Þjóðviljinn - 30.01.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.01.1962, Blaðsíða 9
Heillaóskir, ýmsir munir og v w peningagjafir bórust ISI Síðdegis á laugardag efndi Framkvæmdastjórn ÍSÍ til op- inberrar móttöku í Sjálfstæðis- húsinu í tilefni af fimmtugsaf- mælinu. Var þar margt manna samankomið bæði úr Reykja- vík og eins voru fulltrúar komnir víðsvegar að af landinu. Voru þarna flutt mörg ávörp og gjafir gefnar. Fyrsta ávarpið flutti Eiríkur Eiríksson formaður UMFl, og rakti aðdraganda að stofnun ÍSÍ, sem var sú íþróttavakning sem varð uppúr aldamótunum fþréttaforystu- menn heiðtiðir Frámkvæmdastjórn ÍSÍ tók opinberlega á móti hinum er- lendu gestum, er sækja af- mælishátíðahöld sambandsins, með miðdegisverðarboði á laugardag. Við það tækifæri sæmdi norski fulltrúinn A. P. Höst þá Gísla Halldórsson formann hátiðanefndar ÍSÍ, og Her- mann Guðmundsson fram- kvæmdastjóra ÍSÍ gullorðu ’Norska íþróttasambandsins. — Áður hafa fengið þá orðu þeir Ben. G. Waage og Guðjón Ein- arsson. Við þetta sama tækifæri af- henti finnski fulltrúinn, heið- ursmerki útgefin af finnska fnenntamálaráðuneytinu, þeim Ben. G. Waage gullorðu og Guðjóni Einarssyni, Jens Guð- björnssyni og Hermanni Guð- mundssyni silfurorðu. í og fékk útrás í ungmennafé- lögunum. Þannig væri ÍSl á vissan hátt afkvæmi ungmenna- félaganna, sagði Eiríkur. Síðan rakti Eiríkur samstarfið milli ISÍ og Ungmennasambandsins, og þakkaði það. Hann sagði að íþróttasambandið og íþróttirnar hefðu mikið hlutverk að vinna, en launin væru þroski kyn- stofnsins. Að loknu sínu ágæta ávarpi afhenti hann sambandinu hinn sögulega fána — Hvítbláinn — á stöng. Næstur flutti ávarp Ólafur Gíslason kaupmaður, fyrir hönd fimm sérsambanda og afhenti hann sambandinu veglegan ÍSl- fána, með þeim ummælum, að hann mætti vera tákn um drenglyndi og annan íþrótta- anda. Ármann Dalmannsson frá Ak- ureyri flutti stutt ávarp fyrir hönd flestra héraðssamband- anna. Afhenti hann síðan vand- að upptökutæki sem hann kvaðst vona að stuðlaði að nánara samstarfi og auðveldaði að senda hið fræðandi talaða orð út um landsbyggðina m.a. Fylgdi gjöf þessari skrautrit- að ávarp. Ásbjörn Sigurjónsson flutti kveðjur frá Handknattleikssam- bandinu, og afhenti því eitt heljarmikið hrútshom búið silf- urskildi áletruðum, sem á að minna á að handknattleiksmenn séu harðir í horn að taka. Gísli Halldórsson flutti kveðj- ur frá IBR. Minntist fyrstu samtaka um íþróttamál, sem var Iþróttasamband Reykjavík- ur, sem hafði það verkefni fyrst og fremst að koma upp gamla íþróttavellinum 1911. Að lokum skýrði Gísli frá því að Fulltrúaráð ÍBR hefði á fundi sínum nýlega samþykkt að afhenda ÍSÍ 100.000.00 krón- ur í byggingarsjóð sambandsins. Skal það vera þakklæti fyrir giftudi'júg störf á undanförnum árum, sagði Gísli að lokum. Formaður Iþróttabandalags Hafnarfjarðar, Ingvi R. Bald- vinsson, flutti kveðjur frá Hafnfirðingum, og afhenti skrautbúið horn frá bandálag- inu og félögum þess, en grip- inn gerði hinn gamli skíða- kappi og Hafnfirðingur Gunn- ar Hjaltason. Sigurður Greipsson flutti snjallt og kjarnyrt ávarp frá Ums. Skarphéðinn og afhenti síð- an ávarp skrautritað á skinn, en umgerðin skreytt myndum frá byggðum Skarphéðinssam- bandsins, mönnum að leik og íþróttum, þar sem sjá má mynd af Skarphéðni með reidda Rimmugýgi, sem væri hið eig- inlega skjaldarmerki okkar, sagði Sigurður að lokum. Haukar unnu ÍA27gegn 18 Á laugardagskvöld kepptu Haukar og lA í 2. deild hand- knattleiksmótsins og sigruðu Haukar 27:18. Þróttur og Kefla- vík í meistaraflokki kvenna varð jafntefli 12:12. Keflavík vann FH í 2. fþ karla 7:5, IBK van Breiðablik í 3. fl. karla 16:3. Nánar frá þessum leikjum og öðrum á morgun. Olympíuförin 1912 Þessi kafli um Olympíu- förina 1912 átti að birtast á sunnudaginn, en beið birting- ar sökum þrengsla. iÞar sem för þessi varð hin sögulegasta, og í samskiptum við Dani bar einkenni þeirr- ar sjálfstæðisbaráttu sem um það leyti var í algleymingi verður sagt nánar frá þeim viðskiptum eins og þau eru sögð í íþróttablaðinu „Þrótti“. Þar segir m.a.: — Næsta dag bar fátt til tíðinda hjá okkur, við ýmist æfðum okkur, eða ferð- uðumst um borgina. Vöktum við þá jafnan eftirtekt, vegna einkennishatta þeirra er við bárum — en þeir voru hvítir með bláum borða. Við sögðum þeim, er um þá spurðu, að þetta væri þjóðlitir vorir og settum þeim fyrir hugskot- sjónir snækrýnda bláfjalla- geiminn heima (Vafalaust hef- ur þetta verið ímynd „blá- hvíta“ fánans sem mest var um barizt á þeim tíma og eitt sinn kom til átaka útaf hér á Reykjavíkurhöfn.) — Annars var í mörgu að snúast, ekki sízt til að tryggja okkur að við fengjum að koma sem frjálsast fram og vaka yfir því að framkvæmda- menn leikjanna gleymdu okk- ur ekki í neinu. En nú fengum við allir þátt- takendamerki leikjanna. Þó þurfti til þess fortölur, að þeir okkar er aðeins sýndu ís- lenzka glímu, fengju þau. I bréfum til ISÍ hafði Ol- ympíunefndin danska (því sænska nefndin vísaði öllu til hennar) heitið því að Islend- ingar fengju ef til vill að koma fram með nafnskildi, en þó var það fyrst eftirmikl- ar vífilengjur og fyrir tilstyrk skrifstófustjóra Jóns Krabbé að svo langt varð komizt. En síðan hafði það ekki verið íyrirhafnarlaust fyrir umboðsmann ISÍ, Sigurjón Pétursson, að fá þetta leyfi fast ákveðið. — Formaður dönsku Olympíunefndarinnar. Fritz Hansen gerðist nú næsta andvígur því að við fengjum að koma sjálfstætt fram. En Sigurjóni varð ekki ráðafátt. Hann leitaði enn aðstoðar Jóns Krabbe og þeir snéru sér nú til innanríkisráðherr- ans og fengu leyfi hans með eiginhandarundirskrift. Nú varð Fritz Hansen að beygja sig, en ætla má að hann hafi tekið sér það nærri, og hugsað til hefnda eftir því sem seinna kom fram. Þá hafði ráðherrann skrifað und- ir leyfið með blýant, og þegar sænsku Olympíunefndinni var sýnt það tók hún það ekki gilt, með því líka, að danski sendiherrann þorði ekki að staðfesta það. En þó varð þessu bjargað með símskeyti, 'og sænska nefndin lét þá búa til nafnskjöldinn, svo við vor- um nú loks ánægðir. Sigurjón hafði beðið um fánamerkið til að bera í skyrt- unum, með því að hann vissi ekki um uppástungu ISI um það að hafa nafnið „lsland“ og þórshamarsmerkið, en því var ekki hægt að breyta, enda fannst okkur það litlu skipta, því nafnið „Island" bárum við á skildinum, og fálkinn var gott íþróttamerki. — En þá vitum við eigi fyrri til, en við fáum bréflega tilkynningu frá formanni dönsku nefndarinnar, Fritz Hansen, þar sem hann skýrir Ingvi R. Baldvinsson, formaður fþróttabandalags Hafnarfjagðar afhendir Benedikt G. Waage skrautbúið horn. — (Ljósm. Bj. Bj.). Þá flutti Guðjón Ingimund- arsson gott ávarp frá Héraða- sambandi Skagafjarðar og af- henti oddfána sambandsins. Formaður Körfuknatt- leikssambandsins, Bogi Þor- steinsson, flutti stutt ávarp, og afhenti oddfána sambandsins, sem væri sá fyrsti sem af- hentur hefði verið, enda væri sambandið tæplega ársgamalt. Ólafur Thordarson formaður ÍB-Suðurnesja flutti kveðjur og afhenti fagran grip ÍSl til ráð- stöfunar. Peter Vigelund ávarpaði stj. ISl og gesti, þakkaði fyrir hönd íþróttasambands Færeyja, boð er það fékk um að senda full- trúa á hátíðahöld þessi, en sem sambandið gat ekki notað vegna óhentugra ferða. Að lokum afhenti hann fag- urt málverk frá Færeyjum eftir rithöfunda og málarann William Heinesen. Atli Steinarsson formaður Samtaka íþróttafréttaritara á- varpaði og minntist samstarfs- Framhald á 10. síðu. Erlendar fréttir -10. síða okkur frá, að við eigum að ganga í miðjum flokki Dana. Okkur ugði eigi, að hann leyfði sér að hafa nein frek- ari afskipti af okkur, með því að sænska framkvæmdanefnd- in hafði hér öll völd. Sigur- jón, er varð nú til svars, eyddi eigi mörgum orðum á Fritz Hansen, heldur snéri sér þegar til sænsku nefndarinn- ar (náðum þó eigi í alla nefnd- armennina) og krafðist þess að við- fengjum að koma þannig fram, sem loforð 'ög samningar stæðu til, og dag- skráin bæri með sér, en þeir kváðust ekki vilja leggja vin- áttu Dana í sölurnar út af slíkum smámunum. Við urðum steini lostnir, en sáum að hér var ekkert að gera, úr því að sænska nefnd- in gekk hér algerlega á bak oi’ða sinna, fyrir tilmæli Fritz Hansen. Þetta átti auðsjáan- lega að vera hefndin fyrir það að hann (Fritz Hansen) varð áður að beygja sig fyrir rétt- mætri kröfu vorri. Við sam- þykktum auðvitað í einu hljóði, að ganga ekki fram með slíkum skilyrðum, og merki vort lá eitt eftir á vell- inum.“ Þessi stutta frásaga segir skýrum orðum frá andrúms- loftinu sem ríkt hefur á milli. Þessi saga átti líka eftir að þjappa fólkinu heima á Fróni saman um sjálfstæðiskröfuna. Olympíufararnir 1912, taldir frá vinstri: Magnús Tómasson, Halldór Hansen, Kári Arngrímsson, Axel Kristjánsson, Guðm. Kr. Guðmundsson, Hallgrímur Benediktsson, Sigurjón Péturs- son og Jón Halldórsson. Þriðjudagur 30. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.