Þjóðviljinn - 21.12.1961, Page 13

Þjóðviljinn - 21.12.1961, Page 13
Bern Bernharð Stefánsson: — ENDURMINNINGAR, ritadar af honum sjálf- um. Útgefantli: Kvöld- vökuútgáfan Akureyri. V Hér um ræðir endurminning- ar þess stjórnmálamanns, sem einna lengst helur átt sæti á Alþingi Islendinga eða frá 1923—1959. Bókin hefst á hans íyrstu minnum ásamt skýrslu I um ættir til beggja handa og *' ekki staðar numið fyrr en við •; lýðveldisstofnunina 1944. Að / lokum eru hugleiðingar um ■;i æskilegar stjórnarskrárbreyt- ingar, svo að tryggja megi bet- ur lýðræði í land.i en gert er með núverandi skipan. Lesmál er 297 bls., og síðan kemur nai'naregistur, sem tekur yfir 11 bls., því að margir koma við sögu, svo sem vænta má. Auk þessa eru í b.ókinni 35 myndir aí fjölskyldu höfundar og nánum ættmennum, vinum og samstarísmönnum. Frágang- ur allur er hinn myndarJegasti og vandaðasti. Þó hefur bókin ekki með öllu sloppið við lýti af völdum prentvillupúkans. Margt mælir með því, að bók þessi þyki girnileg til fróðieiks. Bernharð á stóran kunningja- hóp, og í þeim hópi hefur hann hlotið mjög almenna viður- kenningu sem skemmtilegur fé- lagi og ekki ólíklegur til að bera minningar sínar f'ram í því formi, að góð skemmtun muni að. Þá mætti þykja auð- sætt. að hann hefði frá ýmsu sögulegu að segja, þegar hann lítur yfir farinn veg af s.iónar- hóli áttunda aldurstugar. Og sið- ast en ekki sízt gerir maður ■ ráð fyrir því, að í b<'k hans sé atlmikinn fróðleik að sækja um íslenzk stjórnmál á skeiði þeirra tveggja áratuga, sem hann minnist sem albingismað- ur í þessari bók sinni. Still er látlav.s, en ekki svip- mikill. 1 orðavaJi r’k'r helzt til mikil fábreytni. Bílar eru keyrðir endalaust, en aldrei er þeim ekið, og fer sú sögn þó miklu betur í íslenzku máli. : Hér mundi Bernharð sagt hafa, að hún færi mikið betur. Sú málvil'a kemur títt fyrir í end- urminningum hans, en sú þyk- ir mér einna hvimleiðust þeirra sem nú eru að ryðia sér til rúms í daglegu tali. Frásögn er skýr og greinileg og samband atburða í tíma og rúmi Ijóst og rökrænt. En reisn er ekki mikil og spenna lægri en vænta mætti í frásögnum af sviði stjórnmála á síðustu árum þing- - bundinnar konungsstjórnar á Islandi. Bernharð virðist ekki . hafa áttað sig á því, að sitt af . hverju, sem okkur verðurminn- f isstætt, þarf ekki að vera að sama skapi hæft til frásagnar. Bernharö_er gamánsamur mað- ur og er'manna næmastur fyrir hstrcenni iyndni.. 1 minninga- safn sitt tekur hann ýmsar gamansögur, ekki sízt úr sam- kvæmislíii með starfsbræðrum sínum og kunningjum. En svo skemmtilegt sem það getur ver- ið að minnast atburðarins, þá getur það Verið ærnum erfið- leikum bundiö að segja svo frá, að gamanið njóti sín, hvort heldur það er minni ráðherra- kvenna hjá Magnúsi Toriasyni eða eitthvað annað. Og ástæðan er sú, að ýmislegt þess, sem snjal.last er sagt, er fyrst og fremst snjallt íyrir þá sök, hve listrænt það íellur inn í um- hverfi augnabliksins, og getur svo farið, að það sé lítils eða einskis virði að því augnabliki liðnu, annars staðar en þar sem það augnablik lifir sínu ódauð- lega lífi í minningu þátttak- anda. Bernharð fer til útlanda, þegar hann er kominn á sex- tugsaldur. Honum verður sú för harla minnisstæð, hann man hana skref fyrir skref og segir.> hana nákvæmlega frá degi til dags. En það bregður hvergi j fyrir lifandi myndum, sem les- anda verða minnisstæðar. Höf- und brestur næmleika fyrir aí- stöðu. lesandans. Eftirtektarvérðastar eru frá- sagnir hans í sambandi við op- inber störf. Ein nálgast að vera meistaraverk í allri sinni nekt og látleysi. Það er þegar hann sem settur útibússtjóri við Bún- aOarbankann á Akureyri fékk senda fyrstu upphæðina, 300 þús. krónur, rétt íyrir jólin 1930, þegar kreppan var að heija innreið sína. Annars eru frásagnir af þingmálum dauí- ari en ég átti von á og minni lróöléik til þeirra að sækja. Nokkru spiilir hér um, hve per- scnulegar minningar hans eru. Fráscgnin verður víða ekki eins ; skipuleg fyrir það, hve opinber-j um málum og persónulegum j er lítt haldið aðgreindum. A- j hugi hans er meir bundinn mál- um, sem varða hérað hans, en . heildarstraumum í þjóðmálum. j Bók hans gefur nákvæma i skýrslu um það, hvernig einn j vegarspottinn í Eyjafirði af j öðrum kemst í þjóðvegatölu | og hvað gert er í lendingarbót- um út með firðinum að vestan- verðu. Annars virðist frásögn hans af gangi þjóðmála vera • næsta tilviljanakennd og yfir- borðsleg og það látið liggja í þagnargildi, sem sögulegast er þó í þróun mála. Þess er getið í sambandi við þingkosningarn- ar 1937, að Alþýðuflokkurinn hafi tapað nokkrum þingsætum. Hins er ekki getið, að þá fékk Kommúnistaflokkurinn fyrst þingmenn kjörna. Þess hefði þó mátt geta til skýringar á tapi Alþýðuflokksins, því að það var ekki von, að Bernharð gæfi þá skýringu, sem gat þó skýrt hitt hvort tveggja, að. Alþýðu- flokkurinn hafði glatað trausti vegna samstarísins .við., Fram- sókn. 'pstir hverjar kosningar nelnir ‘hölundur nokkra ménn, sem kosnir eru til þings í íyrsta sinn hverju sinni, en aldrei er nokkur kommúnisti eða sósíalisti þeirra meðal, og það er ekki fyrr en komið er íram yfir 1940, að það kemur ótvírætt í Ijós, að þeir eigi. setu á þingi. Þrátt fyrir mikla hóf- semi í írásögn dylst ekki, hve mikla andúð höfundur hefur á þeirri manntegund. Þegar hann segir írá finnsk-rússneska striðinu 1939, segir hann, að „kommúnistar hér heimskuðu sig auðvitað á því að verja at- hæíi. Rússa“. Síðar lýsir hann þó ánægju sinni, þegar Rússar eru komnir með í styrjöldina gegn nazistum, en ekki geíur það honum tilefni tiJ. að hug- leiða, hve horfur helðu orðið aðra.r, ef Þjóðverjar heíðu feng- iö að hreiðra um sig við landa- mæri Rússlands í skotmáli við Leníngrað. Forvitnilegust í frásögnum Bernhatós e*ai álök á ýrasurn timumfj^ in^Jm ^'ramsól^Wr|r llokksins. Þar fer mest fyrir á- tökunum eftir 1930, sem ollu siðar klofningi og leiddu til stoínunar Bændaflpkksins,. _ og svo hin síendurteknu átök við Jónas frá Hriflu. Víða er skil- merkilega skýrt frá, hverjir voru með hverjum og hverjir voru á móti hverjum. En það er mjög þoku hulið, hver á- greiningsefnin vóru. Þess er þó getið um þá Hannes á Hvamms- tanga og Jón í Stóradal, að þeir hati gert sinn uppsteit gegn bandalagi við Alþýðu- flokkinn, aí því að þeir höfðu pata af því, að þá ætti kaup aö hækka í vegavinnu. Engar ályktanir dregur Bernharð þó af þessari staðreynd um stefnu- ágreining, en telur persónuleg- ar ástæður hafa valdið deilun- um og kloíningnum. Hann tek- ur það meira að segja beinlín- is fram, að „bæjarradíkalarnir“ undir forustu Hermanns og Ey- steins hafi sízt verið meira til vinstri en hinir. Hið íhaldssama stórbændasjónarmið, scm kem- ur i'ram í andstöðu þeirra Jóns og Hannesar gegn kauphækkun verkamanna er svo samgróið innsta eðli Bernharðs, að hann áttar sig ekki á því, að það geti verið undirrót að klofningi í ílokknum. Greinilegt er, að samúð hans er hægra megin í þessum deilum, en atkvæðið er vinstra megin, af því að sú lausn var ílokknum fyrir beztu. Nú bið ég góða lesendur að taka orð mín um íhaldssemi Bernharðs ekki sem hnjóðsyrði. Gömul viðhorf til viðíangsefna lífsins er einmitt hans sterk- asta hlið og mesta prýði end- urminninga hans. Hann er bændahcfðingi 1 húð og hár. Hann er eins og skapaður til ,að vera .leiðtogi síns héraðs, i ^Aiða fraiWúr vVpda sveitunga’ stnna ogr ltaldá úppi sóme: þeirra með rausn og höföings- skap. Fornar dyggðir okkar bændasamfélags eru honum; runnar í merg og blóð, og ein þeirra dyggða er að verjast I spillingaráhrifum breytilegs tíð-,vj| aranda og framandi sjónarmiða. j Það skín af hverri síðu bókar- ;i innar, með hve mikilli alúö hann gengur að hverju þvi starfi, sem honum e.r falið á:|; hendur af umbjóðendum sínum. , i Það er þessi alúð hans í fé- ■ lagsstörfunum og innileiki fjöl- skyldulífsins, sem öðru fremur gerir þessa bók hans hugnæm- : an lestur. En hann á erfitt aö'-j átta sig í straumkasti þessararj makalausu samtíðar. Skilningur; hans á stéttamótsetningum auð-'J valdsþjóðfélaga nútímans er / mjög takmarkaður. Þess vegna’- verða fyrirbæri eins og komm-' únismi uppáfinning hálfgerðra” vandræðamanna til að raska róo og friði gamalla og góðra þjóð- félagshátta. I endurminningum eins og þessum þykir oít orka tvímælis, hve rétt er munað. Ég sé ekki, að skortur þess muni verða þessari bók að fótakefli. En svona til gamans vil ég víkja að því, er hann segir á einurri stað um sameiginlega ferð okk- ar með skipi til Reykjavíkur. Við þá sögu get ég ekki á neinn hátt kannazt. Hann segir þá ferð í febrúar 1932 og segir mig þá prest í Saurbæ. En þá var ég ekki prestur í Saurbæ. en þar með er ekki sagt, ,að ég hafi ekki getað verið á íerd fyrir Norðurlandi. Hann segir Framhald á 14. síðu ÚRIN ERU ÖDÝR M i k i ð ú r v a 1 aí úrum Eldhúsklukkur Stcfuklukkur V ekjaraklukkur Elringar frá 1 5 kr. Armbönd frá 1 0 kr. Hálsmen frá 25 kr. M , I Ð U R L a ii g a v e g i 3 9 Fimmtudagur 21. desémber 1961 — ÞJÖÐVILJINN (13.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.