Þjóðviljinn - 22.10.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.10.1961, Blaðsíða 3
fl Þáð var ys og þys í garðin- um hjá skóla lsaks Jcnssonar er fréttamaður og ljósmyndari ÞJÓÐVILJANS komu þangað í heimsókn fyrir skömmu. Frímínútur stóðu yfir og rmá- fólkið notaði tækifærið til að hlaupa um og liðka lúin bein eftir setu á skólabekknum. Þrír kennarar voru börnun- um til leiðsagnar á leikvellin- um og litu jafnframt eftir, að þau færu ekki sér eða leik- félögum sínum að voða í hita leiksins. Lítill brúnhærður drengur úr 6 ára deild hélt í hönd kennara síns og gaf sig ekkert að skclasystkinunum. Er líða tó'k á frfmínúturnar þurfti kennarinn að bregða sér frá og spurði drenginn hlýlega hvort hann vildi ekki láta aðra kennslukonuna gæta sín á meöan. Við spurðum Isak skólastjóra, hversvesna dreng- urinn samiagaðist ekki skóla- félögum sínum. — Þetta var mikið vanda- mál hjá okkur, hann er svo ósjálfstæður litla greyið, og við vissum ekki, hvort við áttum að skipa honum út á leikvöllinn, eða gæta hans eins — En hvað eru kennararnir margir? — Þeir eru 14 auk mín, en alls er starfsfólk skólans 22 með lækni, hjúkrunarkonu og sálfræðingi. J — Er skólinn fullsetinn nú? — Já og vel það, allur skól-' inn er þrísetinn á hverjum degi. — Er það ekki fullmikið? — Ég væri ánægður, ef ég fengi að lifa það, að skólinn væri aðeins tvísetinn, það væri langsamlega bezt fyrir að- standendur bai’nanna, kennara og börnin siálf. En þar sem hver deild hefur svo fáa tíma á dag, er hægðar'eikur að hafa skólann hrísetinn og rannar er mesta bruðl á svo dýru húsnæði að nota það ekki nema nokkurn hluta úr degi eins og myndi vera ef skclinn væri aðeins einsetinn. — Hvernig er kennslunni hagað í yngstu deildinni? — Fvrstu 4 mánuði.rnir eru undirbúningstími. Þá læra börnin að vinna saman, vinna undir annarra -stjórn og samlagast bvert öðru. Lestri, skrift og reikningi er lætt inn á milli teikni- og föndurtím- Efri myndin sýnir áhugasaman bekk í teikningu og sú neðri var tekin í frímínútunum. Þessi eru oll mðursokkin við að teikna stora bróður M og litla bróður m. bróður, svo börnin verða að skrifa stórt M og lítið m á- fast hvort öðru. Bræðurnir eru báðir í grænum fötum og börnin nota litina sína óspart við námið. Þau eru mjög á- hugasöm og láta ekkert trufl- ast af ljósmyndaranum, sem blikkar ljósi framan í þau öðru hvoru. Gígja gengur á milli borð- anna og leiðbeinir börnunum. — Þessi er góður — nei heyrðu mig, þinn er heldur feitur — hvernig lesið þið úr þessu — emmmm — emmm emmm — já þetta var fínt — fyrgt að gera stórabróður, Guðmundur minn — í hvernig litum fötum á þessi að vera? Þannig er börnum kennt að lesa nú til dags. — Dóra. Sósíalistar Hafnarfirði og þú sérð kennara hans gera núna. En svo fengum við sál- fræðing skólans til að tala við drenginn og komumst að, hvað þjakar hann og fengum jafn- framt að vita hvernig við átt- um að koma fram við hann. Ef við hefðum beitt hann hörðu,. hefði hann orðið enn innilok- aðri og feimnari og jafnvel ekki fengizt til að koma meira í skólann. En með því að vera ljúfur í viðmóti við hann höfum við vonir um að hann samlagist hinum börnunum smátt og smátt. — Getið þið fylgzt svo vand- lega með hverjumm nemanda skól.ans? — Já, skóli á ekki að vera stærri en svo, að skólastjóri og kennarar siái andlit barnsins fyrir sér strax og nafnið er nefnt og einnig að vita allt um nemandann sem nauðsyn- legt er. Ef okkur gengur iúa með einhvern nemendarjn lót,- um við hann strax tala við ‘sálfræðing skólans. — Hvað eru nemendurnir niargir? — Þau eru um G00 í 21. deild ú aldrinum sex, sjö ög átta áíá/ Liáng’flést eru þaú í 6 árá derld; anna, án þess að börnin verði þess á nokkurn hátt vör eða þau þvingist. Það er ekki sett- ur neinn mælikvarði á náms- getu barna í yngstu deildinni. — Er skólinn ekki notaður sem æfingaskóli fyrir Kenn- araskóla Islands? — Jú, hann hefur verið það í 30 ár og ég hef þá jafnframt kennt kennaraeínunum. — Er ekki verra fyrir börn- in að nota skólann sem æf- ingaskóla? — Nei, deildirnar eru það margar, að æfingatímarnir verða örfáir yfir veturinn svo að börnin skaðast ekkert á því, auk iþess finna kennara- efnin öll til þeirrar ábyrgðar sém' a 5>élme hvílir. — Ber ,nú börnunum í aðra skóla eftir að ið hér? — Þessari spurningu vil ég ekki svara, ekki yður sem blaðamanni. Ég geri ekki neinn samanburð á skóla mín- um og öðrum skólum. Stefna mín með skólanum er þessi: Alhliða ’ þroski samfara því, að börnin-séu hamingjusöm og njóti sín sem bezt,- Við lítum inn í leikfimisal skólans. Þar er Nanna Úlfs- dóttir með hálfa 6 ára deild í leikfimi. Börnin raða sér prúð- mannlega upp fyrir framan dyr leikfimisalarins og ganga inn eitt og eitt í einu og hneigja sig fyrir kennslukon- unni. Síðan raða iþau sér í hring á gólfinu og æfa sig að grípa bolta, sem kennslukon- an kastar til þeirra. Þau eru fjarskalega stillt og feimin, strákarnir þrír ekki síður en telpurnar, og taka kennslu- stundina mjög hátíðlega. — Á að taka myndir af okk- ur? spyr einn drengjanna, en kennslukonan segir honum að hugsa ekkert um ljósmyndar- ann. að ná yfir allt blaðið þeirra. Einn drengjanna teiknar stóra mannsfætur sem ná yfir hálft blaðið og litar þá rauða al-^ veg niður úr, síðan litar hann grátt yfir neðsta hluta fótanna, það eru stígvélin. — Hversvegna litaðirðu stíg- vélin fyrst rauð? — Það voru ekki stígvélin, heldur skálmarnar á buxun- um hans. Þær eru niðri í stígvélunum, segir snáðinn og lítur með vanþóknun á svo heimskan blaðamann. • í stofu 5 er Gígja Sigur- björnsdóttir að kenna 6 ára deild lestur. Börnin teikna eitt stórt M, það er stóri bróðir, svo er litli bróðir lítið m. Þeir eru að fara að heiman og þá leiðir stóri bróðir auðvitað litla ... og svo hneigjum við oltk- ur fyrir kennaranum. í stofu 2 er Sigríður'Soffía Sandholt að kenna teiknun. Bömin.eiga að teikria mann í smalamennsku og myndin I Afmælishappdrætti Þjóð- viljans höfum við þegar náð 90% áleiðis í dreifingu mið- anna að markinu, sem við sett- um okkur. En innkomnir pen- ingar eru 27% að sama marki. Um fyrsta aðalvinninginn — Volkswagen taíl — verður dregið hinn 31. þ. m. og eru því aðeins 11 dagar eftir. Leggjumst því öll á eitt og - náum örugglega settu marki. Takið miða og gerið skil hjá eftirtöldum: Geir Gunnarssyni, Þúfubarði 2, Sigvalda Andréssyni, Bröttú- kinn 13. Kristjáni G. Eyfjörð, Merkur- götu 13. Einnig eru miðar seldir á eftirtöldum stöðum: Söluskálanum Hvaleyrarholti. Söluskálanum v/ Álfafell og Söluskála Erlendar Indriða- sonar. Auk þess er skrifstofa Sósí- alistaflokksins á Strandgötu 41, 2. h. (inngangur um bak- dyr) opin alla virka daga fram að mánaðamótum frá kl. 20.30 til kl. 22.00: Þar getið þið fengið miða og gert skil og auk þess fást þar allar upp- •Iýsingar um gang happdrætt- isins o. fl. o. fl. Komið og gerið skil sem fyrst. Sósíalistafélag Hafnarfjarðar. ■>•■■■■■•■•■*■■■■■•■■•■■■■■•■••••■•■■■■■■»••■■■■■•••••••*•»■■■■■■■•■■■•»■■■■■■»•■■■■•■■■•■•••••■•• Sunnudagur 23. október 1961 — ÞJÖÐVILJINN — ( J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.