Þjóðviljinn - 23.12.1961, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.12.1961, Blaðsíða 11
Nokkrar barnabækur Bókin handa konunni eða dótturinni er 4 1 * 'i : Kóng’sdóttirin fagra og Álfagull eftir Bjarna M. Jónsson. — Menningar- sjóður. Einn góðan veðurdag rekur á fjcrur litla perlu sem við vor- um nærri því búin að gleyma i hafrótinu, kóngsdótturina fögru. Þegar ég var að alast upp hér á mölinni og hoppaði í parís á gangstéttunum, átti éij mér ævintýri, sem fylgdi mér við hvert fótmál hins ferhymda steinrunna paríss. Það var heillandi ævintýri um kóngs- dóttur, sem týndist vegna álaga og um bændasyni sem fóru ad leita hennar, en urðu löstum sínum að bráð nema einn þeirra, sem var nógu óeigin- gjarn til að leysa hana úr á- lögum. Allir hinir sem í leitinni tóku þátt urðu að steinum, ormum eða pyngjum, af því að þeir vom ýmist latir, matgráð- ugir eða fégjarnir sjálfir. Kóngsdóttirin fagra hafði allf til að bera sem ævintýra- bók mátti. prýða, vonzku og gæði, tígulega konu sem steypti í glötun eða bjargaði á víxl, og sv.o kröfuna um óeigingirni. Það' kemur fyrir að setningar úr bókinni velta óvart fram á varirnar, ekki í neinu sam- hengi: ,.Ég veit allt, ég veit allt,“ sagði tigulega konan. ,,Yesa!ingarnir, sem eftir urðu“, mæltf Góðfús. Hvað varð um þessa bók? Hitt veit ég, einn góðan veð- urdag rekur hún á fjörur; nei; sko, • kóngsdóttirin f agra SILKISLÆÐAN. norska ættarsagan eftir Anitru, sagan ef huldukonunni fögru frá Steinum og íslenzku konunni Guddu. seg'jum við, sem áttum hana þá. Ég get ekki stillt mig um að blaða í henni og lesa hana svo aftur. Og hún svíkur mig ekki í annað skipti. Ég verð aftur samsömuð ævintýrinu. Ekki vissi ég í rauninni hver samið hafði bessa bók og lík- legast fannst mér að hún hefði samið sig sjálf. En skömmu síðar eignuðumst við aðra bók til að hugsa um í parísnum og kom þá í ljós að hún var eftir sama höfund og kóngs- dóttirin fagra og höfundur beggja bókanna hét Bjarni M. Jónsson. Enn var þetta nj'ja ævintýri um baráttuna milli hins illa og hins góða þar sem hið góða hlaut að sigra. Álfa- gull, bók um góðu systurina og vonda bróðurinn; bróðirinn komst í fjársjóð álfanna og varð það honum til falls en systirin bjargaði honum vegna ósingirni sinnar. Enn eitt þeirra ævintýra sem voru svo indæl og gáfu okkur ýmislegt t.il umhugsunar. Og sem ég nú hripa þessi lauslegu orð niður þá er það til að votta höfundi þeirra. þakklæti fyrir gleðistundir sem hann hefur aldrei vitað að-hann- veitti öðrum í svo ríkum, mæli. ★ Ævintýrabókin. Júlíuy Havsteen endursagði. — Menningarsjóður. Sögur og ævintýri þessarar bókar eru skrifuð niður þvi næst eins og Júlíus Havsteen sagði þær börnum. Þær verða ákaflega lifandi með því móti. Ég veit í hve rikum mæli börn njóta munnlegrar frásagnar og: hversu hún er vanrækt nú á dögum og einnig, hve fáum er gefið að geta sagt svo vel frá. Það var fengur í því þegar einhver fékkst til að segja okkur börnunum sögu, við tignuðum sögumann eða konu uppfrá bví. Mér er sérstak- lega minnisstæð frænka Júlíus- ar Havsteen, Björg xpeð þvi sama ættarnafni, Sem spgði okkur betur sögur en við höfð- um áður hej’rt, og rifjaðist það upp fýrir mér þegar ég las þessar sögur Júlíusar sýslu- manns. Hún sagði okkur sög- una af Gilitrutt ægilegar en við höfðum áður heyrt Qg við hljóðuðum af eftirvæntingu þegar sagan leið fram. Þannig get ég hugsað mér Július Hav- steen segia börnum sögurnar sem hér eru skráðar. Sagan um Norðra og Nonna, Rauð- skikkju os fleiri, ha.fa eflaust yljað mörgu barninu um hjartaræturnar, þeirra, sem fengu að njóta þess að heyra hann segja frá, Ég sem lesandi frásagnanna finn hið einlæga, fölskvalausa hugarfar hans ylja mér við hverja sögu. Þegar ég las þessa bók yfir fannst mér hún nokkuð sér- stæð, það er ekki lengi verið að sjá að sá sem segir þessar sögur hefur óvenjulega frá- sagnargáfu og gildir einu hvort ævintýrin eru rétt eða rangt með farin frá frumheimild sem einhversstaðar er til, þau öðl- ■ast sjálfstætt gildi og verða skáldskapur sagnamannsins. Næmleiki sagnamanns fyrir stóru og smáu, alvarlegu og kátbroslegu, og þræðinum eins og sagan vill vera láta, gerir bók þessa nokkurs virði. Drífa Viðar. Einbúinn í Himala|d< Paul Brunton. Hugleiðingar og ferðasaga frá tindi jarðar, eftir fræg- asta yogann á Vesturlönd- um. FJOLSKRUÐUG - SKEMMTELEG FRÓÐLEG - MYNDSKREYTT Islenzk þjóSarsagcs í erlendu umhverfi um 500 Gísli Kolbeinsson. Rauði kötturisui I Skáldsaga um íslenzka sjó- menn og suðrænar konur ’ með eld í æðum, Þessi bók hefur hlotið 6- venjulegar vinsældir alls almennings í landinu, ekki síður en blaðagagnrýnenda. é-i Ástir Dostéevskvs Marc Slonim. Töfrandi saga um einn mesta ritsnilling Rússa á nítjándu öldinni, saga um ástir hans og spilafíkn, óeirð hans og endanlega hamingju. J * , UHgiingabækumar Börn eru bezta fólk (Stefán Jónsson) og Litli vesturfax- inn (Bjöm Rongen, ísák Jónsson þýddi) eru framúr- skarandi góðar bækur og yður til sóma að gefa. Bókaverzhm ísaíeldar. Laugardagur 23. desember 9161 — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.