Þjóðviljinn - 28.02.1962, Page 7

Þjóðviljinn - 28.02.1962, Page 7
þlðÐVIÚINÍI 6tf«fandl: Bamelnlngarflokknr alþýVa — Rósíalistaflokkurlnn. — RitstJórari liagnús KJartaDsson (6.b.)t Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — FréttarltstJórar: ívar H. Jónsson, Jón BJarnason. — Auglýsingastjórl: Guðgalr láagnús8on — RitstJórn. afgrelðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 10. Biml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. PrentsmlðJa ÞJóðvilJans h.f. Sjálfskaparvíti ^ðalmálgagn atvinnurekenda, Morgunblaðið, hælist að vonum mjög um yfir úrslitunum í Iðju, félagi verksmiðjufólks. Er mjög lærdómsríkt að sjá hverjar ályktanir blaðið dregur af stjómarkjörinu, ekki sízt fyrir það iðnverkafólk sem greiddi stjórnarlistanum atkvæði. Blaðið segir að það fólk bafi „afneitað verk- fallastefnunni" og bætir við: „Loks er svo Ijóst að úr- slitin eru traustsyjirlýsing á Viðreisnarstjómina og stefnu þá sem hún hefur fylgt“. Enn segir blaðið að „góður efnahagur manna“ valdi þessari traustsyfir- lýsingu: „Launþegarnir hafa sýnt svo ekki verður um villzt að þeir ætla ekki að láta nota samtök sín til þess að eyðileggja" viðreisnarstefnuna. Morgunblaðið telur þannig iðnverkafólk vera svo ánægt með lífskjör sín og framkomu ríkisstjórnarinnar í verklýðsmálum, að það kæri sig ekki um neina bót heldur vilji fá meira uf svo góðu; sízt af öllu vilji það nota samtök sín á nokkurn hátt til þess að knýja fram kjarabætur. * lmennt kaup iðnverkafólks er nú lægra en það var í ársbyrjun 1959. Síðan þá hefur dýrtíð hinsvegar magnazt svo ófluga að hín opinbera vísitala um verð- lag á vörum og þjónustu hefur hækkað um þriðjung. Hver króna endist þannig þriðjungi verr en hún gerði fyrir þremur árum, og aðeins sá hluti verkafólks sem nýtur fjölskyldubóta hefur fengið einhverja umbun fyrir dýrtíðina. Menn hafa reynt að vega upp þetta stórfellda kauprán með því að leggja á sig meira erf- iði en nokkru sinni fyrr, með aukavinnu, næturvinnu og ihelgidagavinnu. Það er þetta ástand sem Morgun- blaðið segir að iðnverkafólk uni svo vel að það hafi í kosningunum um helgina heimtað meira af slíku, ennþá lægra kaup og aukinn vinnutíma. IJíkisstjórnin hefur framkvæmt stefnu sína með tveim- ur gengislækkunum á einu ári. Hún hefur riftað öllum kjarasamningum verklýðsfélaganna og bannað með lögum að launþegar fái nokkrar bætur fyrir sí- hækkandi verðlag. Þegar formaður Iðju hældist um yfir því að hann hefði gert nýja kjarasamninga á síð- astliðnu ári án verkfalla — vegna þess að Dagsbrún og fleiri félög höfðu háð verkföllin fyrir hann — viður- kenndi hann um leið að ríkisstjómin hefði tekið allar kj'arabæturnar aftur með gengislækkun sinni. Hann 'hefur sjálfur dregið þá ályktun af framkomu ríkis- stjórnarinnar að Iðja hefur sagt upp kaupsamningum sínum við atvinnurekendur og gæti hvenær sem er boðað verkfall með lágmarksfyrirvara. Engu iað síður segir Morgunblaðið að kosningarnar í Iðju sýni að verkafólk telji gengislækkanir mikið fagnaðarefni og vilji umfram allt að ríkisstjómin ræni aftur öllum kjarabótum, jafnvel þótt um þær sé samið „án verk- falla“. 11/Iorgunblaðið og stjórn Iðju voru ekki svona hreirT- * sikilin fyrir kosningarnar; þá var því haldið fram að Guðjón Sv. Sigurðsson og félagar hans hefðu tök á að ná sérstökum kjarabótum fyrirhafnarlaust og því væri stuðningur við stjórnina krafa um kjarabætur án verkfalla. Nú er Iðjufólki sagt umbúðalaust að það hafi verið að velja sér kjaraskerðingu, gengislækkanir og aukið erfiði vegna þess að það hafi sýnt í verki að það sé fullkomlega ánægt með kjör sín. Sömu svör mun það fá hjá atvinnurekendum. Iðjufólk hefur þannig veikt afstöðu sína og annarra verklýðsfélaga til að ná kjarabótum og mun fá að reyna í venki að sjálfskapar- vítin eru verst. — m. að skilja mállýzkuna þegar hann beindi áthyglinni að mér. Hann einblíndi á mig og skír- skotaði sérdeilislega til mín með sín áh'ugamál líkt og hann vænti þess að hann hefði fund- ið fyrir sér einskonar sérfræð- ing. Þá langaði; unga manninn til að koma sögu á framfæri: I stríðinu, segir hann, í stri...... Heldurðu að ég viti ekki hvað stríð er, segir hinn gildi ræðu- maður: ég. Ég sem var með í stríðinu. Hérna fékk ég kúlu. Hún klessti sér alveg utan í hjartað. En hjartað ýtti henni bara frá svo læknarnir ætluðu aldrei að finna hana. Mannlaus stræti, torg með styttu, gult leikhús þar sem hætt er að ieika og beðið eftir að húsið hrynji af-sjálfu sér svo mál verði að byggja nýtt leikhús. Brú. Hún er löng, síð- ar vegamót og greinast leiðir niður að vatni og upp í fjöll. Stór hús við veg:nn upp hæð eina með mikium görðum; og þegar þú gengur þar síðar á kvöldum framhjá þessum ramm- byggðu múrum og háum járn- hliðum og ert einn á ferð taka hundar að geita einsog-bergrisi hefði komið yíir brúna en ekki bara þú Á hæð stendur háreist bygg- ing hljóð og dimm. Hotel Grisco. Ailir farnir að sofa nema ungur Toskani sem fagnar komumanni. Séð yfir Como-vatn. Boirgin Como er fremst á myndinnii. THOR VILHJÁLMSSON: GESTUR LECCO Það er kominn 16. október. Miðnætti. Þá er reyndar kom- inn 17. Mikið yar brautarpall- urinn iangur, og þegar ég kem að stöðvarhúsinu er lestin horfin út í buskann, og örfáir farþegar úr fremsta vagninum horfnir í kyrrð bæjarins. Kona á rauðum kjól og maður eru að gá í kringum sig svo ég hugsa: Kannski eru þau að leita að einhverjum þriðja aðila til að lösna hvort við annað. Svo eru þau líka horfin, og ég stend einn á litju torgi við blómreit fagran andspænis spjöldum þar sem verkfallsmenn' hafa skrif- að viðhorf sín með svartri krit. Enginn maður, enginn bíll. Hvar er Hotel Griscó þar sem ég á að búa? Stöðvarstjórinn kemur með stóra lyklakippu, hann er að læsa hjá sér: það er of langt að ganga, segir hann. Ég skal hringja heim til hans Giuseppe m. Þetta hótel er nýtlj stórt og bjart og glæsilegt. Herbergin eru ákaflega vistleg, matsaiirnir stórir og skrautlegir og út um gluggana sér yfir Como-vatnið, fyrir handan það há og breið fjallbunga. Nú er baust, vindur- inn rífur upp vatnsborðið eins- og hann væri. ófreskja með ótal fætur sem rekur klærnar nið- ur í vatnið til að reyna að stöðva sig. Hlíðar fjallsins eru í skýjakafi, tindurinn einn upp úr eins og hissa tröll. Há og mjó trén hérna .megin vatns sveiflast og svigna, rétta .sig aftur. Á kvöldin er vatnið svart og fjallið horfið,. hvítar rispur á vatnsborðinu. Lítil Ijós á dreif fyrir handan, líkt og neisti af einhverju upp eftir hlíðum þangað til allt er bara svart. I. traust Napólíbúa (og krafta- verkaframleiðandi) og það er skelfilegt fólk. Mamma mia, alveg voðalegt. Og svo nenna þeír ekkert að vinna. En í lestinni heyrðist engin napólítanska. Þeir töluðu allir mílönsku. Svo mikið skildi ég að höfuðábugamál þeirra voru tilþrif í glæpamennsku og klám. Tvær.. stúlkur, önnur með stórt nef og lið á því. Þær voru báð- ar með þetta dauða hörund iðnaðarborganna með storknað- an svita áranna og sót loftsins sem sökkvir sér í húðina og slekkur alla töfra. Verkamenn- imir töluðu um misjafnlega ágæta glæpamenn sem hefðu framið þessa eða hina fólskuna með svo miklum tilþrifum stundum að allir tóku saman í hahahahaha. Þeir hlógu og hlógu. Kannski sáu þeir þar fyrir sér ævintýralega uppreisn gegn þjóðfélaginu, einhverskon- ar írelsi frá þrúgandi dapur- legu.m veruleika ’ í daglegum hei.mi strits undir lághvelfdum sóthimni. Eitthvað voru þeir Miðnætti. Lestin slæddi litla bæi á leiðinni frá Mílanó og skilaði fyrst verkamönnum og iðnaðar- mönnum sem voru útskrifaðir úr önn dagsins og máttu fara að sofa í hinum og þessum úthverfum eða smábæjum fyr- ir utan þessa stóru iðnaðar- og athafnamiðju. Þeir höfðu setið allt í kring- um mig og gantazt mjög á mállýzku sinni sem hljófnaði ekki fagurt enda skildi ég hana illa. Það eimir í Mílanó-mál- lýzkunni eftir af yfirráðum hinna og þessara aðkomuþjóða. Þar blandast þýzk áhrif og frönsk með próvensölsku sem einu sinni þótti fínt mál og ljóðmál fyrir trúbadbra en er nú töluð á parti í Suður-Frakk- landi, skyld katalónskunni á Spáni. Það er hreint ekki auð- velt að skilja þennan hræring enda stundum hentugt dulmál fyrir raunsæismennina þarna nýrðra sé)n érú öft hneyksfaðir ’ fnikið' spennandi1 þessir bandftt- á rólegheitunum hjá öðrum ar, hahaha. Lecco um miðja nítjándu öld. Steinprentun Redallis eftir teikningu Giuliani. löndum sínum og líta á Suður- ítali sem óskylda þjóð og villi- menn. En Suður-ítalimir streyma norð- ur að fá sér vinnu og komast úr hungrinu og eymdinni syðra. Leigubilstjóri í Mflanó var á- kaflega áhyggjufullur út af inn- rás Napólíbúanna og sagði: hér er ekki lengur Sant‘ Am- brogio, Heilagur Ambrósíus vemdardýrlingur Mílanó, — hér ríkir nú San Gennaro, Heil- agur Janúar sem er hald og Sá sem mestur var frammi með þau málefni var miklu elztur þeirra. Þreklegur mað- ur við gluggann með varirnar þannig einsog einhver hefði klipið í þær taki með töngum og flett þeim út til þess að vita hvort hann gæti leikið svertingja ef hann þvægi sér ekki.. Andlitið breitt og augun föst í fókus sínum líkt og brennt fyrir aftan og fyrir framan aðra fókÚsmöguleika. Félagi hans sat út við dyr ungur litlaus með bólu rauða á öðru augnalokíhu, tvær stór- ar framtennur einsog það hefði hvarflað að skaparanum að búa til íkoma. En það hafi ekki verið talið henta í taili í stór- borginni. Allan tímann hlustaði önnur stúlkan þegar hin var farin, og hún var að hugsa hvort hún mætti hlusta á svona tal en hlaut að láta Sig hafa það. Þóttist ekki hafa. neitt '■ gaman að því þótt stundum gæti hún ekki stillt sig um að kíma við skemmtilegheituhum: Sá roskni hélt úppi miklum framburði af kiámi og glæpa- mennskufræðslu.. Hlaut ? það ekki að vera mjög sáklaus mað- ur sem gat háft svona gaman að þessu? ■ Stundum sneri- • hann méli sínu til míh • 'og talaði lengi og £á hann til að koma með^ leigubílinn sinn. Við skulum fá okkur 'kaffi á meðan. Komdu með Piero, segir hann við ung- an mann siginaxla sem skýtur sér út um dymar á ská áður en hinn einkennisbúni stjóri læsir. Við yfirgefum myrkvaða stöð- ina og torgið með blómum og sanngirnismálum verkfalls- ipánna og erum brátt staddir á aðaistræti þessa bæjar sem er á stærð við Reykjavík. I kaffihúsinu leggur stöðvarstjór- inn kaskeiti sitt á skenkiborðið. Og Piero er látinn hlaupa fyr- ir hornið og. rífa leigubílstjór- ann Giuseppe upp og skamma hann dálítið fyrir að svara ekki síma. Síðan fer. ég með Giu- seppe en stöðvarstjórinn hjólar heim i til sint Piero röltir heim raulandi dægurlagið V.olare en Og þá verður vindurinn svartur með hvítar klær. Þar til máninn galdrar sig í gegn. Allt í einu er kominn mán- inn að skina á vatnið svarta, og hella platínu niður í öldurn- ar einsog til að vita hvað mundi gerast þá. Hvað skyldi hafa gerzt? Hótelið var kyrrlátt flesta daga, iðjuhöldar frá1 Mílanó komu um helgar með konum sínum og vikudagana með öðr- um konum; og svo er skyndi- lega allt á ferð og flugi um miðjan dag. Tízkuhús í Mílanó var að sýna konum staðarins hugvit sitt og uppáfinningar. Borðsalurinn mikli er fullur af uppdu.bbuðum frúm sem sitja umhverfis langan planka og horfa með stangargleraugnaaugnaráði á lifandi fatagínur vinda sig eftir plankanum og snúa upp á skrokkinn á sér í nýjum og nýjum fötum. Og hlaðið er fullt af breiðum og löngum bílum. Svo aka þeir allir burt. Tízkudömurnar strjúka af sér eligansann og láta kjólana í stórar öskjur, fara; og aftur er kyrrðin. Um kvöldið dönsk hjón sem eru að leika heims- borgara með þvi að herma eftir frönskum smáborgurum. Yfirþjónninn er frá Sikiley. Hann á konu frá Varese norður af Mílanó. Garðarnir á Sikiley, segir hann. Á hvað minnir þessi maðu.r? Einn daginn átta ég mig. Jú hann minnir á hertog- ann Federico af Orbínó á mynd sem hangir í Uffizi-safninu í Flórenz eftir renesansmálarann Piér della Fransesca. Þetta sama aristókratíska nef með háum hnúð, einsog kóngsvanimir þýzku á Tjöminni okkar. Sama milda fyrirm.ennskuyfirbragðið. Hann er frá Taormína á Sikil- ey, og ég sagði honum að ís- lenzkt Nóbelsskáld hefði skrifað mikla bók í Taiormína. Já garð- arnir þar, sagði hann . og þagði ofúrlítið: þeir eru einsog úr Þúsund og einni nótt. Með sil- enzio di tomba, þögn grafarinn- ar. En ég er búinn að vera svo lengi hér. Þrjátíu ár vegna konunnar svo ég er orðinn van- ur því. Ég á fullorðinn son sem er að stúdera í Mílanó, segir hann og bauð mér með sér í bíó. Þegar iðjuhöldarnir frá Míl- anó láta búa til handa sér og konum sínum æ dýrari rétti og töfrafyllri kemur, þessi sikil- eyski yfirþjónn við hjá mér og laurpar bragði af þessum krás- um á borðið hjá mér. Og þeg- ar gestum fækkar segir hann mér frá landa sínum skáldinu Quasimodo og lánar mér að lesa eftir hann. Já garðarnir í Taormína. Nú er að koma vetur í Lecco og kulið streymir ofan úr fjöllum. MINNINGARORÐ Félagarnir sem férust ir EHIðl Hólmar Frímamisson Fæddur 22. okt 1935. Ég, sem þessa fátæklegu kveðju rita, vil sérstaklega minnast Hólmars Frímannsson- ar, og færa honum látnum þökk fyrir vináttu og ágæt kynni, sér- staklega á þeim þrem árum, sem við áttum meira og minna saman að sælda vegna vinnu okkar á Bílastöðinni, Siglufirði. Kynni mín af Hólmari voru þau, að þar færi góður drengur, háttvís og prúður, gætinn en þó kappsamur, ákveðinn og fylginn sér en þó sanngjarn og samvinnuþýður. Hann var góð- um gáfum gæddur þó hann legði ekki bókleg fræði fyrir sig. Hann var atorkusamur og því varð atorka hans tvíþætt, bifreiðaakstur að sumrinu til en sjómennska að vetrinum. Hólmar var foreldrum sínum Ijúfur sonur, og höfðu þeir ar komið upp myndarlegu íbúð- arhúsi og stóð fyrir innrétt- ing þess og ýmiss frágangur nú þegar fráfall hans bar svo skjótt að. Hann var augasteinn foreldra sinna. Er því þungur harmur að þei.m kveðinn og hrundar í rúst þær glæsilegu framtíðarvonir, sem við son- inn góða voru bundnar. Ég harma fráfall Hólmars, slíks efnismanns, og sama munu allir þeir gera sem þekktu hann og áttu að vini. Ég votta foreldrum hans, syst- ur og öðrum vandamönnum innilega hluttekningu mína. Ég veit að þeim verður, er frá líð- u.r, huggun harmi gegn að eiga minningar um svo góðan son, bróður og vin, sem Hólmar var. Blessuð sé minning hans, E. M. A. EgiII Steingrímssön Fæddur 31. jan 1926. Egill Steingrímsson fæddist 31. janúar 1926. Hann var því að- eins liðlega 36 ára er hann fórst með togaranum Elliða 10. fe- brúar sl. Þriggja ára gamall fluttist Eg- ill hingað til Siglufjarðar til föður síns Steingríms Pálssonar og fósturmóður önnu Hansdótt- ur. Anna ól Egil upp og reynd- ist honum sem hin bezta móðir, átti Egill heimilisfesti hjá henni þar til er hún dó fyrir nokkr- um árum. Egill nam ungur bakaraiðn hjá Sigurði Guðjónssyni bakara- meistara og vann síðan sem bakari í nokkur ár. Eftir að hann hætti því, stundaði hann margs konar störf en lengst af iþó sjómennsku. Egill var frábær verkmaður að hverju sem hann gekk, mátti heita að allt starf léki í höndum hans og gat hann sér hvarvetna gott orð fyrir dugnað og ósér- hlífni. Var og gaman að vinna með Agli því hann var glað- lyndur, gæddur góðum frásagn- arhæfileikum og oftast með einhver gamanyrði á vörum. Egill var ókvæntur en lætur eftir sig tvo syni, sem alizt hafa upp hjá móður sinni hér á Siglufirði. Margvíslegar stoðir renna undir örlög manna og hygg ég að fáir hafi talið sig hafa á- stæðu til að öfunda Egil af hlut- skipti hans í lífinu, en ég hygg einnig að hann hafi ekki borið öfundar- eða óvildarhug til nokkurs manns. Egill er nú all- ur en eftir lifir minningin með- al félaga hans og vina um góð- an dreng og dugmikinn starfs- félaga, æðrulítinn unz yfir lauk. H. B. í mína áttina en mér gekk verr *. það þýðir. að íljúga. r; Viihaldskostnaðinum sé létf af íbúum þorpanna Frumvarp Karls Guðjónssonar um breytingar á vegalögum til umræðu á Alþingi 1 gær talaði Karl Guðjónsson fyrir frumvarpi sínu um breyt- ingar á vegalögunum við fyrstu umræðu þess í neðri deild, í frumvarpinu felast tvær breytingar á núgildandi lögum. önnur er sú, að kaupstaðir og kauptún, sem þjóðvegir liggja um skuli ekki, eins og nú er, skyld til að sjá um allan við- haldskostnað vegarins. nema.um- ferð farartækja um hann sé að meiri hluta fil í iþágu íbúa við- ■ w'.'inw 11 '■■wmpi komandi sveitarfélags. Ef svo er ekki skulu sömu ákvæði gilda um umbætur hans og viðhald og um aðra þjóðvegi. Hin breyting- in er sú, að gera skuli slitlag úr varanlegu efni á þjóðvegi, er liggja gegnum kauptún eða kaupstaði og fyrrgreind breyting myndi ná til, ef meðalumferð um þá fer yfir 400 farartæki á dag yfir súmanmánuðina. Karl benti á, að sums staðar hagar svo staðháttum, að þjóð- vegir eru lagðir gegnum iþorp, þótt aðeins lítiil ihluti af um- ferð um iþá sé iþorpinu sjálfu við- komandi, engu að síður eru í- búum slíkra iþorpa lögð sú skylda á herðar samkvæmt núgildandi lögum að annast að öllu viðhald og endurbætur vegarins. Er að sjáifsögðu engin sanngirni í því að Ieggja iþeim slíka fjárhags- birði á herðar, og m:ðar frum- varpið að því að ráða bót á þessu. Þá benti Karl á að reynsl- an af síaukinni notkun ökutækja hefði sannað að ógerlegt væri orðið að viðhalda malatvegum eftir að umferð um þá er orðin mikil en ryk og óþægindi af umferðinni væru þeim mun meiri í þéttbýli, sem vegirnir væru verri. Væri því orðið óhjákvæmi- legt að steypa slitlag á f jölföm- ustu þjóðvégina í kauptúnunum. Málinu var vísað til annarrar umræðu og nefndar. £) ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 28. febrúar 1962 Miðvikudagur 28. febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (^

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.