Þjóðviljinn - 30.01.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.01.1962, Blaðsíða 4
Sem árangur þessara tilrauna, má nefna, að norski línubáta- flotinn, sem stundaði veiðar við Grænland á sl. ári, notaði að stærsta hluta þrennskonar beitu: í fyrsta lagi smokk- fisk (kolkrabba) sem keyptur var á Nýfundnalandi. Þessi tegund af beitu, myndaði stærsta hlutann af því heild- armagni sem norski línubáta- flotinn notaði á Grænlands- miðum. 1 næsta sæti að magni kom makríll, veiddur við Noreg, og í þriðja sæti kom svo síld. Þessi beitu- skipting er mjög athyglisverð, þegar það er vitað, að fá ár eru síðan Norðmenn notuðu eingöngu síld til beitu á þess- um miðum. Þá er það einnig vitað að Norðmenn hafa notað sem beitu á iheimamiðum bæði skelfisk og rækju, en þó að- allega sem krydd, þar sem aðrar beitutegundir hafa myndað stærsta magnið. Það er t.d. ekki orðið svo óal- gengt nú að norskir sjómenn beiti síld, en beiti jafnhliða einnig rækju á hvern öngul, og þá náttúrlega á oddinn. Þetta segja þeir að borgi sig, því að þó meiri vinna fari i að beita línuna á þennan hátt, þá fáisf sú vinna marg- faldlega greidd með meiri afla, og þar af leiðandi minni þörf fyrir langa línu. Hér á landi hafa engar beitutilraunir verið fram- kvæmdar svo mér sé vitanlegt, en ekki er ósennilegt að þeirra væiri þörf hér ekki síður en í Noregi. Og væri hægt hér, FISKIMÁL - Eftir Jóhonn J. E. Kúld Það má segja að þorskver- tíðin hér við Suðurland sé þegar hafin. Menn hafa víða byrjað róðra með línu, en gæftir hafa verið frekar stop- ular, eins og oft vill verða í janúarmánuði. Af þeim afla sem fengizt hefur á línuna til þessa, er erfitt að spá u.m ver- tíðarhorfur, en ýmsir eru bjartsýnir og hefur spádómur Jóns Jónssonar fiskifræðings um aukið aflamagn á þessari vertíð, að sjálfsögðu ýtt und- ir þá bjartsýni. Síldveiðarnar hér við Faxa- flóa í haust og vetur hafa gef- ið mörgum góðan afla og góða afkomu. Ymsir vélbátar munu því halda áfram síld- veiðum fyrst um sinn, þó að þorskvertíðin sé byrjuð. Vaxandi áhugi virðist nú vera fyrir því að útvega fleiri flökunarvélar til síldarvinnslu og ber að fagna öllum sporum sem stígin eru til nýtingar á síld.inni til manneldis. En svo við snúum okkur aftur að þorskvertíðinni sem framundan er, þá verður höf- uð-viðfangsefni okkar þar, eða ætti að vera, að vanda betur til allrar meðferðar á fiskinum, heldur en gert hef-*- ur verið undanfarandi ár. í því sambandi kemur maret til greina, m.a. betta: Það er nauðsvniest að auka veiðarn- ar með línu. og skiDta veiði- svæðunum þegar kemur fram á verf'ðina á milli línu og neta. Við verðum að reyn- ast beir menn. að við þorum að setia netaveiðunum ein- hver skynsamleg takmörk. Banna t.d. veiðar með netum á dýpi þar sem sannanlegt er, að ekki er gjörlegt að fiska, án þess að veiðin verði þriðja og fjórðaflokks hráefni til allrar vinnslu um leið og fisk- urinn hefur náð yfirborði sjávarins. Á slíkum veiðisvæð- um hefur verið aflað mikið af netafiski undanfarin ár. Þá verður varla undan því komizt öllu lengur að tak- marka netafjölda báta í sjó við það magn sem hugsanlegt er að beztu manna yfirsýn, að skipshöfn geti dregið í sæmilegu sjóveðri á hæfilega löngum tíma. Ég get trúað því, að meiri- hluti sjómanna á vélbáta- flotanum sé hlynntur slíkum ráðstöfunum sem þessum. Hið mikla ofurkapp við þorska- netaveiðarnar er nú þegar komið með okkur sem fisk- veiðiþjóð út á hreina refils- stigu, sem erfitt mun reynast að snúa frá, ún hjálpar frá ríkisvaldinu, þar sem skyn- samlegar reglur leystu stærsta vandann. Beitutil- i • i raunir Á síðustu árum hafa verið gerðar í Noregi og ú norskum skipum, sem fiskað hafa með línu margvíslegar tilraunir með beitu. Þessar tilraunir hafa leitt til þeirrar niður- stöðu, að í mörgum tilfellum sé hægt að auka aflamagnið með breyttri -beitutilhögun. Sjómaður yfi)rfer netin. að auka aflamagn línubátanna með breyttri beitutilhögun, þá væri það áreiðanlega ómaks- ins vert. En þetta verður varla framkvæmt, svo óyggj- andi niðurstöður fáist, nema veitt verði eitthvert fé til slíkra tilrauna. Eitt ér víst: Okkur er mikil nauðsyn á því, að auka hér aftur þorskveiðar með línu, þannig, að aflamagn- ið af línuveiddum fiski verði ekki hiutfallslega minna heldur en það var fyrir síð- ustu heimsstyrjöld. FriSun hluta hrygningar- svœSisins Skipstjórar í Vestmannaeyj- um fóru fram a það á s 1. hausti, að einhver hluti af hrygningarsvæði þorsksins hér fyrir Suðurlandi, yrði friðað- ur fyrir veiðum á meðan hrygning stendur yfir nú á þessari vertíð. Fulltrúar skip- stjóranna fylgdu þessu máli eftir inn á þing Farmanna- og fiskimannasambandsins í haust. Vestmannaeyingar hafa búið við tregfiski tvær undanfarandi vertíðar, og það hefur vakið þá til umhugsun- ar og athafna í þessu máli. Ymsir fiskifræðingar halda því fram, að þorskstofninn muni nú vera fullnýttur. En þegar svo er komið, þá er stutt bilið yfir í ofveiði, þann- ig að hætta geti verið á að sjálfur viðhaldsstofninn minnki. Það er eðlilegt, að krafan um friðun komi fram, þegar svo er ástatt. Vest- mannaeyjar eiga fjarhagslega tilveru sína og velgengni að þakka þorskstofninum, sem hrygnir hér við Suðurland. Þetta vita skipstjórarnir manna bezt og þessvegna hafa þeir borið friðunarkröf- una fram. En hefur annars nokkuð verið gert í þessu máli, frá hendi þeirra sem ákvörðunarvaldið hafa? 2. veðréttur: Fiskimálasjóður 100.000 kr. 3. veðréttur: Ríkis- sjóður 275.000 kr., 4. veðréttur: Fiskimálasjóður 150.000 kr„ 5. veðréttur: Landsbankinn 1,2 millj., 6. veðréttur: ríkissjóður 1 millj., 7. veðréttur: Landsbank- inn 2 milli., 8. veðréttur: Ríkis- Sjóður 1,45 milij. (en það er at- ■vinnuaukningarfé). Gísli fsieiísson kom fram fyrir hönd Framkvæmdabankans vegna flökunarvéla, sem bank- inn hafði lánað félaginu. Fallizt var á að vélarnar yrðu ekki boðnar upp með húsinu. Áður en húsið var boðið upp var lagður fram óþinglýstur ieigusamningur við Fiskvinnsl- una h.f. á fsaíirði um leigu á húsinu til þriggja ára. Sigurður Ólason áskildi sér rétt til að mót- mæia tímalengd samningsins, þar sem látið hafði verið í það skína, að leigt hefði verið til eins árs. Fiskiðjuverið var metið af trún- aðarmönnum Stofnlánadeildar- innar á 16,6 millj. kr. en auk þess eru lóðarréttindi metin á 1 millj, Reikningar félagsins hafa ekki verið birtir síðan 1960 og á efna- hagsreikningi þess árs, eru skuldir taldar 56 millj. en eign- ir 37 millj. Skuldir því umfram. eignír 19 millj. Þeir sem aðallega gerðu kröf- ur um uppboð, voru Lífeyrissjóð- urinn vegna skipanna, en ríkis- sjóður vegna hússins. Sl. miðvikudag var auglýst uppboð á húsinu að kröfu Lands- bankans en því var aflýst, vegna þess að lagalega heimild til þess skorti. Ekki er búið að bjóða upp iausafé, en fuiltrúar bæjarins hafa óskað eftir stjórnarfundi til að ræða gjaldþrotakröfur, sem hafa komið fram. Frystihúsið var selt ríkinu á 13,8 millj. Uppboð þetta mun vera eitt hið stærsta, sem haldið hefur vérið hér á landi. Félag fríiHerkjasafnara Herbergi félagsins að Amtmanns- stíg 2 er opið félagsmönnum og alihenningi miðvikudaga kl. 20—22. Ókeypis upplýsingar um frlmerkl og frjnerkjasöfnun. Ógnaröld í Guatemala Guatemala City 29/1. Blaðið Prensa Libre, segir í dag, að all- ir leiðtogar stjórnarandstöðu- flokkanna hafi verið reknir úr landi. Lögreglan hafði skýrt frá því, að Stjórnarandstöðuforingjunum hafi verið sleppt úr haldi, en blaðið hafði það eftir óreiðan- legum heimildum að þeim hafi verið vísað úr landi. í síðustu viku, var foringi leynilögreglunnar drepinn, en á- litið erj að hann hafi verið í þann veginn að áfhjúpa samsæri um að steypa stjórninni. Djakarta 29/1. Talsmaður indó- nesíska fiotans, sagði í dag, að 4 nýir kafbátar af sovézkri gerð, væru nú á leið til Indónesíu mannaðir indónuesískri áhöfn og sovézkum sérfræðingum. Osigur USA Framhald af 12. síðu. á sitt band, og fengu þau til að styðja kröfuna um sérstakan fund til þess að reyna að fá fram samþykkt um að knýja Kúbu úr samtökunum. Þær tilraunir hafa nú mistekizt vegna þess að Bandarikin gengu aldrei nægan meirihluta með stefnu sinni. Það voru einkum stærstu ríkin í rómönsku Ameríku, Brasilía, Mexíkó og Argentína, sem voru andvíg því að Kúbu yrði vikið úr Samtökunum vegna sósíal- ismans sem verið er að byggja þar upp. Minnincrarsjófhir Landspftalans. Minningárspjöld sjóðsins fást & eftirtöldum stöðum: Verzl. ócúlus, Austurstræti 7. Verzl. Vik, Lauga- vegi 52 og hjá Sigríði Bachmann forstöðukonu, Landakotsspitalam A) í’JÓÐVILJINN — Þriðjudagur 30. janúar 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.