Þjóðviljinn - 01.02.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.02.1962, Blaðsíða 3
Skátar írá Stykkishólmi við cldamennsku á skátamóti í Botnsdal. Skátahreyfingin á íslandi fimmtíu ára nœsta haust Á þessu ári eru liðin 50 ár síðan fyrsta skátáfélagið var stofnað hér á landi en það var 2. nóvemb^r árið 1912. Voru að- alhvatamenn að stofnun þess þeir Sigurjón á Álafossi, er var for- ingi félagsins, Hclgi frá Brennu cg Benedikt Waage. Fyrsti skáta- höfðingi Islands varð hins vegar Axel V. Tulinlus, er einnig var fyrsti forseti ISl. I tilefni af afmaelinu hefur ver- ið skipuð hátíðanefnd og er Þór Sandholt formaður hennar. Þá hefur og verið ákveðið að Banda- ilag íslenzkra skáta haldi í sum- ar landsmót á Þingvöllum og hef- ur verið unnið að undirbúningi þess frá því. snemrna á síðasta vori. Var fréttamönnum skýrt frá undirbúningi mótsins í gær af forráðamönnum skátahreyfingar- innar. Mótið verður haldið dagana 28. júlí til 7. ágúst og er gert ráð fýrir að það sæki um eða yfir 1500 íslenzkir skátar víðsvegar að Friðrik tapaði 3, umferð 1 þriðju umferð á skákmótinu í Stokkhólmi vann Kortsnoj Friðrik Ólafsson, Filip vann Cull- ar, Uhlmann vann Schweber, Fischer vann Aaron og Geller Stein. Jafntefli gerðu Bertok og Yanowsky, Benkö og Pomar, Bilek og Barcza. Aðrar skákir fóru. í bið. Eftir þrjár umferðir er Filip efstur með 3 vinninga, Uhlmann annar með 2% og Benkö, Barcza, Fischer og Cullar hafa 2 vinn- inga. 1 fjórðu umferð teflir Frið- rik við Filip. af landinu Eru skátafélögin nú 35 að tölu með hátt á fimmta þúsund félaga alls. Þegar hafa borist tilk. um þátttöku á fjórða hundrað erlendra skáta og fleiri eru væntanlegir. Munu sækja ■mótið skátar frá Norðurlöndun- um öllum, Kanada, Bandaríkjun- um, Bretlandi, Þýzkalandi, Spáni Mývetningcr báru öskju rsngri sök í gær birtu Tíminn og Morg- unblaðið fréttir frá fréttaritur- um sínum í Mývatnssveit um það, að þar hefðu menn séð í fyrradag mikinn mökk bera við loft í átt til Dyngjufjaíla og töldu menn norður þar, að Askja myndi aftur vera farin að láta á sér kræla og farin að gjósa að nýju annað tveggja gufu- eða hraungosi. I gær flaug Björn Pálsson flugmaður austur yfir öskju og var dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur í för með honum til þess að kanna, hvort Mývetn- ingar bæru öskju réttum sökum eður eigi. Þjóðviljinn átti stutt tal við dr. Sigurð í gærkvöld og skýrði hann svo frá, að þeir fé- lagar hefðu ekkert markvert séð í ferðinni. Ailt hefði verið með kyrrum kjörum að sjá ó gos- stöðvunum frá í vetur. Að vísu hefði skyggni ekki verið vel gott en þó hefðu þeir séð það glöggt til gosstöðvanna að óhætt væri að segja, að mökur sá, er Mý- vetningar sáu í fyrradag hefði ekki verið undan rótum öskju runninn. og e. t. v. fleiri löndum. Þá verður einnig haldin hér um mánaðamótin júlí—ágúst for- ingjaráðstefna skáta á Norður- löndum, hin fyrsta, sem hér er haldin. Verða þátttakendur vænt- anlega 40—50 og munu þeir heim- sækja mótið á Þingvöllum. Mótið verður haldið á Leirun- um á Þingvöllum og verða þar reistar miklar tjaldbúðir er skipt- ast í tjaldbúðir drengja, stúlkna, fjöiskyldubúðir, foringjabúðir og væntanlega einnig gestabúðir. Eru fjölskyldubúðirnar nýmæli og er ætlast til, að þar geti búið eldri skátar með fjölskyldum sínum. Þátttökugjald verður alls kr. 875 00. Eiga 175 krónur að greið- ast 1. marz n.k. en afgangurinn fyrir 15. júlí. 1 gjaldinu er inni- fa'lið allt efni í mat og eldsneyti, mótsmerki, smærri ferðir á dag- skránni en ekki lengri ferðir eða ferðir að og frá mótsstað. Dagskrá mótsins hefur þegar verið samin í aðaldráttum og verður hún hin fjölbreyttasta, ýmis skemmtiatriði um hönd höfð, keppt í skátaíþróttum og leikium, farið í margar ferðir bæði lengri og skemmri um nágrennið og nærliggjandi sveit- ir, haldnar sýningar, varðeldar o. m. fl. Mclstjóri verður Páll Gíslason varaskátahöfðingi, aðstoðarmóts- stjóri Aðalsteinn Júlíusson og aðrir í mótsstjórn Guðmundur Ástráðsson, Erna Guðmundsdóttir og Elín Káradóttir. Dagskrár- stjórn skipa Hermann Ragnar Stefánsson, Guðríður Friðfinns- dóttir og Bragi Þórðarson, en tjaldbúðastjórn Magnús Stephen- sen. Anna Kristjánsdóttir og Rúnar Brynjólfsson. Öryggisráðið kemur saman New York 31.1 öryggisráð SÞ kcmur saman á morgun til að ræða deiluna um Kasmír milli Indlands og Pakistan. Sovézka sendinefndin hjá SÞ birti á þriðjudaginn, yfirlýsingu þess efnis, að írestun Kongóráð- stafana öryggisráðsins til óá- kveðins tíma, sýni að Banda- rikín og Stóra-Bretland geri allt •sem í þeirra valdi stendur til að ýta ákvörðunum ráðsins til hliðar, þannig að þau geti óáreitt haft alla- sína hentisemi í Kongó. Nýjasta herbragðið IVlorgunblaðið hefur nú tek- ið það fram sautján. sinnum að Sjómannafélag Hafnar- fjarðar sé „fyrsta“ verklýðs- félagið sem „kommúnistar" i hafi tapað á þessu ári; virð- ist blaðið telja það mikil und- ur og stórmerki að þar var skipt um stjóm með fjögurra atkvæða mun. En blaðið kemst aldrei lengra í talningu sinni; „annað“ félagið sem kommúnistar tapa er ennþá ófundið. Því verður það að láta sér nægja að tala um þær einstæðu hrakfarir ftustin Gypsy nýr iandbuneðarbíil Á þriðjutlagskvöldið sýndi Austin-umboðið, Garðar Gíslason h.f. fréttamönnum tvær landbún- aðarbifreiðir, scm fyrirtækið hef- ur flutt inn frá Austin-verk- smiðjumim. Bilagerð þessi nefn- ist Austin Gypsy og eru í henni ýmsar nýungar, sem ekki hafa áður veriö í slíkúm bílum. Má í þessu sambandi sérstaklega geta nýs f jöðrunarútbúnaðar, sem sagt er að sé einhver mesta framför, sem um getur i því efni. Fjaðraútúnaðurinn er með þeim hætti, að hvert hjól hefur sjálfstæða fjöðrun og hefur það sína kosti á ójöfnum og í þýfi og þess er getið í umsögn um- boðsins, að ekkert slit eigi að geta komið til greina á þessum útbúnaði. Fjaðraútbúnaðurinn er falinn inní grindinni, sem er úr lokuðum sívölum rörum. Billinn er sérstaklega þýður í akstri og öruggur í hvívetna við hin erfið- ustu. skilyrði. Bifreiðin er fáanleg, hvort heldur vill með dieselvél, eða benzínhreyfli, en Austin-verk- smiðjurnar eru, sem kunnugt er, gamalreyndar í smíði beggja vélagerða. Þá er önnur nýung, þarsem er drifútbúnaðurinn. Drifkúlurnar eru tvær og sérstakt drifskaft er fyrir hvert hjól. Kúlurnar eru fastar í grindinni, liggja þar í gúmmífóðringum. Hægt er að aka bílnum, hvort heldur maður vill með framhjólunum einum sam- an, afturhjólunum einum, eða cllum hjólunum fjórum. Það er trú umboðsmanna, að þessi bíll verði hættulegur keppi- nautur fyrri tegunda af landbún- aðarbílum, þegar fram líða stundir. Þó má bæta við, að einn leiður en raunar smávægilegu.r galli er á útbúnaði bílsins. Hitamælirinn sýnir hitastig í Farenheit, en ekki Celsíus. Við Islendingar eigum afar bágt með að átta okkur á Farenheitmælum og raunar stefnir þróunin í þá átt, að taka upp Celsíuskerfið. I þessu sambandi má geta þess, að brezka veðurstofan hefur nú þann hátt á, að útvarpa hitastigi bæði á Celsíus og Farinheit og hyggst innan skamms, taka upp Celsíuskerfið eingöngu. Bifreiðainnflytjendur ættu að vera á varðbergi gagnvart svona ósamræmi því að sáralítil fyrir- höfn er að fá þessu breytt áður en bíllinn er afhentur eiganda. Meiri líkur ■ á sáttum PARÍS 31/1 — Um 4000 manna herlið var í gær sett undir stjórn lögreglustjórans í París, til að halda uppi lögum og rétti í frönsku höfuðborginni. Haft er eftir góðum heimild^ um í París, að franska lögregl- an hafi í gær fengið fyrirskip- un um að skjóta hvern þann. sem neitaði að hlýða stöðvunar- merkjum hennar og það hvorfc sem viðkomandi væri fótgang- andi eða í bíl. Hið áhrifaríka óháða franska síðdegisblað, Le Monde, telur sig hafa vitneskju um, að samkomu- lags sé að vænta milli frönsku ríkisstjórnarinnar og útlaga- stjórnar Serkja í Alsír, en. ekki hafi enn náðst samkomulag um tímasetningu vopnahlés. Þessi mynd sýnir Austin Gypsy Iandbúnaða(rbil, sem er í eigu Sigurjóns Rist, vatnamælingamanns. í blaðamannaviðtali Iýsti hann reynslu sinni af bílnum og kvað betri bíl fyrir mann í sinni stöðu vandfundinn. Maðurinn sem stcndur hjá bílnum, er eigandinn, Sigur jón Rist. * I kommúnista að þeir skuli sigra í Þrótti og Dagsbrún, og að öðru leyti veit frétta- blaðið mikla ekki um stjórnar- kjör, jafnvel ekki í hinum stæstu verklýðsfélögum. Það hefur t.d. ekki ennþá skýrt frá því að ,,kommúnistar“ hafa verið sjálfkjöi'nir í stjórnum sumra öflugustu félaganna utan Reykjavíkur, eins og verkamannafélögun- um á Akureyri Siglufirði og Húsavík. Og þótt leitað sé vandlega í stærsta blaði lands- ins er þar ekki orð að finna í gær um þau athyglisverðu tíðindi að stjórn Félags járn- iðnaðarmanna varð sjálfkor. ■ <->•• iL- in. í bví félagi hafa þó orð- ið býsna stórfelld umskipti; ekki er ýkjalangt síðan stjórn- arskipti urðu þar ár eftir ár. Það er býsna dularfullt að stjórnarliðið — sem að sögn málgagna sinna er í stórsókn í verklýðsfélögunum og vinn- ur einn sigurinn öðrum stór- felldari hvernig svo sem úr- slitin eru — skuli ekki einu- sinni bjóða fram í Félagi járniðnaðarmanna, En þetta er vafalaust nýjasta herbragð- ið. Morgunblðið getur rétti- lega haldið því fram að kommúnistar hafi ekki fengið eitt einasta atkvæði við ko.sn- ingar í því félagi. — Austri. i ; ! ! ! 11 Fimmtudagur 1 febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (3’

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.