Þjóðviljinn - 01.02.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.02.1962, Blaðsíða 6
þJÓÐVIlJlNN ÚtuefaDdi: BameinlnKaTflokkTir alþýBn — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórari Magnús KJartaDsson (áb.), Magnús Torfi Olaísson, SigurSur GuBmundsson. — FTéttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjórl: GuCgelr Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. lö. Biznl 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverö kr. 3.00. PrentsmiÖJa Þjóðvlljans h.f. Svikamylla ^tundum er því haldið fram 1 stjórnarblöðunum að viðreisnin sé mjög einfalt og óbrotið kerfi sem hamli gegn skriffinnsku og pappírsþjarki. Ekkert öf- ugmæli er þó fráleitara. Eitt helzta einkenni stjórnar- stefnunnar er stóraukin skriffinnska og hverskonar efnahagsleg hringavitleysa. það var eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að stór- hækka söluskatt á öllum nauðsynjum almennings ofan á gengislækkunina sjálfa. Hluti 'af þessum sölu- skatti var síðan notaður til þess að hækka greiðslur frá almannatryggingunum og greiða fjölskyldubætur til allra sem hafa barn innan 16 ára aldurs á framfæri sínu. Sá maður mun ekki fyrirfinnast í landinu, að ekki sé tekið meira af honum í hækkuðum söluskatti en íhann fær endurgreitt í fjölskyldubótum. Þannig er þetta nýmæli í því fólgið, að fyrst er klipið af launum manna, og síðan mega þeir sækja aftur hluta af rán- inu, stundum með ærinni fyrirhöfn. Jgn þetta er aðeins upphafið. Þegar kemur að því að telja fram til skatts eiga menn að bæta fjölskyldu- ■bótunum við hinar upphaflegu tekjur sínar. Það á þannig að jafngilda tekjuhækkun þegar menn þurfa að sækja hluta af kaupi sínu tvisvar sinnum. Og þessi tilbúna tekjuhækkun kemur síðan fram á skýrslum Hagstofu íslands um kaup og kjör og er notuð af stjórnarvöldunum sem röksemd um vaxandi velmegun almennings. f»egar menn fá þannig hækkaðar árstekjur sínar á pappírnum eiga þeir einnig að greiða hærri skatta og útsvör. Bæjarfélög og ríki koma þannig enn til skjalanna og hremma hluta af þeirri upphæð sem menn unnu upphaflega fyrir, greiddu síðan í sölu- skatt og sóttu því næst inn í Tryggingastofnun. f*ar með er hringrásinni þó ekki lokið. Þessi tilbúna tekjuhækkun varð til þess að skattar til ríkisins hækkuðu. Þá bjó ríkisstjórnin til lög um skattalækkun, sem að vísu færði auðmönnum langmestan ábata en skilaði þó almenningi nokkrum krónum einnig. Og stjórnarblöðin birtu stórar fyrirsagnir og langar grein- ar um veglyndi ráðherranna og hinn mikilsverða árang- ur af viðreisninni. fjannig hefur verið búin til stórfelld hringavitleysa. Menn fá fyrst borgað kaup, greiða síðan hluta af því í söluskatt, fá endurgreitt brotabrot í fjölskyldu- bótum, verða að greiða aukin opinber gjöld vegna fjöl- skyldubótanna og fá síðan hluta af hækkuninni lækk- aðan á nýjan leik. En þetta gerist allt á pappírnum. Sjálf undirstaðan, hinar raunverulegu kaupgreiðslur til verkafólks, er það eina seem ekki má hækka í þjóð- félaginu. Thi það skriffinnskukerfi sem þarf til þess að halda ^ hringavitleysunni gangandi kostar óhemjulegar fjárfúlgur, Heill herskari af fólki er önnum kafinn við að reikna, fylla út eyðublöð, semja skýrslur um Skattheimtu og endurgreiðslur, nýja skattheimtu og nýjar endurgreiðslur, og allur þorri landsmanna hefur verið herleiddur til að bíða á opmberum skrifstofum stundum tímum saman mánaðarlega til þess að fá aftur hluta af kaupinu sínu. Allur þessi pappírsmokstur er þungur og sívaxandi baggi á framleiðslunni, og verður stjórnarvöldunum að lokum röksemd fyrir því að fé- lagsmálakerfið á íslandi sé svo dýrt, að þess sé enginn kostur að hækka kaup ef unnt eigi að vera að rísa undir því. Og þar með hefur svikamyllan verið full- komnuð. — m. Fáir munu þeir Islendingar sem ekki hafa einhver ' kynni af sjó. Sjómennirnir dvelja þar löngum, sumir meginhluta æv- innar. Hispursmeyjarnar dýfa í hann tánum á góðviðrisdögum þegar þær sýna nýju bikini- fötin sín. Það getur jafnvel gripið virðulega lögregluþjóna sá faraldur að flykkjast í sjó- inn líkt og flugur að ljósi. Margur ráðsettur bóndi, jafnvel sveitaroddvitar, hafa verið á vertíð þegar þeir voru ungir. Skáldin ortu um hann fyrrum (skyldu ungu ljóðskáldin sjald- an koma á sjó?). Þrátt fyrir allt þetta mætti jafnvel ætla þegar maður heyr- ir sumt fólk tala um fatasaum, blessaða sauðskepnuna, jafnvel strjála biksteinsganga og ein- mana kísilgúrkvosir (með fyllstu virðingu sagt fyrir nytsemi þeirra ágætu hluta), að það hefði með öllu gleymt að allt að 95% útflutningsverðmæta þjóðarbúsins eru frá sjónum komin, — að lífskjör þjóðar- ínnar hafa verið eru o.g hljóta um langa framtíð að vera að langmestu leyti komin und;r auðlegð sjávarins umhverfis landið og möguleikum þjóðar- innar á að nýta þann auð. Jafnvel „ein elzta lýðræðis- þjóð heimsins“ vílaði ekki fyrir sér að fara með hernað á hend- ur okkur vegna yfirráðanna yf- ir sjónum við strendur lands- ins. Svo mikilvægur er hann. — En hvaða framtíð skyldu þeir menn ætla íslenzkri þjóð sem nú eygja sæmd sína helzta og þarfast verkefni að bjóða hálfri heimsálfu sjálfdæmi til athafna á miðum íslendinga? ★ Maðurinn sem hefur það verkefni á Islandi að rannsaka sjóinn umhverfis landið heitir Unnsteinn Stefánsson. Hann er Austfirðingur, fæddur á Reyð- arfirði. Varð stúdent frá M.R. 1942. Hann lauk meistaraprófi í efnafræði frá ríkisháskólan- um í Visconsin í Bandaríkjun- um árið 1946. Hann starfaði í 2 ár í rannsóknarstofu Fiskifé- lagsins en rééðst svo til Fiski- deildar Atvinnudeildar Háskól- ans. I fyrra kom út bók hans um sjóinn: Iiafið. — Og fleira Igifcl *' , > y aðstoðarmaður Halldórsson, mun hann hafa í smíðum um sama efni. Við skulum ekki eyða tím- anum í að glápa á allskonar dularfull glös með dularfullu innihaldi og vafalaust enn dul- . arfyllri áletrunum, sem fullt er af á vinnustað hans, heldur spyrja Unnstein sjálfan. — Til hvers er eiginlega ver- ið að rannsaka sjóinn, Unn- steinn? Hvað kemur það fisk- veiðum við? — Rannsóknir á hafinu eru jafn sjálfsagðar og rannsóknir á jarðfræði og náttúru lands- ins — burtséð frá fiskinum — ef við ætlum að halda uppi menningarstarfsemi í landinu. Raunar finnst mér sérstök á- stæða til þess að við rannsök- um sjóinn hér vegna þess hvernig við erum staðsettir á mörkum heitra og kaldra strauma. I haffræðilegu tilliti er sjórinn hér engu síður merkilegur en sjálft landið jarðfræðilega. Fyrir fiskirannsóknir er rannsókn á sjónum brýn nauð- syn. — Er ekki rannsókn á sjón- um sjálfum svo til ný af nál- inni hér, eða voru þær byrj- aðar fyrr en á síðustu árum? — Já, Danir hófu hér kerfis- bundnar rannsóknir um miðja síðustu öld og hafa þær verið stundaðar síðan sem liður í almennum fiskirannsóknum. Við hófum sjálfstæðar sjó- rannsóknir frá Fiskideildinni 1947, en áður hafði verið fram- kvæmd gagnasöfnun, Ýiitamæl- ingar o.þ.h. Ég var ráðinn hing- að að deildinni í ársbyrjun 1949 og hef unnið hér síðan. — iHvað hafið þið svo rann- sakað? — Á árunum 1950—1960 var einkum lögð áherzla á vor- og sumarmánuðina, á svæðið fyr- ir norðan ísland og hefur það staðið í sambandi við síldar- vertíðina. Hinsvegar hafa verið mjög litlar rannsóknir haust- og vetrarmánuðina á því svæði, ef frá eru taldar rannsóknir um tveggja ára skeið, 1953—1955. Þær rannsóknir hafa hjálpað okkur til að gera okkur grein fyrir árstíðabundnum sveiflum Birgir Unnsteins Stefánssonar, efnagreinir sjávarsýnishorn. — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 1. febrúar 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.