Þjóðviljinn - 01.02.1962, Blaðsíða 12
þlÚÐVIUINN
KANAVERALHÖFÐA 31/1 — Haft er eftir gó'öum heim-
ildum á Kanaveralhöfða, að frestunin á geimskoti því,
sem átti að setja mannað gerfitungl á braut um jörðina
sl. laugardag, hafi stafað af því að á síðasta augnabliki
fundust 3 alvarlegir gallar á burðareldflauginni.
Gallarnir fundust á mánudag-
inn við nákvæma rannsókn á
Atlas-eldflauginni, en ekki var
talið að beir væru alvarlegir,
ívrr en sérfræðingar fengu tæki-
færi til að rannsaka þá enn nán-
ar fyrir hádegi á þriðjudag.
Sagt er að gallarnir séu fólgn-
ir í þeim tækniútbúnaði í stjórn-
borðinu, sem stjórnar eldsneytis-
1 gjöfinni til eldflaugarinnar, og
hefðu haft það í för með sér,
] að flugtakshraði Glenns ofursta
hefði orðið alltof mikill.
Það mun hafa verið áþekkur
galii. sem olli því að Ranger 3.
flaug framhjá tunglinu á dögun-
um, en flugtakshraði eldflaugar-
innar. sem bar hann á loft var
of mikill.
Unnið er að viðgerðum á elds-
neytiskerfi flaugarinnar, en sam-
tímis haía fundizt nýir gallar, að
þessu sinni í talkerfi geimskips-
ins.
Ætlunin var að senda Glenn
ofursta upp í dag, en geimferð-
inni hefur enn verið frestað til
13. febrúar.
Loftleiðir kynna
íslenzka myndlist
í New York
USÁ BOLAR KÚBU
ÚR SAMTOKUNUM
PUNTA DEL ESTE. 31/1 —
Ráðherrafundur Sambands
Ameríkuríkjanna, samþ.
í gær, að víkja Kúbu úr öll-
um stofnunum, sem heyra
undir Sambandið. Þessi á-
kvörðun byggist á því, að
núverandi stjórn Kúbu fylgi
Marxískri — Leninískri hug-
sjónastefnu, sem sé ósam-
rýmanleg lýðræðislegum
grundvallaratriðum, sem
Ameríkuríkin aðhyllist.
Brottvikningin var samþykkt
með 14 atkvæðum gegn 1, þ.e.
Kúbu sjálfrar. Sex Ameríkuríki
sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
þannig að nákvæmlega 2/3 at-
kvæða voru með tillögunni.
Eini ræðumaðurinn á fundin-
um í fyrrakvöld, var forseti
Kúbu. Osvaldo. Dorticos, sem hélt
því fram að ákvörðunin væri ó-
lögleg, vegna þess að þá þyrfti
að breyta sáttmála Ameríkuríkj-
anna. Ilann hélt því fram, að
Samtök Ameríkuríkjanna, sem
ættu að vera samvinnustofnun í
tengslum við SÞ, yrði nú verk-
færi í hendi bandarísku heims-
valdasinnanna. Hann fuilyrti, að
ekkert gæti fengið Kúbu til að
leggja niður sína byltingarsinn-
uðu stjórnarstefnu og að Kúba
hefði einungis þegið hernaðar-
lega aðstoð frá öðrum heimsálf-
um, til varnar gegn yfirgangi
Bandarikjanna. í eða utan sam-
takanna, munum við tryggja sig-
ur stefnu okkar, Kúba er þreng-
ingunum vön, sagði hann enn-
fremur.
Utanrikisráðherrar Ecuador,
Mexico. Brasiliu, Bolivíu og Chile
sögðust hafa setið hjá af lög-
fræðilegum ástæðum. Fulltrúi
Argentínu greiddi heldur ekki at_
kvæði. Rusk hinn bandaríski
sagði hinsvegar, að hér hefði
nauðsynlegt skref verið stigið
og alls ekki ólöglegt.
Siðan var lögð fyrir fundinn
harðorð mótmælatillaga gegn
aukinni undirróðursstarfsemi
kommúnista í Ameríku. Hún var
9amþykkt með 20 atkvæðum
gegn Kúbu einnar.
Orvæntingarskrlf
um Dagsbrún
Sárindin út af úrslitunum
í Dagsbrún koma mjög skýrt
fram í Alþýðublaðinu í gær.
Birtir blaðið forustugrein sem
ber fyrirsögnina „Þýðingar-
mesta virkið“ og segir þar að
yfirráðin yfir Dagsbrún séu
„kommúnistum meira virði en
nokkuð annað i þessu landi“.
Hvorki meira né minna! Og
eins og sézt á myndinni er
blaðið úrkula vonar um það
að unnt verði fyrir aftur-
haldið að ná völdum í félag.
inu án þess að hafa opna
kosningaskrifstofu allt árið
með tvo launaða starfsmenn
sem fylgist nákvæmlega með
hverjum einasta verkamanni
á vinnumarkaðnum!! Ekki
getur blaðið þess hver eigi
að greiða kostnað af þessu
kerfi, enda eru sjóðir atvinnu-
rekenda gildir og bandaríska
sendiráðið hefur á undanförn-
um árum styrkt myndarlega
„verklýðsmálastarfsemi“ Al-
þýðuflokksins, blaðaútgáfu og
annað slíkt.
En Alþýðublaðinu skal á
það bent að ekki munar
miklu að stjórnarflokkarnir
KONA STIGUR í STÓLINN
Auður Eir Vilhjálmsdóttir Iauk kandídatsprófi í guðfræði frá Há-
skóla Islands í gær Er liúr> önnur íslenzka konan sem lýkur guð-
íræðiprófi, eins og áður hefur verið skýrt frá liér í blaðinu. Síðasta
prófraun Auðar var flutningur prófprédikunar. Var háskólakap-
cllan þétt setin við það tækifæri. Myndin hér fyrir ofan var tekin,
ei kandídatinn flutti ræðu sína. — (Ljósm. Þjóðv.).
Tugir manna vegnir í Alsír
Þegar Loftlciðir opnuðu n.vja
söluskrifstofu í New York sl.
sumar voru þar til sýnis 3 mál-
verk eftir Ásgrím Jónsson. Þetta
var upphaf íslenzkrar listkynn-
ingar í skrifstofunni við eina
fjölförnustu götu veraldar.
Gert er ráð fyrir að skipt verði
um málverk a.m.k. á 6 mánaða
fresti. en auk þess er ætlunin
að aðrir íslenzkir listmunir verði
þar jafnan til sýnis og voru m.a.
í því skyni fengnir góðir gripir
frá Glit. Vonir standa til að unnt
verði að íá til viðbótar eitthvað
af þeim munum frá Gliti sem
mesta athygli vöktu á sýningunni
í Washington á sl. hausti.
Fyrir nokkrum dögum voru
3 Kjarvalsmálverk send vestur
til New York og munu þau nú
fylla skörðin, sem verða er mál-
verk Ásgríms koma aftur heim.
Myndir Kjarvals eru: Þingvalla-
mynd, Töframynd á Attemtsál og
Vetrarlandslag.
ALGEIRSBORG 31/1 — í borg-
inni Oran í vesturhluta Alsír,
urðu í gærkvöld óeirðir, sem
kostuðu 10 mannslíf. í upplýs-
ingum iögreglunnar segir að 17
manns hafi særzt og 4 af þeim
dáið af sárum sínum. 7 hinna
særðu voru Evrópumenn.
í Algelrsborg voru 6 menn
drepnir og 2 í öðrum lands-
hlutum. Sagt er að milii 17 og
18 hafi týnt lífinu, þegar OAS
menn sprengdu í loft upp bæki-
stöðvar hinnar leynilegu lög-
reglu. sem stefnt er gegn OAS
fasistunum.
Togarafélagið
h.f. úrskurðað
Isfirðingur
gjaldprota
ÍSAFIRÐI 31/1 — f gær
síðdegis var haldinn fundur sá
í stjórn togarafélagsins Isfirð-
ings h.f. sem fulltrúar bæjarins
í stjórn félagsins höfðu óskað
eftir að haldinn yrði til þess að
ræða framkomnar gjaldþrotskröf-
ur. Var samþykkt einróma á
fundinum að óska þess að félag-
ið yrði tekið til gjaldþrotsskipta.
Beiðnin um gjaldþrotaskiptin
var lögð fram hjá bæjarfógeta
' Sennilega er eMd hægt að vinna Dagsbrún,
Fnema andstæðingar kommúnista geti sett upp sams
fkonár'aðstöðu og stjórnin hefur. Þeir þurfa að
hafa skrifstofu allt árið, og einn eða tvo starfs
menntil~að standast agentum kommánna snúning.
Síðan ó að fylgjast nákvæmlega með vinnumark
laðinum og hvetia^
hafi haft opna sérstaka skrif-
stofu allan ársins hring með
einn til tvo menn á launum
og stundum miklu fleiri. Á
undanförnum árum hafa oft
verið tvær allsherjaratkvæða-
greiðslur á ári í félaginu, og
þá hefur kosningakerfi aftur-
haldsins starfað óslitið og m.a.
sent út ókeypis blað. En ár-
angurinn hefur orðið sá að
síðan 1958 — þegar þetta á-
hlaup hófst — hafa stjórnar-
flokkarnir tapað 14i atkvæði
en „kommúnistar“ bætt við
sig 152. Með sama áframhaldi
verður fylgi stjórnarflokkanna I
komið niður í núll innan (
tveggja áratuga, en það ætti
raunar að gerast langtum
fyrr.
Annars reynir Alþýðublaðið
enn að klifa á þeirri staðhæf-
ingu sinni að svo og svo
mörgum verkamönnum sé
haldið utan Dagsbrúnar með
ofbeldi. Það fæst þó ekki til
að svara einfaldri spurningu:
Getur blaðið hent á einn ein-
asta mann sem hefur haft
réttindi til að ganga í Dags-
brún en verið meinað um það?
laust fyrir hádegi í gær og var
úrskurður felldur klukkan 4 síð-
degis um það að félagið væri
gjaldþrota. Á morgun mun bæj-
arfógeti skrifa upp eignir fé-
lagsins og taka þær í sínar vörzl-
ur. Síðan vei'ður auglýst eftir
kröfum á hendur þrotabúinu og
málið látið ganga sinn löform-
lega gang.
Ekki er enn búið að kveða upp
úrskurð um ágreininginn varð-
andi Lífeyrissjóð togarasjómanna.
Nú er verið að ljúka greiðslum
á sjóveðskröfum á togarann ís-
borg en greiðslur vegna sjóveðs-
krafna á togarann Sólborg verða
ekki inntar af hendi fyrr en um
helgi, ísborg mun verða flutt
suður og lagt þar við hlið Bjarna
Ólafssonar og e.t.v. fleiri togara,
sem komnir eru i eigu Veðdeild-
ar Landsbankans.
Þingfundir hefj-
ðst að nýju
Alþingi kemur saman til
fundar í dag eftir jólaleyfið Hefst
fundur í sameinuðu þingi á
venjulegum fundartíma kl. 1.30
síðdegis.