Þjóðviljinn - 30.01.1962, Blaðsíða 12
>
>
►
í
f
i
r
>
i
-
ÞlÓÐVILJINN
Þriöjudagur 30. janúar 19!32 — 27. árgangur — 24. tölublað
★
★
★
★
★
★
■k
★
*
-A-
★
*
★
★
★
~k
kr
★
★
★
★
★
★
★
PUNTA DEL ESTE 29/1 — A
ráðstefnu utanríkisráðlierra 20
Amcríkuríkja í Punta del Este i
Uruguay hefur tilraun Banda.
ríkjannna til að bola Kúbu burt
úr Samtökum Ameríkuríkjanna
farið út um þúfur.
í staðinn var samþykkt álykt-
un þar sem marx—lenínism-
inn er sagðu.r ósamrímanlegur
lífsvenjum í Ameríku. Jafnframt
er kommúnisminn fordæmdur
harðlega.
Samþykkt var að Kúba Skyldi
ekki fá að taka þátt í. fundum.
hermálaráðherra Ameríkuríkj-
anna framvegis fremur en und-
anfarið. í Reutersfrétt segir að
að þetta virðist vera það eina
sem Bandaríkjamenn hafi komið
fram í tilraunum sínum til að
einangra Kúbu.
Síðan innrásartilraun Batista-
sinna á Kúbu mistókst í fyrra,
hefur Bandaríkjastjórn reynt að
knýja það fram að Kúbu verði
vikið úr ..fjölskyldu Ameríku-
ríkjanna“ og að þvinga Kúbu til
að slíta öll tengsl við sósíalísku
ríkin. Bandaríkin hafa náð smá-
ríkjum í Mið-Ameríku algjörlega
Framhald á 4. síðu.
Á efri myndinni, sem er
tekin um kl. hálf fjögur
í gærdag, sést þar sem
eldtungurnar gleypa í sig
eldfimt braggaefnið við
flugskýli Loftleiða á
Reykjavíkurflugvelli. í
bragganum lengst til
vinstri er aðsetur slökkvi-
liðs Reykjavíkurflugvall-
ar, næst kemur birgða-
geymsla Loftleiða og
lengst til hægri mötuneyti
Loftleiða.
Á neðri myndinni sést
mötuneytisbragginn að
mestu brunninn. Eldtung-
urnar koma út úr fram-
hliðinni, en afturhluti.nn
er að hrynja niður. Járn-
ið á bragganum var hvít-
glóandi og ætti það að
koma skýrt fram á mynd-
ínni ef hún prentast vel.
(Ljósm. Þjóðv.).
eldsvoða á flugvellinum
Fréttamaður Þjóðviljans fékk
í gær fréttir af brunanum hjá
slökkviiiðinu, Alfreð Elías-
syni og Agnar Kofoed Hansen
og fara þær frásagnir hér á
eftir.
Það var um kl. 15,19 að
slökkviliðið var kvatt út, þar
sem eldur hafði komið upp í
bragga sem fiugmálastjórnin
hefur á Rej>-kjavíkurflugve]li.
Töluverður eldur var í bragg-
anum er slökkviliðið kom á
vettvang og breiddist síðan
,út í geymslubragga sem Loft-
leiðir hefur og þaðan yfir í
mötuneyti Loftleiða og brunnu
þessir þrír braggar til grunna.
Fjórði bragginn slapp frá
skemmdum, en þar hefur
slökkviliðið á Reykjavíkur-
flugvelli aðsetur sitt. Einnig
tókst að verja flugturninn
gamla fyrir nær öllum
skemmdum.
Talið er að ein fímm tonn
af góðvini hafi brunnið í
geymslubragga Loftleiða, 3
tonn hafi verið fyrir um
morguninn, en þá kom
tveggja tonna viðbótarsend-
ing.
Kl. tæplega 9 í gærkvöld
var slökkviliðið enn úti á
Reykjavíkurflugvelli, þar sem'
enn logaði í rusli í grunni
bragganna og þurfti að ná
burt júrnplötum til að komast
að eldinum.
Flugskýlið, sem braggarn-
ir voru áfastir við, slapp • að
miklu leyti við skemmdir.
Slökkvistarfið var mjög
erfi.tt, þar sem sækja þurfti
’vatn langar leiðir. Slökkvi-
liðsmennirnir þurftu að sækja
vatn yfir þvera flugbrautina,
í brunahana rétt við Tivoli og
þurfti að tengja saman einar
50 slöngur. sem hver um sig
er 15 m löng. 8 bílar frá
slökkviliðinu tóku þátt í
björgunarstarfinu og voru
flestir þeirra með hájDrýsti-
dælur, sem eru ágætar til að
hefta bruna á byrjunarstigi,
en nægja ekki þegar svo mik-
ill eldur er eins og í þessu
tilfelli. Það þykir þvi furðu-
legt að ekki skyldu vera
vatnshanar nálægt svo mikl-
um verðmætum og eldfimum
húsakynnum.
Milli 50 og 60 slökkviliðs-
menn tóku þátt í björgunar-
starfinu.
Fréttamaður Þjóðviljans
ræddi við Alfreð Elíasson á
sjöuhda tímanum í gær og
spurði hann m.a. hvað hann
áliti tión Loftleiða mikið. Al-
freð kvaðst ekki geta svarað
því að svo stöddu. Það hefði
tekizt að bjarga flughreyfii
að verðmæti 25—30 þúsund
dollara úr geymslubragganum,
en allur varahlutalager Lo.ft-
leiða hefði brunnið inni í
brgganum. Úr mötuneytis-
bragganum tókst að bjarga
innanstokksmunum, eitthvað
Fréttamaður hafði einnig
tal af Agnar Kofoed Hansen
í gærkvöld og spurði um tjón
sem Flugmálastjórnin hefði
orðið fvrir í eldsvoðanum.
Agnar skýrði frá því að elds-
upptökin hefðu verið í bragga
Flugmálastjórnarinnar; þar
hefðu menn verið að vinna
með logsuðutæki og neisti
hrokkið í benzíngeymi, sem
álitinn var tómur. Bragg-
inn varð alelda á svip-
stundu og sluppu menn-
irnir nauðulega út. Þarna
skemmdust og eyðilögðust
■ ýmis fæki sem notuð hafa
verið til viðhalds ailra sjúkra-
flugvalla og inni brann snjó-
blásari, sem átti að senda
norður á næstunni og einnig
brann lager af ýmsu tagi.
Agnar kvað það alrangt
sem komið hefði fram i út-
varpinu, að vatnshanar hefðu
ekki verið í grennd við bragg-
ana, t.d. var stórt vatnsból
rétt við skemmuna með um
2 þúsund gallon af vatni, en
illa gekk að dæla því vatni upp
af einhverjum orsökum. Enn-
fremur voru fleiri vatnshanar
nær en sá sem slökkviliðið
notaði. — (Sjá frásögn af
slökkvistarfi).
af eldhúsáhöldum, matvælum,
teppum o.fl.
í geymslubragganum brunnu
inni miklar birgðir af víni,
tóbaki, ilmvötnum, súkkulaði,
en ekki treysti Alfreð sér til
að tilgreina hve mikið það
magn hefði verið, en það
hafði komið ný sending af
þessum vörum um morguninn.
Alfreð skýrði frá því að
hann hefði í fyrstu haldið að
það hefði kviknað í Claud-
masterflugvél Loftleiða, sem
stóð rétt við mötuneytisbragg-
ann. En svo var til allrar
hamingju ekki og var flug-
vélin færð úr stað þegar er
eldsins varð vart..
Allar eignir Loftleiða sem
urðu eldinum að bráð voru
tryggðar. Stærstan hluta
trygginganna höfðu Vátrygg--
ingarskrifstofa Sigfúsar Sig-
hvatssonar og Trygging h.f.,
sem höfðu endurtryggt víða.
í gærkvöld áttu að koma
tvær flugvélar til Loftleiða
og lentu þær á Keflavíkur-
flugvelli í stað Reykjavíkur-
flugvallar. Alfreð bjóst við að
Loftleiðaflugvélarnair mjmdu
lenda á næstunni í Keflavík,
en ekkert vildi hann segja um
hvort Loftleiðir myndu flytja
bækistöð sína þangað fyrir
fullt og allt, eins og menn
ræddu sín á milli úti á
Reykjavíkurflugvelli í gær.