Þjóðviljinn - 23.12.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.12.1961, Blaðsíða 12
úlvarpsannáll VIKAN 10. TIL 16. DESEMBER. í gamla daga var allt kallað guðsorð sem snerti guð eða guðfraeðileg efni, þar með auðvitað venjulegar stólræð- ur. Og það var talað um gott guðsorð. Hins vegar munu fáir hafa tekið eins djúpt í árinni og karlinn, þegar hon- um fannst ræðan léleg hjá sóknarpresti sínum: Þetta er ljóta bölvað guðsorðið. Samkvæmt hinni. fornu merkingu, má segja að guðs- orð sunnudagsins hafi verið fremur gott. Séra Jón Þor- varðsson messaði og minntist samkvæmt tilmælum biskups, mannréttindadags Sameinuðu þjóðanna. Var ræða hans hófsöm og látlaus og laus við allt steigurlæti og allan þjóst í garð óguðlegra manna. Á sunnudagskvöldið flutti Arni Björnsson annað erindi sitt um jólagleði fj'rr á öld- um, fróðlegt en nokkuð þurrt. Slembilukka Menntaskólarnir á Laugar- vatni og í Reykjavík kepptu að þessu sinni í spurninga- leikjum skólanemenda og bar Reykjavíkurskólinn sigur úr býtum, fremur fyrir heppni en verðleika fannst mér, því spurningar þær er honum féllu í skaut, virtust yfirleitt léttari en Laugvetninga. Einar Ásmundsson hæsta- réttarlögmaður talaði um daginn og veginn á mánu- dagskvöldið. Eftir alllangan inngang, sem mér virtist að mestu óþarfur, minntist hann snoturlega á Hannes Hafstein, frá honum hvarf hann yfir ' í alþýðumenntun og þaðan yfir í krabbamein. Erindi þetta var hið hófsamlegasta, -en fremur stirðlega samið og . ekki vel flutt. Þá flutti’ Selma Jónsdóttir listfræðingur erindi um rómantíska list, og virðist sem að hún hafi nú tekið við af Birni Th., að kenna okkur ólisthneigðum og ólist- fróðum útvarpshlustendum þessa mennt. Ég hygg að Selma sé miklu betri kennari en Björn, þegar um góða og námfúsa nemendur er að ræða, en á hinn bóginn grun- ar mig, að Björn muni kom- ast öllu Jengra með mig og mína líka. Á þriðjudagskvöldið hófst minningarathöfn í tilefni af tvöhundruð og fimmtíu ára afmæli Skúla landfógeta; framkvæmdu þeir Vilhjálm- ur útvarpsstjóri og Birgir Kjaran athöfnina, og tókst þeim það langt um vonir fram. Vilhjálmur talaði um rit- störf Skúla, alls ekki ó- skemmtilega, og Birgir rakti æviatriði hans á mjög við- felldin og smekklegan hátt, með því að leggja gamla manninum sjálfum orð í muan, hafandi lítinn dreng sér að áheyranda. Gcð tiSindi Það verða að teljast tíð'ndi, mikil og góð tíðindi, að Helgi Hjörvar hóf að lesa Eyrbyggju á kvöldvöku miðvikudagsins, og þarf þar engin frekari orð um að hafa. Þá flutti Finnbogi Benódus- son úr Bolungavík frásögu- þátt af Sigurði Þórarinssyni, gömlum glímukappa og úti- gangsmanni þeirra Bolvík- inga. Frásögnin var nokkuð laus í reipum, einkum mið- hlutinn, en annars allgóð á að hlýða. Þá las Margrét Jónsdóttir dulræna frásögn skráða af Sigurði Nordal. Margrét er ágætlega sköpuð til þess að lesa slíkar sagnir og hygg ég að hún njóti sín því betur, sem sagnirnar eru mergjaðri. Að lokum voru svo fluttir kaflar úr Kolbeinslagi eftir Stephan G., sumt lesið, ann- að kveðið og var þetta ailt saman gott og blessað. Á fimmtudagskvöldið, eft- ir að Sturla Friðriksson hafði lokið erindi sínu um erfða- fræði, var fluttur afgangUrinn a£ Hannesarvöku þeirri er Aknenna bókafélagið hafð'i efnt til í tilefni af hundrað ára afmæli Hannesar Haf- steins. Var þar erindi. flutt af Tómasi Guðmundssyni, upplestur úr ljóðum skálds- ins og úr nýútkominni ævi- sögu Hannesar eftir Kristján Albertsson. Allt var þetta fremur þunglamalegt og bar furðu lítið á hinum æsku- glaða Hannesi, hvers ljóð við lásum og dáðum þegar við vorum ungir. Einkanlega var lítið upplifgandí að hlusta á erindi Tómasar. Það var éin- hvem veginn tilgerðarlegt og ekkert á þvi að græða. &.y ' -'Vó *■' ■+*. '■ vt • -Wfik • . Harmsaga Hannes Hafstein verður okkur alltaf hugstæður sem skáld, baeði í lífsgleði sinni og lífsharmi. En pólitísk saga hans byrjar með glæsibrag, en endar Sem harmsaga. Og ef til vill stöndum við enn of nærri honum í tímanum til að skilja hann rétt. Hann öðlaðist traust þjóðar sinn- ar með ótrúlega skjótum hætti, en glatar því svo með enn skjótari hætti, er þjóð hans leit svo á, að hann hefði misstigið sig í samningunum við Dani. Og sennilega hefir Hannes glatað trúnni á þjóð sína um leið o:g þjóðin missti traust sitt á honum, og þar með trúnni á sjálfan sig, og ef til vill hefur þetta verið upphafið ög aðalorsökin að því mikla giftuleysi, er féll í hans hlut-hin síðari æviár. En nú er þessu afmælis- ævintýri lokið, og fær Hannes .. Hafstein sennilega að favíla í friði næstu fimmtíu. árin. Þá verða aðrir menn sem um verk hans fjalla og fella dóma um líf hans og starf: Á föstudagskvöldið voru framkvæmdar hinar ‘vikulegu mælingar a spennu og þrýst- ingi í alþjóðamálum, og sýndu þær að hvort tveggja hafði minnkað frá því í naéstu viku á undan, enda fer nú óðum að styttast til jóla. Vörusvik -r- A' éftir kvöldfréttum,' hinum síðari, flúfti' Svéihh ? son hagfræðíngur ágætt erT indi um nýjar vörur og úr,.- , -eltar. ,7 -........ Lýsti hann því á skemmti- legan hátt, hvernig farið er að því í heimi hinnar frjálsu samkeppni, þar sem framtak einstaklingsins ræður ríkjum, að plata fólk með allskonar viðskiptalegum brellum til þess að kaupa vörur þær er á markaðinn eru sendar. Nýja varan er yfirleitt verri og ó- hentugri en sú gamla, og nefndi Sveinn mörg dæmi þessu til sönnunar frá Banda- rikjunum og hefði hann gjarnan mátt bæta við ein- hverjum innlendum dæmum, til frekari áréttingar þeirri skoðun sinni, sem eflaust er rétlj, að framleiðendur og seljendur sitja á sífelldum svikráðum við fóikið sem vöruna kaupir og. notar. * Asíaflœkia Á laugardagskvöldið var lokið við að hafa yfir hið langa leikrit: Mennirnir mín- ir þrír. Allt fór þetta í raun og veru miklu betur en hlust- andinn þorði að vona. Hinn kokkálaði eiginmaður Sam fékk heilablóðfall og dó sæll og hamingjusamur og al’s ó- vitandi, um að hafa verið kokkálaður og hann væri ekki faðir hins heittelskaða sonar. Eiginkonan Nína vinn- ur bug á afbrýðinni gagnvart tengdadótturinni og horfir á eftir henni og syni sínum þegar þau fljúga búrt. Elsk- hugi Nínu, Ned, hefir fer.gið síg fullsaddan á þvi áð vera 'elskhugi og hverfui -reinnig" á braut. En vonbiðill Nínu,. Karl gam!i, ákveður að gift- ast Nínu, eðá: öllu heldur, faún ákveðúr að hann skuli giftast sér, .tíg þar með eru hinar margSÍungnú flækjur ástalífs henpar að lokum greiddar og' '• hún: fær .frið-í sálinas Það skemmtiíegasta við þerinan langa 'leik finnst mér, hvernig höfundur hrekur persónur sínar æ ofan í æ fram á hengiflugið, en finn- ur samt alltaf ráð þeim tií bjargar, þegar heyrandanum finnst sem allt sé að hrapa • fram af. Þess vegna verður ’það mann: éf til vill dáíítið minnisstætt, en um listgiídi .þess að^öðru leyti leiði ég minn hest frá að dæma. Það geta þeir gert, sem fyr- ir slíkt eru náttúraðir. Á föstudagskvöldið, eins og raunar oft áður, var tími sá er ætlaður var til innlendra frétta, að mestu. leyti helgað- ur ríkisstjórninni: Eins mætti orða það svo, að ríkisstjómin hafi helgað. sér fréttatímann.' Þetta hrökk þó ekki til, því. fréttin um hina furðulegu. náðun sjóararma brezku várð að bíða til síðari frétta. Sitt á hvað En það sem ríkisstjórninni. lá aðallega á hjarta umrætt . kvöld, var framkvæmdaáætl- únin, er hún nefnir svo, og, skipulagning almannavarna.. Um framkvæmdaáætlunina er það að segja, að þar voru erlendir sérfræðingar að verki eins og ætíð þegar mik- ið stendur til. Þeir voru að fara, en íslendingar áttu að taka við í bili. Svo koma út- lendingarnir aftur, sagði út- varpið, svo taka íslenzkir við enn á ný, og þannig gengur þetta líklega koll af kolli. Það vakti at-hygli mína í þeim drögum, sem upp voru lesin, að landbúnaður var ekki nefndur á nafn, enda þótt upp væru taldar flestar atvinnugreinar, er í landinu finnast. Um almannavarnirnar er það að segja, að einn sérfræð- ingurinn kemur þegar annar fer. Það- er næsta furðulegt, hve mikiílar ósamkvæmni gætir í því sem: valdbafarnir eru að innræta.fóikinu. Fram að jþessu hefur boð- skapurinn verið ertthvað á þessa leið: Nató, kjamorku- sprengjur og Keflavíkurher- stöð eru trygging þess, að •aidrei komi stríð. En nú hef- ir blaðinu verið snúið við. Einn sérfraeðingurinn af öðr- um er fenginn til þess að segja mönnum,. að kjarnorku- styrjöld. sé hreint: ekki svo hættulegt: fjrrirtæki; ef áður hefir verið sett á laggirnar eitthvað sem hefir hlotið hið fína nafn: almannavarnir. Slíkur er jólaboðskapur stjórnarvaldanna í1 ár. , eftir SKÚLA GUPSoNSSON fró Liótunnqrstögum Fyrra miðvikudag, afhenti Há- kon Guðmundsson verðlaun þau, sem Fcgrunarfélag Reykjavikur veitir fyrir fegurstu skrúðgarða bæjarins. Verðaunaafhendingin íór fram að Hótel Borg og var blaðamönnum boðið að vera við- staddir. Hákon ræddi fyrst nokkuð um garðrækt, almennt og um það hve erfitt væri að dæma um feg- urstu garðana. Hann þakkaði dómnefnd vel unnið starf í sum- ar og þakkaði. ennfremur þeim, sem gerðu garða sína fagra — «g fræga. Hann ræddi nokkuð um þá erfiðleika, sem verðlaunagarðs-, eigendur eiga í vegna ágen’gni forvitinna vegfarenda og bað blaðamenn að koma þeirri áskor- un á framfæri til almennings, að hann sýni þá sjálfsögðu hæ- versku, að troða fólki ekki um tær, þó að garður þess fái viður- kenningu félagsins. Hafliði Jónsson, Garðyrkjuráðu- nautur Reykjavíkur, skýrði frá því, að frá upphafi 1948, hafa um 80 garðar íengið verðlaun, en oft hafa það verið sömu garð- arnir ár eftir ár. Þá greindi hann frá þeim erfiðleikum, sem félag- ið hefur átt í varðandi listsmekk bæjarbúa og minnti í því sam- , bandi á Vatnsbera—atvikið, þe’gar félaginu vár hótað afar- kostum ef það sétti styttuna upp á almannafæri. Lengi framanaf ævi félagsins átti það sér tekjulind, þarsem voru fegurðarsamkeppnir kvenna, en þegar í ljós kom að nokkurn gróða mátti hafa af því fyrir- tæki, voru aðrir aðilar fljótir að bola félaginu frá þeirri jötu. Síðan hefur félagið ekki haft neina fasta tekjuiind. Nokkuð kvað hafa verið rætt um að fara inn á nýjar brautir í verðlaunaafhendingum, t. d. að verðlauna fegursta húsið, eða snyrtilegustu götuna, en allt er þetta í athugun. Lóðir* f yrirtækja vanhirtar Hann kvað það áberandi og í mótsetningu við það sem gerist erlendis, hvað lóðir verksmiðja og annarra fyrirtækja hér, væru áberandi van’hirtar. Einnig væru lóðir fjölbýlishúsa í áberandi niðurníðslu. Hér gildir, að sögn Hafliða, lögmálið „þegar ein beljan sprænir“, því ef eitt fyrirtæki í hverfi slíkra, tekur sig til og lagar í kringum sig, er nokkurn- vegin víst að fleiri koma á eftir. Þó er ein undantekning á þessu ástandi, það ér Nesti Fossvogi og Elliðárvogi, enda hefur það feng- ið viðurkenningu félagsins. Verðlaun Fegursti garður bæjarins árið 1961, var úrskurðaður að Langa- gerði 90, eign hjónanna Maríu Jónsdóttur og Jóns Kristjánsson- ar. Fengu þau hjónin forkunnar- fagurt leirker frá verksmiðjunni „Funa“ og voru í því blóm frá Reykjahlíðarstöðinhi. Kerið bar áletrunina: Fegursti skrúðgarður Reykjavrikur 1961. Langagerði 90. Aðrir garðeigendur hlutu við- urkenningarskjöl, en 1 garður úr hverri sókn var verðlaunaður. IÖGFRÆÐI- STttBF endurskoðun. og fasteignasala. Ragnar Ölafsson hæataréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi, Sími 2-22-93, Q 20) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 23. desember 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.