Þjóðviljinn - 01.02.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.02.1962, Blaðsíða 9
Ármann starfar nú í niu deildum með 17 kennurum Aðalfundur Glímufélagsins Ármanns var haldinn í félags- heimilinu við Sigtún. Formað- urinn, Jens Guðbjörnsson, flutti skýrslu stjórnarinnar, sem sýndi að mikil gróska er í félaginu og er þetta fyrsta starfsárið, sem félagið liefur starfað í aðskildum"deildum. í félaginu eru nú 9 deildir og báru skýrslur þeirra mcð sér að mikill áhugi er í deildunum og mun meiri samstaða hefur myndazt meðal þeirra við skipt- jnguna. 17 kennarar störfuðu hjá félaginu, en auk þeirra voi’u margir sjálfboðaliðar þeim til aðstoðar. Fjárhagur félags- ins liefur mikið blómgazt á ár- inu. Hér fara á eftir nokkur atriði úr skýrslum deildanna: Glímudeildin Glímumenn frá félaginu tóku þátt í öllum opinberum mótum er haldin voru hér í Reykjavík. í Skjaldarglímunni átti félagið 3 fyrstu mennina. Deildin hélt nokkrar sýningar hér og utanlands og fóru 6 glímumenn og sýndu á svo- nefndri Eystrasaltsviku, en fóru síðan og sýndu í 4 öðrum löndum. Sunddeildin Sundmenn frá deildinni tóku þátt í öllum sundmótum er haldin voru á árinu hér í ná- grenni Reykjavikur. Einnig fóru sundmenn frá deildinni á sund- mót í Rostock. Sundfólkið setti 10 íslandsmet á árinu og jöfn- uðu tvö, en þar af setti Ágústa 8 met. Júdódeildin Deildin starfaði af miklum krafti á árinu og voru haldnar margar sýningar á þessari ungu íþrótt á vegum deildar- innar og þóttu þær takast vel. Ekki er enn farið að keppa í iþrótt þessari hér á landi. Skíðadeildin Skíðamenn félagsins tóku þátt í flestum skíðamótum er haldin voru hér sunnanlands og' voru þeir víðast hvar fram- arlega og ber skýrslan með sér að mikil breidd er í deild- inni. Mikið hefur verið unnið að lagfæringu skíðaskálans í Jósefsdal og vegarins þangað uppeftir. Körfuknattleiks- deildin Mjög mikil breidd er í deild- inni og sendi hún lið til keppni á öll mót sem haldin voru hér íslandsmeist- ara-mót í körfu hefst 10. febrúar Ellefta íslandsmeistaramót í körfuknattleik hefst 10. febrúar n.k. Keppt verður í meistara- flokki, 1., 2., 3. og 4. flokki karla og meistaraflokki og öðr- um flokki kvenna. i Reykjavík. Yngrj flokkarnir í déildinni’ 'éru mjög fjölmennir og bindur deildin miklar vonir við þá. Fimleikadeildin Æfingar hjá deildinni hafa gengið vel og hefur verið æft í sex flokkum. Hjá deildinni munu hafa æft um 150 manns Deildin fór þrjár sýningarferð- ir út um 'land og tók þátt í Jens Guðbjörnsson var kosinn formaður Ármanns 1 35. skipti. kynningarhátíð, sem haldin var hér á Iiálogalandi. Frjálsíþróttadeildin Æfingar gengu vel hjá deild- inni á árinu. Deildin gekkst fyrir námskeiði á árinu og sóttu það rúmir 30 unglingar. Boð- hlaupssveitir félagsins vqru mjög sigursælar á árinu. w Handknattleiks- deildin Starf deildarinnar var mjög fjölbreytt á árinu, farnar voru keppniferðir bæði til Færeyja i • SZECSENYI í KEPPMS- BANNI Ungverski kringlukastarinn Jozsef Szecsenyi, sem varð 4. á OL í Róm, hefurverið svipt- ur keppnisleyfi þar til 15. júní vegna agabrots. Agabrotið átti sér stað í landskeppni milli Ungverjalands og V-Þýzka- lands í október s.l. • NÆGUR SNJÓR I ZAKO PANE í PÓLLANDI Um helgina snjóaði mikið í Zakopane Póllandi og við það létti þeim er eiga að sjá um heimsmeistarakeppni á skíð- um. HM-keppnin fer fram 18,- 25. febrúar. 1 vetur hefursnjó- að mjög lítið og forráðamenn keppninnar voru farnir að ótt- ast um, að þeir þyrftu að íæral brunbrautir lengra upp í fjöll- og á nokkra staði hérlendis. Flokkar, deildarinnar stóðu víð- ast hvar framarlega í keppnum þeim er þeir tóku þátt í. Róðradeildin Róðradeildin hafði legið niðri í nokkur ár, en var endurvakin á árinu og mikið æft þar undir stjórn hins gamalreynda og þekkta róðrarmanns Max Jeppersen. Sveitir félagsins urðu mjög sigursælar á árinu. íþróttasvæðið Unnið var á íþróttasvæðinu við Sigtún og endanlega gengið frá hlaupabrautinni og atrennu. brautunum að stökkgryfjunum. Á sumri ko.manda munu frjáls- íþróttamennirnir æfa á sínu eigin íþróttasvæði. Tómstundastarfið f samvinnu við Æskulýðsráð var tómstundastarf haft í fé- lagsheimilinu og var haldið sjóvinnunámskeið þar, sem þótti takast með svo mikilli prýði og árangri að rnargir piltar urðu frá að hverfa. Nám- skeiðið sótty 120 piltar. Er ganga skyldi til kosninga í aðalstjóm var Jens Guð- björnsson einróma endurkjör- inn. Fundarstjóri kvað Jens hafa verið kosinn formann nú í 25. skipti í röð, en gat þess að Jens hafi þó verið i stjórn félagsins nokkuð lengur. Aðrir í stjórn eru: Gunnar Eggertsson, v.form., Ingvar Sveinsson, gjaldk., Haukur Bjarnason, ritari, Þorkell Magnússon, fundarr., Svana Jörgensdóttir, spj aldskr árritari. Varastjórn: Hallgrímur Sveinsson, Þórunn Erlendsdóttir, Ólafur Óskarsson í nágrenni höfuðborga1 Sovélýðveldisins Kazak Smiðja heimsmetania stans, Alma Ata, liggur skautaleikvangur, scm er þekktur un» allan heim, vegna þess að þar ná skautahlauparar yfirleitt frá bærum árangri. Þessi staður hcfur verið kallaður „Smiðja hcims- motanna". Eins og sjá má á myndinni cru fjöllin um ltring ein; og skjólgardur fyrir leikvanginn. 'Á' Samkvæmt nýjustu fréttum sem bárust af vegabréfastríði A Þjóðverja, sem við skýrðum frá í gær, þykir ljóst að Evrópu ■ meistarainótið í skautahlaupi verði haldið. Fonnaður norsk? skautasambandsins, Georg Krog, sagði í gær, að umsókn A Þjoðverjanna fullnægði ekki settum skilyrðum alþjóðasambands. ins og því væri ekki ástæða að hætta við Evrópumeistaramótið ■ skautahlaupi — þótt A-Þjóðvérjar mæti ekki. 'Á' Fulltrui í franska utanríkisráðuneytinu sagði í gær, að ef A-Þjoðverjar fai áritun vegaljréfa hjá hernámsyfirvöldunum i Berhn, þa þurfi þeir ekki að sækja sérstaklega um vegabréf til Frakklands. • MIKIÐ TAP IIJÁ JÚGÓ- SLÖVUM A-Þýzkaland vann stórsigur í handknattleik er það sigraði Júgóslavíu 25:12 (13:6) í A- Berlín. Þrem döguin áður hafði V-Þýzkaland unnið Júgóslavíu 23:12. • VORONIN HLJÓP 1500 m á 2.09.9 Alma Ata 30/1 — Gennadij Voronin hljóp 1500 m á bezta tíma sem náðst hefur í ár — 2.09.9. Hann hljóp 500 m á 42,0, 1500 m á 8.29 og 10 km á 17.36.7. Hann varð saman- lagt sigurvegari með 189,035 Stig. • ÞÝZIÍIR UNNU SLEÐA- KEPPNI V-Þýzkaland vann HM- keppni í 4ra manna sleða- keppni í ár sem fram fór í Garmisch í fyrradag. Næst kom ítalía, síðan Austurríki og Kanada. • MYNDIN TIL HÆGRI Tamara Lyukhina býr sig und- ir lokakeppni á mcistaramóti sovézkra kvenna í fimleikum. Hún kom sem sigurvegari út úr keppninni og sigraði m.a. ol- ympíusigurvegarann — Larissu Latyninu í harðri keppni. Tam- ara getur þakkað sigur sinn fyrst og fremst frammistöðu sinni í frjálsum æfingum. utan úr heimi v^flAFpÓR. ÓUPMUmsON Ves'huujcCte,t7IVHw tiútú 23?7o IHNHEIMTA - i LÖÖFRÆ9/3TÖI2F LÁTIÐ OKKUR mynda barnið LAUGAVEGI 2. Sími 1-19-80. Heimasími 34-890. SAMÚÐAR- KORT Slysavarnafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysa vamadeildum um land allt. í Reykjavík í hannyrðaverzlun. inni Bankastræti 6, Verzlun Gunnþórunnar Halldórsdóttur., Bókaverzluninni Sögu, Lang holtsvegi og í skrifstofu fé. lagsins í Nausti á Granda- garði. Afgreidd í síma 1-48-97 Fimmtudagur 1. febrúar 1962 — ÞJÚÐVILJINN (9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.