Þjóðviljinn - 10.12.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.12.1961, Blaðsíða 4
SPJALLAÐ VIÐ ARNÓR KRISTJÁNSSON Á HÚSAVlK r Þótt Arnór sé nú koniinn á sjötugsaldur þá vann liann dag hvern sl. sumar frain á haust við aðgerð frá morgni til kvölds og var myndin tekin þegar Þjóðviljinn hitti Arnór að máli í sumar. Lítið er um ljósastraum, lýður blœs í kauntn. Laxá eins og lús með saum læðist út í hraunin. Þannig hljóðaði ..vísa vikunn- ar“ á Akureyri fyrir nokkrum dogum, þegar notendur raf- straums frá Laxá sátu í kulda og myrkri. Sú uppákoma hjá Norðlingum er nú úr sögunni að sinni, og hefur auk þess verið rækilega frá henni sagt svo ekki skal fiölyrt um hana. Samt er skiljanlegt að_Laxár- virkjun berist í tal þegar Norð- lingar skjóta upp kollinum hér syðra. einkanlega þegar þeir hafa alizt upp á bökkum Lax- ár, eins og Arnór Kristjánsson á Húsavik. Hann virðist vita dálítið um ána sem verkfræð- irigar mættu taka til athug- unar. — Ég var 9 ár á Hamri, fremsta bæ í Laxárdal, þegar ég var ungur, segir Arnór. Þar sem hin raunverulega Mývatns- sveit og Laxárdalur mætast, rétt fyrir framan Hólkot, er eyja í ánni, Hofsstaðaey (Hofs- Fyrsfu samningar - Hœst kaup HöfSingleg • •• f g/o?- staðir neðsti bær í Mývatns- sveit) og síðan smáhólmar þannig að áin rennur í tveimur kvíslum fram á móts við Hellu- vað. Ég tók eftir því þegar ég var strákur á Hamri og þegar stóð norðvestan í ána, að það var töluverður kraftur í henni út á móts við Ljótsstaði í Lax- árdal. Ég hef aldrei heyrt að svo mikla stórhríð hafi gert að krap hafi setzt í ána á móts við Ljótsstaði. Veturinn 1923 gerði svo mikla norðvestan stórhríð að krap settist í ána neðan við Ljótsstaði svo þar varð hestheldur ís. Sagði þá Hjálmar bóndi á Ljótsstöðum, að hann myndi ekki til að slíkt hefði komið fyrir áður. Á móts við Hólabeitarhús, hjá Hádegishól, breikkar áin og grynnkar og þar sezt krap í hana og þar leggur hana oft. Síðan mjókkar hún aftur, en fyrir utan Hólahornið og alla leið út fyrir Birnustaðaflóa breikkar hún og er lygn svo það sezt kran í hana, og þá rennur hún út í hraunið. Ég' álíí að vifl eigum á hættu raf- magnsleysi alltaf þangað til að áin hefur verið sett í stokk þarna, eðn komið í veg fyrir að liún renni út í hraunið, því það vatn; sem síast niður í liraunið knýr ekki vélar virkj- unarinnar. Þetta var aðeins fátæklegur útdráttur á hinni nákvæmu lýsingu Arnórs á Laxá. .•—Viðgerðinhjá Geirastöðum, sem átti að tryggja rennsli ár- innar, er góð, en hún er ekki einhlít meðan vatnið getur runnið út í hraunið niðri í Laxárdalnum, sagði Arnór ennfremur. — En hvað- um atvinnu á Húsavík? xo.... Sjómenn á Húsavík seldu Fiskiðjuverinu lifrarbræðsluna á sl. vori — en andvirðið, 250 þús. kr, gáfu þeir s júkrahúsinu. — Ég man vart eftir að það hafi verið nokkru sinni meiri atvinna á Húsavík en s..l, sum- ar. — Hverju var það að þakka? — Það var tekin upp verka- skipting, þannig' að fiskiðju- verið kaupir nú fiskinn á bryggjunni og sér um aðgerð hans, í stað bess að sjómenn- irnir fari í aðgerð að loknum róðri. Sjómennirnir gátu því einbeitt sér að veiðunum og við það skapaðist atvinna fyrir aðra í landi. í sumar komu tveir línubátar í bæinn og heimatrillur eru um 40. í ,sum- ar mun hafa komið þriðjungi meirj fiskur á land en und- anfarin sumur. Þá var Þar op byrjað i fyrra- haust að fiska í net og hefur^ síðan fiskazt töluvert vo.r og' haust í net. Sjómenn telja að aukinn afli stafi af stækkun land- helginnar á sínum tíma og friðuninni sem þá fékkst. Hafa má og í huga, segir Arnór enn- fremur, að hvar sem Húsvík- ingar stunda veiðar við landið, hvort heldur er þorsk- eða síldveiðar eru þeir í fremsta flokki. *— Hvernig stóð höfnin sig í ofviðrinu? — Það hefur tvisvar gert ofviðri á Húsavík i haust, en hafnargarðurinn hefur staðið allt af sér og erum við heppn- ir með hve vel hann er byggð- ur. — Hafa hlaðizt upp hjá ykkur fiskbirgðir? — Þegar ég fór að norðan var allur saltíiskur og skreið farin. — Hafið þið ekki haft góð- ar tekjur fyrir allan þennan fisk og vinnu? — Jú, og framkvæmdastjóri fiskiðjuversins má eiga Það að hann borgar verkafólkinu sam- kvæmt samningum. — Já, samningar, — hafið þið ekki hæsta kaup á landinu nú á Húsavík? — Það mun vera, kaupið hjá okkur er kr. 23,74 í dag- vinnu. — Og ykkur gekk vel að ná samningum í vor? — Samningar gengu frekar vel, a.m.k. náðust samningar á Húsavík fyrst á öllu landinu 1 verkföllununi s.l. sumar, Að- alviðsemjendur þar eru kaup- félagið, bæjarfélagið og Fisk- iðjuverið. svo. raunverulega erum við að sernia við okkur sjálfa eða samtök fólksins sjálfá ef allt er með eðlilegum hætti. Talið berst að því að Hús- víkingar hafi mikinn áhuga fjrrir aukinni síldarsöltun og síldarbræðslu og í því sam- bandi segir Arnór: — Samvinnufélag' sjómanna kom lifrarbræðslunni upp á sínum- tíma. Vélamar voru þá taldar einhverjar vönduðustu- á landinu, bótt nú séu þær gamlar, ófullnægjandi og bræðslan of lítil. Samvinnufé- lag sjómanna seldi Fiskiðju- verinu iifrarbræðsluna síðast- liðið vor, •— bó með því skil- yrði að brædd yrði lifur fyrir bátaeigendur enda þótt þeir væru ekki í Fiskiðjusamlaginu. Söluverð lifrarbræðslunnar, 250 þús. kr., gáfu sjómennirn- ir Sjúkvahúsi Húsavíkur. Við Arnór gætum spjallað lengi enn, en nú skal staðar numið að sinni. J.B. Gefið ekki dægurflugur í jólagjöf, heldur góðar bækur og eigulegar. Jólabók okkar er Á IslendingaslóSum i Kaupmannahöfn effir Björn Th. Björnsson HEIMSKRINGLA %) ~ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 10. desember 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.