Þjóðviljinn - 16.01.1962, Blaðsíða 11
F r a n c i s C I i f f o r d :
25. dagur
,,Leyndarmál“, segir hann.
Billjósin skína sem snöggvast
á röð auglýsingaspjalda. Coea
Cola . . . Gail Slade í Blóði . . .
Fljúgið með Flugleiðum . . . Veg-
urinn liggur gegnum bugðótt gil..
Þegar upp úr því kemur, stígur
hann fast á benzínið.
„Svona nú“, segir stúlkan.
„Segðu mér það“.
„Það kemur í ljós“.
Þetta er aðferð sem aidrei hef-
ur mistekizt til þessa. Þetta eyk-
ur á forvitni þeirra, örvar þær,
flýtir fyrir. Auk þess er heppi-
legra að þræða ekki alfaraleiðir.
,,Þú ert fantur“, segir hún.
„Heyrðu — gefðu mér einhverj-
ar upplýsingar. Hvernig er hljóm-
sveitin?“
„Stórkostleg“.
„Og skemmtiatriðin?“
„Himnesk“.
Hún lítur á hann útundan sér,
brosleit og eftirvæntingarfull.
„Er nokkuð sem þú hefur
gleymt?"
„Maturinn er frábær“.
„Þú ert ómögulegur,“ segir
hún. „Ég hugsa að þessi staður
sé alls ekki til. Svona nú, Ge-
orge — gerðu það. Hvað heitir
hann?“
Hamingjan sanna; hvað þær
lepja þetta í sig. „Þú kemst
bráðum að þvi.“
Vegurinn er beinn og góður.
Áður en fimmtán mínútur eru
liðnar bendir hann henni á ljósa-
röð framundan. „Þarna sérðu,“
segir hann brosandi og þreifar
á mjöðm hennar. „Ertu nú
ánægð?“
„Enn sem komið e'r.“
„Það liggur við að þú skuld-
ir mér afsökunarbeiðni.“
Hún amast ekkert við hendi
hans. „Eins og þér þóknast,
herra töframaður.“
Skiltið birtist, fingur úr tré
sem bendir til vinstri: nafnið
letrað með gömlum rithætti.
„Kannastu nú við það?“
,,Nei,“ segir hún. „Aldrei
heyrt staðinn nefndan.“
Fyrirtak ... Hann beygir, ek-
ur niður trjágöngin að bíla-
stæðinu. Þar eru tiltölulega fáir
bilar. Það er lika fyrirtak...
Þau ganga upp lýst þrepin, gegn-
um anddyrið, framhjá barnum og
útá steinlagðar svalirnar. Hress-
andi andvari leikur um þau og
sjávarhljóð heyrist, öldugjálfur
og hvítt löður.
Hann lítur sem snöggvast á
gestina sem fyrir eru, ef ske
kynni... Það er líka gott. „Eig-
um við að sitja þarna?“
Hún kinkar kolli og þau fara
að borðinu. Röndótt sólhlíf og
dauf lýsing. ,,Jæja?“ spyr hann
og hagræðir stólnum hennar.
Hún lítur í kringum sig. „Þetta
er dásamlegt,“ segir hún. „Kem-
urðu hingað oft?“
„Nei.“ Hann hristir höfuðið.
„Ekki oft.“
Sjáum nú til — hvenær kom
hann hingað síðast? Það hljóta
að vera einir þrír mánuðir sið-
an.
það?“ Það er löng þögn. Menn
snúa sér við: kliðurinn þagnar
alveg. ,,Hvar?“ spyr hann. Síð-
an: „Klukkan hvað var það?“
Önnur þögn. „Hugsanlegt. Já, já,
... Heyrið mig, biðið andartak.“
Hann leggur höndina yfir tólið.
Svo segir hann við manninn sem
svaraði í símann; „Náungi í Ajo
segist hafa séð reyk fyrir norð-
vestan bæinn nokkru eftir klukk-
an fimm fimmtán. Hann hugsaði
ekkert um það fyrr en hann
heyrði tilkynninguna í útvarp-
inu rétt áðan. Hafðu samband
við flugstjórnina undir eins,
og ...“
Örvæntingin leggst að Páli
Dexter: bokar honum úr horni
sínu. Það er ekki fyrr en dauða-
þögn er komin á í herberginu
að hann skilur það sem sagt
var. Hann treður sér milli
tveggja úr áhöfninni og að af-
greiðsluborðinu. Enginn veitir
honum athygli. Það tala margir
í einu. Hann stikar að miðborð-
inu. Jói hallar sér fram á það,
umlar eitthvað, krotar í vasabók
og kallar stöku sinnum til
mannsins við símann á skrif-
borðinu. Hann sinnir ekki Páli
Dexter. Enginn sinnir honum.
Það er mikið í húfi. Hann fær
ekki önnur svör en höfuðhrist-
ingar eða snubbótt: „Veit það
ekki, því miður,“ eða „Get ekki
sagt um það.“ Hinir símarnir
hringja. Einhver stendur við
kortið á veggnum og dregur
rauðan hring á það. Rödd við af-
greiðsluborðið segir: ,,Það er úr-
hellisrigning alla leið til Ajo. og
lengra.“
Allt í einu finnst honum sem
hann geti ekki lengur afborið
þetta einn. Hann þrífur í hand-
legginn á stúlku sem gengur hjá.
„Heyrið mig,“ segir hann loð-
mæltur. „Ég á dreng í þessari
flugvél." Hún kinkar kolli full
samúðar. „Get ég ekki fengið að
komast í síma?“ Hún hikar.
„Góða ungfrú — þér megið til.
Ég verð að fá að hringja undir
eins — til konunnar minnar,
skiljið þér?“
Augnaráð hans hrærir hana til
meðaumkunar. „Komið þér inn á
næstu skrifstofu," segir hún og
hann eltir hana.
P.a;stir liðir eins og venjulega.
13.00 „Við vinnuna".
18.30 Tónlistartími barnanna: Jór-
unn Viðar og Þuríður Páls-
dóttir kynna visnaiög.
18.30 Lög úr óperum.
20.00 Svissnesk þjóðlög: Aldei
strengjáflokkurinn leikui
lög frá héruðum Appenzell.
20.15 Nýtt framhaldsleikrit:
..Bjartiair vonir" (Great Ex-
pections. saga, eftir Charles
Dickens færð i leikform a.f
. .i Öldfieid Box; fyrsti þáttur.
Þýðandi: Áslauig Árnadóttir.
" — Leikstjóri: Ævar R.
Kváran. Leikendur: G'isli Al-
freðsson, Valur Gisiason,
Hejgi Skúlason, Herdís Þor-
valásdóttir, Haraldur Björns-
son, Gestur Pálsson, Erling-
ur Gistason og Stefán Thors.
20.45 Kórsöngur: Robert Shaw
kórinn syngur lög úr óper-
u,m.
21.10 Erindi: Hegðunargallar óg
háttvísi (Grétar Fells rit-
höfundur).
21.35 Tónleikar: Þrjú stutt verk
eftir Jaroslav Koeián.
21.50 Söngmálaþáttur þjóðkirkj-
unnar (Dr. Róbert A. Ott-
ósson söngmálastjóri).
22.10 Lög unga fólksins (GuB-
rún Ásmundsdóttir).
23.00 íDagskrárlok.
Það er eins og hjartað í Fáli
Dexter taki viðbragð í hvert sinn
sem síminn á skrifborðinu hring-
ir. Það eru þrír simar í herberg-
inu, en það er síminn á skrif-
borðinu sem máli skiptir. Þaðan
koma fréttirnar — þegar þær
koma. Svo mikið veit hann nú.
Það er síminn sem stendur í
sambandi við flugstjórnina.
Það er fleira fólk í herberg-
inu núna: lögregluþjónar, starfs-
menn flugvallarins, flugstjórinn
á vélinni á vesturleið og áhöfn
hennar. Inni er mökkur af tó-
baksreyk, heitt, grátt loftið
stingur í augun. Skeytin koma o.g
fara — Los Angeles, E1 Paso,
Austin, Houston, New Orleans.
Heyrnartólin.liggja sjaldan niðri.
Og Páll Dexter stendur í horn-
inu hjá glugganum, dumbur á
regnhljóðið á rúðunum* blindur
á allt nema manninn sem þeir
kalla Jóa, sem gengur fram og
aftur, aftur og fram hjá skri|-
borðinu. Það er maðurinn sem
máli skiptir.
Síminn á miðborðinu hringir.
Kliðurinn hljóðnar lítið eitt,
ekki til fuUs.
„Flugleiðir ... já ... Hver?
Andartak. Hæ, jói.“ Höfði er
hnykkt til. „Taktu þetta símtal.“
Jói kemur stikandi með spurn-
arsvip. „Hver er þetta?“
,,Það er lögreglustöðin í Ajo“.
Hann þrífur heyrnartólið sem
er rakt viðkomu. „Já, hvað var
Þrumuskýin færast vestur á
bóginn og létta á sér i myrkr-
inu. Regnið helltist yfir skræln-
aðan svörðinn. Hæðir og flat-
lendi, sandöldur og klettarið —
ekkert fær umflúið það. Sólbök-
uð eyðimörkin drekkur það upp.
Það hripar a.f klettóttum fjalla-
hlíðunum.
Á milljón hæðum taka sprung-
ur og gil við hinum endalausa
straumi. f milljón brekkum
renna smálækir saman, mynda
polla, fylla þá, skipta sér og
renna saman aftur. Þeir vaxa
að magni á leiðinni, fossa niður
kletta, sullast eftir malarbrekk-
um, fyllast aur o.g möl, brjóta
síðan aftur af sér fjötrana og
steypast áfram í ofsalegri leit að
flatlendinu. - .•
; Og á flatlenálnu- Jélluri regnið
lí.ka, dreifist yfir . víðátturnar
milli fjallanna og^ hæðadrag-
abna; það hellist niður eins og
fíóðgáttir himnanba' JÍifí- opnazt
upp á gátt.
Gail Slade er að þvi komin
að stinga upp á því að þau fari
að borða, þegar síminn hringir.
Hún kiprar munninn gremjulega.
„Það er aldrei flóarfriður hjá
ykkur,“ segir Waterman.
„Er ykkur sama?“ segir hún.
„Auðvitað. Syaraðu, bara.“ .
„Það tekur aðeins andartak."
Með því að' við hcfum. endurskipulagt og hagrætt rekstri
fyrirtækis okkar á fullkomnari hátt, höfum við sameinað
búðirnar á Laugavégi 2 og Laugavegi 32. Framvegis verður
því ein Tómasar-búð l ið.Laugaveginn, sími 11112, en gömlu
búðina að Laugavegi 32 hefur vérið ...
Allar afgreiðslur, sem áður fóru fram í þeirri
búð fara því framvegis fram í hinni góðkunnu
verzlun okkar að Laugavegi 2, sem býður öilum
viðskiþtavinum hinar velþekktu og vönduðu mat-
vörur Tómasar. Þar er eins og áður, sem og í
verzlunum okkar að Ásgarði 22 og Grensásvegi 48
• . . á venjulegum búðartímum-og getið þér-valið
yður daglegar nauðsynjar og frábæran hátíðar-
mat, kjöt og kjötvínnslu-vörur, grænmeti, ávexti,
kex, hverskonar niðursuöu og álegg . . .
TÓMAS
. . . sendi.r það allt heim ef þér óskið þess
Þér getið freyst aígreiðslufólkinu hjá TÓM-
ASI til að veSja fyrir yður. j
Auglýsing frá póst- og símamálastjórninni.
Evrópufrimerki 1962
Hér með er auglýst eftir tillögum að Evrópufrímerki 1962.
Tillögurnar sendist póst- og simamálastjórninni fyrir 15
febrúar 1962 og skuiu þær merktar dulnefni, en nafn höf-
undar íýlgja með í lckuðu umslagi.
Póst- og símmnálastjórnin mun velja úr eina eða tvær til-
lögur og senda hinni sérstöku dómnefnd Evrópusamráðs
póst og síma CEPT, en hún velur endanlega hvaða tillaga
skuli hljóta vcrðlaun og verða notuð fyrir frímerkið.
Fyrir þá tillögu, sem notuð vdrður, mun listamaðurinn fá
andvirði 1.500 gullfranka eða kr. 21.071,63.
Væntanlegum þátttakendum til leiðbeiningar, skal eftirfar-
andi tekið fram:
1. Stærð frímerkisins skal vera sú sama eða svipuð og fyrri
íslenzkra Evrópufrímerkja (26x36 mm) og skal framlögð til-
löguteikning vera sex sinnum stærri.
2. Auk nafns landsins og verðgildi skal orðið EUROPA
standa á frímerkínu. Stafirnir CEPT (hin opinbera
skammstöfun samráðsir.s) ættu sömuleiðis að standa, en
þó í annarn myr.d en í merki því fyrii'r samráðið, sem
samþykkt var á síðasta ári af dómnefndinni, þar sem það
i hlaut ekki fuúnaðarsamþykki aðalfundar samráðsins.
3. Tillöguteikningarnar mega ekki sýna neins konar landa-
i kort.
I Til enn frekari skýringa skal tekið fram, að Evrópusarriráð
pósts og síma. en hið cpinbera heiti þess er CONFERENCE
EURQPEENNP DES ADMINISTRATIONS DES POSTES ET
DES TELECOMMUNICATIONS, skammstafað CEPT. er sam-
band nítján Vestur-Evrópuríkja og var stofnað í Montreux
í Sviss 1959.
Reykjavík, 15. janúar 1962.
PÓST- OG SÍMAMÁLASTJÓRNIN.
.Þriðiudtigur J6 jfinúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — n jj