Þjóðviljinn - 16.01.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.01.1962, Blaðsíða 3
20 af 78 hlutu verðlaun og viðurkenníngu Ágætur árangur íslenzku þátttakendanna í alþjóða- teiknisamkeppninni, sem póiska útvarpið efndi til á sínum tíma, hefur að vonum vakið mikla at- hygli. Af 78 myndum sem sendar voru héðan frá ís- landi hlutu 20 verðlaun eða viðurkenningu. Hef- ur þátttaka íslenzku barnanna í samkeppn- inni orðið þeim og teikni- kennurum þeirra til mik- ils sóma — og hinn góði árangur ætti að verða börnunum mikil uppöiT- un. Olíll- stífla Enn einusinni hafa lands- menn verið minntir á bað að til eru mál sem Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn eru alltaf sammála um, hverjir svo sem eru í rík- isstjórn og hvað sem rætt er um stefnumál og hugsjónir Alltaf eru fulltrúar þessars flokka til dæmis' á einu mál: um það að verðlag á olíum og benzíni skuli vera sem hæsl og álagning olíufélaganna í hámSrki, Og sú samstaða hef- ur raunar áhrif á fjölmörgum öðrum sviðum, jáfnvel hinurr. óliklegustu. Þegar Bjarni Benediktsson ræddi á gaml- árskvöld um nýskipan réttar- farsmála á íslandi, áttu þær hugsjónir þannig uppsprettu sína i gruggugri olíulind. Fyr- ir tæpum tveimur árum var Bjarni Benediktsson kominn í þá aðstöðu að hann varð að taka ákvörðun um það hvort mál skyldi höfðað gegn Vil- hjálmi Þór og ýmsum öðrum valdamönnum Framsóknar- flokksins og Olíufélagsins h.f. fyrir stórfelldustu svik sem framin hafa verið á íslandi. Ráðherrann taldi .sér hvorki henta að höfða mál gegn ViL- hjálmi og fé'.ögum hans né treysti hann sér til að sýkna þá sjálfur með því að láta. málshöfðun niður falla. Hann greip þá til þess ráðs að setja. á laggirnar nýtt embætti, starf saksóknara ríkisins, o.g fyrsta verkefni sem honum, var falið var einmitt oliumál- ið. Fannst Bjarna hann þá hafa losnað úr gapastokki, en. efíir það reyndi hann að breyta hvötum sínum í fagr- ar hugsjónir, siðast á gaml- árskvöld þegar hann ræddi: um réttarfarsmál í landsföðv urlegum tóni. En jafnframt hefur komið i ljós að einnig hja saksokn- araembættinu er um ein- hverja olíustíflu að raðða; þaði hefur haft málið til meðferð- ar í meira en ár án þess ai’> komast að nokkurri niður- stöðu. Auðvitað er það tiL- viljun í þvi sambandi afj Valdimar Stefánsson, saksókn-. ari rikisins, og Vilhjálmur Þót' seðlabankastjóri, fyrrverandii valdsmaður í Olíufélaginut h.f., eru báðir félagar í hags- munasamtökum frímúrara; Valdimar í stúkunni Mími og. Vilhjálmur í bræðralaginu Rúnari. — Austri. Eins og skýrt var frá í sunnudagsblaðinu, hafði sendifulltrúi Pólverja á ís- landi, frú Halina Kowalska, boð inni í sendiráðsbústaðn- um við Túngötu sl. laugar- dag. Var þar margt manna, börn, foreldrar þeirra, skóla- menn o.fl. Sendifulltrúinn afhenti verðlaun og viður- kenningarskjöl þeim börnum, sem til þeirra höfðu unnið, skýrði frá teiknisamkeppninni og úrslitum. Mælti frú Kow- alska á íslenzku. Samkeppni þessi var haldin í tilefni Alþjóðabarnadagsins svonefnda og verndari henn- ar var pólska UNESCO-nefnd- in (UNESCO: Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna). Frú Kovvalska sendifulltrúi Póllands heldur á gullpeningi og verðlaunagjöf H!yns Andréssonar á Hólmavík. — (Ljósm.. Þjóðv. A. K.). » Slökkviliðinu í Eyjum tókst að forða stárbruna Vestmannaeyjum 15/1 — Skömmu eftir miðnætti í nótt, kom upp eldur í verzlunarhúsi Björns Guðmundssonar fréttaritara Morgunblaðsins að Bárugötu 11, en það ejc mjög gamalt timbur- hús. Eldurinn magnaðist skjótt og komst í fiugelda og blys og mun hafa magnazt mjög við' það Uppi á lofti búa ung hjón og vöknuðu þau við sprengingarnar af flugeldunum og tókst að skríða út með barn sitt, en mikill reyk- ur komst upp á hæðina. ■ Skemmdir urðu miklar í verzl- uninni og á lagemum af völd- um elds, reyks og vatns,. Innan- j gengt er úr verzluninni inn í miðstöðvarklefa, en kviknað mun hafa í útfrá reytoháfnum. Má þakka slökkviliðinu, að ekki varð þarna stórbruni, en slökkvi- . starfið tók rúma klukkustúnd. Hjónin sem bjuggu uppi eiga 3 börn. 6 ára 2ja ára og eins árs, en eitt þeirra lá veikt með 40 stiga hita og urðu þau að skríða út með það, þar sem reykurinn var svto xnikill, að ekkert loft var að fá, nema við gólfið. Hús og vörur var vátryggt. Siglufirði 15/1 — Þegar strand- ferðaskipið Esja var að leggja frá bryggju hér á Siglufirði til Akureyrar í gærkvöldi, sunnu- dag, fór vír í skrúfu skipsins og varð að fresta brottför þess af þeim orsökum. í morgun var fenginn kafari til að losa vírinn og hélt Esja áfram ferðinni skömmu eftir hádegi. Frá verdlaunaafhendingunni á laugardaginn. — (Ljósmynd Þjóðv. A. um barna frá skólum víðsveg- ar um land. Gullverðlaun, stóran verð- launapening, viðurkenningar- skjal og fallega gjöf: brúður í pólskum þjóðbúningum, hlaut 9 ára drengur á Hólma- vík, Hlynur Andrésson. Silfurverðlaun hlaut Mar- grét Hauksdóttir úr Miðbæj- arskólanum í Reykjavík og bronsverðlaun: Ingunn Stef- ánsdóttir, Kársnesskóla Kópa- vogi, Þóra Hreinsdóttir Reykjavík og Kristrún Har- aldsdótti.r Miðbæjarskólanum Reykjavík. Fimmtán börn hlutu viður- kenningarskjal og heiðurs- skjöl. Þá dæmdi dómnefndin Víg- þóri H. Jörundssyni teikni- kennara við Hólmavíkur- skóla sérstaka gjöf í viður- kenningarskyni fyrir góða teiknikennslu. ★ Á annað hundrað þúsund teikningar Á annað hundrað þúsund teikningar vor sendar til sam- keppninnar frá 80 löndum heims. Dómnefnd valdi úr þessum fjölda 887 teikningar yeitti_ fyrir þær verðlaun og viðurkenningu. Sýning var síðan haldin á verðlauna- teikningunum í Varsjá og síðar í aðalstöðvum UNESCO í Parísarborg. Ráðgert mun einnig að halda sýningar í fleiri löndum. Frá Japan bárust alls 6956 teikningar og þangað fóru flest verðlaunin: 10 gullverð- laun, 5 silfurverðlaun og 16 bronsverðlaun. ★ 20 hlutu viðurkenningu af 78 Þátttaka íslenzku barnanna í samkeppninni vakti sem fyrr segir mikla athygli. Héðan voru sendar 78 teikn- ingar, þar af valdi Teikni- kennarafélag íslands um 40 myndir úr 700—800 teikning- K.) Þriðjuddgur 16 jannar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (Jj-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.