Þjóðviljinn - 16.01.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.01.1962, Blaðsíða 5
LÖOFRÆ.Ql'STÖnF Samnfarkort Slysavarnafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysa- varnadeildum um land ailt. 1 Reykjavík í hannyrðaverzlun- inni Bankastræti 6. Verzlun Gunnþórunnar Halldórsdóttur, Bókaverzluninni Sögu, Lang- holtsvegi og f skrifstofu fé- lagsins f Nausti á Granda- garði. Afgreidd í síma 1-48-97 MINNINGAR- SPJÖLD DAS Minningarspjöldin fást hjá Happdrætti DAS, Vesturveri, sími 1-77-57. — Veiðarfærav. Verðandi, sími 1-37-87 — Sjó- mannafél. Reykjavíkur, sími 1-19-15 — Guðmundi Andrés- syni gullsmið, Laugavegi 50, sími 1-37-69. Hafnarfirði: A pósthúsinu, sími 5-02-67. Einræðisstjórn Ngo Ðinh Diem í Suður-Vietnam hefur árum saman látið hersveit|r sínar gera harðvítugar árásir á þá hluta landsins, sem harðast börðust gegn frönsku nýlcnduyfirráðunum á sínum tíma. Einmitt í þessum sömu Iandshlutum eru íbúarnir ákveðnir i því að stefna að fullkomnu sjálfstæði Iandsins og jafnframt sam- einingu við Norður-Vietnavn. liandaríkin hafa veitt allan herbúnað til þeirra „refsiaðgerða" gegn íbúunum. Myndin sýnik konu með tvö börn, sem misst hefur hús sitt í ofbeldisárás hermanna cinræð- isstjórnarinnar. AÞENU 11/1 — þriðjungur grískra þingmanna hefur skrifað undir k(öfu um að núverandi stjórnarleiðtoga landsins, Con- stantin Dovas hershöfðingja, og þrem öðrum ráðherrum verði stefnt fyrir rétt, vegna þess að þeir hafi „með ofbeldi og svikum villt um fyrir grískum kjósend- um“ í nýafstöðnum kosningum. Ríkisstjórn Grikklands hagaði kosningunum eftir sínum vilja. Úrslitin urðu þau að hinn hægri sinnaði flokkur Karamanlis for- sætisráðherra tryggði sér 176 af 300 þingsætum. Ásakanir á hendur stjóminni vegna kosningasvika fara stöðugt i vöxt. Asakanirnar beinast ekki sízt gegn forsæti4ráðherra núver- andi bráðabirgðastjórnar Con- stantin Dovas hershöfðingja, sem er nánasti samstarfsmaður Páls konungs á hernaðarsviðinu. Hers- höfðinginn er sakaður um að hafa unnið að og stjórnað kosn- inga-svindlinu fyrir hægri öflin. LEOPOLDVILLE — Það er ekki aðeins valdabarátta og marg-; ■ungið sutKiur’yrdi, sem valdið | 'iafa óróleika og vandræðum í Kongó. Náttúruöflin hafa einnig nrert mikinn usla í landinu und- anfarið. Fyrir skömmu urðu geysimik- :! f'óð í tveim . fvlkjum í Kongó (Oriental og Ekvatoria). Þessi lwruð eiga síðan við erfiðleika1 að stríða. Samgöngur hafa trufl- azt, rafmagnskerfið hefur farið úr skorðum Of? matvælaskortur “ befur gert vart við sig. í desembermánuði var yfirborð Kongófljóts 5]/2 metra hærra en venjulega. J Coquilhatville rann \ flóðið yfir vatnsaflsstöð sem þar MerðSid í Alsír ALGEIRSBORG 15/1 — Evr- ópskir og serkneskir ofbeldis- menn í Alsír hafa framið 228 morð og sært 489 manns á þeim tveim vikum sem liðmar eru af ■ssu ári. Þessar tölur eru gefn- ar upp í sk:, rslu, seni birt var í Algeirsborg í gærkvöldi að lok- inni óróasamri helgi i borginni. Á tveim fyrstu vikum þessa árs hafa fleiri menn verið myrt- ir í Alsír en á nokkru jafnlöngu tímabili áður. 89 af hinum drepnu voru af evrópskum ætt- um. en hinir voru innfæddir Al- sírbúar. í Reuters-frétt segir að 7000 franskir hermenn hafi ver- ið fluttir til Algeirsborgar um helgina. í borginni voru 10.000 franskir hermenn fyrir. Fréttaritarar í Algeirsborg óttast að ný morðalda kunni að ríða yfir á næstunni. Það eru fasistasamtökin OAS sem hafa staðið að langflestum hryðju- verkum og morðum í Alsír á ár- inu. Nú hefur útlagastjórn Alsír- búa, sem hefur aðsetur í Túnis, tilkynnt að hún muni hefja öfl- ugar aðgerðir til að vinna á fas- istasamtökunum. er. Alþjóðlega heilbrigðismála- stofnunin (WHO) hefur sent á- skorun til fólks um að drekka ekkert vatn án þess að sjóða það fyrst. Heilbrigðisyfirvöldin í Ko.ngó óttast að drepsóttir kunni að sigla í k.iölfar flóðanna. Mest hætta er á s!íku þegar vatns- magnið tekur að minnka að nýju. Beðið hefur verið um 50 þúsund skammta af taugaveiki- bóluefni til að fyrirbyggja drep- sóttir. Jafnframt hafa verið út- vegaðar þyrlur til þess að koma læknishjálp sem fyrst á vett- vang. Rafmagnskerfið í Stanleyville eyðilagðist í flóðunum, en nú hafa Sameinuðu þjóðimar komið þar upp bráðabirgðarafstöð. Mik- ill skortur varð á drykkjarvatni þegar flóðin stóðu sem hæst. Fata af fersku vatni kostaði þá sem svarar 70 krónum í borg- inni, að sögn ferðamanna. Þá er þess einnig getið að fjöldi krókódíLa hafi synt inn í raf- stöðina, og starfsmenn hennar bafi neitað að mæta tií vinnu fyrr en dýrin höfðu verið skotin til bana. Nýja Gínea Framhald á 5. síðu. nesa hefði verið að setja lið á land á Nýju Gíneu og látá þann- ig sverfa til stáls. Súkarno forseti hefur þannig skipað nefnd sem á að hafa hönd í bagga með skipun sveitastjórna á vesturhluta Nýju Gíneu, þeg- ar Indónesar hafa Jagt hana und- ir sig. Nasution landvarnaráð- herra á sæti í nefndinni. Hann skipaði í gær Sudiono ofursta yfirmann almannavarna í landinu og gaf honum fyrir- mæli um að byrja þegar að leið- beina almenningi hvernig honum bæri að haga sér ef til ófriðart kæmi. ALLT AÐ % afsláttur POPT.ÍNKÁPUR írá kr. 395,— ★ Dragtir írá kr. 550,— ★ ULLARKÁPUR írá kr. 395,— m. a. íermingarkápur og unglingakápur í miklu úrvali. MAKAÐURINN Laugavegi 89 ALLT AÐ 75% afsláttur KJÖLArFNI FRÁ kr. 39,— pr. m. ★ ULLARJERSEY fré kr. 98,— pr. m. ★ ULLAREFNI í dragtir og pils frá kr. 145,— pr. m. ALLIR VITA AÐ BEZTU KAUPIN GERIÐ ÞIÐ Á MARKAÐSÚTSÖLUNUM MAKAÐURINN Hainarstræti 11 Bélusett í dsg, \ á morgun og a i fimmtud£ginn 1 Borgarlæknir liefur heðið Þjóðviljann að láta þess gctið, að í dag, þriðjudag, á morgun, miðvikudag', o% fimmtudag muni fara fram bólusetnúig gegn kúa- bólu í Heilsuvemdarstöðirni kl. 9—17 daglega. Ef þörf krefur verður bólusetningunni haldið á- fram fleiri daga. Bólusetning þessi var ákveðin. og auglýst í útvarpinu sl. sunnu- dag. t gær, mánudag. fylltist' Heilsuverndarstöðin skyndilega af fólki, þótt bólusetning hefði ekki verið auglýst þann dag, en á mánudögum kl. 14—15 er fast- ur bólusetningartími fyrir böm allan ársins hring. Þótt starfs- lið Heilsuverndarstöðvarinnar ætti ekki von á þessari miklu að- sókn í g'ær gekk bólusetningin greiðlega og vqru alls um 17001 manns bólusett, bæði börn og fullorðnir. Við íslendingar stöndum að því leyti betur að vígi gagnvart bólusótt en flestar aðrar þjóðir, að hér er framkvæmd skyldu- bólusetning á börnum gegn kúa- bólu, eru börnin fyrst bólusett á fyrsta aldursári og síðan á 13. ári og veitir sú bólusetning a.m. k. nokkra vörn alla ævi, þótti ekki sé talið að hún veiti fulla vörn nema í þrjú ár. Þriðjudagur 16. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.