Þjóðviljinn - 14.02.1962, Side 11
*
6
Francis Clifford
II li I IVI Ci M ..n—
w-
f
hann hélt henni fyrir framan sig
niður við jörð og sneri henni
til í sólskininu. Boog sá ekki
hvað hann var að gera, enda
einblíndi hann á flugvélina og
gaut aðeins til beirra augunum
við og við. Drengurinn fékk
sólina til að glampa á krómaða
hlið:na á munnhörpunni. Hann
skók hana fram og aftur í æs-
ingi, hélt henni rétt fyrir fram-
an sig.
Sjötíu metrum framar fékk
flugmaðurinn allt í einu Ijós-
glampa í augað. Þetta endur-
tók sig tvívegis með stuttu milli-
bili. Hann sneri til höfðinu.
Veggirnir á dældinni voru auð-
ir og berir, aðeins stöku stein-
ar og kræklótt tré. Glampinn
kom enn meðan hann var að
skima, féll á augu hans eins
og dálítið leitarljós. Þetta vakti
undrun hans og hann sneri vél-
inni við. Hann stefndi að ó-
slétta svæðinu, skimaði ákaft án
þess að gera sér miklar vonir.
Hann hafði látið gabbast fyrr:
hitamóðan gerðj allt svo annar-
legt; hann sá stundum ofsjónir.
Birtan gerði honum ótrúlegustu
grikki... Hann þokaðist áfram,
lagkkaði flug'ð litið eitt, fór
niður í fjörutíu fet. Hann var
enn þrjátíu metra frá klettun-
um og enn í vafa, þegar glamp-
inn féll beint í augu honum og
í þetta sinn sá hann meira en
villandi græna og brúna liti með
kolsvörtum skuggabeltum.
Hann kom allt í e'nu auga á
Pastir liðir eins og venjulega.
13.00 „Við vinnuna".
17.40 Framburðarkennsla í dönsku
og ensku.
18.00 fltvarpssaga barnanna:
„Nýja heimilið".
20.00 Varnaðarorð: Hjálmar R.
Bárðarson skipaskoðunar-
'Stjóri talar um notkun
björgunarbáta úr gúmí.
20.10 Tónleikar: Ray Martin og
hljómsveit .hans leika iétt
lög.
20.20 Kvöldvaka: a) Lestur forn-
rita: Eyrbyggja 'saga; X-
(Helgi Hjörvar rithöfundur).
b) Isienak tónlist: Lög eft-
ir B'aldur Andrésson og
Bjarna Böðvarsson. c) Hall-
grímur Jónasson kennari
flytur gamla minningu frá
þorrádögum. d) Jóihannes úr
Kötlum les úr þjóðsögum
Jóns Árnasonar. e) Siguirður
Jónssön frá Brún les frum-
ort kvæði.
21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn
Jónsson cand. mag.).
22.10 Veraldarsaga Sveins frá
Mælifellsá; IV. lestur Haf-
liði Jónsson garðyrkjuráðu-
nautur).
22.30 Næturhljómleikar: Frá tón-
leikum Sinfóniuhljómsveitar
íslands í Háskól'abáói 8. þ.m.
Stjórnandi: Jindrich Rohan.
Sinfónia, nr. 2 í D-dúr op
73 eftir - Brahms,-
23.20 Dagskrárlok. ' '
■ U gf ,4 ii./jf.;
46. dagur
drénginn ... En næstum samtím-
is kom hann auga á mann sem
þaut á fætur og hljóp fram í
sólskinið með uppréttan handlegg
eins og til að veifa.
Það var Boog. Hann skaut
á hiaupunum, einu sinni, tvisvar,
miðaði á plastbelginn. Hann
hljóp fimm eða sex skref, stanz-
aði og skaut aftur, hafði gott
vald á byissunnli þrá/tt íyr'r
taugaæsinginn, og þótt hann
yrði að nota vinstri hönd'na.
Hann hrópaði. Það var eins og
hrollur færi um þyrluna. And-
artak hékk hún á sama stað,
urrandi og vaggandi. Svo var
eins og allt líf hyrfi úr henni,
hún seig snöggt niður eins og
lyfta. Hún kom rétt niður og
gusa af gulu ryki þeyttist upp.
Boog hljóp nokkur skref enn,
sneri sér síðan við og otaði.byss-
unni. Hann ætlaði ekki, að eiga
neitt á hættu.
,,Þú! .. Strákur!...“ Þejr gátu
varla heyrt til hans. Vélin gekk
ennþá, stóri spaðinn snerist enn
í hring. ,,Komdu hingað!“
Drengurinn flýtti sér til hans,
skelfdur yfir því sem hanni hafði
orðið vitni áð. Bo.og ýtti honum
fram fyrir sig, stuggaði honum
að flugvélinni. Það voru tvö
skotgöt í plexiglerinu, hvort um
sig umkringt ógegnsæjum köngu-
lóarvef Loftstraumurinn lék um
fötin þeirra, ýfði á þeim hárið.
„Opnaðu dyrnar þarna!“
Drengurinn tyllti sér á tá,
náði í handfangið. í þriðju til-
raun gaf hurðin eftir. Flugmað-
urinn lá fram á mælaborðið.
Andlit hans vissi í áttina til
þeirra og augu hans hreyfðust
hægt. Hann virtist vera að
reyna að segja eitthvað. Skyrt-
an var blóðflekkótt og ljósleitar
buxurnar lika og blóð lak niður
á gólfið. Boog starði á hann
án allrar geðshræringar og það
fór að fæðast með honum hug-
mynd. Svo vék hann frá. Eitt
hræðilegt andartak hafði dreng-
urinn haldið að honum yrði
sk'pað in.n í vélina. En _ þess í
stað rak Bo.og hann yfir til
hinna,, ös,kraði til hans að flýta
sér. Hayden var risinn upp;
^n'klinnj^a
þarna grafkyrrir og stirðnaðir,
eins og leikarar að bíða eftir
stikkorði.
„Sæktu gullið,“ sagði Boog
við drenginn. Og svo bætti hann
við, fokreiður yfir hiki hans:
,,AUt gullið. Allar fjórar stengí
urnar.‘‘ Hvorki Hayden né
Frankl'nn hrey.fðu sig. ,,í djöf-
uls nafni!“ Það var eins og æði
gripi hann. Hann hleýpti af
skoti, sem kom í jörðina rétt
við Hayden. „Hjálp'ð þið hon-
um! Fáið honum þær!“
Þeir hlóðu stöngunum á hand-
leggi drengsins. Hann kiknaði í
hnjáliðunum undan þunganum.
Með byssuna við bakið haltraði
hann með erfiðismunum yfir að
þyrlunni. Hún var aðeins þrjá-
tíu metra í burlu, en hann hefði
ekki komizt öllu lengra.
,,Inn með þær,“ öskrað.i Boog
gegnum urgandi vélarhljóðið.
Drengurinn gerði eins og hon-
um var sagt. þorði ekki að líta
framan í andl.'tið á særða mann-
inum meðan hann lyfti stöngun-
um einni og einni upp í vél-.
ina. Þegar þær voru allar komn-
ar inn, benti Boog honum að
fara frá.
„Vertu hjá dyrunum, þú. Rétt
v'ð þær.“
Hann lagði byssuna á þyrlu-
gólfið, áður en hann skreiddist
inn. Þegar hann var þangað
kominn, þre.'f hann í axlirnar
á flugmann:num og neyddi hann
til að setjast aftur í sæti sitt.
Höfuðið á manninum valt til
og frá eins og hann væri ofur-
ölvi.
Drengurinn þoldi ekki að horfa
á þetta; þorði ekki að hlaupa
heldur. Hann klemmdi aftur aug-
un og var hræddari við byssuna
en nokkru s:nni fyrr. Það sem
hafði gerzt var honum að kenna
Honum að kenna. .! Utar
í dældinni stóðu Hayden og
Franklinn og horfðu á það sem
var að gerast, sáu aðeins - átök-
in inni í þyrlunni. Yfir hóstann
í vélinni gat drengurinn heyrt
ofsaleg öskrin í Boog, löðrunga
og spark. Það virtist halda á-
fram endalaust. En allt í einu
frussaði vélin og þagnaði. Spað-
arnir hættu að snúast. í þögn-
inni sem fylgdi var rödd Boogs
óeðlilega há, skerandi af reiði.
Óttasleginn opnaði drengurinn
augun. Höfuðið á flugmanninum
hafði fallið út á hliðina og
sneri að honum. Tveir blóðtaum-
ar runnu útúr munninum á hon-
um. Hin skelfilega dauðagríma
fyllti hann hryllingi, en ennþá
gat hann ekki hreyft sig. Hann
stóð við dymar og beið skjálf-
andi og eins og gróinn-við jörð-
ina, þar til Boog klifraði út. Þá
gerði hann eins og honum var
sagt, klaufalegur í ákafa sínum
að forðast blóðið, og dró gull-
stengurnar út aftur. Ótt'nn gerði
hann tvíefldan og hann lyfti
þeim upp, áttatiu pundum í einu,
og reikaði aftur yfir til h:nna.
Boog ko.m á eftir, rennsveittur.
Bólgin og þrútin augu hans voru
flóttaleg og æðisleg. Það var
óbragð uppi í honum. Hann
spýtti og veifaði byssunni.
„Skiptið þeim með ykkur,“
sagði hann hásum rómi. ,,Og af
stað með ykkur.“
Hayden starði á hann. „Er
»is 'i*.
„Hvað kemur þér það við, séra
minn?‘‘
„Er hann dáinn?“
Hjartans þakkir flytjum við öllum þeim, ef auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ást-
kærrar dóttur, fósturmóður og systur
GUEftÚNAR SIGRlÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR,
Urðarstíg 5.
Kristín Asgeirsdóttir, í
Kolbrún Eiríksdóttir og systkini.
.-('■'.'r.-iA .77" ; Us- TS'ÍI '
Júrí Gagarín, fyrstfi; geimfar-
inn, var nú í vikunni sæmdur
einu af æðstu heiðursmerkj-
um Líberíu — Afríkustjörn-
unni — fyrir það afrek að
fara fyrstur manna umhverf-
is jörðu úti í geimnum. Gag-
arín hefur undanfarið verið í
heimsókn í Líberíu í boði
stjómarvalda þar.
Dr. Kopp nefnist þýzkur efna-
fræð.'ngur, 67 ára gamall.
Hann hefur verið handtekinn
í rannsóknarstofu sinni,
skammt frá Orleans, en hann
hefur lengi starfað í Frakk-
landi. Dr. Kopp er grunaður
um að hafa framleitt eiturlyf
til sölu á svörtum markaði.
Við húsrannsókn hiá ho.num
fundust efni og tæki, sem
benda ótvírætt til þess að
hann hafi fengizt við að fram-
leiða heróín. Lögreglan komst
á slóð Kopps, þegar nafn hans
og símanúmer fannst í vasa-
bók Gilberts Coscia, sem
handtekinn var fyrir eitur-
lyfjasölu í fyrra.
-
rikjáfórsetá,
if ö &
um kdhimún-
Sigmundi Böðvarssyni, stud.
jur. og forustumanni íhalds-
stúdenta, var fyrir skemmstu
boðið t:l Noregs á svokallað
hesthúsþing lögfræðinema í
Osló. Mun það ha.fa verið hin
athyglisverðasta samkunda, og
hefur heyrzt að Sigmundur
hafi ritgerð í smíðum um
hesthúsþing/ð. Myndin er tek-
in á þinginu. Konan er ónafn
greind.
U Thant, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, biður
öll aðildarríki SÞ að greiða
nú þegar þann kostnað sem
þe'm ber til samtakanna. í
yfirlýsingu frá SÞ sl. þriðju-
dag segir, að U Thant hafi
verið tilneyddur að bera fram
tilmæli sín vegna mjög lélegs
fjármálaástands Sameinuðu
þjóðanna. Um áramótin munu
skuldir aðildarríkja til SÞ
hafa numið tugum milljóna
dollara. 18 ríki hafa borið
uppi kostnaðinn af herliði SÞ
í Ko.ngó, sem tók til starfa í
júlí 1960
Robert Welch, stofnandi h'nna
svokölluðu John Birch-sam-
taka í Bandaríkjunum, hefur
fengjð tilmæli frá bandaríska
dómsmálaráðuneytinu um • að
leggja fram sannanir á há-'
værum fullyrðingum sínum
undanfarið. Welch segir: „Það
eru nokkur þúsund kommún-
istar í lykilstöðum í embætt-
ismannakerfi Bandaríkjanná“.
John Birch-samtökjn byggja
mjög á McCarty-ismanum,
sem var allsráðandi í Banda-
ríkjunum fyrir skömmu, qg
líktist engu frekar en galdra?
ofsóknum, þar sem McCarty
og óameríska nefndin svo-
nefnda höfðu mikil völd. Ro-
bert Welch hefur m.a. sakað
Eisenhower fyrrv. Banda-,
Helena Rubinstein er þekkt
nafn á gæðavöru til snyrting-
ar kvenfólki. Fæstir v:ta að
Helena sjálf er enn á lífi og
meira að segja í fullu fjöri. i
Að vísu er hún 92 ára göm- ,
ul. En þrátt fyrir það fær j
hún að jafnaði eitt giftingar-
tilboð á viku. Keppinautur
Helenar í tízkuly.fjum, Elisa- '
beth Arden, er talin vera 10 1
til 20 árum yngri, en hún er i
löngu hætt að fá biðilsbréf. j
i
* * I
Krústjoff forsætisráðh. Sovét-
ríkjanna dvelur um þessar i
mundir í orlofi í Sochi á i
Svartahafsströnd, segir í frétt j
frá Tass. í fréttinn.i segir að j
Krústjoff hafi s.l. miðvikudag,
átt viðtal við Roberto Ass- '
umpsad sendiráðsritara Bras- 1
ilíu í Moskvu. i
* ' .
* * >
Cyi'ille Adoula, forsætisráð-
herra í Kongó, hefur þekkzt
boð um að koma í opinbera
heimsókn til Sovétríkjanna í
sumar, segir í frétt kongósku
fréttastofunnar ACP. Aðal-
fulltrúi Sovétríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, Valer-
ian Zor:n, afhenti Adoula
heimboðið í New York í fýrri
viku.
Humberto Delgado, einn aðal- )
leiðtogi portúgalskra andfas. j
ista í útlegð, segir að sá tími (
muni koma, að gengið verði
milli bols og höfuðs á Sala.zar
og áhangendum hans. Ummæli
þessi viðhafði Delgado í Sao 1
Paulo í Brazilíu í tilefni þess !
að dómstóll í Lissabon hefur (
dæmt hann fjarverandi í 19
ára fangelsi fýrir hlutdeild í
ráni skipsins Santa Maria ó
síðastliðnu ári. Delgado segist 1
hafa sjálfur stjórnað herupp- !
reisninni í Baia í Portúgal i
fyrir skömmu. Kveðst haijn j
hafa farið til Portúgal með ■
leynd, dvalið þar í 12 daga j
og skipulagt heri uppreísnar- ,
manna, sem bráðlega myndu (
: látg til skarar skríða. Galvao
höfuðsmaður, sem stjórnaði 1
uppreisninni á Santa Maria,
var dæmdur 22 ára fangelsi
af sama dómstóli. Hann neit-
aði að segja nokkuð um dóm-
inn. „Ég hef engan áhuga
á ákvörðun dómara Salazars“, £
sagði hann.
Miðvikudagur 14. febrúar 1962
ÞJÓÐVILJINN
(11