Þjóðviljinn - 27.01.1962, Blaðsíða 4
i
i
útvarpsannáll
Séra Jón Auðuns hafði orð
á því í sunnudagsprélikun
sinni, að mjög erfitt væri að
koma heim og saman kenn-
ungu Páls postula um nóðina
og kenningu Krists um að
maðurinn myndi uppskera,
eins og hann hefði niður sáð.
Þó fór hann að öllu með gát
og hélt báðum dyrum opnum,
að minnsta kosti til hálfs.
Mátti einna helzt af orðum
hans ráða, að náðin væri
nokkurskonar einkafyrirtæki
Páls postula, stofnsett sjálf-
um honum til réttlætingar
sökum þess hve hann hafði
misgert mikið er hann of-
sótti lærisveina Krists í önd-
verðu.
En hvað mun verða um
okkur, hina ólærðu, þegar
hinir skriftlærðu komast í
slíkan vanda er þeir rannsaka
ritningarinnar?
-■4\
Spurnmgar
vakna
Eftir hádegið kom annar
klerkur á vettvang. Séra
Jakob Jónsson ræddi þá um
flóttamannamálin í Þýzka-
landi og sennilega hempulaus.
Þetta var að mörgu leyti
mjög merkilegt erindi og ólíkt
því er áður hefur heyrzt um
þessi mál frá útvarpinu í
fréttum, fréttaaukum, eða er-
indum. Venjan er, þegar slík
mál ber á góma á áðurnefnd-
um vettvangi, hvort sem það
er í fréttum, fréttaaukum eða
erindum, að maður fær það á
tilfinninguna að sá er frá
segir sé í þessháttar sálar-
ástandi, að hið innra með
honum búi einhver löngun til
að rífa þá austanmenn á hol,
eða klóra úr þeim augun.
Engu sh'ku var til að dreifa
um séra Jakob. Enda þótt
, hann liti þessi mál með vest-
* rænum augum og hefði heim-
ildir sínar að meiri hluta frá
Vestur-Þjóðverjum, var hann
ekki vitund vondur og skýrði
. frá þeim upplýsingum er
hann hafði aflað sér hlut-
, drægnislaust.
En ýmsar spurningar hljóta
að vakna hjá manni eftir að
. hafa hlýtt á ■ þetta hófsam-
lega erindi, svo sem eins og
þessar: Er ekki orðið skað-
lega fátt fólk eftir í Austur-
Þýzkalandi, ef þær tölur eru
réttar sem vesturþýzk yfir-
völd gáfu upp við séra Jak-
ob? Eða hefur sama fólkið
verið að rápa fram og aftur
milli landshlutanna? Eða er
, hugsanlegt að áróður vestan-
manna eigi kannski einhvern
þátt í þessum fólksflutning-
um? Eða sé það rétt, er séra
Jakob heldur fram, að fólk
þar eystra liggi undir ein-
hverskonar andlegri þvingun,
væri þá ekki hugsanlegt að
sú þvingun lægi meðfram í
því að það finndi sig sem á
milli tveggja elda áróðu.rsins
að vestan og óánægjunnar
með það sem því finnst öðru-
vísi en það myndi óska sér
austur þar?
Þó að séra Jakob léti öllum
slíkum spurningum ósvarað
var erindi hans svo iaust við
ofstæki að hlutlaus hlustandi
var miklu nær því að skilja
það vandamál er það fjallaði
um eftir en áður.
Aummgja
Skálholt
Kvöldið var óvenjugott a*f
sunnudagskvöldi að vera.
Kristbjörg Kjeld las upp
bráðsmellna smásögu: Bann-
settur klárinn. Síðan kom
þátturinn Spurt og spjallað,
og var einhver sá bezti á
vetrinum, enda var umræðu-
efnið hvorki meira né minna
en framtíð Skálholts.
Aumingja Skálholt, þetta
eftirlætisbarn þjóðarinnar,
engu er líkara en það sé orð-
ið að vandræðabarni sem eng-
ir tveir geta orðið sammála
um hvað við eigi að gera.
Og margir eru þeir orðn-
ir, sem þykjast eiga einskon-
ar sjónarvott í Skálholti. Sá,
þessi eða hinn þykist hafa
uppgötvað, að það þurfi að
gera þetta eða hitt fyrir
Skálholt, eða þá bara að það
þu.rfi að gera eitthvað fyrir
Skálholt, og að það þurfi að
endurreisa Skálholt. En
hvernig, þar stendur hnífur-
inn í kúnni. Þó kvað vera
búið að verja einum tíu millj-
ónum í þessa endurreisn, sem
þó er enn ekki byrjuð. Dýr
verður Hafliði allur.
Hið skoplega við þetta Skál-
holtsfjas er þó það, að enginn
virðist í raun og veru þora að
kveða upp úr með sannleik-
ann. Það er nefnilega ekki
hægt' að endurreisa Skálholt.
Skálholt hefur lokið sínu
sögulega hlutverki. Vitanlega
er sjálfsagt að viðhalda þeim
litlu sögulegu minjum sem
kunna að finnast þar, og kom-
ið gæti til mála að byggja
snoturt hús yfir hið litla sem
enn kynni að finnast í land-
inu af dóti frá hinum forna
VIKAN 14. TIL 20. JANÚAR
Skálholtsstað. Annað eða
meira gætum við ekki gert
eða hefðum við ekki átt að
gera fyrir Skálholt fortíðar-
innar.
Skálholt nútíðarinnar hefur
í raun og veru ekki öðru
hlutverki að gegna en aðrar
jarðir í Biskupstungum, nema
hvað þar hefði átt að reisa
litla og snotra sveitakii’kju,
sem í öðrum sveitum þessa
lands. En lxér er vitanlega um
tómt mál að tala. Héðan af
verður ekki við snúið með
vitleysuna. Vesalings Skálholt,
ef það hefði mátt mæla.
myndi það hafa beöið þess
að guð varðveiti það fyrir
vinum þess.
Hið skemmtilega við um-
ræðurnar um Skálholt var
það að þátttakendurnir, sem
í rauninni virtust ekki sam-
mála um neitt, virtust allir
gera sér ljóst, að .þeir voru
í raun og veru ekki að gera
annað en að leika eitt lítið
atriði í hinni stóru Skálholts-
revíu sem vafalaust verður á
sviði þjóðlífsins næstu árin og
áratugina.
Tvö hannorB
Magnús Árnason listmálari
talaði um daginn og veginn
á mánudagskvöldið af lipurð
og sipekkvísi. Fyrst dvaldi
hann nokkuð við listii’. Ræddi
meðal annars hugmynd sína,
snjalla og frumlega, um fyrir-
komulag listasafna. I stað
þess að skoðandinn labbar um
og skoðar myndirnar á hann
að sitja kyrr, en myndirnar
eiga að labba framhjá honum
og sýna sig. Þá kom hann inn
á skipulagsmál Reykjavíkur
og hafði þar margar nýjar og
nytsamar hugmyndir upp á
að bjóða, en að lokum mun
honum þó hafa orðið nokkuð
á í messunni, að ýmsra dómi,
því hann minnti á tvö oi’ð,
sem eru bannorð í útvarpinu
okkar, nema innan gæsalappa,
en það eru orðin friður og
hlutleysi. Þau samrýmast
nefnilega ekki vestrænni sam-
vinnu.
Sveinn Einarsson flutti leik-
húspistil, þann bezta á vetr-
inum, ræddi meðal annars við
Val Gíslason leikara, í til-
efni af sextugsafmæli hans.
Á Þridjudagskvöldið hófst
nýtt framhaldsleiki’it, Bjartar
vonir, gert upp úr sögu eftir
Dickens, og munu eflaust all-
ir, sem lesið hafa Oliver Tvist
og David Copperfield, hugsa
gott til að hlusta á þessa
þætti.
Síðar um kvöldið flutti
Grétar Fells erindi um Hegð-
unargalla og háttvísi; vafa-
laust þörf áminning fyrir okk-
ur, sem höfum vanizt á að
snúa skrápnum út.
Lausn I náS
Að loknum Eyi’byggjulesti’i
Helga flutti Ásmundur frá
Skúfstöðum mikið kvæði um
Hóla í Hjaltadal á kvöldvöku
miðvikudagsins, En þótt ég
legði mig allan fram vildi
andi skáldsins ekki yfir-
skyggja mig. meðan ég hlýddi
kvæðinu. Þá sagði Páll Kolka
læknir einkar skemmtilega frá
fei’ð sinni norður á Strandir
og læknaþjónustu í Hólma-
víkurhéraði vorið 1918. og að
lokum las Jóhannes úr Kötl-
um enn um drauga úr Þjóð-
sögum Jóns Árnasonar.
Fimmtudagskvöldið var
fi’emur leiðinlegt. að undan-
teknu erindi Lúðvíks Krist-
jánssonar. Hákon Guðmunds-
son flutti dómsmálaþátt, dá-
lítið leiðinlegan, enda þótt
hann væri helgaður konum
eingöngu, og svo var lesinn
bókarkafli, einhverskonar
flugferðaminningar, þýddar
af einhverjum Erlingi og
lesnar af öðrum Ei’lingi, og
var hvortveggja, framsetning
og flutningur einhvernveginn
tilgerðarlegt og eins og upp í
skýjunum.
Á miðviku- og fimmtudags-
kvöld eftir síðari fréttir var
lesin saga eftir Kristján Bend-
ei’, Refaskyttui’nar, dálítið
langdregin framan af, en end-
irinn hnyttinn. En sennilega
hefur þó saga þessi verið
betri en hún virtist vera í
flutningi Valdimars Lárusson-
ar. Það var næstum eins og
sagan losnaði öll í reipum og
leystist upp í meðferð lesar-
ans.
Auk margsagðra útvarps-
frétta höfðu þeir Björgvin og
Tómas það helzt að segja á
föstudagskvöldið, að stúlkur
væru fitaðar ‘ til giftingar í
Afríku og pylsusali í Álaborg
hefði misst af sér nefið, vegna
þess að kaupóðar konur ýttu
honum í gegnum gluggarúð-
ur. Hvernig væri að gefa
þessum ágætu mönnum lausn
í náð og fela fréttastofu út-
varpsins þá þjónustu við
hlustendur, er þeir hafa með
höndum haft nú um sinn?
Það er næstum eins og
manni finnist sem ljóð Jón-
asar Hallgrímssonar lesin af
Einari Ólafi Svéinssyni eigi
ekki heima milli þáttarins
Efst á baugi og reyfara-
kenndrar útvarpssögu, en þeir
um það þar syðra. Hver mað-
ur hefur sinn smekk.
Vonandi ekki
feigt
Þú ert vonandi ekki feigur,
var stundum sagt í gamla
daga við þann sem gerði eitt-
hvað sem öllum kom á óvart.
Vonandi veit það ekki á
neitt verra, þótt útvarpið
flytti rússneskt leikrit á laug-
ardagskvöldið. Tania hét það
víst eftir söguhetjunni. Því
fylgdi dálítill formáli eins og
til skýringar, og eins og til
afsökunar.
Og hvað kom svo upp úr
kafinu? Bara venjulegt fólk,
rétt eins og fyrir vestan tjald,
fólk með persónuleg vanda-
mál, en að vísu með sósíalskt
þjóðfélag í baksýn, nákvæm-
lega á sama hátt og hjá vest-
rænu fólki sést kapitalískt
þjóðfélag venjulega í baksýn.
Sá er aðeins munurinn, að í
vestrænni leikritum gerir
þjóðfélagið annaðhvort, að
láta einstaklinginn afskipta-
lausan, eða beinlínis smækka
hann, þegar erfiðleikarnir
steðja að.
En í þessu leikriti er þvflík-
ast sem þjóðfélagið komi ein-
staklingnum til hjálpar þótt
með óbeinum hætti sé. í
starfinu fyrir þjóðfélagið,
flokkinn, kommúnismann
finnur einstaklingurinn fót-
festu í lífinu á ný, eftir að
hafa beðið skipbrot í einka-
lífi sínu.
Ef til vill er þetta blekk-
ing, en hver er sá sem ekki
lætur blekkjast, annaðhvort
til ills eða góðs? Og svo er
þetta áróður, segja aðrir. Já
vitanlega er það áróður. En
þykja það ekki yfirleitt þunn-
ar bókmenntir, sem engan
boðskap hafa að flytja?
En það sem ef til vill er
athyglisverðast við þetta leik-
rit er að allar persónur þess
eru í raun og veru bezta fólk,
og af því mætti ef til vill
draga þá ályktun, að höfundi
þess væi’i sýnna um að hafa
upp á því góða í fari náung-
ans, en hinu er lakara kynni
að vera. Og hér vestan tjálds.
mun vera litið svo á að slíkur
eiginleiki sé eitt gleggsta ein-
kenni sannkristins manns.
Skúli Guðjónsson.
eftir SKÓLA GUÐJÓNSSON frq Ljótunnarstöðum
Styrkir til háskólanáms og
rannsóknarstarfa erlendís
Vfsindastyrki NATO hlutu:
Ófeigur J. Ófeigsson, læknir, til
framhaldsrannsókna á meðferð
brunasára við Royal Infirmary
í Glasgow, Erlendur Lárusson,
filj kand., til framhaldsnáms 1
stærðfræðilegri statistik við
Stokkhólmsháskóla, og Hjalti
Þórarinsson, læknir, til fram-
haldsrannsókna á sviði brjóst-
holsskurðlækninga.
Úr Minningarsjóði Harald
Quintus Bosz, Ilollandi, hlutu
eftirtaldir menn styrki: Jóhann
Axelsson til rannsókna á sviðj,
lífefnafræði við lífefnafræði-
deild Oxford-háskóla og Vil-
hjálmur Skúlason til náms og
rannsókna í lyfja- efnafræði og
lífefnafræði við háskólann í
North Carolina, Bandaríkjunum.
★
Námsstyrkir ,þeir, sem getið
var hér að framan, eru yfirleitt
til eins skólaárs. Sumir þeirra
voru boðnir fram gegn sams
konar styrkveitingu af hálfu ís-
lands, og enn aðra má telja
endurgjald fyrir styrki, er
menntamálaráðuneytið hefur
áður veit námsmönnum frá við-
komandi löndum. Á þessu skóla-
ári hefur ráðuneytið veitt eft-
irtöldum erlendum námsmönn-
'Uin styrk til náms við Háskóla
íslands í íslenzkri tungu, 9ögu
íslands og bókmenntum:
Frá Ástralíu:
Jane Vaughan.
Frá Bándaríkjunum:
Annie-Jo Yates.
iFrá Bretlandi:
Anthony Pearson.
tírá Danmörku:
iPreben Meulengracht Sören-
sen.
Frá Finnlandi:
Aune Enni Petro.
Frá Færeyjum:
Jóhan H. W. Poulsen.
Frá Japan:
Sadao Morita.
Frá Kanada: :
Harold Fr. Bjarnason.
Frá Kína:
Li Chih-Chang.
Frá Noregi:
Turid Taksdal.
Frá Sambandslýðveldinu
Þýzkalandi:
Renate Pauli..
Frá Svíþjóð:
Inger Grönwald.
(Frá mnntamálaráðuneytinu
23. janúar 1962.)
Eins og að undanförnu hlutu
á síðastliðnu ári allmargir ís-
lendingar erlenda styrki til há-
skólanáms eða rannsóknarstarfa
utanlands. Fer hér á eftir yfir-
lit um þær styrkveitingai’, sem
menntamálaráðuneytið hefur
haft einhvei’s konar milligöngu
um. m. a. í sambandi við aug-
lýsing styrkjanna og tillögur um
val styrkþega. Styrkirnir hafa
verið boðnir fram af stjómar-
völdum viðkomandi landa, nema
annars sé getið.
Finnland:
Gunnar M. Jónsson, stúd-
ent, hlaut styrk til náms í húsa-
gerðarlist við Tækniháskólann
í Helsinki.
Italía:
Guðmundur Karl Ásbjörnsson
Framhald á 10. síðu.
— ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 27. janúar 1962