Þjóðviljinn - 16.12.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.12.1961, Blaðsíða 3
★ Ennþá er óáregið uni 3 Vo’kswagenbíla. Eflir viltu — á Þorláksmessu — verður (lregið um þann fyrsfa. Um liina tvo verður drcgið 6. marz og 6. maí n.k. Tk Á hverjum miða cr aukavinn- ingsnúmer en aukavinningarnir eru alis 500 að íö’u og' skiptast þeir þannig: Ákveðnir hiutir eru 50 að tölu og er hver vinningur frá 1500 til 11.000 krónur að verðmæti. Þá eru 159 vöruávísanir, hver á kr. 1000.00. Loks eru 300 vöruávísanir, hver á kr. 500.00. ■k Af aukavinningunum eru um 100 þegar gengnir út en hin- ir 4.00 eru eiiri eftir. ~k Kaupið miða, seljið miða, gerið ski' sem fyrst. -ir Stækkum og bætum Þjóð- viljann. AFMÆLISÍIAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS Þórsgötu 1 — sími 2239G — box 310. Vestmannaeyjum 15/12 — Belgískur logari leitaði hafnar hér í Vestmannaeyjum seint í gær vegna sjúkleika skip- stjórans. Var skipstjóri flutt- ur í land og lagður í sjúkra- Tókst ekki æð ræn£ 12 millj. kr. LONDON 14/12 — Átta grímu- búnir menn réðust í dag á bankabíl á götu í London, en tókst ekki að ræna þeim 12 millj. króna sem í bílnum voru. Árás- armennirnir voru sjálfir á þrem bílum og óku í veg fyrir banka- bílinn og neyddu hann til að stanza. Verðirnir í honum skutu þá á þá úr skammbyssum og fjöldi lögreglumanna kom á vett- vang. Bófarnir sáu þá sitt ó- vænna og flýðu. Þeir komust undan og skildu eftir einn lög- reglumannanna illa meiddan. Teiknistofan 'Tígull hefur gef- ið út- litabókina Rikki fer til Norðurlanda. Þetta er dálítið óvenjuleg litabók. þ.e. hún hef- ur ekki einungis að geyma teikn- ingar sem börnum er ætlað að lita, heldur ýmiskonar fróðleiks- mola sem bundnir eru ferð söguhetjunnar. Rikka, um Norð- urlönd. Á aftarj kápúsiðu eru "svo- birtar leiðbeiningar um blöndun iita. Haraldur Einarsson kennari hel'ur teiknað myndirnar í bók- ina og gengið frá efni hennar að öðru leyti. hús, en togarinn hélt aftur til veiða þar eð skipverjar hugð- ust Ijúka túrnum. Togari þessi er systurskip togarans Marie José Rosette sem rnjög kom við sögu í janúarmánuði s.l., en þá lenti skipið á hafnar- garðinum í Eyjum og stór- skemmdi. Ski.pstjórinn sem nú lagðist í Eyjaspítala er sá sami og var með Marie José Rosette. Er fréttamaður blaðs- ins hitti hann í sjúkrahúsinu í dag, kvaðst hann hafa kvið- ið fyrir að korna til Vest- mannaeyja aftur, en sá kvíði, fyrir slæmum móttökum af hálfu Vestmannaeyinga hefði verið ástæðulaus, á móti sér hefði verið tekið sem göml- um vini. Ekki kvaðst skip- stjóri þó mundu draga andann léttara fyrr en togari sinn væri aftur kominn öruaglega út úr Vestmannaeyjahöfn. Blaðamenn í Austurríki leggja niður vinnu VÍN 14/12 — Austurrískir blaðamenn hófu verkfall í dag til að knýja fram kröfur sínar um hærri lágmarkslaun og al- menna hækkun launastigans. Verkfallið hófst þegar útgefend- ur harðneituðu að vérða við kröfum blaðamanna og mun verkfallið standa þar til þeim snýst hugur. Það nær einnig til ‘austurrísku fréttastofunnar APA. „Grandma" Moses látin 101 árs HOSSICK FALLS 14/12 — ,,Grandma“ (,,Amma“) Moses, sem réttu lagi hét Anna Mary Robertson, lézt hér' í gær, 101 árs gömul. I-Iún vann það ein- stæða afrek að verða. einn af kunnustu listmálurum Bandaríkj- anna, ' þótt' lrún tæki ekki aðí - mála fyrr en hún var kornin á áttræðisaldur. Hún hlaut að vísu aldrei mikla viðurkenningu fyrir list sína, en því vinsælli var hún og frægð hennar barst víða. L. Marga þarf að afgreiða á bög glapóststofunni rctt fyrir jólin. Leiðin liggur í brennipunkt jólaannanna, bögglapóststof- una í Reykjavík, þarsem upp hlaðast allskonar kassar og pokar firnamiklir, þarserp póstmenn eru einsog villuráf- andi sauðir í öllum þessum dyngjum en vita þó merkilega vel hvað þeir eru að gera. Okkur er boðið innfyrir uppá heitt og svart kaffi og við tökum til við að rekja garnirnar úr Helga B. Björns- syni sem er höfðingi þessa staðar eða deildarstjóri. Helgi hefur unnið hjá póstinum all- ar götur síðan 1914, eða í nær 50 ár. Hann er unglegur, hressilegur, hvikur og gestris- inn og hefur frá m.eiru að segja, en vér sjáum oss fært að festa á pappír. öðru hvoru reka aðrir póst- ins þénarar inn andlitin á sér •og gera svolítið grín að okkur. Helgi kynnir okkur fyrir þeim svona jafnóðum og þar er fyrstur Jón Gíslason. fræði- maður, sem fræöir okkur á því hvað hangikjötslæri kost- ar, komið vestur uni haf. 100 króna læri út úr búð, kostar litlar 400 krónur í Kanada. Lækna- og verkfræðingaflótt- inn hefur þrefaldað böggla- póst til Svíþjóðar, segir hann. Svo er það hann Guðjón, sem lagar kaffið. hann var heldur lítið fyrir það, að „mæla orð sem hann má síð- ar trega“ og því síður tók hann á sig nokkra ábyrgð í sambandi við myndavélar. En allt urn það, þökk fyrir kaffið Guðjón. Þá sýndi hann Valdimar Valdimarsson okkur sjálfan sig. Að sögn Helga stundar hann trillufiskirí og laxveiðar. þegar hann er ekki að fást við dularfulla pakka. Konráð Kristinsson þaut þarna um einsog fellibylur og mátti ekki vera að segja neitt. Og svo var það póstfulltrú- inn, Siggeir Einarsson, hann hefur unnið við póstinn síðan 1926. Hann virðist spakui’ rnaður og gætinn. ..Hann er einskonar næstkomandör“. — segir Helgi. „Hörkuhelvítidug- legur“. Þegar allir hafa lokið sér af með pillurnar, byrjar Helgi að ljúga í okkur. (Eftir því sem hinir segja). ,.Já, þetta er allt í fullum gangi, við sendum með. öllum mögulegum farartækjum, skip- um. bílum og flugvélum. Það er verst hvað pósturinn tapar ' miklu á flugvélunum. Þetta er samt tiltölulega l.iúft og gott ennþá. en versnar síðustu dagana fyrir jól. Þá er það oft slæmt. Svo var mikið að gera í gær og fyrradag. Póstur í Drottninguna. Hún fór í morg- un. nærri tveim dögum á eftir áætlun, en við erum enri að fá póst í hana. Við sendum það á eftir henni til Kefta- víkur. Annars er fólk eitthvað far- ið að átta sig á. hve nrikil- vægt það er að vera snemma á ferðinni með jólapóstinn. Svo verður líklega mikið á ! rnorgun og hinn daginn. Síð- asta strandferð fyrir hátíðar er þann 15. > Já, hér ægir öllu saman. > Sjáiði t.d. hérna Daláhólfið. | Það bet' mest á tveirn tegund- um böggla, nefnilega bóluefni í rollurnar og brjóstbirtu í bændurna. Stundum kemur hér hákarl í pokum. það er nú ljóti óþefurinn. Nei, ' það þýðir ekkei't; að senda hann til útlanda. þeir fleygja hon- . um t. d. í Kaupmannahöfn. Annars notum við bílana einsog hægt er, sérstáklega hérna á Suðurlandsundirlend- , inu. Já alveg rneðan fært er. fram á harða jól. Bæklingurinn? Jólapústúr- inn? Jú eitthvað héfúr þann h.iálpað, en meira þart ef duga skal“. •' ; Nú er kaffið bú>ð e«.' við skáskjótum okknr 1»!"' "i'-Va- staflanna og tökuh' : %d- urnar á gestgjöfum ci /v’T og f örum. GO. . v * *. .. t Bögglarnir, smáir og stórir, bíða flutniiígs véstur. norður og áustur á land. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Laugardagur 16. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.