Þjóðviljinn - 16.01.1962, Blaðsíða 6
þldÐVILJINN
Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýBu — Sósíallstaflokkurlnn. — Ritstjóran
Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. -
FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýsingastjóri: Guðgelr
Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðJa: Skólavörðust. 19.
Bíml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — LausasöluverB kr. 3.00.
PrentsmiðJa Þjóðviljans h.í.
r
Ihaldið laumast að verka-
unum
J^Jorgunblaðið tengir nú daglega saman í skrifum sín-
um stjórnarkosningarnar í verkalýðsfélögunum og
kjarabaráttuna. Þar er að sjálfsögðu sunginn sami öf-
ugmælasöngurinn og jafman áður, allt frá því leið-
togai Sjálfstæðisflokksins lærðu það á námskeiðum hjá
þýzku nazistunum að flokkur auðvalds og gróðahags-
muna gæti sem bezt látizt vera verkalýðsflokkur í
áróðri sínum. Og aðalkenning áróðursins er ein og hin
sarna hvar sem slíkir flokkar taka að laumast til á-
hiifa í verkalýðsfélögum: Umfram allt má engin kjara-
barátta fara fram, iheidur eiga verkamenn og aðrir
launþegar einungis að koma sjr nógu vel við atvinnu-
rekendur, þá munu kjarabæturnar veitast þeim að auki!
En það þarf ekki nema lítilsháttar kunnugleik af sögu
verkalýðsfélaga til tað vita, að með þessum hætti hafa
kjarabætur aldrei fengizt. Hér á landi eins og erlendis
hefur verkalýðshreyfingin orðið að berjast fyrir hverj-
um einustu kjarabótum, hverri einustu réttarbót, og
oftast orðið að beita til þess vopnum samtaka sinna.
Meira að segja um mál eins og það, hvort togarasjó-
menn skuli njóta sex stunda, átta stunda, tólf stunda
lágmarkshvíldar á sólarhring varð að berjast í ára-
tugi, alltaf gegn hatrammri andstöðu afturhaldsaflanna
í landinu. Það eru ekki nema noikkur ár síðan Kjartan
Thors og nokkrir kumpánar með honum sendu Alþingi
álitsskjal þess efnis að tólf stunda hvíld togaraháseta
væri óframkvæmanleg á íslenzka togaraflotanum! Þeim
hefur verið kennt annað.
Jjað sést líka af undirtektum stjórnar Landssambands
uslenzkra útvegsmanna við kröfur sjómanna um
kjarabætur, þegar beinlínis er neitað að ræða um
breytingar á hlutaskiptakjörunum, og Morgunblaðið
telur allar breytingar á þeim kjörum hima mestu fjar-
stæðu og heimtufrekju af hálfu sjómanna. Ekki væri
ólíklegt að þessi þrjózka og ósvífna afstaða útgerðar-
manna gagnvart sanngjörnum kröfum sjómanna standi
einmitt í sambandi við afturhaldsstjórniina í stærsta
sjómannafélagi landsins, Sjómannafélagi Reykjavíkur.
Þar hefur íhaldið náð sterkum ítökum í stjórn félags-
ins vegna þess að Alþýðuflokkurinn hefur opnað allar
gáttir og m.a. sett einn af þingmönnum Sjálfstæðis-
floktksins í stjórn félagsins. Vel mætti vera að hin ó-
svífna framkoma atvinnurekenda gagnvart kröfum sjó-
mannasamtakanna byggist einmitt á því, að afturhald-
ið telji líkur til þess að sameiginleg forysta Sjálfstæð-
isflokksins og Alþýðuflokksins haldist í Sjómannafélagi
Reyikjavíkur og sé þá ekki mikil „hætta“ á að afli
samtakanna verði beitt til að knýja fram kjarabætur.
Morgunblaðið kemst raunar mjög nærri því að orða
þessa skoðun með skrifum sínum um stjórnarkjörið í
Sjómannafélagi Hafnarfjarðar, þar sem „sigur“ ríkis-
stjórnarflokkanna með fjögurra atkvæða mun er túlk-
aður sem sigur fyrir afturhaldsstefnu ríkisstjórnarinn-
ar, og úrslitin beinlínis notuð sem röksemd fyrir því
að sjómenn séu ánægðir með kjör sín.
Cjálfsagt er það flestum hugsandi verkamönnum aug-
ljóst mál hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn, flokk-
ur auðvalds og gróðahyggju, leggur nú á það ofurkapp
að ná valdi á verkalýðsfélögunum. Hitt er mörgum
enn undrunarefni, að Alþýðuflokkurinn skuli svo langt
leiddur að nota tiltrú verkamanma til þess að afhenda
venkalýðsfélögin eitt af öðru undir íhaldsstjórn. En
það mun skammgóður vermir afturhaldi landsins. Því
mun ekki takast að lama verkalýðshreyfinguna innan
frá, enda þótt uppkaupin á Alþýðuflokknum til þeirra
skemmdarverka hljóti að valda verkamönnum og öðr-
um launþegum tjóni og veikja verkalýðshreyfinguna
um skeið. — s.
I
Var þá ekki um annað talað
á þingi sovézka kommúnista-
flokksins í haust en Jósef
Stalín og þær hörmulegu starfs-
aðferðir sem leiða til persónu-
dýrkunar og margra afbrota?
Sigrar í iækni. Ordsjonikidse-verksmiðjan í Moskvu frainlelðir margskonar sjálfvikkar vélasam
Er þá einhver helzta iðja
manna hér í landi nú að brjóta
niður styttur og fjarlægja
myndir?
Vafalaust verður það um
langan aldur eitthvert helzta
vandamál þeirra sem reyna af
alvöru að gera sér grein fyrir
þróun sósíalistísks þjóðfélags í
Sovétríkjunum að finna þess-
um atburðum réttan stað. Og
það hlýtur að viðurkennast að
þetta er ekki auðleyst vanda-
mál. Það er rangt að gera of
lítið úr afbrotum Stalínstíma-
bilsins svonefnda. Að vísu er
ekki líklegt að sagan endurtaki
sig, sjálfar umræðumar sem
fram hafa farið eru að mörgu
leyti góð trygging gegn þvi. En
reynslan krefst þess engu að
síður af öllum kommúnistum,
öllum vinstri sósíalistum, að
þeir taki til rækilegrar rann-
sóknar kenningar marxismans
um ríkisvaldið, að þeir finni
allar þær smugur sem leitt
geta til misnotkunar eða hnign-
unar sósíalistísks lýðræðis á
fyrstu áratugum nýrrar þjóðfé-
lagsskipunar. Og auðvitað verða
þessar rannsóknir fyrst og
fremst að miðast við þær að-
stæður sem skapast í hverju
landi. Sósíalisminn er bæði einn
og margþættur.
Það er líka rangt að gera of
mikið úr þessum vandamálum,
sjá ekkert annað en þau. Rétt-
arglæpir, fjöldaofsóknir á hend-
ur saklausu fólki í nafni sósíal-
isma, eru hræðilegir atburðir.
En í nafni sósíalismans var
einnig framin menningarbylt-
ing, efnahagsleg bylting, fé-
lagsmálabylting. Það unnust
stórir sigrar sem ekki aðeins
sovézk alþýða naut góðs af
heldur og verkalýður alls
heimsins. Það hefur verið mik-
ils virði fyrir hafnfirzkan sjó-
mann, námumann í Wales og
korsíkanskan bónda að hér
eystra hefur ný þjóðfélagsskio-
un, sem kemst af án kapítal-
istá, staðið af sér árásir utan
frá og innri erfiðleika í meir
en fjörutíu ár.
Lesendur geta spurt: er mælt
hér eitt orð, sem ei fvrr var
kunnað? Þeir hafa rétt fyrir
sér, því miður. En ég vildi að-
eins minna á nauðsvn þess, að
menn gleymi því ekki að Sov-
étríkin eru land mikilla and-
stæðna. Og ekki aðeins í þeirri
fortíð sem nú var nefnd, held-
ur og í nútíð: efnahagslegar
framfarir og skortur á mörg-
um hlutum, sigrar í rftenningar-
málum og þröngsýni í listum,
sigrar í tækni og lág fram-
leiðni í landbúnaði, virðingar-
verð félagsmálalöggjöf og þung-
bær skriffinnska. Vinir og and-
stæðingar sósíalismans hafa
oftast fallið í þá synd að gefa
tilfinningum lausan tauminn
þegar þeir ræða um Sovétríkin,
já og sósíalistísk lönd yfirleitt.
Þá verða hlutirnir mjög ein-
faldir: annarsvegar skálmum
við um land lífsgleðinnar, hins-
vegar sitjum við harðlokuð í
fangelsi þjóðanna. Þetta verður
hálfreyfarakennt allt saman.
um ávirðingar landbúnaðarins
og miklar áveituframkvæmdir í
Mið-Asíu sem þegar er hafizt
handa um. Og er það ekki góð-
ur styrkur í deilumáli að hafa
framtíðina eindregið á sínu
bandi?
stæííur fyrir verksmiðjur, svo sem þessa sem á að vinna sjálfvirkt blokkir í díselvélar
Við munum að í sumar voru
gefin út drög að nýrri stefnu-
skrá Kommúnistaflokks Sovét-
ríkjanna, og á flokksþinginu
var rætt um hana, rætt um það
hvernig framkvæma skal þessa
ekki fljótgert að bæta úr því
sem vanrækt hafði verið. Það
hafa verið haldnar margar ráð-
stefnur um allt land. Það hafa
farið fram kappræður um hag-
kvæmari ntatkun landsins; Krú-
stjoff og margir menn aðrir
berjast fyrir því að maís,
baunir, sykurrófur leggi undir
sig miklu stærri hluta ræktaðs
lands en verið hefur, og verði
þá einær og fjölær grös látin
þoka, þar eð þau séu sýnu arð-
minni og gefi hvergi nærri þær
I.ág framleiðni í landbúnaði: Uppskeruvéiasanistæða á al^ri i Suður-Rússlandi.
Hlutirnir eru auðvitað miklu
flóknari og miklu hversdags-
legri, ef svo mætti að orði kom-
ast. Þetta verða menn að muna
hvort sem þeim líkar betur eða
verr. Auðvitað verður samúð
með sósíalisma eða andúð á
honum aldrei strikuð út, slíkt
væri næsta yfirnáttúrulegt. Vin-
ir munu auðvitað alltaf hafa
tilhneigingu til að ræða um
það sem betur fer, fjandmenn
munu alltaf hafa mætur á á-
virðingum. En við skulum líka
taka eftir því, að fylgjendur
sósíalisma tala um nútíð og
framtíð, fylgjendur kapítalisma
tala um nútíð og fortíð. Síðar-
nefndir munu tala um Stalín
og Bería og húsnæðisskort í
Moskvu og kjötskort í Sverdl-
ovsk, fyrmefndir munu tala um
húsnæðisskortinn og allar þær
íbúðir sem verið er að byggja,
tuttugu ára starfsáætlun. Nú er
slík stefnuskrá auðvitað stór-
viðburður: uppbygging komm-
únismans á tuttugu árum, það
munar um minna. En fram-
kvæmd slíkrar stefnuskrár ger-
ist í langri keðju hversdagslegra
atburða. Við hvert fótmál eru
ný vandamál sem kref jast nýrr-
ar yfirvegunar, betri skipu-
lagningar, betra starfs. Það var
hlutverk flokksþingsins að
marka heildarstefnuna, ákveða
markmiðin. Síðan k.oma hinir
virku dagar þegar ráðizt er að
þeim verkefnum sem næst
standa.
Þið munið ef til vill að í
janúarmánuði síðastliðnum var
stjórn og skipulagsmál landbún-
aðarins harðlega gagnrýnd. Síð-
an þá hafa landbúnaðarmál
verið á dagskrá og einkum
núna eftir flokksþingið, enda
fóðureiningar sem þarf til að
snarauka kjötframleiðsluna. —
Landbúnaður fékk líka sinn
skerf í umræðum á nýafstöðn-
um fundum Æðstaráðsins. Fjár-
málaráðherra Garbúzof gat um
eftirfarandi ráðstafanir: fjár-
festing I landbúriaði skal auk-
ast um 1,4 milljarð rúblna á
næsta ári, ennfremur veitir rík-
ið samyrkjubúum 855 millj.
rúblna lán til langs tíma, legg-
ur fram 184 millj. rúblna til að
kosta flutriing á landbúnaðar-
afurðum frá búum til korn-
geymslna, mjólkurbúa og slát-
urhúsa, og stofnar 44,4 millj.
rúblna verðlaunasjóð. Þá verða
skattfrjálsar 80% af þeim tekj-
um sem samyrkjubúin hafa af
kvikfjárrækt (en þar kreppir
skórinn verst að). Það sakar
•kannske ekki að geta þess líka
sem formaður áætluriarráðsins,
Novikof, sagði um vélaiðnaðinn:
þar verður 8,8% heildaraukning
á næsta ári — en framleiðsla
véla fyrir léttaiðnað og land-
búnað mun á sama tíma auk-
azt um 17%.
Eru þetta ekki allt hversdags-
legir og leiðinlegir hlutir: meiri
sykurrófur handa svínum svo
að þau verði feitari bg frjó-
samari, fjárframlög, prósentur,
skattaívilnanir? Og þýðir nokk-
uð að minnast á félaga Zabot-
ínu, sem ásamt éiginmanni sín-
um mjólkar 300 kýr? (Hún
sagði skilmerkilega frá skyn-
samlegum aðferðum og tækni-
legum útbúnaði sem þarf til að
ná þessháttar afköstum. Og þar
eð eitt höfuðvandamál landbún-
arins er í því fólgið hve mikill
munur er á kunnáttu til dæmis
þessarar konu og alls þorra
mjólkurfólks, þá stakk hún upp
á því að koma upp nokkurskon-
ar iðnskólakerfi fyrir mialta-
konur). Nei.kannski eiga þessir
hlutir ekkert erindi í dagblað.
En gleymum því ekki að iausn
vandamála landbúnaðarins:
gnægð matvæla, er einhver
helzta forsendan fyrir því að
sú mikla tuttugu ára starfs-
ó.ætlun kommúnismans verði
framkvæmd. Og hún verður
einmitt framkvæmd með að-
stoð m.ialtakonunnar Zabotínu
(skemmtileg tilviljun: zabóta
þýðir umhyggja, áhyggja),
rúblna fjármálaráðherrans og
meistara í sykurrófnarækt.
Þetta er máske ekki beinlínis
spennandi, en þetta er mikil-
vægt.
Eigum við þá kennske að
halda áfram að tala um tölur?
Nú er paDDÍrsskortur í landinu
bg útgáfufyrirtæki hafa orðið
að draga saman seglin. Þá er
áætlunarráðið gagnrýnt ogsvar-
ar: á næsta ári 13,5% auking
f járfestingar í skógarbúskap og
næstum því tvöfölduð sú upp-
hæð sem veitt er til að bæta
lífSskilyrði starfsmanna í þess-
ari grein (íbúðarhús o.fl.). Við
heyrum oft að það er skortur
á barnaheimilum. Nokkur hugg-
un: á næsta ári verða pláss
fvrir 700 þúsund börn til við-
bótar beim sem fyrir eru: Svip-
aðar tölur mætti riefna á mörg-
um sviðum. Mér dettur samt
ekki í hug að halda því fram
að lausn bessarra og annarra
svipaðra vandamála sé alveg á
næstu grösurrf. Á Æðstaráðs-
fundi upplýsti fjármálaráðherr-
ann að árið 1962 muni ríkissjóð-
ur fá helmingi minni tekjur af
beinum álögum á almenning en
1955 þótt tekjur landsmanna
hafi á sama tíma aukizt um
62°'n. (Þetta stafar af því að
ríkislán voru afnumin og skatt-
ar hafa lækkað; fjárlögin fá
hinsvegar styrk frá auknum
gróða ríkisfyrirtækja). En þar
með er ekki sagt að meðalkaup
sé orðið gott, alls ekki. Og þrátt
fyrir þær ráðstafanir sem við
nefndum áðan verður 1962 ekki
það ár að allsstaðar verði nóg
af kjöti og smjöri og allir for-
eldrar sem vilja komi börnum
sínum á dagheimili. Við getum
líka tekið dæmi af öðru sviði:
það er jákvætt að nýlega komu
út mjög sómasamlegar útgáfur
á ljóðum Pasternaks og Tsvéta-
évu. En við skulum jafnframt
játa að upplag þessara bóka
var alltof lítið: deilum milli
þröngsýni og víðsýni í bók-
menntum og listum er hvergi
nærri lokið, langt frá því.
En hvort sem við höfum
þessa upptalnineu lengri eða
skemmri: í Sovétríkiu.num er
mikið um að vera á öllum svið-
um, mikið starfað, mikið um
brevtingar á skinulaei. starfs-
háttum; — og: í Sovétríkiunum
eru þúsundir óleystra vanda-
mála, stórra og smárra, lítil-
fjörleera og alvarlegra.
Máske finnst einhverjum ég
sé full vai'kár í bessum boHa-
leggingum um bá virku daga
sem fara á eftir hátíðleeri
stefnuskrá komúnismans. En
ég held það sé hollt að aei’a
sig ekki sekan um óhóflega
biártsýni, ekki hlauoa u.m of
fram í tímann, ekki reyna að
draga váentanlegan og æskileg-
an sunnudag inn í þann mið-
víkud.ag sem við lifum nú. Slík
fliótfærni getur í skásta falli
valdið ringulreið. x' versta falli
vonbrigðum. Auðvitað er fram-
tíðin góður bandamaður stuðn-
ingsmanna sósíalismans, bað er
ekkert efamál. En við skulum
ekki leita á náðir hennar oftar
en brýna nauðsvn ber til;
skylda okkar er sú. að við virð-
um af gaumgæfni fyrir okkur
virka daga sósíalismans — að-
eins með því móti vitum við
hvar við eru.m staddir og hvers
við megum af sjálfum helgidög-
unum vænta.
Heilar sveitir án vegasam-
bands - Engar flugsam-
göngur nema við fsafjörð
- Þörf á Vestfjarðaskipi
Réttmætar kröfur um íramfaramál Vestfirðinga:
Fjórðungsþing Vestfirðinga
kom saman til funda í Bjark-
arlundi s.l. haust og ræddi þar
| mörg framfaramál Vestfirðinga.
Þingfundargerðin var send
; öllum dagblöðunum í Reykja-
■ vík, en ekkert þeirr.a hafði
| rúm til að geta hennar að
5 nokkru.
■ , ■ >
Þannig reynist .alltof oft á-
hugi höfuðstaðarmálgagnanna
■ fyrir framfara- og umbótamál-
1
! um byggðarlaganna úti um
■ land.
■
*
j Óviðunandi síma-
■
■ , .
\ samband
■ . \
Fjórðungsþingið gerð.i marg-
j ar samþykktir um símamál,
| raforkumál, jarðhitarannsókn-
j ir, skólamál, vegamál, sam-
j göngumál á sjó, flugmál og
| mörg önnur aðkallandi umbóta-
j mál fjórðungsins.
Þ-að var álit fjórðungsþings-
ins, að ástand símamálanna í
j fjórðungnum sé algerlega óvið-
i unandi, bæð.i innan héraðs og
• við aðr.a landshluta.
Krafa þingsins til símamála-
j stjórnarinnar var sú, að settar
• yrðu upp sjálfvirkar síma-
j stöðvar á ísafirði, Patreksfirði
• og nágrannakauptúnum þeirra.
• Einnig var þess eindregið ósk-
: að, að símstöðvarnar í kaup-
; túnum Vestfjarða verði opnar
: frá 8—24 daglega.
Ályktun þingsins um raforku-
■ málin var á þessa leið:
„Fjórðungsþingið skorar á
j Alþingi o.g ríkisstjórn að halda
áfram og hraða rafvæðingu
j Vestfjarða, svo að henni verði
lokið hið allra fyrsta. Enn-
• fremur að láta nú þegar gera
: tillögur og áætlanir um raf-
j orku til handa öllum heimilum
■ á Vestfjörðum."
Vegna jarðhitamálanna var
: þeim tilmælum beint til raf-
■
orkumálastjóra, að á fjárhags-
: áætlun jarðhitasjóðs fyrir árið
1962 verði tekin rífleg fjárupp-
• hæð til jarðfræðirannsókna og
5 jarðborana á Vestfjörðum.
■ I skólamálunum var sam-
j þykkt áskorun til Alþingis um
j að breyta lögum um héraðs-
• skóla í þá átt, að allur stofn-
kostnaður þeirra verði framveg-
j is greiddur að öllu leyti úr
■ rikissjóði.
Tillagan var einkum rök-
■ studd með fjárhagslegu getu-
• leysi sýslufélaganna til að bera
j þann hluta af stofnkostnaði
j skólanna, sem gildandi lög á-
: kveða. Einnig var upplýst, að
j margir héraðsskólarnir hefðu
; jafrivel meirihluta nemenda úr
■
: öðrum landshlutum.
Ef þessi lagabreyting næði
• fram að ganga, næði hún m.a.
: til Héraðsskólans að Núpi í
; Dýrafirði, Re.vkjanesskólans í
5 Norður-ísafjai’ðarsýslu og
: Reykjaskólans í Hrútafirði.
I
j Lánsfé til nýrra vega
Allýtarleg ályktun var gerð
um vegamálin, o.g var hún á
: þessa leið;
„Fjórðungsþing Vestfirðinga
• lýsir yfir fullu samþykki sínu
: við þá stefnu þingmanna Vest-
fjarða, að nýbyggingarfé sé
veitt á færri staði í héraðinu
árlega. en meira unnið á hverj-
um stað í einu.
Jafnframt lýsir þingið yfir
því, að það telur, að svo mikl-
ar framkvæmdir séu aðkall-
andi í vegamálum héraðsins,
þar sem heilar sveitir eru án
vegasambands. að það mál
verði ekki levst á viðunandi
hátt nema með verulegu láns-
fjárframlagi til nýbygginga,
líkt og nú hefur verið gert með
Keflavíkurveg.
Þá telur þingið, að Vestfirð-
ir þurfi að fá miög hækkað
olutfall á framlagi viðhalds-
fjár vega, einkum með tilliti til
þess, að mikill meirihluti vega
í héraðnu eru lélegir ruðnings-
vegir eða gamlir kerruvegir
með mjög ófullkomnu slitlagi,
en umferð mjog vaxandi.
Jafnframt sé svo athugað,
hvernig viðhald verður hagan-
legast framkvæmt, og staðsett-
ar verði í héraðinu nægilega
margar fullkomnar vinnuvélar
til framkvæmda á viðhaldinu,
svo sem vegheflar.
Ennfremur telur þingið, að
stórum þurfi að auka framlög
til snjómoksturs, einkum meðan
jafn lítið er af uppbyggðum
vegum í fjórðungnum og nú
er.“
Þyrla til sjúkra-
flutninga
Til umbóta á samgöngumál-
um á sjó samþykkti fjórðungs-
þingið ályktanir um fjárfram-
lög til byggingar nýs Djúp-
báts, þar eð núverandi Djúp-
bátur „Fagranesið" er orðið
gamalt skip og því bráð-að-
kallandi að fá nýtt skip í þess
stað, — Einnig var samþykkt
áskorun um breyttar og hag-
kvæmari skipan á ferðum
strandferðaskipanna milli Vest-
fjarða og Reykjavíkur — eða
að öðrum kosti, að byggt verði
sérstakt Vestfjarðaskip af
heppilegri stærð til farþega-
flutnings og vöruflutninga.
Skyldi skip þetta halda uppi
vikulegum ferðum á Vestfjarða-
hafnir og fara hálfsmánaðar-
lega til Norðurlands.
Varðandi heilbrigðismálin var
því beint til heilbrigðismála-
stjórnarinnar og Alþingis að
taka til athugunar, hvort ekki
beri að stækka læknishéruðin,
hækka laun lækna og bæta
aðstöðu fólksins til læknis-
hjálpar í ýmsum héruðum
fjórðungsins með notkun þyril-
vængju, sem þá auðvitað gæti
jafnframt bætt almennar sam-
göngur og póstflutninga á Vest-
fjörðum.
1
Nýjar vélar eða
flugvelli
Um. flugmálin gerði Fjórð-
ungsþingið svohljóðandi álykt-
un, sem var samþykkt með öll-
um atkvæðum:
„Fjórðungssamband Vestfirð-
inga skorar á flugmálastjórn að
leita viðunandi úrlausnar á því
ófremdarástandi á flug'sam-
Framhald á 10. síðu.
jg) — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 16. janúa|r 1962
Þriðjudagur 16. janúar 1962 — ÞJÖÐVILJINN —