Þjóðviljinn - 30.01.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.01.1962, Blaðsíða 11
Francis Clifford : hann var hræddur og í>ótt hann reyndi að verjast grátinum, þá réð hann ekkert við táraflóðið. Honum tókst að leika nokkra tóna í viðbót, en svo huldi hann andlitið allt í einu í höndum sér og hristist af ekka. Hayden reyndi að hugga hann. Hann lagði handlegginn utanum skjálfandi herðarnar og talaði blíðlega til hans, en drengurinn gróf höfuð- ið aðeins dýpra milli hnjánna. Hayden leit reiðilega á Boog og tók svip hans fyrir glott. ,,Þú ert óþokki,“ sagði hann beisk- lega. ,.Nokkuð fleira?“ „Já, vissulega.“ Hatrið gagn- tók hann. „En það væri gagns- lítið fyrir mig að þylja það.“ „Þar sagðirðu satt 0rð.“ Hann var næstum vingjarnlegur. „Svona, drengur minn,“ sagði Hayden hljóðlega. ,,Það stoðar ekki iað gráta.“ Svo sneri hann sér aftur að Boog og reiði hans ólgaði á ný. „Þú kemst aldrei upp með þetta. Það á eftir að koma þér í koll, allt saman.“ „í guðs bænum byrjaðu ekki á neinu himnaríkis og helvítis tali — “ „Þag kemur þér í koll miklu fyrr, ventu alveg viss.“ Bqog horfði rólega á hann og fitlaði við byssuna. „Þið eruð allir eins þessir séra jónar — fullir af hótunum og tilgerðar- hræsni. Einu skiptin sem þið eruð ósköp góðir, er þegar þið eruð búnir að koma manni þangað sem þið viljið — þegar hann bíður eftir stólnum í dauðaklefanum. Þá eruð þið ljúfir og góðir — það vantar ekki.“ Hann spýtti. „Hamingjan góða, mér verður flökurt af ykkur, þér og öllum hinum.“ Hayden kingdi. Hann fann hve hjarta hans barðist. ,,Og mér 13.00 ,.Við vinnuna". 18.00 Tórt’istartími barnanna (Sig- urður Markússon). 18.30 Lög úr óperum. 20.00 Þióðlög frá S’ésvík-Holstein: Þýzkir listamenn syngja og ieika. 20.15 Fraimhaldsleikritið „Glæst- vómf" ‘eftir Char’es Dickéns lOg Oldfield Box; þriðji þátt- ur. 20.45 Id’enzk tónlistarkynning: Jón Leifs tónskáld s.kilgrein- ir Sögusinfóníu sína, II. kaf'a: Guðrún Ósvífursdóttur (Borga,rhljómsveitin í Hels- inki leikur; Jussi Jatas stj.). 21.10 Erindi. Vinabæjahreyfing- in á Norðuriöndum (Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur). 21.35 Tón’ieikar: Sellósónata eftir Johann Christian Bach. 21.50 iSöngmálaþáttur þjóðkirkj- unnar (Dr. Robcrt A. Ottós- son söngmál'astióri). 22.10 Lög unga fólksins (Jakob Þ. Mö’ier). 23.00 Dagskrárlok. ' Kí 34. c£agur varð flökurt yfir þér um leið og þú varst búinn iað ná í byss- una.“ „Heyrðu mig, lagsi, ég er bú- inn að fá nóg af prédikun- um — “ „Án byssunnar varstu ekki neitt. Ekki neitt.“ (Og að hugsa sér að þá hafði hann vorkennt honum!). „Bara lítill karl með brotinn handlegg — “ „Þegiðu!“ hrópaði Boog og brölti á fætur. „ — en nú ertu búinn að sýna að þú ert hreinræktað skít- menni.“ „Nú er nóg komið!“ Hann mið- aði byssunni. „Já, skjóttu bara!“ Hayden var rennsveittur af heift og hann vissi varla hvað hann sagði. „Skjóttu bara. Losaðu þig við fiðringinn á fingrinum. Sýndu hvað þú ert kaldur.“ „Ég aðvara þig — “ „Aðvaraðu bara! Spurðu sjálf- an þig hvern á að nota sem burðarkarl þegar þú ert búinn að skjóta lyst þína. Spurðu sjálfan þig hve möigum stöng- um þú þarft að fórna í hvert skipti sem þú þrýstir á gikk- inn .. .“ Hann starði á Boog, þurr í kverkunum og móður. Þeir störðu allir á hann — Franklinn sljór og ringlaður; drengurinn gegn- um hárlokkinn sem fallið hafði fram á ennið. Það var löng þögn. Þá urraði Boog; „Hvað viltu eiginlega vera að derra þig, lagsi? Þú ert sko alls ekkert ó- missandi. Og ekkent sniðugur heldur. Þú ert kannski búinn að gleyma því, að þegar strákurinn tapaði bjórnum, þá tapaði hann starfinú um leið. Ef nokkur fær kúlu í hálsinn, þá verður það hann.“ Hayden fann hvernig dreng- urinn stirðnaði undir handlegg hans og þrjózka hans varð að engu eins og þegar blaðra springur. Þeir stóðu aftur í sömu spor- um, sigraðir og tlneyddir að hlýða. það sennilega aldrei. Hann haltraði áfram og það nísti taugar hans í hvert skipti sem Boog kom með athugasemd- ir sínar. Grófur jarðvegurinn var eins og sandpappír við reif- aða fótinn, hann verkjaði í hand- leggina af þunga gullsins. Síðan Hayden hafði bjargað honum uppúr árfarveginum, hafði hann verið gagntekinn þakklæti til hans, og nú héit hann 'sig eins nærri honum og unnt var, leit- aði huggunar í návist hans. En sú huggun var þó óttablandin. Áður hafði hann verið gramur yfir hlýðni Haydens við skipan- ir Boogs, sár og gramur, en nú var hann skelkaður yfir þver- móðsku hans. Siðasti árekstur þeirra hafði fyllt hann ótta. Skelfingin hafði gagntekig hann þegar hann sá hvernig andlitið á Boog afmyndaðist af heift og hann otaði byssunni ógnandi á móti þeim, og þá var það sem tár hans höfðu þornað skyndi- lega og' hann hafði ákveðið að flýja. Eyðimörkin breiddi úr sér um- hverfis þá í skini stjarnanna, prýdd lágu kjarri á stöku stað og skuggalegum runnaþyrpingum með glitrandi regndropum. Hann kæmist ekki langt hérna: Boog myndi elta hann á augabragði. En eftir svo sem klukkutíma þegar þeir kæmu upp í hæðim- ar, þá yrði þetta allt öðru vísi. Þá yrði tvennt honum í vil — óslétt landslagið og flóttinn að óvörum o.g þag hvorf tveggja gat jafnað það upp að hann var skólaus á öðrum íæti. Um leið og hann var búinn að setja sér þetta, komst ekk- ert að í huga hans annað en væntanlegur flótti. Hann varð gagntekinn ofsa og einbeitni. Hann starði ákafur framhjá Hayden, horfði á hæðirnar nálg- , ast hægt og hægt. Hjarta hans sló örar þegar hann æfði í hug- anum hvað hann ætlaði að gera, — hvernig hann ætlaði að losa sig við stöngina. Oft og iðulega valdi hann sér runna svo sem tuttugu metra framundan og þjálfaði sig í huganum undir flóttann. Hann hugsaði ekkert um það sem á eftir kæmi — hvað hann ætlaði að gera, hvernig hann setlaði að verja tímanum til morguns. Hann hafði áhyggjur af einu og aðeins einu: byssunni. Hann sá hana fyrir sér dinglandi lauslega úr vinstri hendinni á Boog og hann reyndi að ákveða í hverja átt yrði bezt að hlaupa; hve langt hann þyrfti að komast til að sleppa úr sko.t- færi. Hann var eins hræddur og áður, en á allt annan hátt. Það var eins og öll skilningarvit hans hefðu vaknað >til lífsins og meðan hann horfði á hæðirnar skýrast framundan, fann hann hvernig kviðafiðringur kom í magann á honum. Hann rölti sárfættur í fótspor Haydens og í hverju spori fann hann ógnunina af andardrætti Boogs gegnum samanbitnar tenn- ur. Tilboð Þrem mínútum seinna voru þbir aftur-kormrtr a#-staéh Smátt- og smáta hækkuðu hæðirnar, skyggðu á neðstu stjörnurnar og drengurinn ho.rfði á þær og gerði áætlanir sínar. Hann var hætt- ur að gráta. Hann var þreytt- ur og slæptur og innantómur eftir grátinn áðan, en við hann hafði samt komið í ljós óvænt einbeitni. Allt i einu hafði hann tekið þá ákvörðun að flýja um leið og tækifæri byðisit. Óttinn hafði örvað ímyndunarafl hans og honum varð ljóst að ef hann rejmdi ekki að komast undan . t$ekist honum <— Nærföt -þeirra þornuðu smám saman og fóru að særa þá o.g nudda. Eyðimörkin var þegar búin að drekka í sig yfirborðs- vætuna og gljáinn var horfinn af henni. Hún lá þarna föl og þögul og dauðaleg undir titrandi stjörnum og ’sandurinn urgaði ■aftur við skóna þeirra þegáii þeir drógu þá hvorn fram fyrir- annan. Öðru hverju hrærðist eitthvað ósýnilegt í nánd við þá þegar þeir röltu gegnum kjarr; og nokkru seinna byrjaði ein- mana eyðimerkurúlfur gól sitt í ýestri. óskast'í éftirtaldar bifreiðir og dráttarvagna: Dodgc ’54;, 5 tonna vörubifrfeið-með Ö fíirþegá'húsi. la Ford ’37:, hálfkassabifreið. InternationaÞ ‘í?:, pallbifreið, 1 tonns. Bráttajrvagn fyriv þungaflutninga. Diamont T ’4Z:, kranabifreið. Ofanskráð verður L1 sýnis við birgðageymslu 'Hitaveitu Reykjavíkur v;ð Laugard.alsvöllinn, miðvikudaginn 31. janúar n.k. kl. 9-5, Tilboð skulu send skrifstofu vorri Tjarnargötu 12, 3. hæð fyrir kl. 11.00 fimmtudaginn 1. febrúar n.k. og verða þau þá opnuð að bjóðendum við- stöddum. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR. Pökkyn«r$tú!kur og karlmenn óskast. Fæði og húsnæði. — Mikil vinna. Hraðfrystisíöð Vestmannaeyja. Sími 11 og 60 (í Reykjavík 19-4-20). ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN . . . og það eru margir scm ætla að fá sér hann fyrir vorið, — cn ef þér hafið í liuga að fá yður Volkswagen, þá vin- samlegast pantið tímanlega. VOLKSWAGEN er 5 manna bíll © Heildverzlunin HEKLA H.F. Hvcrfisgötu 103 — Sími 11275. —í: ' , - Þíiðjudagur 3C. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.