Þjóðviljinn - 11.10.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.10.1961, Blaðsíða 1
* VIU1jm nn Miðvikudagur 11. október 1901 — 26. árgangur — 232. tölublað Fánahneykslið sök ríkisstjórnarinnar einn- ar. Sjá 3. síðu. ] Séð yfir fundarsal sameinaðs þings í gær. (Ljós mynd Þjóðviljinn). Strompleikurínn kom í bókabúðir í gær Frumsýning i ÞjóSieikhúsinu i kvöld SAMAN TIL Áiitamál um aidursforseta Alþmgi, 82. löggjafar- bing, kom saman til fund- ar í gær. Var þingfundur stuttur og kosningu þing- forseta frestað þar til síð- degis í dag. í kvöld verður Strcmp- leikur Halldórs Kiljans Laxness frumsýndur í Þjóðleikhúsinu og í gær kom leikr;tið í bóka- búðir, ge'fið út af Helga- felli: Strompleikurinn, gamanleikur í þrem þátt- um. Bókin er 133 síður og þar er í upphafi skýrt frá persónum leiksins á þennan hátt: „FRÚ ÖLFER ekkja af góðum ættum LJÓNA ÓLFER (ÓLJÓNA) dóttir hennar ÚTFLYTJANDINN („Fiskhaus og Kó“) INNFLYTJANDINN (merkið „sjálflýsandi kattarhaus“) SAUNGPRÓFESSORINN KÚNSTNER HANSEN LAMBI miljóner sjómaður og barnakennari ÚTFLYTJANDAFRÚIN SAUNGPRÓFESSORYNJAN ÓLA FULLTRÚI ANDANS ÚR JAP- AN Ennfremur þrjú sjógörl, þrír lögregluþjónar, fiskimatsmaður, nokkrir hátíðagestir.11 Þrír þætlir Að öðru leyti er gerð svofelld grein fyrir leiknum: „Leikurinn gerist um miðja tuttugustu öld í norðlægu landi. Fyrsti þáttur gerist að morni um sólaruppkomu á útmánuðum í gömlum herbragga (Nissen hut) þar sem mæðgurnar eiga heima. Annar þáttur gerist þrem ár- um seinna og er tvískiftur. Fyrri hluti gerist í skilnaðarhófi sem haldið er í vöruskemmu Fisk- hauss og Kó þegar Ljóna er að fara á stað til útlanda að sýngja í óperum. Síðari hluti á flugstöð. Þriðji þáttur yiku seinna: trú- lofunargildi Ljónu Ólfer; sama leiksvið og í fyrsta þætti." Herbraggi Um lejksvið fyrsta þáttar seg- ir svo: „Niðurníddur herbraggi úr stríðinu, þar sem miðhluti endi- langs ,.tunnuhelmíngs“ er skáli, en fjögur herbergi afþiljuð sitt á hvora hlið. Grábleik tötraleg texþil. -Máiverk af útlendum skógi, tiiviijanlegt og sambands- iaust við umhverfið, fórur úr þrotabúi borgaralegs heimilis ut- an af landi. önnur veggjaprýði: myndir af filmstjörnum og prins- essum uppfestar með teiknibólum og flennistór amerísk veggalm- anök með myndum af fáklædd- um kvenmönnum. Á vegg hángir lítill meðalaskápur með þremur krossum. Meðalaglas stendur á borði. Þúngamiðja herbergisins er gríðarstór ensk kamína með mannhæðarháu eldholi hægra megin á sviðinu, kubbahlaði hjá. Anddyri vinstra megin en auk þess tvær hurðir aðrar: dyr til Gunnu frænku og, nokkru nær Framhald á 3. síðu. Við þingsetningu í gær, að lok- inni messu í Dómkirkjunni, las forseti íslands bréf handhafa forsetavalds dags. 13. september sl. um samkomudag Alþingis, en lýsti síðan yfir að löggjafarþingið væri sett og árnaði því allra heilla í störfum. Látinna þingmanna minnzt f lok ræöu sinnar bað forseti aldursforseta að taka við störf- um þingforseta þar til kjörinn hefði verið forseti sameinaðs þings, eins óg þingsköp mæltu fyrir um. Sté þá Gísli Jónsson umsvifalaust í forsetastól, bauð forseta fslarids velkominn úr Kanadaför, óskaði Ólafi Thors góðs afturbata og minntist fjög- urra manna, sem setið höföu á Alþingi og látizt hafa á þeim tíma sem liðinn var síðan þing kom síðast saman til funda, þeirra Jóhanns Þ. Jósefssonar fyrrv. ráðherra, sem lézt 15. maí sl., Gunnars Ólafssonar kaup- manns í Vestmannaeyjum sem lézt 26. janúar sl., Angantýs Guð-‘ jónssonar verkstjóra sem lézt 6. ágúst sl. og Ásgeirs Sigurðsson- ar skipstjóra sem lézt 22. sept- emþer sl. Heiðruðu þingmenn minningu hinna látnu með því að rísa úr sætum. sonar, Einar Sigurðsson í stað Jónasar Péturssonar og Sveinn Einarsson í stað Ölafs Triors. Þar sem Sveinn hefur ekkí áð- ur átt sæti á Alþingi var fundi frestað um sinn meðan kjör- bréf hans var rannsakað. Er rannsókn kjörbréfsins var lokið og fundur settur að nýju kvaddi Skúli Guðmundsson sér hljóðs utan dagskrár. Benti hann á að samkvæmt þingsköpum ætti ald- ursforseti að stjórna þingfundi þar til forseti sameinaðs þings hefði verið kjörinn. „Ef ég man rétt“, sagði Skúli, „þá er Jón Pálmason, sem nú er mættur til þings, nokkru eldri en sá þing- maður sem situr nú í forseta- stól“. Kvaðst Skúli vilja spyrja hvort Jón ætti frekar að stjórna fundi en Gísli. Sá síðarnefndi svaraði því til, að tilkynningin um þingsetu Jóns Pálmasonar sem varamanns hefði ekki verið Framh. á 10. síðu. Gísli eða Jón? Nokkrir þingmenn boðuðu for- föll og tóku varamenn sæti þeirra á þingi: Jón Pálmason í stað Gunnars Gíslasonar, Hjörtur Hjálmarsson í stað Birgis Finns- Gísli Jónsson minnist látinna þingmanna úr forsctastóli. Fundur i Iðnó í kvöld um Efnahagsbandalag Evrópu mM.. Þór Vigfússon. Á fundinn um Efnahagsbanda- lag Evrópu sem Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur í Iðnó í kvöld, eru allir fylgjendur Alþýðubanda- lagsins velkomnir meðan húsrúm leyfir og aðrir þeir er áhugavhafa fvrir bvj mikla máli. Ungur hagfræðingur, Þór Vig- íússon, flytur þar erindi um Efna- hagsbandalagið. Fundurinn hefst kl. 8.30. Það er mikið örlagamál fyrir íslenzku þjóðina alla hver verður afstaða íslands til Efnahagsbanda- lagsins og ætti hver maður að telja það skyldu sína að kynnast sem bezt hver, konar samtök banda- lagið er.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.