Þjóðviljinn - 06.03.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.03.1962, Blaðsíða 1
 Skemmtun N.k. laugardagskvöld heldur Carolíníusjóösnefnd skemintun i Tjarnargötu 20. Skemmtiatriði tilkynnt síð- ar. íslenzkur matur á borðum. Carolínusjóösnefnd. Listamannaskálinn við Kirkju- stræti var troðfullur á sunnudag- inn, er þar var flutt fyrsta dag- skrá menningarviku Samtaka hernámsandstæðinga, Langferð inn í myrkur, samfelld dagskrá sem Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi tók saman. Brugðið var upp myndum úr íslendingasögunni frá 1262 til 1662, en flytjendur voru Páll Bergþórsson, Ólafur Halldórsson, Gils Guðmundsson og Einar Laxness. Sjást þeir til hægri á efri myndinni, en af báð- um myndunum má glöggt greina að þétt var setinn bekkurinn í sýningarsalnum og urðu þó margir að standa. ALGEIRSBORG 5/3 — Samtök franskra fasista OAS gerðu í morgun stærstu plastsprengju- árás sína á arabahverfið í Algeirsborg. Sprengdar voru 130 sprengjur. 22 OAS-menn voru hand- teknir. Plastsprengjurnar voru allar sprengdar á tveim stundum, frá kl 5.30 til 7.30 í morgun. Ætlun OAS-manna var að sprengja miklu fleiri sprengjur, en fjölda af sprengjum tókst að eyðileggja áður en þær sprungu. A.m.k. tíu menn hlutu alvarleg meiðsli í þessum sprengingum, en ekki hefur frétzt að neinn hafi farizt. Sprengjunum var einkum bein+ að verzlunarhúsum araba og gyðinga. Tilgangurinn var auðsjá- anlega að reyna að æsa araba til óeiróa. í því skyni. að spilla fyrir samningunum um vopnahlé í Als- ír. sem nú eru á lokastigi. Gífur- legar skemmdir urðu á mann- virkjum. og eldar kviknuðu víða. Þrír tilræðismenn voru staðn- ir að verki og gripnir þar sem þeir voru að koma fyrir sprengj- um. Voru þeir handteknir og sendir til Frakklands þar sem þeim verður stefnt fyrir rétt. Auk þess voru 19 OAS-menn handteknir fyrir aðild að sprengjutilræðum. I Constatin urðu átök milli lögreglunnar og unglinga af evrópskum ættum. Þrír féllu og 26 særðust. Plastsprengjuárásir og blóðug átök urðu í flestum stærri borgum í Alsír í dag Féllu allmargir og fjöldi særðist. 1 Párís var tilkynnt í morgun* að einn af höfuðpaurum OASj Georges Calle, hefði verið hand- tekinn. Hann hefur dvalizt á Framhald á 10. síðu. Fyrsfi fund" 1 ur í gœrkvöid Torfj Hjartarson, sáttasemjari ríkisins, boöaði aöila í deilunni um kj(ir togarasjómanna á fyrsta fund í gærkviild. Ekki höfðu borist fréttir af fundi þessum r blaðið fór í prentun, en scm kunnugt er hafa sjómenn boöað verkfall á togaraflotanum frá 10. þ.m. hafi samningar ekki tekizt fýrir þann tíma. Gunnar Böðvarsson. Samband milli sólbletta og aflasveiflna I fiskstofnunum? Fyrir helgina hafði blaðið spurnir af grein, sem Gunnar Böðvarsson verkfræðingur hjá Jarð- hitadeild Raforkumála- skrifstofunnar og Jón Jónsson fiskifræðingur hafa birt í. brezka tíma- ritinu Nature um styrk- leikasveiflur í íslenzka þorskstofninum og sam- band milli þeirra og sveiílna í sólblettum. Blaðið hafði samband við Gunnar í gær og innti hann nánar eftir þessu og hvernig á því stóð að þeir fóru inn á þessa þraut. — Ég hef persónulega alltaf haft áhuga á jarðeðlisfræði og starf mitt hér á Raforkumála- skrifstofunni er einmitt á því sviði, en árið 1950 var ég skip- aður í svokallaða síldveiðinefnd, sem átti að finna eða gera til- lögur um nýjar síldveiðiaðferðir. í starfi mínu fyrir þessa nefnd komst ég að raun um að meira samstarf ætti að vera milli þess- ara tveggja fræðigreina, fiski- fræðinnar og jarðeðlisfræðinnar. Mörg lögmál jarðeðlisfræðinnar geta eins átt við í fiskifræðinni. — Það hefur oft verið talað um samband sólbletta og líffræði- legra fyrirbrigða, en yfirleitt hef- ur þar verið um getgátur, eða hreinar fjai'sfæður að ræða, þó er vitað með vissu að árshringir í trjám sýna sveifjur hliðstæðar reglubundnum 11 ára sveiflum sóibletta og mér virðist að vel athuguðu máli að niðurstöður mínar séu ekki fjarstæðukenndar. — Rannsóknir mínar eru byggðar á gögnum, sem Jón Jónssón fiskifræðingur fékk hjá Þorsteini Jónssyni í Laufási í Vestmannaeyjum og birti í grein er hann ritaði í Náttúrufræöing 1952. — Rannsóknin er miðuð við þorskstofninn vegna þess, að um sveiflur í honum er mest vitað og um hann eru til áreiðanleg- ustu skýrslurnar, en auðvitað1 getur þetta átt við um aðrar' fisktegundir. Ég slæ engu föstu um að niðurstöður mínar séu réttarí en þær eru ekki ósenni- legar og vissulega mætti vinna meira úr eldri gögnum, annálum. og slíku, og fá á þann hátt meiri og langæari samanburð. — Mér er það mikið áhuga- mál að samstarf eflist milli jarð- eðlisfræðinnar og fiskifræðinnar Framhald á 10. síðu*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.