Þjóðviljinn - 16.12.1961, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 16.12.1961, Blaðsíða 14
2) r s ÓSKASTUND ÓSKASTUND — (3 Sagan um Sirkus-Pétur Eftir Else Fischer-Berginan — Það skulum við tala um þegar við komum heim, sagði Pétur, en hvar er ljóti galdrakarl- inn? — Hann er úti og ekur í Stjörnunni fljúgandi, svaraði Milla., — Þá er bezt, að við flýtum okkur í burt áð- ur en hann kemur heim, sagði Pétur. Svo hnýtti hún Miila öðrum endanum á trefl- inum sínum utan um gluggapóstinn, Pétur hélt í hinn endann og Milla dansaði niður eftir trefl- inum, rétt eins og hún væri á línunni heima í sirkusnum. En þá heyrðist brak og brestir, þrumur og eld- ingar. Galdrakarlinn kom á fleygiferð í Stjömunni fljúgandi. svo gneistarnir flugu í allar áttir. Milla varð dauðhrædd. ■— Hvar eigum við að fela okkur, sagði hún grátandi. — Við felum okkur alls ekki, sagði Pétur, því nú hafði hann ákveðið að berjast við galdra- karlinn. Stjarnan fljúgandi nam staðar við Vetrarbraut 53. og galdrakarlinn kom í ijós. — Komdu hingað, gamli galdrakarl, sagði Pétur, ég ætla að beriast við þig og ég er ekki vitund hræddur. — Ha, ha, galdrakarl- inn skellihló. — Þetta er nú það skemmtilegasta sem ég hef lengi heyrt. Svo þú ætlar að berjast við mig. Bíddu við, litli vesalingur. Og þar með réðist hann á Pétur, eld- snöggt. Eins og örskot vék Pétur til hliðar. Bang — Galdrakarlinn sló höfð- inu í vegginn og valt eins og kortöflupoki niður alla Vetrarbrautina og lenti að lokum á bólakaf i sjóinn. Framhald. SKRÍTLUR Sigga: I-Ivað ertu að gera? Dóra: Ég er að skrifa lítilli frænku minni bréf. Sigga: En af hverju skrifar þú svona hægt? Dóra: Af þvi frænka min les svo hægt. T*r Óli litli. fjögra ára, var að klöngrast upp brekku á eftir pabba sínum. Gangan gekk seint og erfiðlega. og loks komst Óli ekki lengra. Þá kall- aði hann til pabba síns: ,,Hjálpaðu mér, pabbi, ég drif ekki.“ N Ó T T Nótt heitir með mönn- um en njóla með goðum, kalla grimu ginnregin, Óljós jötnar, álfar svefngaman, kalla dvergar draum- njörun. (Úr Alvíssmálum). * * GULLNA SKIPIÐ * * felustað. en kom þá auga á runna með bláum berj- um. Hann fyllti hægri! vasann af þeim og stakk einu þeirra upp i sia. Um leið og hann tuggði það, duttu af honum hornin og hann varð myndar- legri maður en nokkur annar á jörðinni. Daginn eftir kom skip í ljós við sjóndeildar- hringinn. Toivo hljóp fram og aftur um strönd- ina og kallaði til skip- verjanna: — Takið mig Sem Sankti Pétur préd- ikaði við þann stóra sjó, uppspurði hann þann Fiskijúða, hvers líki ekki hafði fundizt til fiskidráttar. Og eftir því hann vildi með engu móti við trú taka. fór postul- inn til fundar við þenna fiskikarl, og vannst ekki á hann í fyrstu. Hann sagðist og miklu betri S K R í T L A Móðirin; Ég sendi dreng- inn minn út að kaupa eitt kíló rtf plómum, en þér hafið aðeins sent mér eitf og hálft pund. Kaupm.: Vogin mín er alveg rétt, en hafið þér vigtað son yðar, frú? mcð ykkur, góðu menn, áður en ég dey hér úr hungri. Ef þið flvtjið mig I til kóngshallarinnar skal ég launa ykkur ríkmann- lega. Sjómennirnir tóku Toivo um borð með glöðu geði og fluttu hann til hall- arinnar. Hann gekk inn i hallargarðinn og kom að tærri uppsprettu. Hann settist á bakkann og stakk heitum, þreytt- um fótum sinum ofan í vatnið. Þá vildi svo til að bryti konungs átti leið fiskimaður vera en Pétur hefði nokkurn tíma ver- ið. St. Pétur sagðist þó þar þá kominn til að reyna við hann um þetta. Og það varð um síðir að fiskikarl skyldi trú taka ef St. Pétur kynni að veiða hann í fiskidrætti. Og sem þeir komu á sjó og reyndu, vann fcarl. Þá leysti St. Pétur af öngul sinn og hnýtti hnút á enda taumsins og dró svo fiska. Karlinn gjörði eins og dró líka svo. Þá leysti St. Pétur af hnút- inn og dró sem áður. En sem fiskikarl vildi þar eftir breyta. kom hann engum fiski upp. Svo var hann til trúarinnar unn- inn. Úr ísl. þjóðsögum niður að uppsprettunni og hann sá Toivo. — Góði maður, þú ert vafalaust heitur og þreyttur, en ef það berst til eyrna konungs að þú hafir stungið óhreinum fótunum ofan í drykkjar- vatn hans, lætur hann taka þig af lífi. -— Herra minn. sagði Toivo, vatnið verður fljótlega jafnhreint aftur, en mér þykir leitt, að mér skyldi verða þetta á. En ef þú vilt bjarga mér skal ég gera þér mikinn greiða. Og Toivo fór ofan í vasa sinn og tók upp úr honum fagurblátt ber. sem hann rétti brytanum. Brytinn stakk því upp í sig og varð á samri stundu myndarlegasti maður kóngsrikisins, að Toivo auðvitað undan- teknum. Hann varð svo glaðúr að hann fann góðan felustað handa Toivo, þar sem öruggt var að kóngurinn gat ekki fundið hann. Við næstu máltíð sá kóngs- dóttirin að brytinn var gjörbreyttur maður. Hún varð mjög forvitin. — Hvernig stendur á þvi að þú ert allt í einu orðin svona myndarleg- ur? spurði hún. — Ég hitti mann í hall- argarðinum og hann gaf mér fagurblátt ber. hvísl- aði hann, ég borðaði það og varð svona eins og þú sérð mig núna. Framhald. Sankti Pétur og Fiskijúðinn Stuðningur við atvinnuvegina Frmhald af 6. siðu. til þrisvar sinnum hærri hér á landi en í Noregi. Flutnings- gjöld vöruflutningaskipa eru hér miklu hærri en í Noregi fyrir sambærilega flutninga. Hér á landi skattleggja bæði ýmsir milliliðir og ríkisvaldið sjálft útflutningsframleiðsluna miklum mun meir en gert er í ■Noregi. Og hér á landi er kostn- aður við fisksölusamtök fisk- framleiðenda og söluumboð miklum mun hærri en almennt þekkist annars staðar. Það eru þessir og fleiri aðilar, sem hér á landi taka svo stóran hluta af útflutningsverðmætinu, að hér þarf að greiða verkafólkinu lægra kaup og sjómönnum og útgerðarmönnum lægra fisk- verð en sömu aðilum er greitt t. d. í Noregi. Það. sem hér þarf að gera og við Alþýðubandalagsmenn höf- um margsinnis bent á, er að ráðast að rótum meinsins og létta vaxtaokrinu af framleiðsl- unni, að létta milliliðaokrinu af útflutningnum, lækka vátrygg- ingar, lækka flutningsgjöld og stórlækka álögur þær, sem rík- isstjórnin hefur lagt á fram- leiðsluna í formi útflutnings- gjalda. 25—30% fiskverðshækk- tin — 20% kauphækkun Með þessu frumvarpi þendum við á nokkur atriði. sem gera þarf útflutningsatvinnuvegun- um til stuðnings. Væru þessi at- riði framkvæmd, mætti hækka kaup verkafólks, sem við fram- leiðsluna vinnur, um 20% og fiskverðið um 25—30% og bæta þó hag fiskvinnslustöðvanna frá því, sem nú er. Einnig til hags öðrum atvinnuvegnm Greinargerðinni lýkur þannig: í greinargerð þessari hefur aðallega verið vikið að þeim hagsbótum, sem sjávarútvegur- inn hefði af samþykkt frum- varpsins. En augljóst er þó, að aðrir atvinnuvegir , landsins mundu einnig njóta góðs af samþykkt þess. Þannig mundi almenna vaxtalæklcunin ná til allra. Og lækkun vaxta á af- urðalánum mundi einnig koma landbúnaðinum til góða. Ýmis önnur ákvæði frumvarpsins, sem varða útflutning, mundu koma öllum útflutningsgrein- um til hagsbóta. En eins og verðlagsmjmdunin er í landinu, skiptir mestu máli, að þannig sé búið að sjávarút- veginum, sem algerlega er háð- ur erlendu verðlagi, að hann geti starfað með eðlilegum hætti. Útvarpsannáll Framhald af 12. síðu á að spyrja: Er mannskepnan í raun og veru svona inn við beinið, eða hefur höfundur tekið kenningar Freuds of há- tíðlega? Er þetta hið normala ástand mannsins, eða eru þetta aðeins sjúklegar undan- tekningar? Og ef svo er, hvíiða erindi á allt þetta sjúka fólk inn í bókmenntirnar? En hvað um það, nú er sag- an svo langt komin að höfuð- persónan Nína, hefur gert sér það ljóst, að hún þarf á þess- um þrem karlmönnum að halda er við sögu koma, hverjum til síns brúks, til þess að geta orðið hamingju- söm, og finnst manni því, að hér mætti ségja amen eftir efninu. En eitthvað á höfundur enn eftir í pokahorninu, og verð- ur fróðlegt að heyra hvort hann lofar nú söguhetjunni' að lifa í hamingju, með sínum þrem mönnum, eða hvort þetta endar allt með skelf- ingu. Blómabúðin Runni Hrísateigi 1 — Sími 38120 | j ; Afskorin blóm, blómakörfur, skálar, diskar, kransar, krossar og leiðisvendir. JÖLATRÉ og GRENI. Jólaskraut. I I l i i I .Ileimasími 34174 Góð bílastæði. UPPBOÐ Annað og síðasta uppboð á kjallaraíbúð að Digranesvegi 24 í Kópavogi, eign Henriks Thorlacius fer fram á eign- inni sjálfri þriðjud. 19. des. 1961 kl. 15. BÆJARFÓGETINN I KÓPAVOGI. Jólatrésskraut Við seljum bæjarins glæsilegasta og stærsta úrvavl af jólatrésskrauti — 50 til 60 tegundir — Sérstaklega sterkt og ódýrt. Kaupið meðan úrvalið er bezt! lSTORG Lf., Hallveigarstíg 10 — SímL 2-29-61 Til jjólanna Svínakótelettur, svínasteikur, hamborgarhryggir, alikálfafile, snittur, beinlausir fuglar, steikur, ungar hænur, lambahamborgarhryggir, lamba- hamborgarlæri. — Úrvals hangikjöt. — Margs- konar réttir á kvöldborðið — Allar nýlenduvörur. Gerið jólainnkaupin tímanlega. Hlíðarkjör Eskihlíð 10 sími 11780 !]4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 16. desember 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.