Þjóðviljinn - 22.10.1961, Page 7

Þjóðviljinn - 22.10.1961, Page 7
Birgir Karlsson stúdent og kona hans Larissa Eskina vatnsvirkja Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — ^ Sósialistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Franski Laval reyndi líka að afsaka sig |7kki er vandséð á landsfundarræðu Bjarna Bene- diktssonar, að svik Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins í landhelgismálinu hafa brunnið á baki ríkisstjórnarinnar, og mikils þykir enn við þurfa að sannfæra flokksmennina um að það hafi verið „sigur“ íslendinga að opna 12 mílna landhelgina upp á gátt fyrir ofbeldismönnunum og verðlauna ránsflota Breta fyrir níðingsverkin í íslenzkri landhelgi. En það var gert einmitt á þeirri stundu, er Bretar höfðu hrein- lega gefizt upp á ofbeldinu og þoldu ekki lengur for- dæmingu 'almenningsálitsins í heiminum. gjarni Benediktsson skilur það rétt, að hann þarf að svara til saka í þessu máli fyrir dómi sögunnar. Á sama hátt er Bjarni Benediktsson, maðurinn sem hlaut auknefnið „íslenzki Laval“ eftir 30. marz 1949, aðalábyrgðarmaður að því böli sem leitt hefur verið yfir íslenzku þjóðina með því að veita erlendu stór- veldi herstöðvar á íslenzkri grund, samkvæmt erlendri fyrirskipun. Þegar upp kemst það óhugnanlega bak- tjaldamakk við bandarísk, brezk og önnur erlend stjómarvöld sem leiðtogar landsölumanna hafa ástund- að í því skyni að flækja íslandi í hernaðarbandalag og ofurselja íslenz.ct land erlendum herstöðvum, er áreiðanlegt að dómur sögunnar yfir þeim stjómmála- manni, sem nú hefur troðið sér til forystu í Sjálfstæð- isflofeknum með klækjum, verður einna þyngstur. Þetta veit Bjarni Benediktsson og þessvegna heldur hann nu þegar maraþonræður til þess að reyna að afsaka sig, til þess að reyna að sannfæra einhvern um að svart sé raunar hvítt, til þess að reyna að feoma einhverjum til að trúa því að bandarísk herseta á íslandi sé gerð vegna öryggis íslenzku þjóðarinnar, til þess að reyna að afsaka hina vesælu uppgjöf Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins í landhelgismálinu og lýsa henni sem sigri íslendinga. En hversu löng sem ræðan kann að verða, hversu marga dálka sem hún fyllir í Morgun- blaðinu, verður hún og framhaldsræður þessa óláns- sama stjórnmálamanns til þess eins að minna á höf- uðsökina gegn íslenzku þjóðinni sem hvílir á honum í landráðamálum þessara áratuga. Qg nú er enn efnt til þeirra landráða, sem ætlað er (að geri að engu sjálfstæði íslands um aldur og ævi, og innlimi landið sem valdalausan hrepp í auð- valdsstórveldið, sem auðhringar Vestur-Þýzkalands eiga að stjórna. Svo er að sjá að Bjarni Benediktsson, „íslenzki Laval“, hyggist einnig tengja nafn sitt við j>au landráð eins fast og verða má. Hann ætlar sýnilega iað hafa þar sömu aðferðina og þegar verið var að þvæla íslandi inn í hernaðarbandalg Bandaríkjanna og nýlendukúgaranna í Evrópu, Atlanzhafsbandalagið. Fyrst er slegið úr og í, en jarðvegurinn undirbúinn með blygðunarlausum áróðri og skrumi og hótunum sem enga stoð eiga í veruleikanum. Og þegar „samningar11 °g ,,ákvarðanir“ um málið eru loks barðar gegnum Alþingi á fáum dögum, án þess að þingmenn bafi hug- mynd um hvað þeir eru að samþykkja, eru það engir „samningar“ eða ákvarðanir íslendinga, heldur fyrir- skipanir og fyrirmæli erlendra stjórnarvaida til manna eins og hins íslenzka Lavals og samstiarfsmanna hans, sem þeir hafa lofað að koma i gegn. þannig er nú „undirbúið“ að þvæla íslandi í hið svo- nefnda Efnahagsbandalag Evrópu og afsala með því sjálfstæði íslendinga að fullu og öllu. Gegn þeim landráðaáformum verður þjóðin að rísa áður en það er um seinan, einnig það heiðarlegt fólk í Sjálfstæðis- flokknum sem vill að sjálfstætt .ísland haldi áfram nð vera til. Þann da við milljón kr EN ÞAR TREYSTIR FÓLKIÐ Á LAND SITT OG GÆÐI ÞESS. Albert Guðmundsson Það var einhverju sinni að lesa mátti í Tímanum grein eða klausu með fremur háðug- legum ummælum um „sovíett- ið“ í Tálknafirði. Nokkru síðar var í sama blaði mælt svo um sem allar framkvæmdir á þeim stað væru fvrir „frumkvæði11 Framsóknarflokksins. Þeim er lítt þekkja Framsóknarflokkinn koma slík skrif sjálfsagt und- arlega fyrir sjónir, en í þessari mótsögn birtist sú pólitíska flogaveiki, sem þjáð hefur flokk- inn síðustu áratugina, og sem braskaralýðurinn vonar að ríði honum að ful.lu. Að vera eða vera ekki, það er spurningin. Að standa með málstað hins al- menna manns — óskiptur, ætti þó ekki að þurfa að velkjast lengi fyrir heilbrigðu fólki, né heilbrigðum flokki. Að hafa bevg af og skammast sín fyrir það sem vel er gert ber ekki vott um geiglaust hjarta og getur ekki talizt öfundsvert á- stand. Alþýðublaðið fékk á s.l. vetri snöggt og hatursþrungið fjand- semisgos í sambandi við Tálkn- firðinga. Morgunblaðið segir ó- giaman nokkuð frá Tálknafirði. Og í Þjóðviljanum hefur sjald- an verið margt að lesa um Tálknafjörð. Hvað á maður að halda um slíkan stað? Hvernig staður er þetta? Hvað starfar fólkið sem þar lifir? Einn síðsumardag ber mann að garði í Tálknafirði, þorp- inu í löndum Tungu og Sveinseyrar. Nokkrir bæir eru beggia megin fjarðar út að þorpinu, en einna þéttast standa sveitabæirnir utan þorpsins, norðan fiarðar. Tálknafjörður, þ.e. þorpið, er miðstöð byggð- arinnar og þar mun fólk af flestum bæianna vinna að framleiðs'ustörfum einhvern- tíma á árinu. Hér virðist vera venjulegt fólk, duglegt, sem hefur sameinazt um að byggja upp atvinnuvegi og tryggja at- vinnu og sem bezt lífskjör, og hefur notið til þess giftudrjúgr- ar forustu trausts hæfileika- manns. Á lognkyrri, rúmri höfninni liggur togari og smábátar eru á smokkfiskveiðum rétt við landsteina á firðinum. Ver- ið að ferma flutningaskip og landa smokkfiski. Líf og starf við höfnina og frystihúsið. Nokkur hús í smíðum og ný- grafnir grunnar. Við skulum leita uppi kaup- félagsstjórann og stjórnanda allra þessara framkvæmda hér, Albert Guðmundsson, og fræð- ast af honum um staðinn. — Var hér ekki áður úthagi — en nú er að rísa hér bær; segðu mér Albert, söguna af því hvernig þetta gerðist. — 1 raun og veru er þetta engin saga. Það byrjaði með því að byggt var frystihús á árinu 1945. Afköst þess voru 6 tonn af flökum á sólarhring og geymslur voru fyrir 150 tonn. Báta áttum við enga. — Hvers vegna réðuzt þið í þetta? — Fólkið vantaði atvinnu. Hvalveiði á Suðureyri lagðist niður í byrjun stríðsins. Norð- menn höfðu þar hvalstöð frá 1890—1912 og aftur var þar hvalstöð 1934—1940. Þegar hún lagðist allt í einu niður stóð fólkið eftir atvinnulaust. En kaupfélagið hafði haft hér verzlun síðan 1908. — Hvernig gekk ykkur svo með bátalaust frystihús? — Fyrst var einungis tekinn fiskur af trillum; þá voru 25—30 manns í vinnu. Viö höfðum ekki neitt tii neins, ckki einu sinni bryggju. Um haustið byrjuðum við að smíða bryggju, sem trillurnar gátu notað . . . Nei, við vorum ekkert óvanir því að bera fisk- inn í land á trogbörum. — En svo hafið þið fengið bryggju. — Já, bryggjan smálengd- ist . . Jú, við fengum ríkis- styrk, en bankarnir voru tregir til að lána, þrátt fyrir ríkisá- byrgð. — Lána bankarnir ekki alltaf til atvinnuuppbyggingar? — Ég hef aldrei fengið annað svar en nei í Landsbankanum, þegar undan er skilið 300 þús. kr. stofnlán út á frystihúsið sem lánað var samkvæmt lagafyrir- mælum, og 190 þús. kr. í bryggjuna. Landsbankinn hef- Hraðfrystihús Tálknafjarðar. Til vinstri sést hvern ig Oddinn gengur þvert í fjörðinn og lokar fyrir allt öldurót í höfninni. Sæfari, nýjasti bátur Tálknfirðinga, 101 tonns stárbátur. lokar fyrir altt öldurót í höfninni. ur þegar fengið þessi lán end- urgreidd. — Maður hélt að hlutverk bankanna ætti fyrst og fremst að vera uppbygging atvinnu- veganna. — Lánastofnanir í landinu virðast aldrei hafa séð hvað ætti að byggja upp og hvað ekki. Framkvæmdabankinn hef- ur þó sýnt lit á að lána. — Og svo hafið þið eignazt báta? — Við keyptum Sæfarann gamla, 27 tonna bát, og einstak- lingar keyptu annan bát. Samt vantaði okkur alltaf hráefni. Með lokun dragnótaveiðanna 1952 var eiginlega allt í rúst, ekkert að gera fyrir bátana á sumrin. Svo keyptum við Tálkn- firðing, 66 tonna bát, árið 1956 og Guðmund á Sveinseyri 1957, hann var 75 tonn. Sæfarinn, sá síðasti, er 101 tonn. Nú eigum við því 3 nýja stálbáta og von- um að þeir séu færir um að sækja á djúpmið; það er allt annað og betra hráefni sem fæst á djúpmiðum, stór og fal- legur fiskur. — En svo brann hjá ykkur? — Já, á miðri vertíð 1957 brann frystihúsið, en það var endurbyggt sama ár og þá stækkað upp í 12 tonn af flök- um á 16 stundum. Nú kaupum við fisk á sumrin eftir að gull- kista. dragnótarinnar var opn- uð. Nú eru hér 60—70 manns í vinnu í frystihúsinu — í stað 25—30 fyrst — ef hægt er að fá svo margt fólk, og auk þess 36 manns á sjó. — Hvernig hefur gengið í ár? — Það hefur gengið vel í ár, verið mikil framleiðsla bæði í vetur og sumar. Þrír bátar voru á síldveiðum og gekk ágætlega, tveir öfluðu samtals 25 þús. tunnur og mál, það gerir tæpar 4 milljónir kr. eða 3.9. Senni- lega höfum víð átt afurðir fyi'- ir 7 millj. kr. ógreiddar 1. á- gúst s.l. Þrettán prósent gengis- lækkun lækkar þcssa vöru okkar í verði um 900 þús. kr. Við skuldum í erlendum bönkum og hækkaði sú skuld gengislækkunardaginn um 400 þús. kr. Það er því árangur gengisiækkunar- innar, síðustu viðreisnarinn- ar, að þann dag urðum við 1.3 milljón kr. fátækari en við vorum daginn áður, dag- inn fyrir gengislækkunina. Svo hef ég heldur ekki frétt að síldarverðið hafi verið hækkað eftir 1. ágúst. — Hvað telur þú erfiðast fyr- ir atvinnuvegina nú? — Það eru háir vextir og al- menn dýrtíð sem plagar frysti- húsreksturinn. — Hvað áttu við með al- mennri dýrtíð — of hátt kaup? — Nei, það eru vextir, olía og varahlutir sem eru stærstu og vestu útgjaldaliðirnir. Við borguðum s.l. ár 1.7 millj. kr. fyrir vinnslu á fiski, en 1.5 millj. fyrir tvo aðra liði: vext- ina og umbúðirnar um fiskinn, fyrir oliu og rafmagn greiddum við 350 þús og 400 þús. fyrir flutninga. Fimmtán prósent kauphækk- un á 1.7 millj. kr. kaup ger- ir ca. 250 þús. kr., en hefðu verið greiddir eðlilegir vext- ir hefði ekki þurft að greiða nema 500 þús. Það er engin ástæða til að skattleggja framleiðsluna fyrir seðla- bankann. Það er ekki nema skrifstofuatriði að gefa út seðla á framleiðsluna og ætti ekki að kosta mikið. — Þú virðist ekki hafa mikla trú á fjái’málastefnunni nú. — Nei, ég hef ekki nokkra trú á þeim sem stjórna fjár- málastarfseminni nú gegnum banka og ríkisstjórn; fjármála- stjórnin hefur verið og er fyr- ir neðan allar hellur. Mér finnst helvíti hart þegar ég legg verðmæti inn í bank- ann að þá skuli ég ekki fá vexti fyrir það. Ef ég Iegg inn peninga fæ ég vexti af þeim, en ef ég framleiði verðmæti og lcgg þau inn í þjóðarbúið verð ég að borga vexti af þeim fyrir að fá að leggja þau inn! §1 Þau vo.ru hér í sumarfríi, ung menntahjón frá SovétríkjT unurh, tíilgir Karissön stúdent og Lar ssa Eskina vatnsvirkja- fræðingur. Þau komu hingað 8. júií og héldu aftur austur í ágústlok, en þá höfðu þau ferðazt talsvert um, hér sunn- anlands austur um Árnes- og Rangárvallasýslur, og síðan vestur til Breiðafjarðari Ég hafði undanfarin missiri haft bréfasamband við Birgi, 'þar -eð hann hafði ver:A um- boðsmaður minn við útgáfu í Moskvu. Skömmu áður en þau hjón fóru héðan, átti ég stund með þeim og leitaði fregna af námi þeirra og aðstöðu í Sovét, og svo af ferðalaginu hér í sumar. Birgir Karlsson er stúdent frá .Menntaskólanum í Reykja- vík 1958, og sigldj samsumars og hóf nám í Moskvuháskóla. — Ég hef stundað nám við háskólann í þrjú ár og á önn- ur þrjú-ár-Æítir til þess að ljúka kandidatsprófi í'. náms- gréinum míhum, segir Birgir. — Ég legg stund á almenn mál- vísindi og heimsbókmenntasögu t.l vorra daga. í þessu náini er einnig lesin hagfræði kapí- talismans, sósíalismans og efn- ishyggjunnar. Það er prýðilegt að stunda nám við háskólann. Þar er aðbúnaður allur hinn bezti. Nemendur hafa ókeypis .. allar bækur, auk þess húsnæði og fæði. Einnig:eru greiddar 90 rúblur á mánuði, sefn nem- andinn getur notað til auká- þarfa og1 skemmtana. Eh i sum- arfriinu, frá 1. júlí til ’l. seþt- ] —.......... uV i '..- li i i i .i ember, fær hann 150 rúblur á mánuði. Vetrarfrí er auk þess frá 23. janúar til 7. febrúar. í háminu er að visu mikið aðhald, en þó er ekki stefnt að því áð setja fótinn fyrir nem- andann. Öðru nær. Sé hann í einhverju ekki nógu vel undir- búinn. til prófs, á hann kost þess að fá aðstoðarmann, sem les með honum og leiðbeinir eftir þörfurn. •• . Slílcur • stuðningur er ekki einxíngis. • rhikiisvéfður fyrir nemandánn;- heldur e.'pnig fyr- y i-Vl..nilfii ..íi íræðingur. — (Ljósmynd Þjóflv. A. K.). ir skólann, og svo fjTÍr heild- ina, sem á að njóta stárfs- krafta þeirra, sem nám stunda. í svona skólakerfi verður það í rauninni eðlileg skylda nem- andans að skiia þjóðfélagihu á hagnýtan hátt árangrinum af náminu. Á sama tíma getur ríkis- sjóður gengið í seðlabankann og tekið þar út seðla á engin framleidd verðmæti. — Svo við snúum að öðru, hvaðan hafið þið rafmagn hér? — Við höfum rafmagn frá Mjólká, sem er selt á háu verði. Það er ekkert samræmi í raf- magnsverði til frystihúsa í land- inu. Það er lágmarkskrafa afl rafmagnsverð sé það sama, fyrst olíuverð er hid sama á öllu landinu. Hér kostar á aðra krónu kílóvattstundin, svo að þrátt fyrir hið háa verð á gas- olíu liggur við að það borgi sig að byggja dísilrafstöð. — Hvernig er höfnin? — Höfnin er góð frá náttúr- unnar hendi, ein bezta á land- inu, rúmgóð, djúp og örugg fyrir öllum sjógangi. Það er búið að leggja 800 þús. kr. í hafnarmannvirki og hægt að afgreiða við bryggjuna öll smærri flutningaskip sem Islendingar eiga eða 1500 tonna skip. Stærst hafa komið að bryggjunni 2500 tonna skip. Nú stendur til að lengja bryggjuna um 40 metra og breikka hana um 15 m, bá er hún orðin góð fyrir öll flutn- ingaskip sem íslendingar eiga, þá verður 5—6 m dýpi við hana um fjöruna. Kostnaður við þetta er áætlaður 3—4 millj. kr. — Hvaða togari liggur þar nú? B'rgir kvæntist árið 1960. Kona hans, Larissa Eskina, er frá Moskvu. Hún tók stúdent- próf 18 ára, en hóf síðan verk- fræðilegt nám, og s.l. vor út- skrifaðist hún með ágætisein- kunn sem vatnsvirkjafraiðingur. — Og í hverju er aðalíega fólginn sá námsferill, sem veit- !r slíka þekkingu og mennt- un? — Auk mikils lesturs um náttúrufræðileg efni og í stærðfræði, felst námið mjög mikið í rannsóknum úti í nátt- úrunni, svarar Larissa Eskina. — Ég var til dæm's við rann- sóknir á árfarvegum og vötn- um .með tiiliti til þess, hvað hægt er að -rjýta, ég var einn- ■Ms> á ferðalögum vegna kort- : lágningár lándsVæða, vanh við akuryrkju og stundáðf veður- fræði úti við, t.d. uppi í há- fjöllum. — Það er Ölafur Jóhannes- son. — Hvers vegna liggur hann hér? — Af því að hér er hann öruggur en ekki á Patreksfirði. — Hafnarstæðið virðist stórt. en hvernig er að gera hafnar- bakka? — Já, hafnarstæðið er stórt og gott og hafnarbakka er mjög gott að byggja hér með sand- dælu. Innsiglingin er góð og höfnin er fyrir allar stærðir af skipum. — Það verður víst ekki deilt ,um að hafnarskilyrðin eru hin ákjósanlegustu, en hvemig er landrýmið, og er byggðin í vexti? — Hér er nóg undirlendi fyrir stóran bæ, sem hægt væri að hita upp með heitu vatni á stærðu.m. Hér er heitt vatn, en er ekki notað til upphitunar enn, virkjun hitans er of dýr. fyrir svona fátt fólk, íbúar eru nálega 250. Nú eru 6 íbúðarhús í smíðum og verið að undirbúa byggingu þriggja húsa, ennfremur er heimavist- arbarnaskóli í smfðum fyrir bornið og sveitina. Þú sérð því að bvggðin hér er í vexti. Við þökkum Albert Guð- mu.ndssyni fyrir fræðsluna um lífsskilyrði og framkvæmdir í Tálknafirði. J.B. '<■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■( Eitt sumar var ég skammt frá Moskvu við ána Oka, sem fellur í Volgu. Mældi ég þar vatnsafl og gerði jarðvegs- og gróðurathuganir. Þá var ég- eitt sumar í fjall- lendi Kákasus við athuganir á jarðvegi og veðurfari, hvaða áhr'f loftslagið hefur á jarð- veginn, árnar, vötnin og ekki ‘ sizt, hvernig jökull myndast og leysist. Elbrus, sem er hæsta - fjall Kákasus, er um 5 þúsund ■ metra hátt, en snjólinan liggur í 3 þúsund metra hæð. Við unnum í 800 metra hæð í Mið- Kákasus o.g fengum þar hagl- él j’fir hásumarið, en fyrir neð- an liggur hið ynd.'slega. land; gróðri vafið og þungað suð- rænum ávöxtum. ■ Lengst af námstíma minúm, utan háskóians í Moskvu, var ég við Ðóhárósa. Þar var ég ; Framhald á 10. síðu; " g)— 'ÞJÓÐVILJINN —• Sunnudagur 22. oktúber 1961 Simnudsgur 22. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (7j

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.