslandi hef- ur engin afskinti haft af þessu máli, og harmar ráðunevtið rnjög. að honum skuli hafa verið bland- að í rmUið, eins og’geVt er í frá- sögn Þjóðviljans.“ lakrossdelldir iidi I landinu StrompSeikur Kiljens Framhald af 1. síðu. baksviðinu, dyrnar til L,jónu. Tvær hurðir hægramegin, önnur veit fram í eldhús. Þátturinn hefst um áttaleytið að morni á útmánuðum. Dagsbirta kemur innum glugga á baksviðinu. Sólin kemur upp í þættinum.“ Vöruskemma Fiskhauss og Kó Sviði annars þáttar er þannig lýst: „Skilnaðarhátíð í vöruskemmu Fiskhauss og Kó. Hlaðar af niðursoðnu fiskmeti : í pappakössum með fánga- marki firmans úr gólfi í loft byrgja leiksviðið að mestu. Fremst til hægri skrifstofupláss vöruskemmunnar: fyrir framan lítinn disk tveir stálstólar, fyrir innan tvö smáborð undir reikn- ingsvél og ritvél, hetta yfir vél- unum. Svið þáttarins liggur að baki „i.eiksviði" skemtunarinn- ar. Á hlaða af fiskvörukössum hefur verið gerður leikpallur fyrir miðju sviði, en „áhorfenda- svæðið“ er að mestu falið bakvið vöruhlaðana, svo ekki er hægt að gera sér grein fyrir mann- fjölda, en tveir og tveir veislu,- gestir sjást á sveimi milli hlað- anna og halda á kokteilglösum. Píanóskrifli krotað með hjarta og ör í' gegnum, I love you o. þh. upDá leikpallinum. Ómur og kliður, hlátrar og' undirgángur og ávæningur af djassi. Þrjú sjó- görl eru að ljúka dansnúmeri uppá leikpaWinum, Innflytjandinn tekur á móti þeim og faðmar þær.“ Flngstöð og bragginn aftur Síðari hlutr arinars þáttag ger- . ist við „horn s á flugstöðinni, Hægra- megin hliðið <þar sem að-. Komú’fár^égár koma gegn. Vinstra n\egin nokkur smáborð þar sem hægt er að fá sér hress- íngu.“ Þriðji þáttur gerist á sama stað og sá fyrsti: „Herbragginn eftir ca. þriggja ára tiltölulega vel- geingni. Veggmyndin af skógi er horfin; kominn sími. Kamínan virðist stærri en áður, en kubba- hlaðinn er með ummerkjum. Á veggina eru komnar tvær flenni- stórar auglýsingamyhdir, önnur af hvítri gistihússforhlið og pálmaviður fyrir framan, blár himinn; hin, amrísk bifreið af siðustu árgerð. Þríkrossaði með- alaskápurinn einsog fyr. Píanóið sem á er rispað hjarta með ör i gegn osfrv. Fyrir framan kam- ínuna upptroðinn hundur mo- rau.ður. Blóm í vasa fyrir fram- an hundinn. Frú Ólfer og vinnukonan Óla eru að eánga frá skálanum undir gestaboð." Á 19. þingi Iðnnemasamþands fslands, er haldið var um síð- ustu helgi, var eftirfarandi á- lyktun um kjgramál iðnnema samþykkt með samhljóða át- kvæðum; „19. þing- I.N.S.Í. ítrekar enn sem fyrr þá kröfu sína, að lág- markslaun iðnnema verði sem hér segir: Á 1. ári 49% af kaupi sveins — 2. — '50% — Aðalfimdur Rauða kross ís- lands var haldinn í Góðtempl- arahúsinu í Hafnarfirði laugar- dagicu 30. sept. í boði Hafnar- fjarðardeildar RKÍ. Mættir voru á fundinum 41 fulltrúi frá 18 deildum og fundarstjóri var kosinn Jón Mathiesen kaupmað- ur. í skýrslu stjórnar RKÍ kom m.a. fram að á sl. sjö árum hef- ur að meðaltali verið stofnuð ein Rauðakrossdeild á ári. Alveg nýverið hafa verið stofnaðar deildir á Patreksfirði með 36 stofnendum og Ólafsfirði með 47 stofnendum. Formaður á Patreksfirði er Kristján Sig- urðsson, á Ólaf$firði Guðlaug Gunnlaugsdóttir. Nú eru starf- andi 18 deildir á landinu. Kynnt hefur verið lífgunaraðferð dr. Rubens víða á landinu, auk þess sem námskeið í hjálp í viðlög- um hafa verið haldin, sérstak- lega í Reykjavík. Nokkrar lagabreytingar voru samþykktar á fundinum og sú helzt að framvegis verður kosin — 3. — 60% — — — — 4. — 70% —- — — Afnám vísitöluuppbóta og sí feUdar gengislækkanir á undan törnum árum gera nauðsynina á því, að lágmarkslaun iðnnema verði hækkuð, enn brýnni. 19. þing I.N.S.Í. vill vekja sérstaka athygli á þyr, að á meðan öðr- um stéttum er að nokXru bætt hin gífurlega kjaraslcerðing leggst hún með fullum þunga á iðnnema, þar sem fæstir hafa 9 manna stjórn í stað 17 manna stjórnar áður os 7 manna fram- kvæmdaráðs. Stjórnin er skip- uð 5 mönnum úr Reykjavík og 4 utan af landi, einum úr hverj- um landsfjórðungi^ og á að far.a með öll málefni RKÍ á milli að- alfunda. Fráfarandi formaður RKÍ g.af ekki kost á sér til endurkjörs og var dr. Jón Sigurðsson borg- arlæknir kosinn formaður í hans stað. Aðrir í stjórn eru: Guðm. Karl Pétursson læknir Akureyri, sr. Jón Auðuns Rvík, Torfi Bjarnason læknir Akranesi, Árni Björnsson endurskoð. Rvik, Dr. Gunniaugur Þórðarson Rvík, Óli J. Ólason kaupm. Rvík, Jón Mathiesen kaupm. Hafn., Emil Jónasson Seyðisfirði. Þorsteinn Sch. Thorsteinsson var kosinn fulltrúi RKÍ í stjórn sambands Rauða Kross félaga. Fundurinn sendi fráfarandi form., Þorst. Sch. Thorsteinsson sem dvelst erlendis, þakkir fé- lagsins fyrir mikið og óeigin- gjarnt starf á liðnum árum. fyrir fjölskyldu að sjá og verða því með öUu afskiptir þeim upp- bótum, sem aðrir lauuþegar fá. Þess vegna skorar 19. þing I.N.S.Í. á Iðnfræðsluráð að ganga nú þegar að kaupkröfum Iðn- nemasambandsins. Þingið þakkar þeim sveinafé- lögum, sem stutt hafa kaupkröf- ur iðnnemasamtakanna og vænt- ir enn frekari stuðnings sveina- félaganna við bágsmunamál iðn- nema“. Brýn nauðsyn að lágmarks- laun iðnnema verði hœkkuð ÞJÓÐVILJINN er vopn fólksins í þeirri baráttu, sem nú er háð um tilverurétt rerkalýðssamtakanna og sjálf- stæða tilveru þjóðarinnar. Þess vegna er engu fé bet- ur varið en því. sem fer til þess að tryggja útkomu hans. Brynjólfur Bjarnason formaður Sósíalistafélags Reykjavikur. í 25 ár heíur ÞJÓÐVILJ- INN haldið uppi sókn og vörn fyrir málstað verkalýðsfélag- anna í átökum þeirra við at- vinnurekendur og ríkisvald um hærra kaup og aukið þjóðfélagslegt öryggi verka- tólkinu til handa. Án ÞJÓÐVILJANS hefði baráttan orðið erfiðari og árangurinn minni. Um leið og við leggjum eitthvað af mörkum til þess að gera ÞJÓÐVILJANN að öflugra og betra baráttutæki, erum við að styrkja og efla aðstöðu verkalýðsfélaganna í hagsmunabaráttunni. Eðvarð Sigurðsson formaður Verkamannafél. Dagsbrúnar. 20 dagar 20 dagar eru eftir fram að afmæli Þjóðviljans og fyrsta drætti í happdrætt- inu. Skiladagur verður á mánudag (16. okt.) fyrir umboðsmenn utan Reykja- víkur. í Reykjavík verður næsti skiladagur miðvikudagurinn 18. okt. Allir nú til starfa fyrir happdrættið og gerið skil á skrifstofunni, Þórsgötu 1. Hún er opin daglega kl. 10—12 og 1—7. Á föstudag verður opið til kl 10 um kvöldið vegna þeirra, sem búa við langan vinnudag. Sími skrifstofunnar er 22396. Miðvikudagur 11. október 1961 —; ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.