Þjóðviljinn - 30.01.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.01.1962, Blaðsíða 7
glfÓÐVlÚINN Útgefandl: SameJningarflokkar alþýöu — Sósíallstaflokkurlnn. — Rltstjórari Maanús KJartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Rltstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. ■lnii 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. PrentsmlðJa ÞjóðvilJans h.f. Lengi skal manninn reyna JJagsbrúnarmenn hafa enn einu sinni svarað á eftir- minnilegan h'átt harðvítugu áhlaupi afturhalds- ins, áhlaupi sem var magnað öllu því afli sem fjár- magn og ósvífinn áróður geta tryggt. Haunar má segja, að þetta áhlaup gegn Dagsbrún hafi staðið látlaust yf- ir frá því í síðustu stjórnarkosningum í ýmsum til- brigðum; í verkföllunum í fyrra, í framkomu ríkis- stjórnar og atvinnurekenda eftir verkföllin og í lcka- hríðinni nú. Var stjórnarliðið orðið svo sannfært um árangur sinn, að Alþýðublaðið staðhæfði í fyrradag að allar líkur væru á því að B-listinn hlyti meirihluta í félaginu! J þessum átökum hafa gerzt atburðir, sem verkafólk þarf að gefa sérstakan gaum. Á Alþingi í vetur urðu þau tíðindi að samþykkt var einróma tillaga frá Al- þýðubandalaginu þess efnis að gerðar skyldu ráðstaf- anir til þess að tryggja átta stunda vinnudag verka- fólks.með óskertu árskaupi. Þarna hlaut eitt af jaelztu baráttumálum verklýðssamtakanna næsta óvæntar und- irtektir, og það vakti einnig athygli að Bjarni Bene- diktsson þáverandi forsætisráðherra flutti ræðu á þingi þ>ar sem hann lýsti afdráttarlausum stuðningi sínum við málið. Síðan ítrekaði Bjarni enn þessa afstöðu sína í áramótaræðu sem vakti mikla athygli. Töldu margir að með þeirri ræðu hefði formaður Sjálfstæðisflokks- ins verið að draga þá ályktun af reynslu síðustu ára, að þess væri enginn kostur að brjóta verklýðshreyf- inguna á bak aftur; nú yrði að semja við hana um ó- hjákvæmilegar kjarabætur. Og raunar var það nærtæk ályktun, ef við heiðarlega og drengilega menn væri að eiga. Fn nokkrum dögum fyrir Dagsbrúnarkosnmgar brá svo við að Morgunblaðið hóf ferleg öskur þess efn- is að „kommúnistar“ væru fallnir frá sinni eigin til- lögu og vildu engar „kjarabætur án verkfalla11. Tilefni til þessara óhljóða var nákvæmlega ekki neitt; þetta voru tilhæfulausar lygar, fluttar af yfirlögðu ráði. Við var bætt blaðri um það að í tillögunni fælist lög- binding á öllu kaupi í landinu! Síðan voru birtar mynd- ir af Eðvarð Sigurðssyni formanni Dagsbrúnar og Hannibal Valdimarssyni forseta A.S.Í. og þeir taldir sérstakir fjandmenn raunhæfm kjarabótá og átta tíma vinnudags. Hannibal Valdimarsson var spurður gagn- gert um afstöðu sína, en þegar hann sendi Morgun- blaðinu svar um hæl, var því stungið undir stól en lygaáróðurinn gegn honum magnaður um allan helm- ing. Má segja að Morgunblaðið hafi ekki lagzt lægra í ódrengilegum málflutningi á öllum ferli sínum. Fjannig urðu viðbrögð Morgunblaðsins í því máli sem * formaður Sjálfstæðisflokksins hafði þótzt hafa sér- stakan áhuga á og ræða af drengskap og heiðarleik um síðustu áramót. Engum þarf að koma í hug, að Morg- unblaðið hafi brugðizt þannig við án samráðs við for- mann flokksins í máli sem hann hafði gert sérstaklega að sínu. Það er því óhjákvæmileg ályktun að fyrri við- brögð Bjama Benediktssonar hafi einvörðungu verið flærð, tilraun til þess að villa um fyrir verkafólki og draga úr einbeittum baráttuvilja þess með fláttskap. Stjórnarkjör í Dagsbrún varð síðan tilefni til að kasta grímunni í þeirri fánýtu von að með því myndi takast að sundra röðum verkamanna. Það á við um Bjarna Benediktsson sem aðra að lengi skal manninn reyna, en ekki fer reynslan batnandi. — m. EGGERT ÞORBJARNARS ON: 22. þing Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna Um það bil fimm þúsund full- trúar sátu 22. þing Kommún- istaflokks Ráðstjórnarríkjanna, sem haldið var í Moskvu 17.*— 31. október síðastliðinn. Þeir fóru með umboð nær tíu millj- óna flokksmanna. . Auk þeirra sátu þingið sem gestir fulltrúar frá hér um bil áttatíu flokkum víðsvegar um heim, en samanlögð meðlima- byrðis stöðu hins nýja sósíal- istiska heims og hins gamla heims auðvaldsins. Á síðustu fimm árum hefur hlutur sósíalismans í iðnaðar- framleiðslu heimsins vaxið úr 27% í 36%. Síðan 1937 hefur iðnaðar- framleiðsla sósíalismans aukizt 6,8 sinnum, en auðvaldsheims- ins 2,5 sinnum. hafa verið tekin í notkun á þessum hálfa áratug. Nýjar borgir hafa þotið upp víðsvegar um land, landflæmi á borð við heil þjóðlönd verið tekin til nýræktar, víðáttur Síberíu og austurhéraðanna að breytast í blómleg iðnaðar- landbúnaðar- og menningarhér- láð. OHuvinnsla hefur aukizt á Þinghöllin nýja í Kreml þar sem 22. fiokkþingið var haldið. tala allra þeirra flokka, sem fulltrúa áttu á þessu þingi, var um það bil fjörutíu milljónir. Þingið var haldið í nýju stórhýsi innan Kremlmúra, hinu nýtízkulegasta að öllu leyti, táknrænu fyrir þá nýju tíma, sem ganga nú yfir Ráðstjórnar- ríkin. Þingið fjallaði aðallega um þrjú mál, skýrslu miðstjórnar- innar um tlmabilið frá 20. flokksþinginu 1956, hina nýju stefnuskrá flokksins og breyt- ingar á lögum hans. Upp úr öllum málum þings- ins gnæfði hin nýia stefnuskrá um uppbyggingu allsnægtaþjóð- félags kommúnismans í Ráð- stjórnarríkjunum á næstu ára- tugum. Miklar umræður urðu á þinginu og margar nýjar hug- myndir komu þar fram, en mánuðina fyrir þingið höfðu sovétþjóðirnar rætt stefnu- skráruppkastið af miklu kappi í borgum og sveitum og gert sínar athugasemdir við það. Loks var á þinginu valin ný forysta fyrir Kommúnista- flokkinn samkvæmt hinum nýju flokkslögum. ★ í sambandi við skýrslu mið- stjórnarinnar um viðburði síð- ustu fimm ára og samþykkt hinnar nýju stefnuskrár komu fram athyglisverðar upplýsing- ar um óvenjuleat uppbygging- arafrek ráðstjórnarj>jóðanna þennan hálfa áratug,1" ásámt ' fróðlegum samanburði á inn- Á áratugnum 1950—1960 þrefaldaðist innbyrðis verzlun sósíalistísku landanna, en tvö- faldaðist milli auðvaldsland- anna. Á síðustu sex árum hafa 28 ríki verið stofnsett o,g nýlendu- kerfi auðvaldsins hrunið í rúst. í miðri Ameríku, Cúbu, hef- ur fáni sósíalismans og sjálf- stæðisins verið dreginn að hún. Innan auðvaldsheimsins ger_ ast einnig eftirtektarverðar breytingar, þar sem Bandarík- in hafa nú misst algera forystu sína í framleiðslu og verzlun auðvaldslandanna. Þannig hef- ur t.d. iðnaðarhlutur þeirra fall- ið úr 56,6% árið 1948 í 47% árið 1960, samtímis því að Jap- an, Vestur-Þýzkaland og Ítalía hafa sótt á. Síðastliðin fimm ár hefur ný og öflugri uppbyggingaralda farið um Ráðstjórnarríkin en nokkru sinni fyrr. Þjóðir Ráð- stjórnarríkjanna, sem telja nú um 220 milljónir manns, hafa slegið öll fyrri met sín á sviði framleiðslu, tækni og vísinda, og eru nú önnum kafnar við framkvæmd þeirrar sjö ára á- ætlunar, sem hófst 1958. Spegilmynd þess gifurlega á- taks, sem hófst í þjóðarbú- skapnum eftir 20. flokksþingið, er sú staðreyhd að á árunum 1956—1961 hefu.r fjárfesting í atvinnuvegununí numið 156 þúsund milljónum rúblna, sem er meir en öll samanlögð fjár- festing Ráðstjórnarríkjanna frá Sex’ þúsund stór fyrirtæki ....... . i i r .. ii.'..'. ... 5 árum sem svarar til fimm- faldrar Qlíuframleiðslu Bakú- borgar. Aukning raforkuframleiðsl- unnar svarar til 50 Dnépur- rafstöðva. Allar greinar atvinnulífsins hafa verið enduriðnvæddar að miklu eða öllu leyti. Síðastliðin fimm ár hafa fleiri íbúðir verið byggðar í Sovétríkjunum en á síðustu fimmtán árum þar áður, og urn 50 milljónir manna, tæplega fjórðungur þjóðarinnar, flutt í nýjar íbúðir. Á sviði menningarmála, menntunar, vísinda og tækni haga gerzt atburðir, sem tala sínu máli. Sovétríkin urðu á þessum ár- um fyrst til að senda gerfihnött út í geiminn og umhverfis jörðu, fyrst til að senda eld- flaugar út fvrir aðdráttarafl jarðar, fyrst til að setja niður merki sitt á tunglið og ljós- mynda bakhlið þess, fyrst til að senda menn út í geiminn og umhverfis jörðu. Um það bil 40% sovézkra verkamanna og 23% samyrkju- bænda hafa framhalds- Uða æðri menntun. Þrisvar sinnum fleiri stunda þar verkfræðinám en í Banda- ríkjum Norður.<Ameríku. 350 þúsund vísindamenn eru þar að verki. Á þessum síðustu fimm árum hafa lífskjör alþýðu batnað verulega, lægstu launaflokkar hækkað, vöruverð farið lækk- andi, en almenn hlunnindi auk- in. Þannig var vinnuvikan stytt þar í fyrra um sex og hálfa klukkustund — með ó- skertum launum — jafnvel með launahækkunum — og 1. októ- ber 1960 hófst kerfisbundið af- nám skatta, en árið 1965 er á- ætlað, að skattar verði að fullu og ÖIlu afnumdir í Ráðstjórn- urríkjunum. Á sviði heilbrigðismála hafa nýir sigrar unnizt. Ráðstjórnar- þjóðirnar búa nú við lengstan meðalaldur manna. ★ . Á því, sþm hér. hefur verið talið, má marka, að síðustu fimm árin hafa orðið mikil um- skipti til framfara í efnahags- og þjóðlífi Ráðstjórnarríkj- anna og að þau geysast nú á- fram tviefld í friðsamlegri sam- keppni við auðvaldsríkin á sviði framleiðslu og lífskjara. Umskipti þessi eru rökrétt afleiðing þess, að á 20. þingi Kommúnistaflokks Ráðstjórnar- ríkjanna árið 1956 og árunum þar á eftir voru gerðar gagn- gerar ráðstafanir til þess að leiðrétta margvísleg mistök, sem höfðu tafið fyrir og seink- að framvindu sósíalismans í Ráðstjómarríkjunum og dregið úr sköpunarmætti alþýðunnar. Það sem gerzt héfur — og er meginskýringin á þessum um- skiptum — er í rauninni það, að stíflu hefur verið rutt úr farvegi þróunarinnar, að hið nýja hefur sigrað hið gamla og úrelta, að skapandi lífskraftur hins óbreytta manns hefur verið leystur úr læðingi og tvö hundruð og tuttugu milljóna brautryðjendaþjóð sósíalismans í heiminum slitið af sér höml. ur, er torvelduðu sókn hennar til allsnægtaþjóðfélags komm- únismans. Þetta er um leið meginfor- sendan fyrir því, að ástandið í efnahags- og þjóðlifi Ráðstjórn- arríkjanna var nú orðið þrosk- að fyrir þá heimssögulegu tutt- ugu ára áætlun um uppbygg- ingu kommúnismans í Ráð- stjórnarríkjunum, sem sam- þykkt var á nýafstöðnu flokks- þingi, og sem fel'st í hinni nýju stefnuskrá flokksins. ★ Hin nýja stefnuskrá Komm- únistaflokks Ráðstjórnarrikj- anna er sú briðja í röðinni, Pramhald á 10. síðu — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 30. janúar 1962 •• .:;:••• [W •'•, ■ Með því að neita að semja við verkfræðinga, hefur bæjarstjórnarmeirihlutinn gert tæknistofnanir bæjarins óvirkar svo ekki hafa einu sinni fengizt mældar út lóðir. Nú er tekið það ráð að fela einkafyrirtækjum verkefnin með langtum meira kostnaði en orðið hefði jafnvel þótt gengið befði verið að öllum kröfum verkfræðinga. Það er með öllu óeðliiegt að bærinn sjálfur hafi engu tækni- menntuðu starfsliði á að skipa til að vinna störf, sem sífellt kaila að, svo sem að skipuieggja ný hv^rfi og búa undir byggingu. Á neðri myndinni sést yfir nýbyggingar í Háaleitishverfinu. Sú efri er af sambýlishúsi á vegum Reykjavikurborgar við Grensásveg. GUÐMUNDUR VIGFÚSSON: ÖNNUR GREIN HVERS VEGNA ERU TÆKNI- , , S9 DEILDIRNAR LAMAÐAR? • Stéttárfélag verkfræðinga, fór á s.l. sumri fram á verulega launahækkun fyrir meðlimi sína. Félagið rökstuddi kröfur sínar m.a. með hinni ört vax- andi dýrtíð hér á landi, löngu og kostnaðarsömu námi verk- fræðinga, og að kjörin hér væru svo langt að baki þess sem verkfræðingar á Norður- löndum bygeju við að ekki yrði við unað. Samningsaðilar verkfræðing- anna voru Reykjavíkurbær, ríkið og einkafyrirtæki sem hafa verkfræðirrga í sinni þjón- ustu. Alllangt samningaþóf mun hafa farið fram áður en verk- fræðingarnir sáu sig til þess neydda að grípa til verkfalls- vopnsins. Allan þann tíma og einnig eftir að verkfall hófst beittu fuiltrúar Alþýðubanda- lagsins sér fyrir því í bæjar- ráði og bæjarstjórn Reykjavík- ur að bærinn gengi til alvar- legra samninga við verkfræð- ingana og Ieitaðist við að leysa ágreiningsefnin. Þessar kröfur okkar Alþýðubandalagsmanna mættu jafnan eindreginni and- stöðu Sjálfstæðismanna, sem töldu kröfur verkfræðinganna svo ósvífnar að engin leið væri um þær að semja. Ég var frá upphafi sannfærð- ur um að unnt væri að ná við- hlítandi samningum við verk- fræðingana, auðvitað með því að ganga verulega til móts við óskir þeirra og kröfur. En það sem á skorti var vilji borgar- stjórans pg'bæjarstjórnarmeiri- hlutans, sem ekkert skeytti um þótt verkfall verkfræðinga. væri í augsýn og þar með stöðvun á stærstu tæknideild bæjarins. Enda varð sú raunin. Verkfall- i$ skái^á og öll tæknileg störf borgarvcrkfræðingssk rif stofunn- ar stöðvuðust, svo sem útreikn- ingar og undirbúningur allra verklegra framkvæmda. Bærinn varð m.a. svo illa settur að menn fengu ekki mældar út lóðir hvað þá meir. Verkiegar framkvæmdir bæjarins lömuð- ust. Það kom fliótt i ljós að við- brögð einkaframtaksins urðu nú með nokkuð öðrum hætti en Reykjavíkurbæjar og ríkisins. Strax í upphafi sömdu nokkur verkfræðifirmu og verktaka- firmu við verkfræðingana. Þeg- ar á verkfallið leið komu önn- ur á eftir og að lokum höfðu öll einkafyrirtækin samið og tryggt sér áfram starfskrafta verkfræðinga sinna og ann- arra sem til þeirra vildu ráð- ast. Verkfræðingar, sem áður höfðu starfað hjá bæ og ríki réðu sig ýmist til einkaaðil- anna eða tóku að vinna sjálf- stætt, þ.e. taka sjálfir að sér verkefni í samræmi við gjald- skrá verkfræðingafélagsins. Meðal þeirra sem sömdu við verkfræðingana voru ýmsir að- ilar að heildarsamtökum at- vinnur^kendja, Vinnuveitendal- samhandi fslands. Nú gerðist það í fyrsta skipti, að opinberir aðilar neituðu að fylgja for- dæmi annarra atvimmrekenda. Kenningu Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, og bæði fyrrver- andi og núverandi borgarstjóra hans, var nú gjörsamlega snúið við og afneitað, þ.e. að bæjar- félagið skuli að vísu- aldrei sémja á 'undan öðrum atvinnu- rekendum, en jafnan faiiast á það sem einkaatvinnurekendur og íaunþegar koma sér saman um, Þessari kennihgu varpaði meirihlutinn nú gjörsamlega fyrir borð í striðinu við verk- fræðingana. Með þessum hætti voru verk- fræðingar sem starfað höfðu hjá Reykjavíkurbæ hraktir burtu og þeim ýmist þrýst til að ráða sig annars staðar eða taka upp sjálfstæða starfsemi. Var þetta gert af einskærri blindni? Hélt borgarstjórinn og bæjarstjórnarmeirihlutinn í raun og veru að Reykjavíkur- bær kæmist að öðrum og betri kjörum en verkfræðingarEir höfðu feugið fram með samn- ingum við einkaframtakið? Nei, áreiðanlega ekki. Borg- arstjórinn er ekki slíkt barn hvað sem segja má um suma flokksmenn hans. Geir Ilall- grímsson var hins vegar að framkvæma þá sanrfæringu sína og stefnu að bæjarfélagið eigi að fást við sem fæst verk- efni, lausn þeirra sé betur kon> in í höndum einkafyrirtækja og gróðamanna en samfélags borg- aranna, bæjarfélagsins. Tækni- deild borgarverkfræðings var fórnað á alfari þessarar mis- vitru stefnu borgarstjórans, verkfræðingarnir reknir yfir til einkaaðila o.g í eigin rekstur. Síðar mátti svo fara að verzla við einkaframtakið, enda þótt það væri óhagkvæmara fyrir bæjarfélagið! Þessi afstaða og framkoma öll er hrein og bein skemmdar- starfsemi gegn hagsmunum bæjarfélagsins. Hvað sem líður stefnumun og ágreiningi um á- gæti eða ókosti rekstrarforma óhjákvæmilégt og hagkvæmt að taká tæknistörf í skipulagsmál- um og að undirbúningi verk- legra framkvæmda hjá, sjálfu sér. Og forustuskyldan á þess- um þýðingarmiklu sviðum verð- ur undir engum kringumstæð- um rækt nema með öflugum og vel menntum eigin tækni- deiidum. En skemmdarverkin snerta ekki aðeins þessa hlið málsins, sem er þó nógu alvarleg. Mál- ið er einnig fjárhagslegs eðlis. Að kaupa vinnu verkfræðinga beint eða bjá einkafyrirtækjum kostar a.m.k. kr. 116,72 á klst. eða 17—20 þús. kr. á mánuði fyrir manninn. Er bað miklum mun hærra en það meðalkaup sem verkfræðingar fóru fram á, hvað þá bað sem semja hefði mátt um, ef kröfum þeirra hefði í upphafi verið mætt af skiln- ingi og velvild. Það er því síð- ur en svo verið að spara fyrir bæjarfélagið og skattborgara bess. Þeir verða að standa und- ir útajöldunum af óráðsíunni og bera kostnaðinn af fram- kvæmd hugsjónarinnar um á- gæti einkarekstursins. Geir Hallgrímsson hefur skýrt frá því .að 29 verkfræð- ingar séu að einhverju leyti að störfum fyrir borgina upp á ofangreind kjör. Látum sann- leiksgildi þess og vinnutíma þessara manna liasja á milli hiuta. En væru þeir að störfum árið um kring og ynnu þann vinnutíma sem borgarstjórinn hefur lýst eðlilegan, myndi vinna þeirra hvers um sig kosta bæjarfélagið kr. 210.096,00 á ári. en kaup þeirra allra myndi nema nær 7 milljónum króna. Er það meir en heímingi hjærri en áætluð var s.Í. ár í öll laun hjá börgarverkfræð- ingi lóðaskrárritara: og skipu- iagsstjóra. Þannig lítur þá fjármála- snillin út, þegar dæmið er gert upp- í atvinnurekstri almennt, þá kemst ekkert.... baajarfélag á stærð við Reýkjavík fram hiá þeirri staðreynd að ýsð ér hæði f iárhæð Þriðjudagur 30. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7]

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.