Þjóðviljinn - 10.12.1961, Blaðsíða 3
Afmœlis-
happdrœffi
PíóSvilians
Sœkoptinn
er ný bók um uppíinningarmanninn unga, Tom
Swiff og vin hans Bucl Bardey, sem kunnir eru
orðnir af afrekum sínum í áður út komnum bók-
um um „Ævintýri Tom Swiff“. Ein þeirra, Geim-
stöðin var metsölubók síðast liðið ár.
S Æ K O P T I N N er ein, þeirra drengjabóka,
sem ekki verður lögð frá sér- fyrr en hún er
íulllesin. .
NÝ ÆVINTÝRI K.TARNORKUALDARINNAR
heilla al.la drerigi', sem gaman háfa af viðburða-
hröðum og spennandi sögum.
Verð kr. 63.00 + 1.90.
Bókautgálan SnæfeM,
Tjarnarbraut 29 Hafnarfirði — Sími 50738
Sigurjóji Jónsson
Hér í Reykjavík hafa marg-
ir af sö'umönnum happdrætt-
isins heldur ekki legið á liði
sínu og hafa margir þeirra
notað sér vel söiumöguleika
miðanna á vinnustað sínum.
Sem dærni um bá. sem það
hafa gert með frábærum
árangri má nefna Sigurjón
.iónsson í Landssmiðjunni.
Hann er nú begar búinn að
skila peninsum fyrir 35 blokk-
ir og er megnið af þeim mið-
um selt. á vinnustað. Sýnir
þátta ásamt fieiri dæmum, að
það eí- miog auðvelt að selja
happdrættismiða í afmæiis-
happdrættinu á vinnustöðum
og ’ættu f-leiri *að athuga þetta.
kl. 2 e-h.
gengst stúdentaráð fyrir bók-
meimtakynningu í hátíðasai há-
skóiars. Verður hún lielguð
austfirzku skáldunum Einari
Sigurðssyni, Ólafi Einai-ssyni og
Stefáni Ó'.afssyni.
Séra Einar fæddist árið 1538.
Var fyrst. prestur Norðanlands,
en síðan i Eydölum og jafnan
kenndur við þann stað. Hann
var kjmsæll með afbrigðum, og
er mælt, að 70 árum eftir dauða
hans hafí 36 af prestum lands-
ins verið af honum komnir. Einn
sona sér-a Einars var Ólafur
prestur í Kirkjubæ í Hróars-
tungu, en hans sonur séra Stef-
án í Vallanesi. Allir voru þeir
feðgar höfuðskáld sinnar sam-
t-íðar. byltingarmenn í efnisvali
og boðberar nýs tíma í íslenzkri
I Ijóðagerð.
! Andrés Bjömsson cand. mag.
: mun flytja erindi um skáldin
! og kveðskap þeirra. en stúdent-
j amir Bríet Héðinsdóttir, Hug-'
rún Gunnarsdóttir. Heimír
Steinsson, Kristinn Kristmunds-
son og Þorleifur Hauksson lesa
upp. Þá mun Kristinn Hallsson,
óperusöngvari,. . syngja nokkur
lög við ljóð þessara skálda. Að-
gangur að bókmennt-akynningu
þessari er ókeypis og öllum
heimill.
Litli vest-
urferinn
„Litli vesturfarinn“ er nafn á
nýútkominni barnahók, sem gef-
in er út í svonefndum „Kjör-
bókaflokki ísafoldar".
Höfundurinn, Bjöm Rongen,
er norskur, en ísak Jónsson
skólastjóri hefur þýtt. Þýðandi
segir í formála að sagan styðjist
að einhverju leyti við sögulegar
staðreyndir. Bókin er 160 blað-
’úsíður.
Valdimar Jónsson vcrksmiðjustjóri í rannsóknarstofunnl.
Harpa, stœrsta málningar-
verksmiðja landsins, 25 ára
Um þessar mundir eru 25 ár
liðin frá því að Harpa, stærsta
og elzta málningarverksmiðja
landsins, tók til starfa.
Forgöngumenn um stofnun
verksmiðjunnar voru þeir Trausti
Ólafsson, efnafræðingur, síðar
prófessor og Pétur Guðmunds-
s^on, kaupmaður.
Árið 1939 var fyrirtækinu
breytt i hlutafélag og voru stofn-
endur þessir: Trausti ólafsson,
Pétur Guðmundsson, Ludvig Ein-
arsson. Óskar Gísiasqn og Sig-
úrður Guðmundsson. Eru nú all-
ir stofnendurnir látnir nema
Pétur.
Fyrsti framkvæmdástjóri fé-
lagsins v-ar Pétur Guðmundsson,
en lengst gegndi því st.arfí Sig-
urður Guðmundsson, eða í 15 ár,
og óx fyrirtækið og blómgaðist
mjög undir hans framúrskarandi
stjórn.
Á árinu 1946 hófu félögin
Harpa h.f. og Litir & Lökk h.f.
sameiginlegan rekstur, enda
gerðist Oddur He'gason. sem þá
var aðaleigandi -að Litir & Lökk
hluthafi í Hörpu h.f.
Verksmiðjan hefur frá upp-
hafi verið til húsa að Skúlagötu
42, en í ársbyrjun 1956 voru
vörugevmslur og söludeild flutt
í húsakynni Litir & Lökk h.f. að
Einholti 3, og hefur Harpa h.f.
með bvi stórlega bætt aðstöðu
sína til fullkominnar þjónustu
Hjá fyrirtækinu eru nú starf-
andi milli 70—80 manns.
Stjórn félagsins skipa: Oddur
Helgason, formaður. frú Ragna
Björnsson. frú Sigríður Ein-ars-
dóttir, frú Friðbjörg Ingjalds-
dóttir og Helgi Oddsson.
Framkvæmdastjóri er Magnús
Helgason, en Sigurður Ólafsson
skrifstofustjóri og Valdimar
Jónsson verksmiðjustjóri.
„Konur skrifa bréf' sendi-
bréfasafn íslenzkra kvenna
Konur skrifa bréf nefnist
þriðja bindi bókaflokksins Is-
lénzk sendibréf, sem dr Finnur
Sigmundsson landsbókavörður
geíur út fyrir Bókfellsútgáfuna.
Þar birtast sendibréf frá fjórtán
íslenzkúm konum, skrifuð á
tímabilinu 1797 til 1907.
Þessar konur bjuggu víða um
land og bréfin skrifuðu þær á
ýmsum aldri. Þarna er bréf frá
Ragnheiði dóttur Finns biskups
Jónssonar, Guðrúnu o.g Ragnhildi
systrum Finns Magnússonar próf-
essors, móður og konu Gríms
Thomsen og Sigríði móður Jóns
Sveinssonar (Nonna), svo nokkr-
ar séu nefndar. í bókinni eru
mvndir af höfundum bréfanna
TIL SJÓS OG LANDS
Kosið í dag frá klukkan 2 til 9 e.li.
GUÐJÓN SIGURÐSSON
verkamaður hjá Reykjavíkurbæ kaus nýlega við stjórnarkjör i
Sjómannafélagi Reykjavíkur. — Hvers hagsmuna hefur hann að
gæta?
Starfandi sjómenn, kosið er alla virka daga frá kl. 3—6 í skrif-
stofu S.R., Hverfisgötu 8—10. Kjósið lista starfandi sjómanna B-
listann.
og viðtakéndum og skýringar við
bréfin.
Birgir Kjaran alþingismaður,
framkvæmdastjóri Bókfellsútgáf-
unnar, ræddi við fréttamenn í
gær í tilefni útkomu þessarar
fimmtu og síðustu bókar útgáf-
unnar á þessu ári. Áður eru
komnar út Frá Grænlandi eftir
Sigurð Breiðfjörð, nú gefin út í
fyrsta skipti eins og höfundur
gekk frá henni af Eiriki Hreini
Finnbogasyni, samtalsþættir Val-
týs Stefánssonar við séra Friðrik
Friðriksson, samtalsbók þeirra
Páls Ísólfssonar og Matthíasar
Jöhannessen Hundaþúfan og haf-
ið og þriðja bindi sjálfsævisögu
Kristmanns Guðmundssonar Uog-
inn hvíti. Kristmann hyggst
bæta f jórða bindi við. ævisöguna.
Bókfeilsútgáfan heíur nú
starfað í 17 ár. Kvað Birgir
Kjaran samtalsbók þeirra Páis og
Matthíasar 150. bók útgáfunnar.
Af því mætti marka að ekki
væri keppt við aðra útgefendur
u.m bókafjclda, en það hefði
iafnan verið markmiðið að vanda
frágang bóka útgáfunnar. Hefði
því marki verið náð væri ekki
sízt að þakka Prentsmiðjunni
Odda sem prentar bækurnar og
Prentmótum sem gera mynda-
mótin, svo og listamönnum sem
fkreytt hafa bækurnar, en teikn-
ingar eftir Jóhann Briem eru i
bók Breiðf jörðs og Atli Már
teiknaði í samtalsbók Páls og
Matthíasar auk þess sem hann
gérði aúar bókakápurnar.
Bókfellsútgáfan hefur hug á
að ta-ka upp á ný útgáfu safnins
Merkir Islendingar, sagði Birgir,
og ætlunin er að halda áfram
útgáfu vandaðra bóka í sama
broti og Frá Grænlandi, einkum
þjóðlegs fróðleiks.
Ný Dísu-bék eftir
Kárf: Tryggvason
t)t er komin ný barnabók eft-
ir Kára Tryggvason og hcitii
„Dísa og Skoppa“.
Þetta er 9. bckin í safninr
..Barnabækur isafoldar". en 11
bókin sem út kemur eftir Kára
;Sem; i'yrir löngú er i orðin einr
vinsælagti barnabókahöfundui
hér á landi. Einkum hafa Dísu-
þækyi1’..,Iýára Tryggvaso.nar noti.C
mikilla vinsælda. „Dísa of
Skoppa" er um 90 blaðsíður.
Hafsteiim Stefánsson
Sölumenn afmælishapp-
drættis Þjóðviljans úti um
land hafa yfirleitt staðið sig
vel og margir ágætlega við
útbreiðslu og sölu happdrætt-
ismiðanna, en f. starfi þeirra
byggist afkoma happdrættis-
ins að miklu leyti. Sem dæmi
um atorkusaman umboðs- og
sölumann úti á landi má
nefna Hafstein Stefánsson
skipasmið, Kirkjubæjarbraut
15 í Vestmannaeyium. Haí-
steinn er umboðsmaður happ-
drættisins í Ey.ium og hefur
ann-azt dreifingu miða þar, en
auk þess hefur hann sjálfur
þeg-ar selt 45 blokkir. Sagði
hann, er Þjóðviliinn átti tal
við hann nýlega, að nú væru
þeir Vestmann-aeyingar að
hefia sóknina að nýju i sam-
bandi við þennan næsta á-
fanga. Þessi frammistaða Haf-
steins er þó ekkert einsdæmi,
bví að ýmsir hafa sýnt álíka
árangur. Stendur Þjóðviljinn
í mikilli þakkarskuld við
þessa menn og hvetur aðra
til Hess að taka sér þeirra
dæmi til fyrirmyndar.
Sunnudagur 10. desember 1961 — ÞJÖÐVILJINN —