Þjóðviljinn - 22.10.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.10.1961, Blaðsíða 1
Sunnudagur 22. októbcr 1961 — 26. árgangur — 242. tölublað Félagar! — í kvöld kl 9 verð- ur glaumur og gleði í íélags- heimilinu, Tjarnargötu 20. Skemmtinefndin. Undanfarið hefur verið sannkölluð haustveðrátta hér í ReyUjavík, tíðar rigningar og stormar, scm feikt hafa bleiku laufinu af trjánum í hrúgur á gangstéttir og í garða — eftir standa aðeins naktir stofnar og blaðlausar eða blaðfáar grcinar, eins og þessi myiid sýnir, sem ljósmyndari Þjóðviljans LONDON 21 '10 — Prófessor Lovvell við radíóathuganastöðina í Jodrell Bank í Englandi sagði í dag að Bandaríkjamenn hefðu sett „svartan blett á geimrann- sóknasltjöld sinn.“ Tilefni þessara ummæla var að skotið befði verið á lof't nýju gervitungli frá Vandenborg-til- raunastöðinni í Kaliforníu. Gervi- tungl þetta átti að fara umhverf- is jörðina í um 3000 km fjarlægð og dreifa þar út skýi úr kopar- nálum sem vonazt var til að mynduðu belti umhverfis jörðina. Nálarnar eru 350 milljónir tals- ins, en hver þeirra ekki þykkari en mannshár. Um leið og vitnaðist áð Banda- ríkjamenn hel'ðu slíka tilraun í huga bárust mótmæli frá vís- indamönnum bæði í Bandaríkj- unum og annars staðar og hafa þeir haldið frarri að koparnála- skýið rouni bæði trufla radíó- | skoöanir á geimnum og geta orð- | ið hættulegar geimförum. Engu að síður ákvað Kennedy Banda- | ríkjaforseti að tilraunin skyldi ! gerð. Ástæðan er sú að herforingjar Bandaríkjanna gera sér vonir um að koparskýið geti orðið þeim gagnlegt í fjarskiptum. Ætlunin er að koparnálarnar endurvarpi radíóbylgjum og verði þannig bæði forðað truflunum af völdum segulstorma í háloftunum og sér- stakra truílannastöðva á jörðu niðri. Prófessor Lowell sagði að geimskot þetta hefði enga vís'- indalega þýðingu, og gæti ekki. orðið til neins gagns nema ef vera skyldi í.hernaði. Vísindafréttaritari brezka út- varpsins, David .Wilson, lagði á það þunga áherzlu að þessi til- raun Bandaríkjanna væri for- Framhald á 5. síðu. gær lögðu allir haínarverltamenn, er vinna við skipaafgreiðslu hjá Eimskipafé- lagi Islands, Togaraútgerðinnj og Skipaútgerð ríkisins, niður vinnu ein-s og fyrra laugardag, en þeir hafa, eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu, krafizt helgi- dagakaups fyrir vinnu eftir há- degi á laugardögum, en ofan- greind fyrirtæki neita að greiða hana með því kaupi. Verkamenn héldu hins vegar áfram vinnu við skipaafgreiðslu hjá SlS, enda fá þeir hana greidda _með helgidaga- húsunum, kaupi. Verkamenn í pakkhúsunum , halda áfram vinnu, enda höfðu j þeir ekki gert verkfall eins og j þeir, sem við skipaafgreiðsluna vinna. Nú bregður svo við hjá Eimskipafélaginu, að pakkhús- menn, sem yfirleitt hafa verið reknir heim á hádegi á laugar- dögum, þegar ekki er skipaaf- greiðsla og félagið hefur séð sér færi á að afskrá þá, eru nú allir látnir hanga verklausjr í pakk- síðan verkfallið við skipaaígreiðsluna hófst, og er jafnvel bætt við mönnum í pakk- húsin! Viðræður hafa farið fram milli Vinnuveitendasambandsins og Dagsbrúnar vegna þessarar deilu, en þær muu haía orðið é.rangurs- ! lausar til þe-ssa. Verkamenn við skipaafgreiðsluna eru mjög ein- | huga í þessu máli og lögðu allir ||nn er nema sex ara gömul og þó sctzt á skólabckkinn með sem einn maður niður vinnuna í i ........... „ . „ . ... , , . ....... ritfong og teikmahold fynr framan sig. Hun er i skola lsaks Jons- gær, er ekki var gengið að krof- i um þeirra isonar en fleíri myndir frá honum og frásögn er á 3. síðu. tók nýverið í Hljómskálagarðinum. Fuglarnír af Tjörninni leita þó enn skjóls meðal trjánna og kúra sig niður i sölnað grasið, cnda er nú veíurinn ge nginn í garð. Gunnar J. Möller. Framkvæmdastjóri Sjúkra- samlags Reykjavikur, Gunnar J. Möller, er einn af gæðing- ufn íhaldsins í Reykjavík. Hann er sagður harður T horn að taka í samningum við lækna og virðíst líta á það sem sitt hlutskipti að berj- ast gegn kjarabótum þeim til handa. En hvernig eru kjör þessa manns sjálís hjá samlaginú? Framkvæmdastjórastarf hans þar er aðeins . einn bitlingur af fleirum, og fyrir það fær liahn sjálfságt rúmar 100 þúsl krómir. á áji. Þétfa.er áðeins einn bitlingur. Auk þess er hann í stjórn Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur og i tryggingaráði, auðvitað með ó- makslaunum. Allt eru þetta aukastörf, því að hann starfrækir málflutn- ingsskriístofu og það mun vera hans aðalstarf. Auk launanna hefur Gunn- ar Möller eina af bifreiðum sjúkrasamlagsins algcrlega til R-558). Þá bifreið notar fram- eigin afnota (Fiat-bifreið, kvæmdastjórinn eingöngu fyr- ir sig og fjölskyldu sína. Þegar sýnt var á dögunum, 'að s'amningar tækjust ekki milK lækna og sjúkrasamlags- jns, rauk framkvænidastjófinn af landi burt, alla leið til Tyrklands á einhverja trygg- ingaráðstefnu. I þessa ferð , tók hann frú sína með og auk þess dýr- ustu bifreið samlagsins, Mercedes Benz, R-11871. Þá bifreið keypti sjúkrasamlagið í fyrra til næturlæknaþjónust- unnar, og mun hún haía kost- að nær 400 þús. krónur eftir verðlagi þegar kaypt var. 1 þessari dýru bifreið opin- berrar stofnunar ekur Gunnar J. Mölier nú um þvera Evrópu ásamt frú sinni. Hver kosthr þetta lúxus- i'lakk? Að öllum líkindum Sjúkrasamlag Reýkjavíkur, : eða Tryggingarstofnun rlkis- • ins, nema báðir þessir aðilar geri það. Maðurinn sem harðast b'eitir sér gegn sómasamlegum samn- ingum SR við lækna hefur þá þessi kjör sjálfur hjá samlag- inu: 1. Rúmar 100 þús. kr. fyrir aukástarf (bitling). 2. Bifreið til fullra afnota. 3: Aöra bifreið til ferðalaga eriendis. 4. Ferðakostnað greiddan af sjúkratryggingunum. Framkvæmdastjórinn virðist samkvæmt þessu hafa háð sig- ursæla baráttu fyrir eigin kjcrum og hafa komið sér vel fyrir í sjúkrasamlaginu. Hins- vegar virðist hann ekki ncinn qmigsandi maður þar, því að h'ann rauk 1ií Tyrklands þegar verst gegrfdi' íyrir sjúkrasam- lagið og slitnað hafði upp úr samningum við lækna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.