Þjóðviljinn - 01.02.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.02.1962, Blaðsíða 7
Maður hafsins, UHKSTEINN STEFÁNSSON, fræðir okkur um næringarsölt og sitthvað fleira í sjénum hverskonar útgáfa af fávizku ég eiginlega sé, og segir síðan: — f sambandi við spurningu þina áðan, um hvað efnafræði- legar rannsóknir á sjónum um- hverfis landið kæmu fiskveiðum að gagni, rifjast það upp að það virðist vera mjög útbreidd skoð- un hér að sjávarrannsóknir eigi þvíaðeins rétt á sér að þær séu í sambandi við fiskveiðar, og ég vil endurtaka það sem ég sagði áðan að algerlega burt- séð frá þýðingu þeirra fyrir fiskveiðar eru slíkar rannsóknir sjálfsagðar sem þáttur í rann-' sóknum á náttúru landsins því s.iórinn umhverfis landið er óaðskiljanlegur hluti þess. Þarna blasa við verkefni hrein- vís'nd.aie.ss eðlis. Þótt sjálfsagt sé að p’’ka hafrannsóknir í þágu fiíkveiðanna, eru auk þess ótal verkefni frá beint haffræðilegu sjónarmiði. Jafnhliða fiskirannsóknastofn- unum nágrannaþjóða okkar eru starfandi hjá þeim sérstakar stofnanir er fást eingöngu við eðlis- og efnafræðilegar haf- rannsóknir. í hafinu umhverfis Island eru sérstaklega góð tæki- færi til slíkra rannsókna vegna legu landsins á mótum heitra og kaldra strauma. — Jú, vísindin efla alla dáð, — en ég ætla enn að halda mig við matinn, blessaðan fiskinn! Segðu mér, hvernig þarf sjór- inn að vera, til þess að fisk- arnir sækist eftir því að vera í honum? — 1 námunda við strauma- mót eru ævinlega auðug haf- svæði, þar eru bezt skilyrði fyrir plöntusvif og æti — en hvorugt hið síðartalda er á mínu sviði. Svarið við spurn- ingu þinni er engan veginn ein- falt mál, þar sem kemur svo HVAÐ GERA ÞEiR í FISKIDEILDINNI? margt til greina — og yrði langt mál ef skýra ætti það nákvæm- lega. — Þú sagðir áðan, að bæði frá sjónarmiði fiskirannsókna og líka vísindalegu væri nauðsyn- legt að auka hafrannsóknir við ísland. Hvað þurfið þið fyrst og fremst til þess að það sé hægt? — Til þess þarf að auka starfslið — og sjálfsögð for- senda er að við höfum sæmi- lega búið hafrannsóknasldp til eigin afnota. Við þökkum Unnsteini. Hann hefur m.a. frætt okkur um það að í sjónum séu uppleyst efni, „næringarsölt“, sem straumar og vindar dreifi sem áburði yf- ir einhverjar „plöntur“ í sjón- um, — næst er þá að reyna að fá einhverja vitneskju um hverskonar „túngróður“ þar vaxi. J. B. Eigi vitum vér hverskonar eiturbras Unnsteinn var að frernja I rannsóknarstofu sinni þegar myndin va(r tekin. í á-standi sjávarins. Nú er í prentun stór ritgerð u.m sjó- inn milli Grænlands, Islands og Jan Mayen. Þar kemur fram árangur af þessu starfi. Á svæðinu sunnanlands höf- um við gert tiltölulega litlar rannsóknir og er brvn nauðsyn að hefja þær hið allra fyrsta og auka þær, einkum er æski- legt að geta haldið uppi kerfis- bundnum, endurteknum athug- unum á takmörkuðum svæðum. — Segðu mér. eru þessar rannsóknir á sjávarhi.ta og slíku tómstundagaman eða vinna í alvarlegum tilgangi varðandi fisikveiðar? Er ekki fiskur í sjómum hvort sem hann er kald- ur eða heitur? — Sjórannsóknir eru vitan- lega sjálfsagður liður í sam- bandi við fiskirannsóknir. Það er löngu vitað að göngur fiska og fæðuskilyrði eru að verulegu leyti háð ástandinu í hafinu og því algerlega óumflýjanlegur þáttur í starfi fiskirannsóknar- stofnun^r að athuga ástand sjávarins. Sem d.ætmi. má nefna að í samband.i við síldarleitina eru ávallt framkvæmdar víðtækar ihitamælingar, enda hefur reynslan sýnt að í byriun ver- tíðar finnast oft stærstu torf- urnar við hitaskilin á mótum heitra og kal^ra strauma. — Hversvegna? — Gróðu.rskilvrði í hafinu eru m.a. nátengd lóðréttri blöndun sjávar og næringarsöltum, og slíkar rannsóknir eru því nauð- synilegur Iþáttur í umhverfis- rannsóknum. — Hvað eru þessi „næringar- sölt“? — Næringarsölt eru u.ppleyst efni í sjónum. (venjulega í mjög litlu magni) sem eru plöntu- svifinu. nauðsynleg ti.l þess að það geti þri.fi.zt, líkt og plöntur á landi, þurfa áburð til þess að vaxa. Rannsóknir á Norðurlands- svæðinu hafa leitt ýmislegt fróðlegt í ljós. í sumarbyrjun er sambandið milli sjávarhita og seltu mjög náið, þannig að ráða má í aðalatriðum af hita- mælingum einum saman um út- breiðslu Atlanzsjávar. iÞá er iþað fróðlegt að af vind- átt í hafiuu vestan Islands að vori virðist mega ráða með tölu- verðu öryggi um sjávarhita á mið- og austursvæðinu síðar um sumarið. — Hversvegna síðar um sum- arið en ekki strax? — Siór sá sem berst norð- ur fyrir Horn að vori er nokk- urn tíma ó leiðinni ausur með lan.di, Það hefur komið í Ijós að bau ár sem hefur verið mik- ilí sunnanvindur í hafinu vest- an íslands hefur sjórinn verið hlýr í djúplögum á austan- verðu Norðurland-ssvæðinu. Skýringin er vafalaust sú að su.ðlægar óttir auka á inn- streymi Atlanzsjávar norður f.vrir landið en norðlægar áttir draga úr því innstreymi. — Á hverju byggið þið það? — Þessi ályktun er því að iþakka að ti.l eru athuganir frá ákveðnum stöðum á allmörgum árum. Ástandið í hinni svokölluðu köldu tungu, Austur-Islands- strau.mnum, á úthafssvæðinu mill.i í'slands og Jan Mayen, virðist einnig háð vindátt, — Telur þú þá að auka þurfi rannsóknir á sjónum sjálfum hér við land? — Já, það þarf að auka þess- ar rannsóknir, svarar Unn- steinn og heldur áfram: Það er miög nauðsynlegt í sambandi við hrygningu nytjafiska að h.efja á svæði.nu suðvestan ís- lands reglubundnar mælingar á straumum og . kortleggja. út- ibreiðslu ferska vatnsins á svæð- inu, næringarsalta o.fl. Það er eitt af því sem liggur beint við að gera í nájjipi íramtíð. Svo h'tur'"Uiihsteinn dálítið rannsakandi á mig, 'eins og hanii sé að velta því fyrir sér, Rafvirkjar í New York fá kjör sín bætt 25 stunda vinnuvika -.flB '■ \M£jr*ic\r ' *» - kaupið 7000 krónur Rafvirkjar sem. starfa í byggingaiðnaöi New York borgar hafa knúið fram bætt kjör sér til handa með verkfalli. Samkvæmt nýja samningnum styttist vinnuvika rafvirkjanna niður í 25 stundir og viku- kaup verður 161,20 dollar- ar eða tæplega 7000 ís- lenzkar krónur. Rafvirkjar hafa lengi búið við bezt kjör allra byggingar- iðnaðarmanna í New_ York. Vinnutíminn hefur undanfarin ár verið 30 stundir á viku eða sex stundir á dag fimm daga vikunnar. Auk þess hefur þeim verið tryggð einnar stundar eftirvinna hvern vinnudag, svo að í reynd var vinnutíminn 35 stundir á viku. Krafa iim fjögurra stunda vinnudag Á síðasta ári sagði rafvirkja- félagið upp samningum. Aðal- kraía þess var um styttingu vinnuvikunnar niður í 20 stund- ir án þess að vikukaup lækk- aði. Hefði vinnudagur þá orðlð fjórar stundir. Atvinnurekendur höfnuðu þessari kröfu og kom til verk- falls. Lögðu 9000 rafvirkjar nið- ur vinnu, bæði þeir sem vinna við nýbyggingar og þeir sem annast viðhald og eftirlit í húsum. . . Hótað verkbanni Þegar verkfallið hafði staðið í fimm daga, lýstu atvinnurek- endur verkbanni í byggingar- iðnaðinum, Náði það til 100.000 manna í öllum byggingariðn- greinum. Var verkbannið rök- stutt með því að öryggiskröfum yrði ekki fullnægt vegna raf- virkjaverkfallsins. Rafvirkjar mótmæltu því, og bentu á að félag þeirra hefði veitt undan- þágu fyrir rafvirkja sem ann- ast um vinnuljós í nýbygging- Eftir að atvinnurekendur höfðu sett verkbann var búizt við löngu og hörðu verkfalli, en það fór á aðra leið. Samn- ingar tókust fimmtudaginn í fyrri viku milli rafvirkjafélags- ins og hóps atvinnurekenda. Aðrir atvinnurekendur komu svo á eftir og gerðu samskonar samninga. Dagvinnukaup 213 krónur Meginatriði nýju samning- anna er um styttan vinnutíma og hækkað kaup. Vinnuvika rafvirkjanna styttist í 25 stund- ir úr 30 eða um klukkustund á dag þá fimm daga vikunnar sem unnið er. Tímakaup í dag- vinnu hækkar úr 4.40 dollurum á klukkustund í 4.96. Rafvirkj- um er tryggð að minnsta kosti ein stund í eftirvinnu hvem vinnudag og verður álag á eft- irvinnukaup óbreytt eða 50° '0. Samkvæmt þessum samning- um er tímakaup rafvirkjanna í New York kr. 213.58 í íslenzk- um peningum og útborgað viku- kaup kr. 6941.27. Samningurinn gengur í gildi 1. júlí í sumar og gildir hálft þriðja ár. Vélvæðing ástæðan Harry Van Arsdaie, formaður rafvirkjafélagsins, og samstarfs- menn hans rökstuddu kröfu sína um styttingu vinnutíma með vaxandi vélvæðingu í iðn- greininni. Bentu rafvirkjar á að það færist stöðugt í vöxt að raf- magnstöflur og rafborð séu framleidd í verksmiðjum, og notkun margskonar véla og tækja sem spara vinnu og tíma fer ört vaxandi við lagningu rafleiðsla í nýbyggingum. Blöð í New York segja að at- vinurekendur búist við að kjarabæturnar sem rafvirkjar fengu verði til þess að félög annarra byggingariðnaðarmanna beri fram kröfur um styttan vinnutíma og hækkað kaup. 10.000 krónur á viku ekki óalgengt Einnig er skýrt frá því í blöð- unum að hinir nýju samningar segi ekki alla söguna um tekj- ur rafvirkjanna. Svo mikið hefur verið að gera í bygging- ariðnaði New York undanfarið að fjöldi rafvirkja hefur unnið verulega eftir\'innu. Ef rafvirki vinnur átta stundir á dag fimm daga vikunnar eða 40 stunda vinnuviku fer viku.kaup hans samkvæmt nýju samningunum udd í kr. 10.621.16. Til samanburöar má geta þess að vikukaup íslenzkra raf- virkja fyrir 46 stunda vinnu- viku er nú kr. 1310. "»r m Fimmtudagur 1. febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN (71

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.