Þjóðviljinn - 21.12.1961, Síða 9

Þjóðviljinn - 21.12.1961, Síða 9
lÓÐVILflNM Útiref&ndi: SameininBarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. — RltstJóraT: Maí?nús K.iartansson íáb.k Magnús Torfi ÓJafsson, Siguróur Guðmundsson. — PréttaritstJórar: ívar H. Jónsson. Jón Bjarnason. — AuglýsinsrastliSrl: Guðgeit Magnússon. — Ritstjórn, aígreiðsla, auglýsíngar, prentsmiðJa: Skólavörðust. 19. &inu 17-óDO (5 Imur). Askrlítarverð kr. 50,00 a mán. — Lausasóluverð kr. 3.00 Prentsmiðja Þjóðvlljacs h f. Við ráðherraua að sakast það hefur margsinnis verið bent hér í blaðinu að málflutningur Morgunblaðsins stendur á ákaflega iágu stigi, þannig að hliðstæður munu vandfundnar í nálægum löndum. Hártoganir og v'svitandi ósannindi eru helztu vopn blaðsins og þeim er beitt af maka- lausri sefasýki. Einkanlega birtast þessi ófrýnilegu vinnubrögð þegar Morgunblaðið á í vök að verjast og þarf á því að halda að æsa lesendur síha upp svo að þeir hugsi ekki um málavexti. Sjaldan hefur ofsinn þó náð þvflíku hámarki sem í skrifum Morgunblaðsins um frétt Þjóðviljans að Vestur-Þjóðverjar hafi leitað fyrir sér um aðstöðu til heræfinga á íslandi, og er nú svo komið að ritstjórar Þjóðviljans virðast ráða gangi heimsmála, skrifum Pravaa og Ísvestía, ákvörðunum Sovétstjórnarinnar, framtíð Finna, Svía, Dana og Norð- manna, svo að ekki sé minnzt á íslendinga sjálfa. Virðast örlög mannkynsins hreinlega hafa breytt um farveg vegnu þess að Þjóoviliinn gróf ekki vitneskju sína um leynibrugg vesturþýzkra herfræðinga. jprétt Þjóðviljans um bollaleggingar Vestur-Þjóðverja var þó sannarlega engin heimssöguleg nýjung. Vest- ur-Þjóðverjar hafa leitað fyrir sér um heýæfirigastöðv- ar í fjölmörgum löndum og fengið þær. Vésturþýzkar hersveitir eru nú m.a. í Portúgal, Frakklandi, Eng- landi; vesturþýzkri birgðastöð hefur verið komið upp á Jótlandi og gengið hefur verið frá sameigihregri. her- stjórn Vestur-Þjóðverja og Dana á Eystrasalti; her- málaráðherra Vestur-Þýzkalands var nýlega í Noregi til þsss að leita fyrir sér um aðstöðu þar; og þannig mætti lengi telja. Þjóðviljinn var þarmig ekki að ljóstra ■upp um neitt nýmæli 1 stefnu Vesturþjóðverja; allur heimurinn hefur fylgzt með vfirgangi þeirra að und- anförnu — væntanléga einnig ritstjórar Morgun- blaðeins. En. það sem máli skipti í sambandi við uppljóstrun Þjóðviljans var það hver yrðu viðbrögð íslenzkra valdanmvna. Enginn bjóst við að þeir myndu viður- kenna að Vestur-Þjóðverjar hefðu leitað fyrir sér um heraefingastöðvar, því þá hefðu þeir verið að ljóstra upp um leyndarmál Nató, eiðsvarnir mennirnir. (Það var athyglisvert að fyrstu viðbrögð stjórwarherranma vonu þau að hrópa af mikiHi vanstillingu: — Hvar fékk Þjóðviljinn vitneskju sína?!) Hins vegar gerðu menn sér vonir um <að þeir myndu lýsa yfir því að ekki kæmi til mála að Vesturþjóðverjar fengju neins- konar hernaðaraðstöðu hér á landi. Var margsinnis skorað á ráðhernana á Alþingi íslendinga að birta slíka yfirlýsingu en þeir þvemeituðu. Þeir komust meira að seg-ja svo að orði að þeir myndu ekki birta neinar yfirlýsingar sem brytu í bága við stefriu íslenzku rík- isstjórnarinnar í utanríkismálum og gáfu þar með í skyn að aðstaða handa Vestur-Þjóðverjum á íslandi vaeri í samræmi við stefnu þeirra flokka sem nú fara með völd. jKað eru þessi viðbrögð íslenzku ráðherranna sem vak- ið hafa athygli erlendis; ef Morgunblaðið telur þá athygli háskalega er við ráðherrana eina að sakast. Séu þessir atburðir hættulegir Finnum, hefur Bj'arni Benediktsson forsætisráðherra kallað hættuna yfir þá; ef þeir eru óþægilegir öðrum Norðurlandaríkjum, geta þau þakkað Guðmundi í. Guðmundssyni utanríkisráð- herra fyrir hugulsemina. Það eru staðreyndir sem skipta máli en ekki umtal um staðreyndir. En íslendingar munu fyrst og fremst hugsa um sín eigin örlög, ef það á nú að bætast ofan á annað, að vestunþýzkar hersveit- ir:geri ættjörð okkar að æfingastöð fyrir manndráps- tól sín. — m. •. Jói Engilberís við staffciiið. Hundaþúfan og hafið Matthías Johannessen ræðir við Pál Isólisson. Bókfellsútgáfan. Jóhannes Helgi: Hus málarans. Endurminn- ingar Jóns Engilbex-ts, Setberg. Það var örlagarikur dagur þegar Mattbias Johannessen arkaði á tund Þórbergs tll að eiga við hann biaðaviðtal en úr urðu langar setur og loks heil bók. Síðan hefur þessi bók- menntagrein dafnað oéi virðist geta orðið skeinuhætt hinum endursögðu ævisögum sem tek- ið hafa mikið rúm í bókaútgáfu síðustu áratugina. Nýkomnar eru. út tvær sam- talsbækur við listamenn og að svo mörgu leyti hliðstæðar að vel vii'ðist íara á að fjalla um þær saman. Páll organisti og Jcn málari eru báðir komnir af kjarnmiklu alþýðufólki, list- in kallar þá unga og þeir halda út í heim til náms með harla fátæklega undii’búningsmennt- un, en hæíileikar og kjarkur vega upp það sem þar. skortir á. Þeir eiga þess kost að stunda list sína erlendis við ólíkt hag- stæðari skilyrði en hér heima, en báðir snúa þó heim cg sjá ekki eftir því, enda þótt þeim sárni að list þeirra mæti ofí takmörkuðum skilmngi. En Páll og Jón eru ekki að- eins listamenn sem kveður að, þeir eru einnig hvor um sig sérstæðar og ákaflega íslenzkar persónur, teljast til þeirra sem sett hafa svip á þióðlífið og gera vonandi enn um hríð. Páll hefur fengið stærri tæki- færi í því efni þar sem er langt cg mikið starf hans við útvarp- ið; tónlistaruppeldið sem lands- lýðurinn heíur hlotið er hans verk frekar en nokkurs annars manns. En svo hefur til tekizt að Matthxas spyriU' er að dómi Páls þriðji ómúsíkalskasti mað- ur sem hann hefur kynnzt. Vera má að l>að valdi að ýmis- legt í tcnlistarstarfinu sem gaman væri að kynnast liggur að mestu í þagnargildi í sam- talsbókinni, svo sem útistöður við svarna f jendur sígildrar tón- listar. Organistastarfinu og tón- skáldskapnum eru þó gerð tclu- verð skil. Þeir viðmælendurnir eru nokk- uð geínir fyrir heldur ófrum- iegar vangaveltur af heimspeki- tagi, bókin er skammt komin þegar Matthías fær ekki leng- ur ráðið við löngun sína ,.til að foi'vitnast um afstöðu Páls til dauðans". Um slík viðfangs- efni tala allir menn af jafn miklum eða litlum myndugleik, það er afstaðan til lífsins sem máli skíptir, og það sem dreg- ur lesandann að samtalsbókinni við Pál er að þar fer maður sem hefur ekki svikizt um að lifa. Mikil lífsreynsla kæmi þó fyrir lítið ef manninum væiá ósýnt um að koma fyrir sig orði, en Matthías er svo stál- heppinn að eiga tal við einn fremsta viðræðusnilling sem nú er uppi hér um slóðir. Sögurn- ar sem Páll segir af sjálfum sér og öðrum og fyndnin sem leiítrar af oi'ðræðum hans sýna að hann á jainvel ékki síður en vinur hans Árni Pálsson sköið að eignast sinn Boswell. Engin von er til, að önnum kafinn ritst.ióri geti rækt slíkt hh'.tverk, en Matthías hefur þó að minnsfa kosti rissað útlínur mik llar persónu. Að ýmsu leyti er viðræðu- tækni Matthrasar lipurri en Jó- hannesar He'ga, en þrátt fyrir hað er heildarmyndin af Jóni Eneilberts sem IIús málarans gefur cllu skýrari en sú sem fæct aí Páli við að lesa Hunda- þúfuna o'' hafid. Maðurinn er gæddur fxtonskrafti, takmarka- lau.st s.iálfstráUst gerir honum fært að yfirstfga erfiðleika sem hversdaesmertn réðu ekki við. Strókui'inn á N.iálsgötunni sem sorændi á gólfið hjá mömmu sinni þeaar hann fékk ekki að smíða skútuna sína i friði, varð að Hstamarmi sem ekki vílaði fyrir sér að reyna í annað skiDti. að setiast að á Islandi, enda þótt ekki seldist nema ein mynd á fyrstu. sýningunni sem hann hélt í Reykjavík að nárni loknu. ___ Jóni er ekki tamt að setja Ijós sitt undir mæ’iker, en hann sér fleiri en sjálfan sig. Megin- efni bókarinnar er minningar frá námsárunum í Danmörku og Noregi. íslenzku listamanna- efnin héldu hópinn og Jón kann margar góðar sögur af sér og félögunum, en hann læt- ur ekki við það sitja að 'segja skrítlx’.r um náungann. Úr frá- sögn hans verða mannlýsingar sem iesandinn festir ósjálfrátt trúnað á, hversu fjarstæðu- kennd sem einstök atriði kunna að virðast séð útaf fyrir sig. Þegar Jóhannes Helgi endur- segir irásögn Jcns er ailt skýrt og skcri.nort, hún er til dæmis ekki dónaleg myndin af kukl- i'.runum í herbergi Finnboga Rúts Valdimarssonar, þar sem txlvpnandi forsætisráðherra leit- ar ákaft inngcngu en árangurs- laust fyrir æsku sakir. Aftur á móti íerst spyrjandanum ó- höndulegar að koma sér í'yrir í verkinu. Sumt af því sem hann kemur með frá eigin brjósti er hreinlega út í hött, O" hann gerir óþarflega mikið að því að áminna Jón um að halda sig við efnið. Það á reyndar við um spyrl- ana báða, að þeir látast alltaf öðru hvoru þurfa að taka í taumana til að hindra útúrdúra og halda yíirleitt frambærilegri mynd á samtalinu. Með því eru þeir auðvitað að réttlæta til- veru sína, en er hún í raun og veru réttlætanleg? Samtals- bækur sem þessar geta verið all læsilegar, en þaer eiga sér því aðeins fullan tilverurétt í bókmenntunum að sá sem við er rætt sé óskriíandi. Ekki er annað vitað en að þeir PóJI og Jón kunni bærilega að draga til stafs og séx) færir um að festa hugsanir sínar á pappír. Úr því að þeir höfðu hug á því að segja lesendum írá Iífsferli sínum og setja skoöanir sínar á hinu og þessu fram oþinber- lega, var þeim vorkunnar’aust að skrifa almenni’ega sjálfs- æyiscgu eins.og aðrir hafa gert. I siálfsævisögu kemur höfund- ur fram miUiIiðalaust. Sú mynd sem sh'kt rit gefur hlýtur að vera trúverði’.gri en þegar ein- hver kemur milli lesandans og þess sem segir frá. Vilji hins- vegar rithöíundur lýsa öðrum manni svo rækilega að ti) hans nægi ekki minna en bckari'orm, ber honum að leita ailra til- tækra heimilda en einskorða sig ekki við bað sem hlutaðeig- andi vill láta haía eftir sér. Eftir þeii'ri reynslu sem und- irritaður hefur af samtalsbók- um, má hafa af þeim siundar- gaman ef vei tekst til, en þær eru ekki liklesar til bók- menntalegs langlífis. M.T.O. Páll ísólfsson við orgelið. GISLA Konráð Gíslason: Undir vorhimni. — Bréf. — Aðalgeir Kristjánsson sá um útgáfuna. • — Smábækur Menningar- sjóðs Reykjavík 1961. Undir vorhimni er ekki mikil bók að vöxtum, aðeins 109 bls. í litlu broti, en þó er hún fyrir ýmsra hluta sakir mun merkari en margar þaer. sem stærri eru og vöxtulegri og meira láta yfir sér. Eókin hef- ur að geyma 38 bréf, sum ör- stutt, sem Konráð Gíslason rit- aði 10 mönnum á árunum 1828 til 1889. Auk þess fylgir bók- inni formáli eftir Aðalgeir Kristjánsson, þar sem hann rekur stuttlega æviferil Kon- ráðs og gerir grein fyrir mönn- um þeim, sem bréfin eru rituð til. Ennfremur hefur Aðalgeir gert ítarlegar skýringar við öll bréíin, sem eru lesandanum til ómetanlegs gagns: Flestir Islendingar, sem komnir eru til ! vits og ára, kannast við Fjölnismanninn Konráð Gíslason,- en þó munu íæstir vita glögg' deili á hon- um eða ævistarli hans og er mér óhætt að fullyrða, að þessi litla bck muni verða til þess að skýra mynd hans talsvert í hugum flestra, er hana lesa, og er það vel svo merkur maður, sem Konróð var. Lesendur munu einnig kann- ast vel við ýmsa þeirra, sem bréfin éru rituð til, svo sem skáldin Jcans Hallgrimsson og Benedikf Gröndal, Jón I>or- kelsson l ektor og föður Kon- ráðs, fi-í»ðimanninn Gísla Kon- ráðsson.' svo að—nokkrir þeirra séu nel'nclir. Það er alkunna, að sendi- bréf veita oft einhverjar beztu upplýsingar um ritarann, sem völ er á. En þau veitá einrtig upplýsingar um v(ðtakandann og samband hans og bréfritai'a. Þetta sést glöggt af bréfum Konráðs, sem eru furðu fjöl- breytileg bæði að efni og stil, alt eftir því, hverjum hann er að ski'ifa. Berum t.d. saman bréfin til þeirra tveggja manna af þessum tíu, sem munu hafa vei'ið beztir vinir Konráðs, Jónasar Hallgrímssonar og séra Stefáns Þorvaldssonai'. Bréfin til Jónasar eru rituð í sama gáskafulla stíl og bréf Jónas- ar til Konráðs, sem margir munu. þekkja. Bréfin til séra Stef áns eru hins vegar ger- ólík, alvarleg og innileg í senn, merkari en margar þser, sem tjáir honum hug sinn allan á með harma sína og raunir og sorgarstundum lífs síns. En þá var líka Jónas látinn og vafa- laust hefði kveðið við annan tón í bréfum til hans, hefði Konráð átt þess kost að skrif- ast á við hann þá. Svipaðar andstæður eru einnig bréfin til Benedikts Gröndals og Magn- úsar Eiríkssonar. Ég skal ekki fjölyrða hér meirá um efni þessara bréfa. Þau kynna sig bezt sjálf. Hins vegar langar mig' til þess að víkja svolítið að útgáfunni. Mér virðist umsjcnarmaður út- gáfunnar, Aðalgeir Kristjáns- son, hafa unnið verk sitt af alúð og samvizkusemi. Inn- gangu.r hans að bókinni er góður, svo langt sem hann nær, þótt auðvitað verðskuldi Kon- ráð rækilegri ævisögu en það ógrip, sem þar er birt, en í svona bók voru auðvitað eng- in tök á að gera ævi hans og starfi þau skil, sem vert væri. Og þá er ég einmitt kominn að þætti útgefandans, Menn- ingarsjóðs. Aðalgeir Kristjáns- son segir í inngangi sinum: „Þegar lokið var að skrifa upp flest bréf, sem Konráð hafði skrifað á íslenzku, og nú eru varðveitt, völdu þeir Hannes Pétursson og Gils Guðmunds- son úr þeim þau, sem hér eru prentuð, en það er aðeins litill hluti þeirra bréfa, sem til eru“. Nú er mér spuim: Hvers vegna reðist Menningai'sjóður ekki í það þjóðþrifaverk að gefa út öii bréf Konráðs í heild ásamt rækilegri ævisögu hans? Ég hefði talið það standa þessu fyrirtæki nær en útgáfa margra þeirra bóka. sem það hefur sent frá sér,- bæði á þessu ári og áður. Að mínu viti verður að gera talsvert aðrar kröfur til bókavals ríkisstyrkts útgáfu- fyrirtækis en annarra bókaút- geíenda. Og veröur ekki þetta Framhald á 14. síðu Við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar Reykjavíkur ber Guðmundur J. Guðmundsson fram tillögur um eflingu útgei'ðar í bænum og ráð- stafanir til að fullvinna þann sjávarafla sem á land bei'st. Til- lögurnar eru á þessa leið: Aukning fiskiskipa- flotans Bæjarstjórnin lýsir víir þeim vilja sínum að -styðja með oú- um ráðurh að éflírteu útgerðar- irtnar í bænum cg að búa henni sem bezt starfsski’vrði. Telur bæiarstirtmm nauðs.vnlegt. að markvisst sé unnið að aukningu og endumýjun fiskiskinastólsins og þess jafnan gætt að fyjgjast vel með nýjungum. sem fram koma, ca bættri tækni. Bæ'-ar- sti^rnin beinir bví til útgerðar- ráðs 02 framkvæmdastjóra bæj- arútnerðarinnar að taka til gaum- gæfilegrar athugunar, hvort 1 ekki sé tímabært að hefja smíði a.m.k. eins verksmiðjuskuttogara, j er stundað gæti veiðar um lengri tíma en nú tíðkast á fjarlægum miðum og unnið allan aflann ferskan um borð. Heimilar bæj- arstjórn útgerðarráði að láta undirbúa smíði slík-s skips, ef at- hugun leiðir í ljós, að það sé hagkvæmt. i Fullvinnsla sjávarafla Bæiarstjórnin telur þá leið ör- uggasta 111 atvinnucryggis og aukinnar verðmætissköpunar að fullvinna þann sjávaratla er á ^and berst. Þess vegna felur bæj- arstjrrn útgerðari'áði að beita sér fyrir því, að sem mestur afli bæjarútgerðarinnar sé full- unninn hér heima ög hvetur til t'ers að bæiarútgerðin sé í farar- broddi með rannsóknir og til- raunir á nýium verkunaraðferð- ”m. sem I-'Wegar eru ti3 góðs árangurs. Skal sérstck áherzla lögð á að nýta stærri hluta en verið hefur af Faxaflóasíldinni til manneldis og er útgerðarráði falið að láta athuga og rannsaka möguleika á byggingu niðursuðu- verksmiðju og niðurlagningar- verksmiðju á vegum bæjarút- gerðarinnar. Þurrkví — skipa- smíðastöð Bæjarstjórnin telur á því brýna þörf, að byggð verði þurrkví í Reykjavik og telur það ástand cfært. að öll stærri millilanda- skip þurfi c”.u lengur að fara í : þurrkvíar erlendis til viðgerða. Samþykkir bæjarstjórn því að feia hafnarstjórn að gera tillög- ur um staðarval þurrkvíar og láta semja kostnaöaráætlun um byggingu hennar. Við staðarval sé haft í huga að reist verði þar einníg skipasmíðastöð og að gott athafnasvæði sé fvrir nauðsyn- legar' vélsmiöjur o.fl. Við afgreíðslu íjárhagsáætl- unar Reykiavikur flvtur Alfreð Gíslason eftirfarandi tillögur um ráðstafanir til að bæta úr brýn- ustu þörfum fvrir stofnanir til að annast athvarfs’aus börn og börn sem foreldrar hurfa að koma i örugga gæzlu einhvern hluta dagsins; i Viftheimili Bæjarrtjórnin sambykkir að láta gera framkvæmdaáæt’un um byggingu vistheimila fyrir börn í tímabundnu fóstri. og felur jafnframt bæjarráði að út- vega annað húsnæði en vöggu- stofuna á Hlíðarenda sem bráða- birgða uoptökuheimili fvrir 1 ’á til 3ia ára börn. Þá te’.ur bæj- arstjórn óhiákvæmilegt að hefia á árinu byggingu vistheimilis 'fyrir 10—15 börn, sem ekki eiga þess kost að alast upp á einka- heimilum. Dagheimili — Dag- vöggustofur Bæjarstjórn sambykkir að láta gera framkvæmdaáætlun um bygglngu dagvistarheimila öll- um hverfum bæjarins. í hveriu þessara heimila skal gera ráð fyrir mismunandi deildum eftir aldri barnanna. allt frá vöggu- stofu upp i deild fyrir fi—7 ára börn. Með; sérstöku tilliti til þess að ekkert var unr>ið að byggingu almennra dagvistarheimila árið 1961, leggur bæjarstjórn ríka á- herzlú á að framkvæmdir vcrði hið bráðasta hafnar við fyrir- hugað daeheimili og degvrjggu- stofu í Hlíðunuæ. og að undir- búin verði bygging dagvöggu- stofu í Vesturbænum, annað- hvort. í tengslum við heimilið í Fornhaga eða nýtt dagheimi’.i. ; Bæiarstjórn sambykkir að láta starfrækja dagvöggustofu í göm’u vöggustofunni á Hliðar- enda. begar hin rýja vöggustofa þgr hefur verið tekin í notkun. Leikskólar Bæ’arst.iórnin sambvkkir að »e,ra áæ*Iun um stofnun leik- skóia í öllum hverfum bæiarins. Þar sem m’ö" brýn börf er á aukinni leikskólastarfsemi, fel- ur bæiarstjórn bæjarráði að láta fsra fram athugun á því hvort ekki sé unnt að útvega húsnæði. sem nothæft sé fvrir glika starf- semi j beim hverfum sem verst eru sett í þessu tilliti, svo sem Laugarneshverfi og Búsíaða- hverfi. Leikvellir Með tilliti til hraðvaxandi uni-. ferðar og s’ysahættu á götum bæiarins, te'ur bæjarstjórnin að- kallandi að auka framkvæmdir við gerð nýrra leikvalla. Einkum leggur bæjarstjórnin áherzlu á. að ekki verði lengur dregið að koma ur>o nýium gæzluvistarleik- vö'Ium í bét’bvggðum og barn- mörgum íbúcarhverfum, sem enga leikvel’.i hafa. Jafnframt lesgur bæjarstiórnin áherzlu á, að aðkallandi umbætur séu fram- kvæmdar á þeim ófullgerðu leikvöllum. sem fyrir eru, að beir verði girtir og byggð á þeim nauðsyn’eg skýli og gæzlu komið sem víðast á. Orðsending ti! íhrldsstodenta Framhald af 6. siðu sér skrifin. sem eru glöggur vottur um hið ömurlega ástand sem ríkir meðal aðstandenda hennar.“ Nú vill- svo tily að flestir lesendur Morgunb’aðsins eru ekki kaupendur Þjóðviljans. Að siálfsösðu déttur okkur alls .ekki í hug að þetta sé ástæðan fyrir þvt að vinir okrkar við Morgunblaðið þori að leggja slíkan dóm á andstæðinga síp,a, En er ekki samt til dá’ítið mikils mælzt. að lesendúr Morg- unblaðsins fari að loi+'’ á* en yikft.söo'1”— 1 ’v þes<? að lesa , þessi epdemis skrif“. .. j Við, aðstandendur Æskulýðs- síðunnar, erum velviljaðir í garð Morgunb’.aðsins. Þess vegna þætti okkur leitt ef einhverja illviljaða náunga færi að gruna að Morgunblaðið sé að færa sér í nyt fáfræði les- enda sinna um skrif Þjóðviij- ans. Og við erum f.vllilega sam- mála höíundi þess vinsamlega dóms um okkur, að það er mjög óheooi’egt að lesendur Mcrsunblaðsins fari á mis við skrif sem eru glöggur vottur um hið ömurlega ástand okk- ?r. Við ernrti því mjög fúsir til að ve’ta Morgunblaðirm ÞiUa heimiH til að endur- p-enta skrif okkar um þessi máL Og við erum bess full- vissir að Morgunblaðið muni afgreiða bessa heimild í full- komnu samræmi við hina al- kunnu sannleiksást blaðsins. g) — ÞJÚÐVILJINN — Fimmtudagur 21. desemiber 1961 Fimmtudagur 21. desember 1961 ÞJÓÐVILJINN (9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.