Þjóðviljinn - 31.12.1961, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 31.12.1961, Qupperneq 4
' r' NÖFN OG TIZKA r Þorsteinn Þorsteinsson: I íslenzk mannanöfn — I Nafngjafir þriggja ára- ! tuga 1921—1950. Bóka- útgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík 1961. (120 [ / blaðsíður í vænu broti. Verð: 130 kr. í bandi) ! Þorsteinn Þorsteinsson fyrr- verandi hagstofustjóri hefur unnið mörg prýðileg fræðistörf, sem seint verða fullþökkuð. Ný- iega birtist frá hendi hans stór- -merkt rit um nafngjafir íslend- inga á árunum 1921—1950. í því eru fullkomnar skrár yfir skírnarnöfn á þessu tímabili með samanburði um tíðni nafna á einstökum áratugum við nafnaforðann árin 1910. Önnur skrá sýnir samanburð á skírnarnöfnum í einstökum sýslum á árunum 1941—1950. 1 inngangi að skránum gerir Þor- steinn greinargerð fyrir tilhög- un og undirbúningi, og þar er einnig að finna yfirlit yfir nafnafjölda, einnefni og fleir- nefni, nafnatíðni, algengustu nöfn og annað, sem mannanöfn varðar á þessu örlögríka tíma- bili í sögu þjóðarinnar. Enginn þarf að draga í efa, að hér sé á ferðinni hið traustasta heim- ildarrit, enda er höfundur þess alkunnur af vandvirkni. Skírnarnöfn flokkar Þor- steinn í tvo hópa: eiginnöfn og viðurnöfn, og gerir hann Ijósa grein fyrir skiptingunni. Til viðurnafna telur hann kyn- laus skírnarnöfn, karlmanns- nöfn gefin stúlkum, „ættar- nöfn“ gefin við skírn, eigin- nöfn í eígnarfalli og kenningar- nöfn (þ.e.a.s. nöfn sem enda á -son og -dóttur). Viðurnöfn eru því öil brot á iandslögum og fornri venju. Af skrá Þor- steins er ljóst, að allmörg karlanöfn hafa verið gefin stúlkum á þessu tímabili, og það er sérstaklega eftirtektar- vert, hve írsku nöfnin fornu hafa verið hart leikin að þessu fskyggilega mikið var um Dað þegar þða tók á áratug- ,nn 1940 til 1950 .að ísienzkum DÖrnum í byggðarlögum við junnanverðan Faxaflóa væru gefin bandarísk nöfn eða íafnskrípi. Ætla má að þessi þróun hafi ágerzt síðasta ára- tuginn. Þetta er skýrt dæmi um það hvernig erlend herseta stofnar í hættu merkum þætti íslenzkrar menningar, segir Hermann Pálsson lektor í Ed- inborg í ritdómnum sem ihér birtist um rannsókn Þorsteins Þorsteinssonar fyrrverandi hagstofustjóra á nafngjöfum á íslandi í þrjá áratugi. Sjálf- ur hefur Hermann ritað bók um íslenzk mannanöfn og kom hún út fyrir fáum ár- um. leyti. Þannig sýnir bókin, að nöfnin Kalman, Kjarval, Kolka og Kvaran, sem fyrr á tímum voru 'séreign karia, eru nú orð- in skírnarnöfn handa stúlkum. Eðlilegt er, að slík afbrigði séu flokkuð sér eins og Þorsteinn gerir. Þó kemur fyrir, að hann flokki rétt gefin skírnarnöfn með viðurnöfnum. Svo er því til að mynda háttað um írska nafnið Feilan, sem sveini er gefið, og virðist það því eiga heima með öðrum eiginnöfnum. Og sum útlendu nöfnin hefðu vafalaust mátt lenda í hóp með eiginnöfnum. Hins vegar finnst mér Þorsteinn hafa farið hér yfirleitt skynsamlega að ráði sínu, því að „viðurnöfnin“ eru auðsæilega annars konar fyrir- bæri en venjuleg mannanöfn. Og skráin yfir slik nöfn er þörf viðvörun um þá miklu hættu, sem nöfnum vorum stafar af ættarnafnabrölti og öðrum undarlegum siðum. Þótt aðalheiti bókarinnar sé íslenzk mannanöfn, ber ekki að taka það bókstaflega. Bók- in fjallar um alls konar nöfn, sem íslenzkum börnum voru gefin á tímabilinu 1921—1950, hvort sem nöfnin voru íslenzk eða ekki. Nafnavalið fer því eftir þjóðerni og ríkisfangi nafnþegans (og nafngjafa). en ekki eftir neinum málfræðieg- um forsendum. Mikill fjöldi nafna í þessari bók getur eng- an veginn talizt til íslenzkra mannanafna, þar sem mörg nöfnin eru ekki íslenzk og önn- ur eru ekki mannanöfn heldur. Rit Þorsteins gefur prýðilega hugmynd um breytingar á nafnavenjum þjóðarinnar frá því skömmu eftir að hún varð fullvalda unz liðin var áratug- ur frá komu bandaríska hersins til íslands. Þótt algengustu nöfnin séu að verulegu leyti hin sömu »g fyrr, bættust mörg ný heiti í hópinn á áratugnum 1941—1950. Meginstyrkur is- lenzka nafnaforðans er enn fólginn í þeim heitum, sem varðveitzt hafa óbrjáluð frá þjóðveldisöid og hafa verið í stöðugri notkun síðan. Nýju Þorsteinn Þorsteinsson nöfnin má flokka í þrennt (auk ónefnanna, sem heyra undir viðurnöfn í flokkaskipt- ingu Þorsteins): forn heiti, sem nú hafa verið endurvakin, ým- iss konar nýmyndanir af inn- lendum stofni og loks útlend (einkum ensk og bandarísk) tökuheiti. . Af fornum nöfnum, sem koma hvorki fyrir í manntal- inu 1910 né á tímabilinu 1921—1940, eru eftirtalin skírn- arheiti notuð á ■ áratugnum 1941—1950: Birningur,' Bjartur, Grímar, Hallkell, Herjólfur, ís- laugur, Leiknir, Hreiðmar, Ljótur, Oddbjörn, Sælaugur, Tumi, Uggi; — Arngunnur, Dalla, Geirný, Gró, Kára, Kol- freyja, Þórelfur, Þórgunnur og ýmis önnur. Um nýmyndanir á þessum sama áratug mætti fjölmargt segja. en það sem einkum vek- ur athygli er útbreíðsla eftir- talinna endinga: -mar, -ar, -var, -vin í karlanöfnum og -rós, -rún, dís í kvennanöfnum. Vinsældir þessara endinga eru þó eldri. Nöfnin, sem enda á -var. virðast stafa ..af.. misskiln- ingi. nafngjal'at"..ítdunu ekki hafá áttað sig á því, að ending þessi á í raun réttri að vera -varður í karlariöfnum, ■ og samsvarar hún til endirigarinn- ar -vör í kvennanöfnum. Þann- ig munu nöfnin Hervar, Hjör- var, Þorvar vera afbakanir á nöfnunum Hervarður, Hjör- varður, Þorvarður. Sumar ný- myndanir gjalda þess, hve lít- inn smekk og skilning nafn- gjafar virðast hafa haff. Yfir- leitt ættu menn að ia,ra. var- lega í þær sakir að mynda ný nöfn, nema þeir ráð,i yfit;.:.tö'lu- verðri þekkingu á ;eóli 'lslc'nzka nafnaíorðans eða leiti til-náfn- fróðra manna um leiðsögn að öðrum kosti. Nemeridúr-1-guð- fræði ættu að njóta'tiTsághar í, slíkum fræðum, enda- éruýþar hæg heimatökin, þai'. sera ..þéir stunda nám undir sarna þiiki og nemendur í íslenzkum,.iræðum. Á prestum hvílir Sú. lagalega skylda að skíra börn einúri§is íslenzkum heitum, en hingáð til hefur mikill misbresjur prðið á framkvæmd nafnalag@nná-. ,. . Dönsk nöfn og danskaráíbak- anir íslenzkra náfná virðast ekki vera eins vinsáel ’pg fyrr á öldinni, en hins végár þefur enskum (bandarískum) ...nöfrium farið sífjölgandi, -einkuin á á- hrifasvæði Bandáríkjariianna á Suðvesturlandi. Nú .verður, .eltki sagt, að íbúar Reykjavíkur og Gullbringusýslu séu'ýfiríéi'ft'ó- þjóðlegir í nafngifturn, -þe'gar ' ensku nöfnin eru undanskilin. öðru nær. En í þessum byggða- lögum kernur fyrig a|lmikill“" hópur af enskum ríþfnum. ,s.em þekkjast ekki f öðrluti TStrds- ’ hlutum. Hér er líti.ð sýnighorn af slíkum nöfnum ég raaefþLþó - mörgum við bæta: ' Öaririen, £ Gloria, Grace. Mirándal ShiríéyT Rudy, Runny, Moody. Bandarísku nönfin -erd' fetÞ ' and.i tákn þess' sigúrs, sem - herinn hefur unnið á ísiandi. Hér er að vísu um tákmarkað- an sigur að ræöa'-enn -sem komið er, þar sériw bafttím-fskú - nöfnin eru einurigiS-vtttlll ’htóti. af öllurn nafnáfjöhlanum. En allt um það eru- þáúí-örðin sVa.,. mörg þegar áriðnril95Öíi.’yaðavín;,. skyggilegt má teljastélLbsendur bökar þeirrar,; :sem;r.hér;:,;um . ræðir, munu vafalaiis.tneiga'þrö- . ugt með að stilla ,sig. um að spyrja: Hve mörg.. bandarísk heiti hafa bætzt í hópinn síðan 1950? Eru slík nöfn ■ ekki for- boði þess, að bandarisk áhrif verða hér varanleg og hættuleg merkum þætti íslenzkrar. menn- ingar? Hér höfum vér skýrt dæmi um slík áhrif, svo að ekki verður um deilt. En ame- Framhald ,á 10 síðu. Eftirfarandi skák var tefld á skákþingi Aserbadsjan á ári (því sem nú er að enda. Bagir- off, sá sem stýrir hvíta lið- inu, er einn af efnilegustu yngri skákmönnum Sovétríkj- anna, en andstæðingur hans í þessari skák er minna þekktur, Skákin er táknrænt dæmi þess, hvernig ein snaggaraleg fórn getur sligað burðarþol stöðu, sem virðist þó hin traustasta að öllum ytra frá- gangi. Hvítt: Bagiroff Svart: Maisel Sikileyjarvörn. 1. e4 c5, 2. Rf3 (16, 3. d.4 cxd4, 4. Rxd4 Rf6, 5. Rc3 a6, 6. Bg5 e6, 7. f4 Be7, 8. Df3 Dc7. (Eins og Keres sýndi í skák gegn Benkö á síðasta kandídatamóti, þá er 8. — Rb-d7 óhagstætt svörtum; 9. Bc4! h6, 10. Bxf6 Bxf6, 11. 0—0—0 0—0, 12. Bb3 Db6, 13. Rd-e2, Rc5, 14. g4 o. s.frv. í skák Lutikoffs gegn Terentoff, Sovétríkjunum 1960, Óvœnt férn lék svartur 8. — Rfd7. 9. Bxe7 Dxe7, 10. 0—0—0 0—0, 11. Dg3 Rc6, 12. Rf3 b5?, 13. eö! o. s. frv. Þetta afbrigði er varla ráð- legt fy-rir svartan, en þó ber á það að líta, að 12. — Hd8 var betra en 12. — bö, því þá getur svartur svarað 13. e5 með — Rc5). 9. 0—0—0 Rc6. (Nú til dags er riddaranum oftar leikið til d7.) 10. Rxc6 Dxc6, 11. Dg3! (Allt- af kemur eitthvað nýtt! Venju- lega hefur hé-r verið leikið 11. Be2 eða þá hinn tvíeggjaði leikur 11. e5). 11. — h6. (J. rússneska skák- tímaritinu ,.Schachmaty“ gefur Bagiroff eftirfarandi leikjaaf- brigði: — I. 11. — Rxe4, 12. Rxe4 Dxe4, 13. Bxe7 Kxe7, 14. Dg5f Ke8, 15. Bd3 De3t, 16. Kbl og — II. — 11. — 0—0, 12. e5 dxe5, 13. fxe5 Rd5, 14. Bxe7 Rxe7, 15. Bd3 í báðum tilfellum með betra tafli á hvítt.) 12. Bxf6 Bxf6, 13. e5 dxe5, 14. fxe5 Bg5t, 15. Iíbl 0—0, 16. h4 Be7, 17. Bdil Bd7, 18. Dg4 Hf-d8, 19. Hh3 Be8, 20. Hfl Ha-c8, 21. Ilg3 g6? (Svart- ur hafði fram að þessu haldið nokkuð í horfinu með vörnina, en nú gefur hann andstæðingi sínum færi á hrífandi leik- fléttu. 21. — Bf8 væri mun harðskeyttari varnarleikur. Svarið sem svartur mun hafa óttazt við þeim leik: 22. Re4? gengur nefnilega ekki vegna Hxd3!). Svart: Maisel ABCDEFQH Skákmeistaramót Sovétríkjanna hófst í Moskvu fyrr í þcssum mánuði. Á myndinni sjásí þrír keppcnda. Frá vinstri: Stórmeist- ararnir Kotoff, N. Gaprindashvili og Petrosjan. ABODKFQM Hvítt: Bagiroff 22. Hxf7!i (Mjög fallega leikið!) 22. — Bxf7, 23. Bxg6 Bg5 (Skársti leikurinn, en svartur á enga björgun lengur). 24. Bxf7t Kxf7, 25. hxg5 Dc5, 26. a3 Dxe5, 27. gxh6 Hf8 (Eða 27. - Hg8, 28. Df3t Ke7, 29. Dxb7t Hc7, 30. Db4f o.s.frv. 28. Re4 b5, 29. Dg7t og svartur gafst upp. Framhaldið yrði 29. - Dxg7, 30. Hxg7f Ke8, 31. Rd6t Kd8, 32. Rxc8 Kxc8, 33. h7 o.s.frv. Mikilvæg skák frá teóretísku sjónarmiði. Skýringar lauslega þýddar úr „Deutsche Schachzeitung“. ★ Þátturirn óskar lesendum snuni gleðilcgs nýs árs og þakkar þeim árið sem er að enda. Skákmönnuni nær og fjær óskar hann sigursældar á nýja árinu. — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 31. desember 1961

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.