Þjóðviljinn - 01.02.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.02.1962, Blaðsíða 5
Leikfang ítalskur bíla-tæknifræðingur, Mario Zonta að nafni fcefur í tvö ár vanrækt fjölskyldulífið og forsmáð kvikmyndasýningar. Þess i stað hefur hann varið séýhverri frístund til þess að smíða eldflaugina, sem sést á myndinni að ofan. Eldflaugina smiðar hann í heimahúsum. ,Hún er einn metri á lengd. Mario ætlar aö senda hana á loft í byrjun febrúar. Washington. I árlegri skýrslu sinni um efnahagsmál til þjóð- þingsins, hendir Kennedy forseti á tollalækkanir gagnvart Efna- hagsbandalagi Evrópu, sem ráð til að leysa ýmsan vanda banda- ríska iðnaðarins, en nærri 20% framleiðslugetu hans er ekki nýtt. Vonast Kennedy til að slík tollalækkun ráði bót á ástandinu og þarmeð atvinnuleysisvanda- máliriu, en í dag eru 7% vinnu- færra Bandaríkjamanna atvinnu- lausir, þrátt fyrir það að fram- leiðsluaukning sl. árs hafi numið 13%. Kínverjar Allsherjarþingið kemursamanáný Nýlega pöntuðu Kínverjar sex Viscount-skrúfuþotur í Englandi en nú hefur bandaríska utanrík- isráðuneytið hótað því að stöðva öll bandárísk einkáleyfi til þeirra fyrirtækja, sem framleiða hluti í Viscount-vélarnar, ef af kaupunum verður. Varautanríkisráðherra Banda- rfkjanna, F. Dutton, sagði nýlega, að Bretar hafi leitað álits Banda- ríkjanna á viðskiptunum, en fengið neikvætt svar. Hann sagði að þessar flugvélar féllu undir þær viðskiptalegu hömlur,. sem Vesturveldin hafa haldið . uppi ■gagnvart Kína og Ráðstjórnar- ríkjunum, ekki síst fyrir þá sök að radarbúnaður vélanna, sem er alenskur, hafi mikla hernað- arlega þýðingu. Hann sagði að Bretar hefðu gelfið þrjár ástæður, sem að þeirra áliti mæltu með sölunni: Allherjarþingið — hið 16. í röðinni — hefur komið saman aftur að loknu jólaleyfi. Síðasti fundur þess fyrir jól var haldinn 20. desember. Helztu mál á dag- skrá þingsins nú eru ástandið í Angóla, framtíð Ruanda-Urundi, ákæra Kúbu á hendur Banda- ríkjunum og upplýsingar frá landsvæðum, sem hafa ekki cnn hlotið sjálfstæði. Allsherjarþinginu hafa borizt skýrslur um þessi vandamál, bæði. frá undirnefndinni um Ang- óla, sem skipuð er fimm mönn- um, og frá þriggja manna nefnd- inni u.m Ruanda-Urundi. Fjórða nefnd Allsherjarþingsins hefur fengið tii meðferðar tillögur til á- lyktunar um Brezku Guyana og Suður-Ródesíu. Ævingastöiver í Portúgel Varnarmálaráðherra Vestur- Þýzkalands, Franz Jóseph fór nýlega með leynd til Portúgal, til að rannsaka héraðið Beja, þar sem ætlunin er að koma upp æfingastöðvum fyrir vestur- þýzka herinn. Fregn þessi er frá frönsku fréttastofunni, sem hefur hana eftir traustum heimildum. Það var í þessu héraði, sem andstæðingar Salazars einræðis- herra, gerðu árás á herbúðir, nú á dögunum. # Franska fréttastofan tekur það fram, að ekki liggi fyrir opinber staðfesting á þessari frétt, en í henni segir m.a. að þjálfunarher- búðirnar við Beja, eigi að geta rúmað 17000 hermenn. Kæra Kúbu vegna „árásarfyr- irætlana og íhlutunaraðgerða" af hálfu Bandaríkjanna var lögð fyrir Allsherjarþingið í ágúst á liðnu ári. í sambandi við beiðni sina um að málið yrði rætt á Allsherjarþinginu lagði stjórnin á Kúbu áherzlu á, að „hvers kon- ar hernaðarárás, hvort sem væri bein eða óbein“, frá Bandaríkj- unum á Kúbu gæti ,,kveikt mikið bál, sem hafa mun ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir mannkyn- ið“. Á yfirstandandi Allsherjar- þingi er búizt við ákvörðun um skipun hinnar nýju sjö manna nefndar um Suðvestur-Afríku og hinnar sérlegu 17 mannanefndar, sem hafa mun það verkefni að semja til'lögur og áskoranir í því skyni að stuðla að víðtækari á- hrifum yfirlýsingar Allsherjar- þingsins frá 1960 um nýlendu- stefnuna. Skipun þessara tveggja nefnda var ákveðin í desember. Allsherjarþingið samþykkti þá ályktanir, þar sem forseta þings- ins, Mongi Slim frá Túnis, var falið að benda á væntanlega meðlimi nefndanna þegar þing- ið kæmi saman á ný. Kvikmynár fyrir hlinda Nikolaj Semevskij, læknir við blindraskóla í Moskvu, hefur framleitt það sem kalla mætti „kvilcmýnd fyrir blinda“.' Barnið hlustar á segulbands- upptöku af ævintýrinu Svínahirð- irinn eftir Andersen og fylgist með í bók, sem er myndskreytt á sérstakan hátt. 1. Brezkur flugvélaiðnaður hafi fulla þörf fyrir pöntun sem þéssa til að halda í horfinu. 2. Stjórnmálaleg áhrif þessara viðskipta við Kínverska Alþýðu- lýðvéldið, gætu haft mikið áróð- ursgildi. 3. Höfnuðu Bretar þessum við- skiptum, myndi það mjög auka á þá gagnrýni, sem brezkastjórn- in héfur sætt, vegna þessara við- skiptaþvingana. Sjö millj. fjölskyldur og ein- staklingar, höfðu á sl. ári mjög takmarkaða atvinnu, eða undir 2 000 dölum í tekjur. Þriggja manna ráðgjafarnefnd um efnahagsmál hefur skilað á- liti til forsetans og þingsins, þar sem segir að kynþáttamis- réttið. sé skammarblettur á þjóð- inni, og valdi henni ýmsum efna- hagslegum erfiðleikum. í ■ álitinu segir að blökkumenn hafi á árinu 1960, haft 3000 dala meðaltekjur en hvítir menn 6000 dali. Blökkumenn eru um 12% atvinnufærra manna, en 22—24% atvinnulausra eru af blakka kyn- stofninum. 90 stigs frost Nýlega mældi sovézki vísinda- maðurinn Sjilakov 90 stiga frost á selsíus á stað einum á Suður- skautslandinu. Mesta frost áður mælt var 88,3 gráður í sovézku rannsóknarstöðinni Vostok inná Suðurskautslandinu. Eldfjall í Kyrrahafi Sovézka rannsóknarskipið „Vit- jas“, hefur fundið stórt eldfjall á botni Kyrrahafsins,. Tindur fjallsins er um 800 metra undir yfirborðinu, en fjallsræturnar, sem eru um 30 km í þvermál, eru á 5000 metra dýpi. Nú er unnið að ákvörðun á aldri fjallsins, eftir jarðfræðileg- um sýnishornum teknum í ná- grenninu. Washington. — Hinn útbreiddi rafeinda- og sjálfvirkniiðnaður Bandaríkjanna getur leitt til stór- kostlegs atvinnuleysis og þjóð- félagsóróa, sem gæti haft í för með sér skeifilegar afleiðingar fyrir hið frjálsa bandaríska þjóð- félag; Þetta ér ságt í skýrslu, sem gerð var opinber í dag af ráði, sem rannsakar stofnanir lýðræðis. í skýrslunni segir, að þessi þróun grípi nú inn á æ fleiri svið atvinnulífsins og á sífellt margþættari hátt inní líf fólks- ins. Hún svipti menn þeirri lífs- fyllingu, sem menn fá útúr líf- J rænu starfi um leið og hún í se I ríkari mæli svipti menn starf- inu. J Ehnfrémur segir í skýrslunnij að bandaríska þjóðarskútan sé (ekki sú eina, sem nú sigli hrað- byri inní rafeindaöldina. Evróp- sku skúturnar og sú sovézka eru á leiðinni og búa sig undir kapp- siglingu við þá bandarísku. Framhald af 4. síðu. fullur andkommúnismi óg ekk- ert annað. Á skömmum æviferli hefur Varðberg sýnt ljósléga hve langt ofstæki kalda stríðsins getur leitt menn frá almennri skyn- semi og rökréttri hugsun. Ef ekki verður staðið á varðbergi gegn þessum óheiUavænlega gróðri í íslenzku þjóðfélagi. geta þau sígildu áhrínisorð reynzt alltof sönn einnig ,hér á íslandi að í ofstæki andkommúnismans leynist versti óvinur Iýðræðis- ins. Gísli Gunnarsson. □ SVEFNSÖFAR □ SVKFNBEKKIR □ F.LDIIÚSSETT H N 0 T A N hásgagnaverzlon, SKÓDEILD Tizkuskór — dagskðr «g kvöldskór — Glæsilegt íírval í öllum stærðum. Markaðurinn Laugavegi 89. Fimmtudagur 1. íebrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.