Þjóðviljinn - 10.12.1961, Blaðsíða 9
Rislágt
Nýlega er afstaðið hið ár-
lega þing knattspyrnumanna.
Var það haldið hér i Reykja-
vik, og sótt af nokkuð á sjötta
tug fulltrúa hvaðanæla af
landinu.
Dagblöð bæjarins sögðu yfir-
leitt nokkuð frá þingi þessu, en
það einkennilega var að öll
þeirra notuðu svipað orðalag
utn það, svona í fáum orðum
eins og vfirskriftin yi'ir línum
þessum hljóðar. og er hún tek-
in úr einu dagblaðanna.
Vafalaust munu flestir þeir
sem þetta lesa spvrja hverju
það sæti að bing knattspyrnu-
íþróttarinnar sé dauft og ,,ris-
lágt“. Knattspyrnan er þó sú
íþróttagrein sem vinsælust er
og sem dreeur að sér flesta
áhorfendur og knattsþyrna mun
ein almennasta íþróttagreinin í
landinu hvað iðkun snertir.
Menn gætu haldið að hjá
knattspyrnumönnum væri allt
í svo fínu lagi að ekki væri
nein málefni til að tala um.
Ef svo væri komið að um al-
gjöra fullkomnun væri að
ræða, að ekkert væri hægt að
finna að eða ekki væru til
verkefni til að vinna að, væru
knattspyrnumenn komnir á það
stig fullkomnunar sem mann-
legir menn hingað til hafa ekki
komizt!
Fæstii- munu þó trúa því að
knattspyrnumenn hafi náð
þeirri fullkomnun, heldur muni
eitthvað annað hafa komið til.
• Hverjum um að
kenna?
Þá vaknar spurningin hverj-
um sé um að kenna að knatt-
spyrnuþingið er svo „rislágt“
sem fréttamenn vilia halda
fram og raunar staðfest í sam-
tölum við marga fundannenn
sem þingið sátu. Þeir sem boða
til þingsins og undirbúa það
er stjórn Knattspyrnusam-
bandsins. Þsð er bví á hennar
valdi hvað hún óskar að leggja
íram fyrir þingfulltrúa: til
umræðu, til ályktana, af mál-
efnum sem a'fgreiða skal á
þinginu sjálfu, eða leysa milli
þinga.
Eina málið sem stjórnin
kom fram með á þinginu var
að leggja til að knattspyrnu-
þingið yrði annað hvort ár.
Annað viidi stiórnin ekki fá
rætt á þinainu. Þetta var í
sannleika ekki stórbrotið. og
varla líklegt til ’æss að valda
straumhyörfum. Ekki var
ptjórninni fastara í hendi að
halda máli bessu til streitu en
það, að hún dró tillöguna til
baka þegar hún fann að hún
átti ekki vinsældum að fagna.
Þó stjórnin hafi ráðið miklu
um framgang bingsins með
undirbúningnum undir _bað, er
ekki þar með sagt að það ráði
úrslitum urn bað hvort þingið
verði „rislágt“ eða ekki. Full-
trúar, sem þingið sæk.ia, eru ,eða
eiga að vera þangað komnir
til bess að ræða vandamál
knattspyrnunnar i landinu.
Þeir vita ef til vill betur hvar
skórinn kreppir, og það hlýtur
þá að vera þeirra verk sem
fulítrúa sinna byggðarlaga að
skýra frá þörfum og óskum
þeirra.
Það virðist því sem fulltrú-
arnir hafi gert ráð fyrir því
að stjórnin mundi leggja öll
vandamálin fyrir þingið, und-
irbúin 05 rannsökuð til hlítar.
og þeirra væri að ræða um
þau, og greiða síðan atkvæði.
Það bendir ekkert tíl þess að
þeir sjálíii- hafi komið undir-
búnir til þess að leggja eitt-
hvað fram.
Hinsvegar virðist stjórn KSí
sennilega hafa gert ráð fyrir
því að fulltrúarnir kæmu með
málin undirbúin. og legðu þau
fyrir þingið, og bá gæti stjórn-
in verið hlutlaus. Hér virðist
hafa orðið undariegur ,,mis-
skilningur“,
• Hin stóru mál
Hið sanna er að innan knatt-
spyrnunnar eru mörg vanda-
mál, sem eðlilegt er og ég vil
næstum segia. og æskilegt er.
Hér verður í bili drepið á þrjú
þeirra: 1. þjálfaramálið; 2.
framkvæmd knattspyrnumóta,
og 3. fjármál.
Á s.l. ári gerði stjórn KSÍ
samning við íþróttakennara-
skóla íslands um þjálfaranám-
skeið, góðan samning, sem ætti
að geta orðið íélögunum mik.
il hiálp í vandræðum þeirra
hvað snertir leiðbeinendur og
þjálfara.
Það er ekki nóg að gera góð-
an samning. það verður að
fylg.ia málinu svo eftir að
samningurinn nái tilgangi sín-
um. Þetta gerði stiórn KSÍ
ekki, og henni datt ekki í hug
að nota betta fyrsta þing eft-
ir að samningurinn var gerð-
ur til bess að tala svo fyrir
málinu að um munaði.
Hún hafði þó sannarlega til-
efni til þess að gera hað. í
sumar sendi hún út bréf til
aðila os skýrði frá samningn-
um. og óskaði eftir umsóknum
um að námskeið yrðu haldin.
Hafi stjórnin ekki vitað um á-
hugaleysi félaaanna. oy marini
ligeiir við að seg’a sljóleika
forráðamama knattspyrnufé-
laganna. í hessum efnum. þá
hljóta stjórnarmenn hó að hafa
orðið varir við bað begar þeir
féngu aðeins eina beiðni, segi
cg skrifa eina beiðni, um nám-
skeið!
Hvað átti. stjórnin að gera?
Sjálísagt getur menn greint á
um leiðir, -en. eitt munu menn
ipó sammála um og' það er,
að hun varð að aðhafast eitt-
hvað.
Þingið var sannarlega kær-
kominn vettvangur, og á réttu
augnabliki.
Ef stjómin hefði gert sér
fulla grein fyrir vandanum,
hefði hún átt að starfa fyrir
eldri og' yngri flokka. Gera síð-
an áætlanir um það hve marg-
ir þjálfarar þyrftu að vera til
þess að fullnægja eftirspurn,
fyrir fyrsta aldursflokk og
hvað marga fyrir yngri flokk-
ana. Síðan hefði hún þurft að
gera áætlun um það hve marga
leiðbeinendur þyrfti raunveru-
lega til þess að veita tilsögn
þeim fjölda ungra drengja sem
leitar til knattspyrnunnar sem
iþróttar og tómstundastarfs.
Víða um land koma drengir í
tugatali til æfinga, og sjaldnast
mun fleiri en einn til þess að
leiðbeina þeim, og hvaða
kennslu getur einn leiðbein-
andi veitt 30—50 drengjum?
Ef fyrir hefði legið frá stjórn
KSÍ nákvæm skýrsla um þjálf-
aramálið i heild, og lögð hefði
verið fram áætlun um þörf leið-
beinenda og þjálfara, hefði ef
til vill verið hægt að vinna
þessu mikla nauðsynjamáli
knattspyrnunnar mikið gagn á
þessu þingi. Þá hefði stjórnin
þó gert hreint fyrir sínum dyr-
um, tekið á málinu með þeirri
festu sem nauðsynleg var. Ef
til vill hefði það orðið til þess
að opna augun á félögunum
fyrir þeirri nauðsyn að hjálpa
' sér sjálfum. Ekki er óhugsandi
að þeim hefði skilizt að þarna,
var lagður grundvöllur að því
ef vel væri að þessum mál-
um starfað, að okkur tækist í
fra'mtíðinni að ala upp álit-
legan hóp vel nothæíra þjálf-
ara fyrir þá eldri, um leið og
leystur væri mesti vandinn með ^
leiðbeinendur í yngri flokkun-
um.
Það er því algjörlega mál
stjórnar KSÍ að leggja þetta
’ mál fram á þinginu til um-
í’æðu undirbúið. og óafsakan-
legt að gera það ekki, vegna
þess að engum er jafnljóst, eða
ætti að minnsta kosti að vera,
1 og henni hvert nauðsynjamál
þetta er.
Hér er ekki um nýtt vanda-
mál að ræða. þetta hefur verið
eitt af þessum eilífðarmálum,
sem ekki hefur verið hægt að
leysa fyrst og fremst vegna
fjárskorts. Það virðist ekki nóg
til þess að hrífa stjórn KSÍ að
' Iþróttakennaraskóli Islands
býðst til þess að greiða kennslu-
kostnaðinn við námskeiðin.
Hún fyllist ekki neinum eld-
móði áhugamannsins þegarund-
ir það hyllir að takast megi að
finna lausn á anargra ára
vanda, henni að kostnaðarlausu
eða kostnaðarlitlu. Hún finnur
ekki ástæðu til að skera upp
‘ herör meðal félaganna til þess
að nota þessa aðstoð og hjálp.
Þetta var ein ástæðan til þess
að síðasta knattspyrnuþing var
svo „rislágt" eins og blöðin orð-
uðu það, og öllum bar samaö
urn.
Síðar verður svolítið vikið að
framkvæmd knattspyrnumót-
anna, og fjármálunum.
Frímann. '
Bamadýnur
BÓLSTERIÐJAN,
Freyiugötu 14.
Sími 12292.
Húseigendur
Miðslöðvaikatlar
Smíðum svala- og stigaliand-
rið. Viðgerðir og uppsetn-
ing á olíukynditækjum,
heimilistækjum og margs
konar vélaviðgerðir. Ýmis
konar nýsmíði.
Vélsmiðjan SIHKÍLL, '
Hringbraut 121. Sími 24912.
Nýtízkuhúsgögn
Fjölbreytt úrval.
Póstsendum.
Axel Eyjóifsson.
Skipholti 7. Sími 10117.
*
HLJÓÐFÆRAVERZLUN
POUL
FREMIER:
trommur og ailskonar
varahlutir.
H.F.
GÍTARAR:
lækkað verð
gítarólar o.fl.
PÍRASTRO:
strengir
-VITASTÍG 10 — SlMI 38211
FRAMUS:
pick-up
MOFNER:
rafmagnsgítarar
bassagítarar
SELMER:
saxófónpúðar o. fl.
HARMONÍKUR:
allar stærðir
Elnkaumboð á íslandi
fyrir: ■ 1 i
SELMER 0 G
PREMIER
MIKIÐURVAL af
LEIKFÖNGUM
- SÍMI 38211
Þetta er ný og skemmtileg -ástarsaga efti-r .sænsku skátd-
konuna Sigge Stark. Bækur héhriar'selja-át í risasíorum
upplögum. Áður haía komið út á íslenzku þessar bækur
eftir Sigge Stark: „Funi hjartans“. ..Kaupákönan í Hlíð“,
„Skógardísin'V „Þyrnivegur hamingjunnari* óg " „Að freista
gæfunnar“.
Kostar aðeins, 85 ‘krónur i bandí.
FORLAGASLÓUlR er spennandi skáldsaga, sem stúlkur og
konur á öllum aldri munu lesa sér til óblandinnar ánægju,
— og ekki sízt, ,er bókin kjörið lesefni fyrir ungar, ást-
fangnar stúlkur.
SUNNUFELLSCTGÁFAN
Sunnudagur 10. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN - ÍSf