Þjóðviljinn - 16.01.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.01.1962, Blaðsíða 12
Rðhagsbandalagsíns náðu I beuar I óefni var í Bmssel er talið að vegna þessa samkonmlags muni handalagið verða mikíu fastara íyrir í samningunum við Bretiand og aðra umsækjendur BRUSSEL 15/1 — Ráð'herrum Efnahagsbandalags Evr- ópu tókst lcks aðfaranótt sunnudagsins að ná samkomu- ]agi um landbúnaðarraáiin, svo að annar áfangi í sam- vinnu bandalagsríkjanna getur þá hafizt með þessu ári. Samningaviöræður ráðherranna höfðu verið bæði langar og erf- iðar. Þær höfðu hafizt nokkru fyrir jól 'og þeim átti að réttu iagi að hafa verið lokið fyrir óramót. Milli jóla og nýárs komu ráðherrarnir enn saman, en ekki gekk saman með þeim. Síðan um áramót hafa þeir setið nær sleitulaust á rökstólum og höfðu samtals ræðzt við í um 200 klukkustundir þegar sættir tckust. Var þá mjög af þeim og ráðunautum þeirra dregið og íéllu tveir i öngvit á síðasta 1 undinum. , Samkomulagið sem ráðherrarn- ir gerðu um verzlun með búsaf- urðir innbyrðis milli landanna þýðir að annar áfanginn í sam- vinnu landanna getur hafizt og 173 lestir til Eyja á laugardag Vestmannaeyjum 15/1 — Laugaþ- daginn 13. janúar bárust 172,7 festir á land. 29 línubátar fengu 159.8 lestir, 4 færabátar 8,2 lest- ir og 5 trillur 4,7 lestir. Línubátarnir voru með 3—11,5 lestir. Björg SU var aflahæst með 11,5 lestir, Dalaröst var með 9.8 lestir, Gullver með 7,6 lest- ir, Strán Árnason með 7,5 lestir og Ágústa var með 7,4 lestir. Af færabátunum var Valur afla- hæstur með 3 tonn. Hlýri var hæstur af trillunum með 1240 kg. og Sleipnir var með 1220 kg. Enginn bátur var á sjó í dag, enda vont veður. Allir Vestmannaeyjabátar, sem stunda síldveiðar, en þeir eru 10 liggja hér inni vegna veðurs auk þriggja annarra sídarbáta. Lýsistökuskip og Reykjafoss, komast ekki inn vegna veðurs og liggja í vari. er þar um að ræða nýjar tolla- lækkanir milli þeirra og reikn- ast þær frá síðustu áramótum, ennfremur verður sú breyting ó stjórnlögum bandalagsins að neitunarvaldið sem hvert aðild- arríki hafði áður er fellt niður. Nægir nú einfaldur meirihluti atkvæða í ýmsum málum, en í öðrum er meirihlutinn bundinn. Viðræður um umsókn Breta og Dana um upptöku í bandalagið og Svía um tengsl við það geta nú hafizt aftur en langt líður. Hins vegar hefur franska frétta- stofan AFP það eftir frönskum aðilum í Brussel að sennilégá muni bandalagsríkin verða harð- ari í horn að taka eftir samkomu- lagið. Þetta bendir til þess að franska stjórnin, sem jafnan hef- ur verið andvíg aðild Breta að bandalaginu, hyggist nú nota hið nýgerða samkomulag sem svipu á þá. Brezka stjórnin hefur margítrekað að aðild Breta að bandalaginu komi ekki til greina nema tryggðir séu hagsmunir samveldislandanna, en þar er fyrst og fremst átt við innflutn- ing Breta á landbúnaðarvörum frá samveldislöndunum. Hinir frönsku heimildarmenn AFP segja að ný aðildarríki að bandalaginu verði að sætta sig við þær reglur sem nú hafi ver- ið samið um varðandi verzlun með landbúnaðarvörur, frá þeim verði ekki hvikað. Forsetakosningarnar í Finnlandi hófust í gær HELSINKI 15/1 —í tlag hófst í Finnlandi kosning 300 kjörmanna sem 15. febrúar koma saman til að kjósa forseta landsins. Kosn- ingin heldur áfram á morgun og úrslit verða ekki kunn fyrr en á miðvikudag. Fjögur forsetaefni eru í kjöri: Kekkonen forseti, sem studdur er af Bændaflokknum og mun sjálfsagt hljóta atkvæði hinna borgaraflokkanna, Paavo Aitio, frambjóðandi Lýðræðisbanda- lagsins, stærsta þingflokksins, Rafael Paasio, frambjóðandi sósíaldemókrata, og Emil Skog, frambjóðandi sósíaldemókratiska flokksbrotsins. Lítill vafi er talinn á því að Kekkonen verði endurkjörinn. Hins vegar er ekki talið víst að hann nái kjöri í fyrstu lotu, en til þess þarf stuðning 151 kjör- manns. Búizt er við því að kjör- menn Lýðræðisbandalagsins muni þá veita honum brautar- gengi og tryggja kosningu hans. §)JÓÐVIUINN Þriðjudagur 16. janúar 1962 27. árg'angur — 12. tölublað Stjórnin hélt velli í Verkalýðsfél. Borgarness Stjómarkjör í Verkalýðsfélagi Borgarness fór fram með alls- herjaratkvæðagreiðslu um helg- ina. Úrslit urðu að A-listi stjórn- ar og trúnaðarmannaráðs fékk 81 atkvæði og alla menn kjörna en B-listi andstæðinga fráfar- andi stjórnar fékk 73 atkvæði. Á kjörskrá voru 197 en 158 greiddu atkvæði. Fjórir seðlar voru auð- ir. Kosningin var sótt af mikilli hörku af hálfu B-listans, bílakosti og öðrum ráðum, og var einskis látið ófreistað til að fella stjórn- ina, en það mistókst. Stjóm Verkalýðsfélags Borgar- ness skipa nú: Guðmundur Sig- urðsson formaður, Sigurður B. Guðbrandsson ritari, Einar Sig- mundsson gjaldkeri, og í vara- stjórn þeir Olgeir Friðfinnsson, Þorsteinn Valdimarsson og Gúst- af Óskarsson. í trúnaðarmanna- ráði eiga sæti auk stjórnarinnar þeir Éggert Guðmundsson, Hall- dór Valdimarsson og Aðalsteinn Björnsson. Guðmundur Sigurðsson Ötti við bólusótt magnast erlendis LONDON 15/1 — Þaö voru langar biöraöir viö bólusetn- ingarstöövar víða um Bretland í dag og þó mestar í bænum Bradford 1 Noröur-Englandi, en þar hafa nú sex menn látizt úr bólusótt. 30.000 voru bólusett þar um helgina f London fylktist fólk einnig til bólusetningar, ekki hvað sízt bílstjórar og aðrir sem kunna að hafa samneyti við menn sem John A. Brown læknir, einn af -<S> áhöfn týndu flugvélarinnar. Gizenga varð að lúta í lægra haldi fyrir Adúla LEITIN ENN AR- ANGURSLAUS Mikil Icit að týndu bandarísku herflugvélinni um helgina og í gær bar engan árangur. Flugvélar frá Keflavíkurflug- velli og Skotlandi hafa leitað á víðáttumiklu svæði á hafinu milli fslands og Grænlands, við Græn- landsstrendur, Vestfirði og Norð- urland og víðar. Hefur verið leitað á öllu því svæði sem hugsanlegt er að týnda flugvél- in hafi getað náð til. Áhöfn hinnar týndu flugvélar: Robert J Kozak, 40 ára, John A. Brown læknir, 28 ára, Anthony F. Caswick, 24 ára, Badger C. Smith, 25 ára, Michael P. Leahy, 24 ára, Joseph W. Renneberg, 23 iára, Norman R. Russell, 23 ára, Grover E. Wells, 25 ára, Frank E. Parker, 23 ára, Robert A. Anderson, 24 ára, Robert E. Hurst,, 22 ára, og Allan P. Mill- ette, 21 árs. LEOPOLDVILLE 15/1 — Antoine Gizenga, forsætisráðherra í Aust- urfylkinu í Kongó ög varaforsæt- isráðhehra í sambandsstjórninni í Leopoldville, af sumum talinn arftaki Lúmúmba, hefur orðið að lúta í lægra haldi fyrir Adúla íorsætisráðherra sambandsstj órn- arinnar. Fyrir helgina gaf Adúla her- sveitum sambandsstjórnarinnar í Stanleyville, höfuðborg Austur- fylkisins, fyrirmæli um að hand- taka Gizenga, þar eð hann hefði neitað margítrekuðum áskorunum um að koma til Leopoldville að gegna embætti sínu í sambands- stjórninni. Hersveitirnar í Stan- leyville eru undir stjórn Lúndúla hershöfðingja, sem er náfrændi Lúmúmba. Hann hlýddi fýrir- mælunum, en menn Gizenga bjuggust til varnar, en gáfust þó upp. Lágu þá 25 í valnum. Giz- enga er enn í varðhaldi í Stan- leyville, en verður sennilega fluttur til Leopoldville, þar sem þingið samþykkti í gær á hanr, vantraust með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Mikill á- greiningur hefur verið í liði Giz- enga upp á síðkastið og hafa all- ir helztu fylgismenn hans snúið við honum baki. komið hafa frá Pakistan, en þang- að hafa rætur sóttarinnar verið raktar. Komið hefur til tals að banna öllum sem frá Pakista.n koma landgöngu í Bretlandi þar til tekizt hefur að stöðva bólu- faraldurinn þar eystra. Bólan hefur gert vart við sig víðar í Evrópu, fyrst i Dússel- dorf í Vestur-Þýzkalandi, síðar í Sviss og í Portúgal. Víðkunnur tékk- neskur sellé- leikari kominn Einn snjallasti og frægasti sellóleikari Tékka, Frantisek Smetana, er kominn hingað til lands og heldur tónleika ásamt Árna Kristjánssyni fyrir styrkt- arfélaga Tónlistarfélagsins á morgun og fimmtudag í Austur- bæjarbíói. Nánar sagt frá tón- leikunum í næsta blaði. Rafmagnsleysi og norðangarri á Siglufirði Siglufirði 15/1 — 1 norðan veðrinu, sem geisaði hér um helgina, slitnaði rafmagns- línan sem liggur frá Skeiðs- fossi um Siglufjarðarskarð og hefur þetta valdið rafmagns- leysi á Siglufirði síðan um hádegi á laugardag. Síldarverksmiðjur ríkisins, sem oftast nær íramleiða raf- magn fyrir Siglufjörð þegar svona stendur á, anna nú ekki nema litlu af orkuþörfinni, er biluð. Hefur því aðeins lít- ill hluti bæjarins rafmagn til afnota, en reynt er að miðla því milli hverfa. Þar sem veður fer lítt batn- andi er erfitt að segja um línunni verður lokið. Erfiðleikar hafa verið á símasambandi héðan frá Siglufirði. Er sagt að milli 20 og 30 símastaurar hafi brotn- þar sem stærsta aflvél þeirra hvenær viðgerð á háspennu- að í veðrinu í Fljótum. L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.