Þjóðviljinn - 23.12.1961, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.12.1961, Blaðsíða 14
fólksins fafld Bókmenntir Hagsinonzmál Framhald af 16. síðu. þús. sjúkrahúsinu í Vestmanna- eyjum. Sömu þingmenn lögðu til að veitt yrði fé. til brúargerð- ar á Afíall í Rangárvallasýslu og ■ Kálfá í Gnúpverjahreppi. íteij- fluttu einnig breytingartil- iögú um framlag til nýrra skóla- húsa í Hrunamannaskólahverfi (heimavistarskóli), Þykkvabæj- arskólahverfi (kennaraíbúð), Hvamms- og Dyrhólahreppsskóla; Skógaskóla (heimavist og skóla- stjóraíbúð). Þá fluttu þeir til- lögu um að greiða allt að 100 þús. kr. til uppbyggingar Kolvið- arhóls í Árnessýslu. Allar þessar tillögur felldi stjórnarliðið eins og fyrr segir, og greiddu þeim mótatkvæði m.a. Ingólfur Jóns- son, Sigurður Óli Ólafsson og Guðlaugur Gíslason. Síldardlinn Framhald af 1. síðu. Akranes Allir Akranessbátar voru suð- Ur í Skerjadýpi og gekk heldur illa. Anna kom með 850 tunnur, Keilir með 600 og Sigurður SI með 600. Nokkrir bátar fengu þetta 1—300 tunnur og liggja úti með þann afla. Nýja Gínea Framhald af 1. síðu. Yfirforingi ríkislögreglunnar hefur skipað öllu liðinu að vera viðbúnu átökum vegna þess að frelsa verði vesturhluta Nýju- Gíneu úr greipum Hollendinga. Talsmaður Indónesíustjórnar sagði í gær, að það myndi ekki taka her Indónesíu nema fáeina daga að leggja undir sig yfir- ráðasvæði Hollendinga. Hollenzki herinn væri mjög veikburða og ógerningur fyrir hann að stand- ast árásir Indónesa á þessu víð- áttumikla landssvæði. Hollenzki landsstjórinn í Nýju- Gíneu hélt útvarpsræðu í morg- un. Hann sagði að ástandið væri enn ekki mjög ógnandi, en at- burðarásin væri hröð og ekki ætíð að óskum Hollendinga. Hagsmunamál Austur- lands sniðgengin Eysteinn Jónsson, Ilalldór Ás- grímsson og Lúðvík Jósepsson fluttu þá breytingartillögu, að hækkuð yrðx uní 10 milljónir á- byrgðarheimild fyrir láni ti! byggingar og endurbóta síldar- verksmiðja og síldarumhleðslu- stöðva a Austurlandi. Stjómar- liðið felldi þá tillögu, allir 31 viðstaddur bingmaður stjórnar- flokkanna (ráðherrarnir Bjarni og Guðmundur voru einir fjar- verandi). Sömu Austurlandsþingmenn fluttu breytingartillögur um ým- ist hækkun eða fjárveitingar til Jökuldalsvegar eystri, Hróars- tunguvegar eysti'i (austan Lagar- fljóts), Hjalfastaðarvegar, Við- fjarðarvegar í Helgustaðahreppi, Vattarnessvegar, Stöðvarfjarðar- vegar, Breiðdalsvega, Berufjarð- ai'vegar, Geithellnavegar, Ör- æfavegar. og til brúa á Fögru- hlíðará, Selá í Álftafirði og Kotá í Öræfum. Eysteinn. Halldór og Lúðvik fluttu einnig tillögu um hækkað fé til flugvallagerðar, og sér- stakrar fjárveitingar til flug- valla á Norðfirði. Egilsstöðum, Hornafirði og Vopnafirði. Allir viðstaddir stjórnarþing- menn felldu þessar tllögur. Þeir felldu meira að segja jafn sjálf- sagða tillögu frá sömu þing- möjmum og þá, að heimilt væri að gefa eftir aðflutningsgjöld af bifreið 'sem kevpt hefur verið vegna happdrættis til stuðnings vegágerð yfir Öxi, en framlag heimamanna og forganga um þá vegarframkvæmd mun einstæð hér á landi..:. ★ Hannibal Valdimarsson flutti allmargar tillögur ■ um fram- kvæmdamál á Vestfjörðum og fleira og verður þeirra getið síð- ar. Einnig breytingatillagna Finnboga R. Vaidimarssonar og fleiri þingmanna. Bókasafn DAGSBRVNAR Freyjugötu 27 er opið föstudaga klukkan 8 til 10 síðdegis og laug- ardaga og sunnudaga klukkan 4 tii 7 síðdegis. Framhald af 8. síðu. „í stai'aflóa slær vindur bleikan streng. kalt og þungt regn hnígur á gluggann. Hvítir svanir kyrja söng. Fjöll eru grá oní byggð.“ „Listin er athugun á eðli“, segir hann, og sýnist mér það ekki fjari'i lagi um hans eigin list. Hann veltir yrkisefnunum fyrir sér og athugar þau frá ýmsum hliðum. Og niðurstaðan: „Mér finnst ég rekast stund- um á æð ljóðs í huga mér sem ég fylgi útí myi'krið einsog námumað- ur æð kola. Ég berst við að týna henni ekki og styrki námugöngin.“ En „löngu sögð orð skulu lifa / og snúast gegn sínum munni“. Hann segist vera „þræll orðanna“. Námumaður- inn er orðinn þræll þess efnis, sem hann notar til að styrkja með sín námugöng. Guðbei'gur Bei'gsson er skáld, og þótt hann sé kannski ekki orðinn stór- skáld ennþá, hljótum við að fylgjast vel með því, sem frá hans hendi kemur framvegis. Vinnubrögð hans og viðhorf benda ótvírætt til þess að af honum sé nokkurs að vænta en hvei'su mikils er vit- anlega undir honum sjálfum komið, og okkur hinum þó reyndar líka, því aðbúð að skáldum hlýtur alltaf að. ráða nokkru um afrek þeirra. Ekki sízt sú aðbúð er þeim hlotnast á sínu mótunarskeiði. „Endurtekin oi'ð“ er snotur bók og vel útgefin á allan hátt. Prentuð í prentsmiðjunni Hól- um. Hún lætur ekki mikið yfir sér, en vinnur á við nánari kynni. Jón frá Pálniholti. Munið jólasöfnun Ma'öra- styrksnefndar. Umsóknum um aðstoð og fram- lögum — í peninguim, fatnaði eða öðru — veitt móttaka í skrifstof- unni Njálsgötu 3, sími 14349, op- ið daglega kl. 10.30—18.00. a40) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 23. desember 1961 ~'~TÍ íslenzkur fulltrúi á ráð- Eftii'farandi hefur biaðinu boi’izt frá Mínervu Jónsdóttur, sem síðastliðið sumar sótti í'áð- stefnu sérfræðinga í svonefndi'i hreyfingarskrift, en það er ný- lega gert kerfi til aö skrá hverskonar hreyfingar manns- líkamans, og á að gei'a svipað gagn, til dæmis í dansi og nót- ur við flutning tónlistar. ) 'k Sérfræðingar frá Evrópu og Ameríku hittust í Surrey Eng- landi á annarri ráðstefnu Inter- national Council of Kineto- graphy Laban (L.C.K.L.), sem haldin var irá’ 4.—11. ágúst sl. I.C.K.L. var stofnað fyrir tveim árum til að efla það kerfi, ‘sem fundið var upp af Rudolf Laban til að skrifa nið- ur hreyfingar og til að auka skilning og viður'kenningu þess í heiminum. Kinetography Laban eða Labanotation, eins og kerfið er nefnt í Bandaríkjunum, l/’sir hi'eyfingum með samsetningu á grundvallaratriðum þess, svo að allar tegundir mannlegra hreyf- inga er hægt að skrifa t.d. dans, leikfimi, íþróttir, iðnað o.fl. Þar sem kerfið er ekki byggt upp á neinni einni tegund dans, hefur það verið notað um allan heim. Líkt og með tilkomu nótna- skrifar, þá hefur Kinetography gert það mögulegt að mynda safn af dönsum og rutt leiðina að því að kóx-eógrafisk verk eru talin með í höfundai’réttax’lög- unura. Stofnendur I.C.K.L. Lisa Ull- mann, Ann Hutchinson, Al- brecht Knust og Sigurd Leeder voru tilnefnd af Rudolf Laban Sjálfum sem heimildarmenn þessa kerfis. Lisa Ullmann for- stöðukona Laban Art of Mo- vement Centi'e var gestgjafi eftirfarandi- leiðtoga í hreyfing- arski’ift: Ungverjaland: Dr. Emma Lug- ossy, Maria Szentpál. Pólland: Roderyk Lange. Vestur-Þýzkaland: Albrecht Knust. Austur-Þýzkaland: Ingeborg Baier. Island: Míriei'.va Jónsdóttir. Bretland: Diana Baddeleý, Val- erie Preston, Lisa Ullmann, Edna Geei'. Bandaríkin: Ann Hutchinson, Nadia Chilkovsky. Júgóslavía: Vera Maletic. Frakkland: Jacqueline Haas. Stjórn 'skipa: Forseti: Al- brecht Knust. Vai'aforseti: Val- ei'ie Pi’eston. Ritari: Edna Geer Gjaldkei'i: Rhoda Golby. Samþykkt var með lögum, að tilgangur í'áðsins væi’i, að styðja Laban kerfið í hreyf- ingarskrift; að auka alheims viðui’kenningu og notkun þess, að hvetja og styðja að stöð- ugri þróun sérstaklega i sam- ræmingu í skrift og starfshæfni. Stefna ráðsins er að koma í framkvæmd hverju hagnýtu málefni sem líklegt er til efl- ingar á tilgangi þess, og að vinna með Laban Ai't of Movement Centi'e og öðrum samtökum eða einstaklingum, sem hafa skyld áhugaefni. Eitt af hinum mikilvægu verkefnum, sem I.C.K.L. hefur tekizt á hendur er skipulagn- ing safns sem þegar er all- stórt, af kennslutækjum, greinum, kennslubókum. skrif- uðum verkum og smá dönsum, þar á meðal verk eftir Georg Balanchine, Martha Graham, Hanya Holm. Doi'is Humphrey, Jerome Robbins, Kurt Jooss, Pino Mlakar og Igor Mosiseiev. Laban kerfið hefur opnað leið til vísindalegra skýringa á samanburöi í þjóðfræði. Ötx’ú- legur fjöldi af þjóðdönsum hef- ur þegar verið skrifaður og er nú vei'ið að safna saman. Hi.nar fjörugu og vísindalegu umræður sem fói'u fram á þess- ari átta daga ráðstefnu voru knúnar af vitund þátttakenda að alþjóðakei’fi á lýsingum hreyfinga mun stuðla ómetan- lega að endurfæðingu dansins sem mikilvægrar listar. Það hefur vei’ið sagt að vísindaleg saga dansins geti aðeins hafizt þegar dans hefur verið skrif- aður. Tilkynning Bankarnir hafa opnar afgreiðslur fyrir hlaupareiknings- og sparisjóðsviðskipti í dag, laugai’daginn 23. desember kl. 5—8 síðdegis, auk venjulegs afgreiðslutíma, eins og hér segir; Landsbankiim: Austuurbæjarútibú, Laugavegi 77 Vegamótaútibú, Laugavegi 15. Búnaðarbankinn: Austurbæjarútibú, Laugavegi 114 Miðbæjarútibú, Laugavegi 3. Útvegsbankinn: Sparisjóðsdeild aðalbankans við Lækjartorg IJtibú Laugavegi 105. Auk þess verður tekið við fé til geymslu á sömu stöðum af viðskiptamönnum bankanna, kl. 0.30—2.00 e. m. LANDSBANKI ISLANDS, BÚNAÖARBANKI ÍSLANDS, tTVEGSBANKI ÍSLANDS.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.